Egilio saga

Egilio saga
 

Ég hef áđur sagt lesendum mínum frá góđri vinkonu minni í Vilnius. Ţađ er hinn mikli eldhugi Svetlana Steponaviciené, sem er mörgum Íslendingum kunn. Svetlana er nýbúin ađ gefa út nýja útgáfu af Eglu í Litháen, Egilio sögu. Ţetta er frábćrt átak og Svetlana á mikil hrós skiliđ. Gaman vćri nú ef einhver gerđi bókmenntum Litháa eins hátt undir höfđi á Íslandi eins og hún gerir okkar fornsögum.

Svetlana sendi mér nýútkomna útgáfu sína af Egils sögu um daginn, eftir ađ ég hafđi samband viđ hana međ sorgleg tíđindi. Ég sendi henni tilkynningu af mbl.is um fráfall hins mćta manns Arnórs Hannibalssonar, sem Svetlana hafđi  ţekkt í mannsaldur og međal annar unniđ međ í Sovétríkjunum forđum. Arnór var einnig konsúll Litháens á Íslandi. Hann hafđi mikiđ hjálpađ Svetlönu viđ ţessa nýju útgáfu hennar og höfđu ţau síđast veriđ í sambandi á Ţorláksmessu.

Ţetta er ekki ritdómur. Egils saga er eins og Egils saga er, en í ţessari bók heitir Egill bara Egilis, Skalla-Grímur heitir Grimas Plikagalvis og Kveldúlfur Kveldulvas og var vitanlega Bjalvio sunus. Ég les ţví miđur ekki litháísku en bókin mun fá heiđurssess í hyllum mínum - og jafnvel gćti ég lćrt litháísku međ ţví ađ bera Egils sögu á íslensku saman viđ ţýđinguna á litháísku. Ég verđ ţví ađ gefa Egils sögu á litháísku 6 grafskeiđar.  

6 grafskeiđar  

Bókartitill:  Steponaviciené, Svetlana 20112. Egilio Saga; Is senosios islandu kalbos verte Svetlanda Steponaviciené [Vilnious universiteto Skandinavistikos centras] Aidai, Vilnius. 

(Bókin er međal annar gefin út međ styrk frá Bókmenntasjóđi).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband