Fćrsluflokkur: Gúrkufornleifar

Framlengda gúrkan

Langa fornleifagúrkan

Fornleifagúrkan hefur nú fengiđ veglega framlengingu og ţađ langt fram á haust. Ađ venju er gúrkan óćt, og full af rugli og vitleysu. Ţó er ekki veriđ ađ rugla um stćrsta klaustur í heimi nú, stuđ fyrir landnám í Stöđvarfirđi, eskimóakonur í klaustri, eđa ólögulegan stein úr setlögum sem einhver hefur fengiđ ađ vita úr ćvintýraheimi ađ sé forn kross.

Nei, nú ríđur gúrkunni inn meinti kumlverji í Víkurgarđi, sem fornleifafrćđingar bera ábyrgđ á, en hafa enn ekki svipt hulunni af. Kumlverjinn er greinilega orđinn ađ leynigesti sumarsins og Svavar Gestsson stjórnar ekki einu sinni gamninu.

Nú eru andans menn einnig farnir ađ leika fornleifafrćđinga í ellinni, ţví ekki nćst í Völu Flintstone Garđarsdóttur sem fann haugverjann.

Í Fréttablađinu í dag fer Séra Ţórir Stephensen í andaglas og er greinilega í beinu sambandi viđ Ingólf Arnarson. Lesiđ á bls. 8 í Fréttablađinu. Ţórir hefur ţar eftir aflóga ţjóđminjaverđi ađ "kuml" í Víkurgarđi geti ekki tilheyrt bćjarrústum sem fundist áđur viđ Ađalstrćti og Ingólfstorg. Ef rétt er haft eftir Ţór Magnússyni, er fjarlćgđin frá skálanum sem fannst í fyrra viđ Lćkjargötu heppilegri fyrir kumlbúann í Víkurgarđi. En síđan hvenćr varđ Ţór Magnússon sérfrćđingur í kumlum? Engin lög, og sjáanleg regla er til eđa ţekkt fyrir fjarlćgđ kumla frá bć. Á mađur sem ekki gat stjórnađ fjármálum Ţjóđminjasafns nú ađ vera dómari um slíkt?

Hvernig vćri nú ađ dómbćrir fornleifafrćđingar, sem unniđ hafa viđ rannsóknir á haugfé eđa endurútgáfu á Kuml og Haugfé Eldjárns, en ekki prestar og lögleg gamalmenni, fái ađ sjá hvers kyns var í kumlinu. Kuml eru oftast miklu lengra frá bćjum en meint kuml í Víkurgarđi er frá skálunum sem fundist hafa í Víkinni

Seiđkarl

Síra Ţórir sćrir upp Ingólf Víking í baráttu sinni viđ hótelin. Rökleysa hans gćti í versta falli orđiđ vatn á myllu lögfrćđinga hótelspekúlantanna. Ţađ eru svo sem fordćmi fyrir ţví ađ dómstólar hafi gerst sérfrćđingar í fornleifamálum. Ljósmynd úr Fréttablađinu 11.10.2017. bls. 8.

Ef gripir hafa fundist í gröf í Víkurgarđi, ţarf ţađ ekki nauđsynlega ađ ţýđa ađ sá sem greftrađur hefur veriđ kristinn mađur. Gripir, hnífar, skartgripir, talnabönd, krossar eđa myntir hafa hafa fundist í kristnum gröfum viđ fornar kirkjur á Norđlöndum og öđrum svćđum. Stundum gleymdist ađ taka veraldlegar eigur af fólki ţegar ţađ var lagst til eilífrar hvílu fram ađ dómsdegi.

Sömuleiđis er hugsanlegt ađ menn hafi haldiđ lengur í hefđir og viljađ hafa eitthvađ af hinum gamla siđ međ og ekki fylgt bođum kirkjunnar um greftrun ađ í einu og öllu. Ţađ sýnir ađeins vanţekkingu fornleifafrćđinga, ef ţeir álíta ađ persónulegir gripir fólks geti ekki á stundum endađ međ ţví í kristnum gröfum ţegar kristinn siđur hefur nýlega veriđ tekinn upp. Hafi hins vegar fundist fallegur ţórshamar sem örugglega er hćgt ađ segja ađ hafi veriđ lagđur í gröf en ekki endađ ţar úr öđrum lögum, ţá stöndum viđ frammi fyrir kumli og einstaklingi sem var "heiđinn". En hćttum vangaveltunum.

Fornleifafrćđingarnir í Víkurgarđi verđa ađ láta rök fylgja orđum sínum svo mark sé á takandi. Annars er aliđ á vitleysum í fjölmiđlum hjá auđtrúa og veikgeđja fólki.

