Fćrsluflokkur: Gamlar myndir frá Íslandi
Reykjavík anno 1862
25.1.2012 | 17:59
Bayard Taylor hét bandarískur rithöfundur, skáld, myndlistamađur og ferđalangur, sem m.a. kom viđ á Íslandi og teiknađi ţar nokkrar myndir, sumar nokkuđ skoplegar. Hann teiknađi Reykjavík, dómkirkjuna og önnur hús.
Síđar birtust teikningar ţessar, endurnotađar sem málmstungur í öđrum bókum og tímaritum, ţar sem höfundarnir eignuđu sér ţćr. Til dćmis í ţessari bók frá 1867 eftir Írann J. Ross Browne, sem er sagđur höfundur myndanna, en hann minnist oft á vin sinn Bayard Taylor, sem var listamađurinn.
Hér er einnig mynd eftir Bayard Taylor, af Geir Zoëga og hundinum Brussu (eđa Brúsu). Geir var greinilega hinn versti dýraníđingur. Einnig er gaman af mynd af neftóbakskarlinum, og af ţjóđlegum siđ, sem sumum útlendingum, eins og t.d. Taylor, ţótti An awkward Predicament". Ungar, íslenskar stúlkur rifu plöggin af erlendum karlmönnum eins og áđur hefur veriđ greint frá.
Ítarefni: Meira af ţessum skemmtilegu myndum frá Íslandsdvöl Taylors hér.
Gamlar myndir frá Íslandi | Breytt 13.7.2022 kl. 17:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Lausn á 3. getraun Fornleifs
20.11.2011 | 08:31
Sigurvegari 3. getraunar Fornleifs heitir Tumi Ţór Jóhannsson og býr á Ísafirđi. Hann ţekkti greinilega heimaslóđirnar, ţví myndin sýnir Hćstakaupstađ áriđ 1877. Ţá var Tumi ekki fćddur og ţví var mér spurn, hvernig hann sá ađ ţetta var á Ísafirđi? Tumi svarađi, ađ ţađ vćru fjöllin, enda eru ţau vel teiknuđ. Jón Steinar hefđi nú átt ađ ţekkja ţetta líka.
Myndin í ţriđju gátu Fornleifs sýndi ţá félaga Gerrit Verschuur (1840-1906) og J.C. Greive (1837-1891) frá Hollandi, sem komu til Íslands í maí 1877, eins og greint var frá í blöđum ţess tíma. Ţeir ferđuđust um landiđ í mánađartíma. Myndin sem spurt var um sýnir ţá á Ísafirđi, kappklćdda, líklega nokkrum klukkustundum áđur en ţeir stigu á skipsfjöl og sneru aftur til síns heima.
Gerrit Verschuur var ţekktur ferđalangur, sem skrifađi m.a. frćgar bćkur um ferđir sínar til Asíu og Ástralíu. J.C. Greive var ţekktur listamađur sem sérhćfđi sig í ađ teikna myndir viđ ferđalýsingar í myndríkum vikublöđum sem urđu algeng afţreying fyrir borgarstéttina í Evrópu um miđja 19. öldina. Ljósmyndin var dauđi listamanna eins og Greive.
Á myndinni, sem spurt var um, sjáum viđ ţá félaga í Hćstakaupstađ (Ísafirđi) í júní 1877, en frá Ísafirđi sigldu ţeir til Bretlandseyja á leiđ heim til sín. Ţađ er Gerrit Verschuur sem stendur međ kúluhatt (stćkkiđ myndina međ ţví ađ klikka á hana) og talar viđ karl og konu í söđli, og J.C. Greive stendur og teiknar og vekur ţađ verđskuldađa athygli einhverra karla.
Myndin bitist í 2. tölublađi hollenska vikuritsins EigenHaard áriđ 1870. Rit ţetta kom út í borginni Haarlem á síđari hluta 19. aldar og var lesiđ víđa í Hollandi og Belgíu. Gerrit Verschuur birti ferđalýsingu sína frá Íslandi međ titlinum Ultima Thule, of Eene maand op Ijsland.
Teikningar J.C. Greive höfđu veriđ sendar ţeim félögum Joseph Burn-Smeeton og Auguste Tilly, Breta og Frakka, sem ráku saman fyrirtćki sem vann málmstungur úr teikningum listamanna til nota í myndablöđum margra landa Evrópu.
Ýmsar skemmtilegar teikningar ađrar eru viđ Íslandslýsingu Verschuurs í nokkrum fyrstu heftunum af vikublađinu EigenHaard áriđ 1878, t.d af torfbć á Seyđisfirđi međ einkennilegt strýtulaga hornherbergi. Falleg mynd er frá Flateyri af lýsisbrćđslu, mynd af konum í skautbúningi fyrir utan Dómkirkjuna í Reykjavík (sjá neđar) og af ţeim félögum Verschuur og Greive úti í Engey svo eitthvađ sé upp taliđ. Mynd af ţeim félögum, ţar sem ţeir gistu í kirkjunni á Mosfelli í Mosfellsdal birtist fyrir allmörgum árum í Lesbók Morgunblađsins. Karl fađir minn, sem átti ţessar myndir, gaf eina ţeirra, og líklega ţá skemmtilegustu, Sigurjóni Sigurđssyni sem lengi var kaupmađur á Snorrabraut, og skrifađi Sigurjón heitinn smá grein um Mosfell og myndina sem má lesa hér. Ég birti kannski síđar einhverjar af öđrum myndum Greive frá Íslandi.
Gamlar myndir frá Íslandi | Breytt s.d. kl. 09:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)