Greinilegt er ađ gođsögnin um Ingólf er fjári seig, en megum viđ ţessi heiđnu vera laus viđ vangaveltur kristmanns eđa krossmanns í ţessum efnum.

Vandamálin međ hóflausar hótelbyggingar og siđleysi auđmanna á Íslandi er eitt. Landnámiđ í Reykjavík er allt annađ. Ţessi vandamál eru algjörlega óskyld, ţó svo ađ Sigmundur Davíđ hafi flutt Ţjóđmenninguna međ sér í forsćtisráđuneytiđ og ćtlađ ađ gera Ţjóđminjavörđ ađ prófessor.

Bendi ég svo á grein mína um Víkurgarđ hér á blogginu í gćr.


Bulliđ vellur endalaust úr Trumpóníu

Groucho460x276Harvey Mann: Do not look at me, I am not a Harvard man.

Ţađ virđast stundum engin takmörk fyrir ţvćlu og ruglingi í sumum háskólaumhverfum Vestanhafs. Ţar á ég nú fyrst og fremst viđ Bandaríkin.

Fyrr í ţessum mánuđi var forngripum rćnt á fornminjasafni háskólans í Bergen eins og m.a. hefur veriđ greint frá hér á Fornleifi. Á FB-síđu, sem sett hefur veriđ á laggirnar í Bergen til ađ freista ţess ađ finna ţannig aftur forngripina sem voru um 400 ađ tölu, ritađi einn af góđkunningjum Ţjóđminjasafns Íslands, sem fengiđ hefur ađ valsa í íslenskum forngripum (sjá hér) á ţessa leiđ: "It seems like a lot of the items taken were Insular from Ireland or the British Isles. Could this shed some light on the thieves and their choices? " Ég les ţetta einvörđungu á ţann hátt ađ gefiđ sé í skyn ađ rániđ í Björgvin hafi veriđ framiđ til ađ metta markađ manna sem hafa áhuga á forngripum frá víkingaöld sem ćttađir eru (stolnir voru) frá Bretlandseyjum. Nema ađ sá sem setti athugasemdina telji fólk frá Bretlandseyjum vera ţá fingralöngu. Ég hélt nú ég hefđi gert grín ađ slíkum vangaveltum um daginn, ţegar ég henti gaman ađ ţví ađ nú vćri búiđ ađ rćna ţýfi foreldra íslenskra landnámsmanna.

Harvard Shit

Grćni liturinn sem er skvett á Ísland táknar: Viking settlements in Scandinavia in 7th and 8th c. Rauđu línuna milli skýringarinnar og Íslands hefur ritstjórn Fornleifs sett inn til skýringar.

"The Digital Atlas of Roman and Medival Civilizations"

Í morgun sá ég á vef FB hóps sem hefur áhuga á Miđaldafornleifafrćđi. Ţar var kynnt til sögunnar ný kortagrunnur, The Digital Atlas of Roman and Medieval Civilizations, sem frćđa á um tíma Rómverja og miđaldir, ţar međ taliđ norrćnar miđaldir. Ţađ er hvorki meira né minna en Harvard Háskóli sem léđ hefur ţessum vef nafn sitt.

Ég athugađi í fljótu bragđi, hvađ mćtti finna fróđlegt um Ísland á ţessum söguatlas Harvards: Ţađ var akkúrat ekkert ađ viti og sönnuđust ţar aftur orđ prófessors Sveinbjarnar Rafnssonar sem eitt sinn sagđi ađ menn sem ekki vćru lćsir á menningu Íslendinga, ćttu ekkert ađ vera ađ leika sér ađ henni. Ţetta á viđ um fleiri lönd, ţjóđir og menningar sem lent hafa á ţessu korti Harvard-háskóla.

Til dćmis var hćgt ađ sjá á kortinu, hvar búseta á Víkingaöld hafi veriđ á "7. og 8. öld" á Íslandi. Ţar ađ auki er ţví haldiđ fram ađ Ísland sé í Skandinavíu. Ljóminn er víst farinn af ţessu Harvard-fyrirbćri. Víkingaöld hefur aldrei veriđ tímasett fyrr en til loka 8. aldar. En menningarsnauđir kjánar í Harvard, sem setja ţetta rugl út á netiđ, segja tímasetningu Víkingaaldar vera 7. til 10. öld. BNA er greinilega fullt af illa lćsu fólki eđa jafnvel treggáfuđu og Trump er ađeins einn ţeirra - og ég er ekki kommi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband