Fćrsluflokkur: Matur og drykkur

Kamban og kalkúnninn

800px-Gefaelschtes-Truthahnfries-Ausschnitt

Ţađ fer ađ líđa ađ jólum og ţá falla oft margir kalkúnar. Guđmundur Kamban var mikill áhugamađur um kalkúna og alveg er ég viss um ađ Sveinn Einarsson hafi sagt frá ţví í bók sinni um Kamban. En hvađ sem ţví líđur, ţá lćt ég söguna flakka hér, enda hef ég ekki lesiđ bókina hans Sveins.

Áriđ 1888 fékk forvörđurinn August Olbers ţann starfa ađ forverja kalkmálverk í dómkirkjunni í Slésvík. Olbers var Ólafur forvörđur síns tíma, en ekki eins vandađur af međölum og Óli falsarabani nútímans. Olbers tók sig til og málađi stóra kalkúna hátt uppi viđ kirkjuhvelfinguna, kalkúna sem aldrei höfđu veriđ ţar áđur (sjá mynd). Enginn tók eftir ţessum nýju kalkúnum sem bćtt var viđ meistarastykki frá 14. öld.

Í byrjun árs 1939 fékk prófessor Fey frá Lübeck ţann starfa ađ forverja kalkmálverkin í dómkirkjunni, en vegna veikleika ţessa prófessors og eins samstarfsmanna hans, sem hét Lothar Malskat, fjölgađi nú kalkúnunum um helming.

Ţađ fréttist í ţetta sinn fljótt ađ kalkúnshanar vćru efst uppi á veggnum undir kirkjuloftinu í Slésvík, og ţótti mönnum ţađ mjög merkilegt. Áđur en menn vissu af, var heimsfrćgur Íslendingur orđinn ađ helsta sérfrćđingi nasista í kalkúnunum í Slésvík á miđöldum. Ţađ var enginn annar en "Prófessor" Guđmundur Kamban. Prófessorstitlinum klíndu Ţjóđverjar alltaf á Kamban, án ţess ađ Kamban vćri ađ fúlsa viđ ţví. Ţar var hann ekkert öđruvísi en margur landi hans sem hefur gengiđ kinnrođalaust međ falstitil.

header-schwahl

Kamban tjáđi sig um kalkúnana, Die Truthahnen, í dómkirkjunni í skrifađi grein sem birtist í nasistafjölmiđlum um hvernig kalkúnninn hafđi borist frá Vesturheimi til Evrópu međ Íslendingum (sjá hér). Kamban taldi víst, ađ kalkúnarnir hefđu veriđ veiddir af norrćnum mönnum og teknir međ til Grćnlands, fyrst og fremst karlfuglar, hanar, sem voru sterkari til feđralaga en kvenfuglinn. Myndir hrappanna Feys, Malskats og Olbers voru einmitt af kalkúna-hönum. 

Kamban taldi, ađ forfeđur sínir hefđu haft fuglana sér til matar á langferđum sínum frá Vesturheimi og ţannig hefđu ţeir náđ til Evrópu, löngu, löngu áđur en Kólumbus lagđi sér til munns "safaríkar" kalkúnabringur.

Lothar Malskat

Lothar Malskat (1913-1988) var frćgur falsari og falsađi annađ en kalk- og Kalkúnsmálverk. Grallaralegur var hann. Hann var mest leiđur yfir ţví ađ prófessor Fey hefđi fengiđ mestan heiđur fyrir myndverkin af kalkúnunum í Slésvík. Fey fékk 20 mánuđi í steininum en Malskat ađeins 18. (sjá)

Ţannig var nú Kamban, íslenskur rugludallur, sem fólk vill hefja til skýjanna áriđ 2013. Áriđ 1952 viđurkenndi Lothar Malskat fyrir rétti í Lýbíku ađ hann hefđi bćtt viđ kalkúnum á kirkjuloftinu í dómkirkjunni í Slésvík áriđ 1938, og enn er hćgt ađ sjá Kambanskalkúnana, ţví menn ákváđu ađ fjarlćga ekki fölsunina eins og gert var viđ ađrar falsanir sem Malskat málađi í Maríukirkjunni í Lýbíku.

Ég vona ađ Sveinn Einarsson sé mér ekki gaggandi reiđur fyrir birta efni sem hann hlýtur ađ vera međ í bókinni sinni um Kamban.

Leggur Fornleifur hér međ til ađ Ţakkargjörđarhátíđin, Thanks Giving, sem ameríkaníserađir Íslendingar eru farnir ađ halda í miklum mćli, verđi héđan í frá kölluđ Kambansvaka, til heiđurs ţessum fremsta sérfrćđingi ţjóđarinnar í kalkúnum.

Turkey

Kambankambankambankaka


Elsta málverkiđ af skreiđ

32690368761_5ef38085d8_o

Mađurinn sem hér heldur á skreiđinni er Jan Jeliszoon eđa Jan Gilliszoon Valckenier, eins og hann kallađi sig einnig. Hansakaupmenn og Danir kölluđu hann Johann Valkner. Jan fćddist í bćnum Kampen á Norđur-Hollandi áriđ 1522. Međ honum á málverkinu er fjölskylda hans lífs og liđin. Frúin hans föl hét María Tengnagel, en saman áttu ţau 9 börn. Tveir drengir, sem dóu sem kornabörn, eru sýndir í hvítum kirtlum. Jan Valckenier andađist áriđ 1592.

Afi Jans Valckeniers hafđi veriđ fálkahaldari greifa nokkurs í hérađinu Brabant (sem er í suđurhluta konungsríkisins Hollands í dag) og af ţeirri iđju fékk ţessi fjölskylda nafn sitt. Út frá honum er komin mikil ćtt kaupmanna og er hús ćttarinnar enn til í Amsterdam.

Detalje
433px-Klov33
Hús Valckenier ćttarinnar í Amsterdam, afkomenda Íslandskaupmannsins Jans Gillissonar. Húsiđ hét upphaflega Het Gulden Heck, ţ.e. Gyllti Djöfullin.

Ţessi fasmikli mađur var mikill kaupahéđinn eins og margir Amsterdambúar. Ţađ vissu danskir konungar á 16. og 17. öld mćtavel. Danska krúnan átti í endalausu stríđi viđ Svía og ţurfti alltaf á fjármagni ađ halda. Jan lánađi Friđriki II peninga og kóngur ţakkađi fyrir sig međ ţví ađ gefa Jan réttinn til ađ versla međ fisk í Bergen, svo og til ađ stunda verslun og kaupmennsku á Íslandi og í Fćreyjum.

Verslun međ Íslandsfisk fćrđi erlendum kaupmönnum eins og Jan Gilliszoon mikiđ í ađra hönd. Skreiđ frá Íslandi, ţó ađ hún hafi lengi veriđ veriđ talin lélegri en skreiđ frá Noregi, var arđsöm vara. Kveldúlfur Ţórólfsson, fađir Skallagríms (og afi Egils ef einhver kannast viđ hann), mun samkvćmt Eglu hafa flutt skreiđ frá Hálogalandi til Englands. Ţetta var ađalútflutningsvara Íslendinga í aldarađir. Um miđja 16. öldina var veriđ ađ flytja skreiđ og votsaltađan fisk frá Íslandi alla leiđ suđur til Kanaríeyja og Madeira, og voru ţar á ferđinni hollenskir kaupmenn, sem sóttu t.d. fiskinn á Snćfellsnesi og viđ Breiđafjörđ.

Kaupmađurinn Adriaen Pauwels í Rotterdam seldi t.d. áriđ 1657 20.000 pund af íslenskri skreiđ til Pedro Flaemuels kaupmanns í Teneriffa

Hvort ţetta er léleg Íslandsskreiđ sem Jan Valckenier heldur á, eđa einn af ţessum ţorskum sem hefur norsku ađ móđurmáli, er óvíst. Fćreysk var skreiđin varla, ţví ekki ţekktu fćreyskir frćđingar og ţýskur "sérfrćđingur" Fornleifastofnunnar Íslands ţennan handhafa verslunar á eyjunum ţegar nýlega var rituđ grein um verslun útlendra manna í Fćreyjum (sjá hér). Skreiđin var ađ minnsta kosti bođleg forfeđrum ESBlinga í dag, og komust ţeir mjög snemma á bragđiđ og berjast nú út af minnsta tittlingi sem í sjónum syndir. 

Bakgrunnurinn á málverkinu af Valckenier fjölskyldunni á ađ sýna Bergen (Björgvin), ţar sem Valckenier bjó um tíma. Jan Valckenier heldur á skreiđ, einu eintaki af ţví sem Hollendingar kölluđu stokvis, og í hinni hendinni heldur hann á leyfisbréfi danska konungsins Friđriks II til ađ stunda verslun í Noregi, Fćreyjum og á Íslandi.

Ţetta mun, ađ ţví er ég best veit, vera elsta málverk sem til er af skreiđ. Smelliđ 2-3 sinnum međ músinni á myndina til ađ stćkka hana (gćđin eru ţví miđur ekki góđ). Málverkiđ tilheyrir Rijksmuseum í Amsterdam, en hefur lengi hangiđ ađ láni í sýningum borgaminjasafns Amsterdam. Hvort ţađ er uppiviđ í augnablikinu veit ég ekki.

Enn sćkjast útlendingar í íslenskan fisk. Ţeir eru, eins og menn vita vel, ólmir í hann og héldu víst um tíma ađ ţeir fengju hann framreiddan upp á silfurdisk af auđmjúkum, íslenskum krataţjónum í ESB. Nú eru ţeir draumar brostnir og ţeir eru međ einhverja stćla. Ástandi er fariđ ađ minna dálítiđ á fyrri aldir, ţar sem ţeir börđust á banaspjót út af ţeim gula.

Íslendingar framleiđa nú og flytja út rúm 18 ţúsund tonn af skreiđ á ári. Verđmćtiđ á ţeirri afurđ áriđ 2012 nam um níu milljörđum íslenskra króna. Ţađ munar um minna.

Norsk eđa íslensk skreiđ?

Ţótt íslendingar hafi fram eftir öldum veriđ ađ merja skreiđ međ sleggjum eins og steinaldarmenn, ţá kunnu menn suđur í Evrópu ađ framreiđa ţennan herramannsmat. Skreiđin er klofin og hryggurinn fjarlćgđur. Fiskurinn er settur útvötnum í saltvatni í viku. Ţar sýgur fiskurinn í sig vatniđ og verđur hvítur og fallegur. Ítalir kunna enn ađ elda skreiđ á annan hátt en Afríkumenn. Eitt sinn  fékk ég í Napoli skreiđ, sem sögđ var norsk. Hún hafđi veriđ lögđ í vatnsbađ, og var borin fram í tómatsósu sođinni á lauk, lárviđarlaufi og ólífum, sem og međ bökuđum kartöflum. Ţađ er međ betri sođningu sem ég fengiđ. Ţađ var sama hvađa hvítvín var boriđ fram međ ţeim rétti. Allt vín verđur gott međ slíkum herramannsmat.

Einu sinni ţótti skreiđ góđ vara, ţótt Íslendingar hafi aldrei skiliđ ţađ og hafi setiđ og bariđ skreiđina međ steinsleggjum gegnum aldirnar. Nú er einungis stefnt ađ ţví ađ koma skreiđinni illa unninni til Nígeríu, ţar sem hún er mauksođin međ banönum og öđru sem ég kann ekki ađ nefna.

Norđmenn kunna hins vegar ađ selja ţessa góđu vöru og ţannig og flokka Norđmenn sína bestu skreiđ:

Sorting categories - First Class Lofoten Cod

Ragno, 60 cm over

WM, Westre Magro 50/60 (thin Westre), 50-60 cm

WM, Westre Magro 60/80 (thin Westre), 60-80 cm

WDM, Westre Demi Magro 60/80 (semi-thin Westre), 60-80 cm

WDM, Westre Demi Magro 50/60 (semi-thin Westre), 50-60 cm

GP, Grand Premiere, 60-80 cm

WC, Westre Courant (ordinary Westre), 75-80 fish per 50 kg

WP, Westre Piccolo (small Westre), 100-120 fish per 50 kg

WA, Westre Ancona, 75-80 per 50 kg

HO, Hollender (ordinary Dutch), 58-60 fish per 50 kg

BR, Bremer, 50-55 fish per 50 kg

Lub, 40-45 fish per 50 kg

Á vefsíđu Norwegian Fishery Village Museum skrifa ţeir: 

No other country can compete with this way of conserving good food. Many have tried, none have been too successful - like Iceland, for instance, who completed their final trial year in 1992.

http://www.lofoten-info.no/nfmuseum/history/stockfsh.htm

Ekki veit ég hvađa plokkara Norsarar eru ađ sletta á okkur ţarna, en montiđ hafa Íslendingar greinileg fengiđ frá Noregi.

Viđ kunnum enn ekki ađ auglýsa góđa vöru og fara vel međ fisk. En hugsiđ ykkur ţegar fariđ verđur af framleiđa "Grindavico Demi Courant, Sec du Sec, 80 cm", eđa "Grand Amsterdammer de Rif", Premiere Stocca 60-90 cm", og ţví ekki " Langanes Septentrionale Grande Giallo di Islanda" og " Islandico Superiore", svo ekki sé talađ um "Quota Maximo Bianca di duocente miglia dei Norte". Hćgt vćri ađ opna safn eins og Norđmenn hafa, "Museu dello Stoccafisso", og besta fiskinn ćtti ađ kalla "Come gli 77 Pesce di Cristo" í stađ "Lagos magos" sem nú er seldur.

Ţađ er greinilega ekki veriđ ađ hugsa um gćđin á fiskinum sem sést á myndinni hér fyrir neđan.

Fiskur á bíl er verri en fiskur í kös
Illa er fariđ međ skreiđ á Íslandi, enda er henni bara hent suđur til Afríku

Iceland, the greatest Smorgasbord ever

Smorgasbord  

Eitt sinn var til forláta veitingastađur á Broadway í New York, ţangađ sem norrćnir menn og ađrir streymdu til ađ fá eitt annálađasta Smorgasbord (Smörgĺsbord/Smřrrebrřdsbord) sem sögur fara af.  Stađurinn bar auđvitađ nafniđ ICELAND, hafđi ţrjú show á hverju kvöldi og tvćr hljómsveitir. Ekki var ýkt ţegar ţví var haldiđ fram, ađ ţetta vćri stćrsti nćturklúbbur á Broadway.

Ţarna var svaka bar, og í miđjum salnum blakti fáni Fullveldisins Íslands, og síđar lýđveldisins, yfir öllum herlegheitunum.

Iceland Restaurant 2
 
bakhliđ

 

Nýlega rakst ég á auglýsingu sem myndin er af efst í einu blađi Dana í Bandaríkjunum í síđara stríđi. Blađiđ hét Nordlyset, og vildi ég vita hvernig stóđ á ţví ađ veitingastađur á Broadway státađi af ţessu fallega nafni. Ég er engu nćr um eigendur, en ég veit ađ Michael Larsen, danskur mađur, rak stađinn.

 

Bar Iceland

 

Barinn á Iceland

Nú er Iceland ekki lengur merkilegt land, og ekki ţykir einu sinni ástćđa ađ hafa almennilegan bandarískan ambassador á Íslandi. Smorgasborđiđ er ekki lengur ţađ sem stjörnurnar á Broadway sóttu í, en líklegt tel ég ţó ađ Harrison Ford myndi hafa ţótt barinn á Iceland gjaldgengur. Hann er nú líka svo gamall, ađ hugsast gćti ađ hann hafi jafnvel setiđ ţarna og borđađ heilt smorgasbord.

Ef einhver man eftir ţessum stađ og getur deilt međ okkur minningunum, eru ţeir velkomnir ađ setja hér inn athugasemdir. Einhvern veginn hef ég ţó á tilfinningunni, ađ ég hafi misst af ţeirri kynslóđ. Nú er ţađ sushi og eitthvađ enn fínna sem fćr fólk til ađ dansa.

Fróđir menn telja ađ orđiđ smorgasm hafi orđiđ til ţarna á 680 Broadway. Nú heitir ţessi stađur ROSELAND (sjá sömuleiđis hér). Ţarna hélt Hillary Clinton, sem árangurslaust reyndi ađ hringja í Össur Skarphéđinsson, eitt sinni afmćlisveislu sína og Björk kynnti plötu sína Biophilia á ţessum stađ áriđ 2011. Vćri ţađ ekki ágćtt nafn í stađ Íslands eftir allsherjargjaldţrot?

Roseland-front

Björk Iceland Roseland

Ţessi grein var upphaflega birt á postdoc.blog.is áriđ 2010. Örlitlu hefur veriđ viđ hana bćtt.

Ég keypti skömmu síđar í Bandaríkjunum sjaldgćf póstkort međ myndum af smurbrauđborđinu á Iceland og barnum ţar.


Skál !

NUBO rice Show
 

Ef ţíđ eigiđ svona skál, ţá eruđ ţiđ svo sannarlega komin í álnir.

Nýveriđ seldist kínversk hrísgrjónaskál fyrir 274 milljónir íslenskra króna. Kannski hefđi ţađ ekki veriđ í frásögur fćrandi, ef fjölskyldan sem seldi skálina hefđi ekki keypt hana á bílskúrstombólu fyrir 3 dollara fyrir 6 árum síđan. Fjölskyldan er enn ađ velta ţví fyrir sér hvort hún hefđi fengiđ meira fyrir snúđ hefđi hún ekki sett skálina í uppţvottvélina.

Skálin er frá tíma Song keisaraćttarinnar, sem var viđ völd í Kína frá 960-1279. Taliđ er ađ ađeins séu til tvćr skálar af ţessari gerđ, svo nú er bara ađ leita í skápum og skúffum.

Kaupandi skálarinnar er Guiseppi Eskenazi, sem er einn fremsti safnari og seljandi kínverskra forngripa í heiminum. Hef ég i tvígang komiđ í verslanir hans til ađ skođa sýningar. Áriđ 1993 ţótti fréttnćmt, ađ hann vćri međ tvo gripi í nýrri verslun sinni í Mayfair sem kostuđu meira en 1 milljón punda. Eftir ađ Kínverjar sýndu okkur hvernig hćgt er ađ misnota Marxismann til ađ arđrćna lýđinn, hefur verđlagiđ á kínversku postulíni rokiđ upp úr öllu valdi og Nubóar Kína kaupa inn í stórum stíl hjá Eskenazy í London.

Kannski sjá menn nú hvađa hrísgrjónaverđ var sett á landiđ okkar af Kínverjum í spreng. Ísland er ađeins grjón í veislu Maó-kapítalistanna. 

Skál Ping

Hverasođning

Sođiđ lambalćri

Í gömlum, erlendum ferđabókum sem fjalla um Ísland ađ öllu eđa einhverju leyti, hefur mátt finna skemmtilegar myndir af nokkuđ sérstćđri matreiđslu sem menn stunduđu á Íslandi á 17. og 18. öld. 

Áriđ 1720 komu út frásagnir hollenska kapteinsins Gornelis Gijsbertsz. Zorgdragers, ritađar af Abraham Moubach, sem mest fjallađi um hvalveiđar og Grćnlandútgerđ Hollendinga. Zorgdrager kom viđ á Íslandi áriđ 1699 og hitti ţar danskan kaupmann á Goswijk, sem er hollensk hljóđritun á Húsavík. Kaupmađurinn sagđi hollensku ferđalögnunum frá goshver, líklega viđ Námaskarđ. Ţangađ fóru Hollendingarnir. Eins og gengur á ferđalögum urđu ţeir svangir. Bundu ţeir kindalćri í snćri og suđu í hvernum. Í bókinni er koparstunga sem sýnir ţessa matreiđslu Zorgdragers og félaga. Zorgdrager sagđi síđan Abraham Moubach, ađ hann hafi haldiđ til haga vel sođnu stykki af kjötinu og fariđ međ ţađ á nćrliggjandi sveitabć eđa kofa og hafi fengiđ ţar mjólk ađ drekka, en annars hefđi menn hans drukkiđ kćlt vatniđ úr hvernum. Koparstungan í bók Zorgdragers er greinilega ekki gerđ af listamanni sem hafđi veriđ í för međ Zorgdrager.

The Boiling Springs 2

Önnur mynd af svipuđum toga birtist í bresku riti sem fyrst kom út áriđ 1802 í London. Bókin ber heitiđ Geography illustrated on A Popular Plan; for the Use of Schools and Young Persons, sýnir The boiling Springs af GIESAR with a distant View of Mount HEELA. Koparstungan sýnir Íslendinga á eins konar lautarferđ viđ viđ Geysi í Haukadal, og er fólkiđ ađ sjóđa eitthvađ í katli yfir vellandi hver. Einn karlmađur á myndinni heldur á fiski og Geysir og Hekla gjósa sínu fegursta í bakgrunninum. Bókin ţar sem myndin birtist er eftir Sir Richard Phillipseđa séra J. Goldsmith, sem var eitt af fjöllmörgum höfundnöfnum Phillips sem var mjög öflugur í útgáfustarfssemi og stjórnmálum á fyrri hluta 19. aldar.

Ekki er mér kunnugt um hvađan Philips hefur náđ í myndina, eđa hvort hún hafi veriđ teiknuđ sérstaklega  fyrir ţessa landafrćđi hans, en mig grunar ađ hluti af henni hafi veriđ fengin "ađ láni" úr fyrsta bindi bókar síra John TruslerThe Habitable World Descirbed; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &c. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788. Ţar birtist mynd in hér fyrir neđan, og hef ég fjallađ um hana áđur:

Icelanders
Sir_Richard_Phillips
Sir Richard Phillips

Ítarefni:

ZORGDRAGER, CORNELLIS GIJSBERTSZ. 1720: Bloeijende opkomst der aloude en hedendaagsche groenlandsche visschery. War in met eene geoeffende ervaarenheit de geheele omslag deezer visschery beschreeven, en wat daar in dient waargenomen, naaukeurig verhandelt wordt. Uitgebreid met eene korte historische beschryving der Noordere gewesten, woornamentlyk Groenlandt, Yslandt, Spitsbergen, Nova Zembla, Jan Mayen Eilandt, de Straat Davis, en al `t aanmerklykste in de ontdekking deezer landen, en in de visschery voorgevallen. Met byvoeging van de walvischvangst, in haare hoedanigheden, behandelingen, `t scheepsleeven en gedrag beschouwt. Door Abraham Moubach.

Hćgt er ađ lesa bókina hér

Ég sé ađ enn er hćgt er ađ kaupa bókina (ađra útgáfu á hollensku frá 1727) á 30.000 norskar á fornbókasölu í Osló - og ţýska útgáfu frá 1723 á 50.000 danskar krónur ef einhver hefur áhuga.

Hér má lesa um athafnamanninn, Sir Richard Phillips, sem m.a. var Sheriff í London


Undarlegt efni

Skyr 2

Oft vakna fleiri spurningar viđ fornleifarannsóknir en ţćr mörgu sem fyrir voru.

Fornleifafrćđingar geta alls ekki svarađ öllum spurningum sjálfir, ţótt stundum gćti svo virst í fljótu bragđi. Ţeir hafa ađra sérfrćđingum sér til hjálpar, oft fćra náttúruvísindamenn, sem ráđa yfir tćkjum og tćkni sem fornleifafrćđingar kunna ekkert á. Ţetta ţýđir ţó ekki ađ fornleifafrćđingar hafi, eđa ţurfi ađ hafa blinda trú á ţví sem tćki annarra frćđimanna segja. Tćki eru búin til og stjórnađ af mönnum og tćki geta ţví gefiđ rangar niđurstöđur. Errare machinam est.

Fornleifafrćđingar standa oft frammi fyrir vandamálum vegna ţess ađ náttúrvísindamenn líta á vandamál og lausnir á annan hátt en menn í hugvísindunum. Í náttúruvísundum eiga hlutirnir ţađ til ađ vera ekki afstćđir fyrr en sýnt er fram á ađ tćkin og tćknin dygđu ekki til. Tökum dćmi. Fornleifafrćđingur fćr gerđa kolefnisaldursgreiningu sem sýnir niđurstöđuna 600 e. Kr. +/- 50  Hvađ gera fornleifafrćđingar ef slík niđurstađa fćst úr sama lagi og mynt sem er frá 1010 e. Kr. ? Tćki geta ekki alltaf svarađ öllum spurningum, ţó stundum gćti svo virst. Tćki eiga ţađ líka til ađ skapa fleir spurningar en fyrir voru. Ţannig eru vísindin. Ţá leitum viđ lausna, eđa sum okkar.

En hér ćtlađi ég ađ segja frá rannsókn sem er "pottţétt", ţótt gömul sé. Fyrsta náttúrvísindalega greiningin sem gerđ var fyrir fornleifafrćđina á Íslandi var gerđ í Kaupmannahöfn áriđ 1886 af Vilhelm Storch forstöđumanni rannsóknarstofu í lanbúnađarhćgfrćđilegum rannsóknum (Landřkonmiske Forsřg) viđ Konunglega Landbúnađarháskólann á Friđriksbergi. Niđurstöđurnar birti hann fyrst í litlum bćklingi á dönsku, sem gefinn var út  í Kaupmannahöfn af Hinu íslenzka Fornleifafélagi, sem bar heitiđ

Kemiske og Mikroskopiske Undersogelser af Et Ejendommeligt Stof, fundet ved Udgravninger, foretagne for det islandkse Oldsagssalskab (fornleifafélag) af Sigurd Vigfusson paa Bergthorshvol i Island, hvor ifřlge den gamle Beretning om Njal, Hans Hustru og Hans Sřnner indebrćndtes Aar 1011.

Sigurđur Vigfússon forstöđumađur Fornminjasafnsins, sem ţá var á loftinu í Alţingishúsinu í Reykjavík, hafđi samband viđ Vilhelm Ludvig Finsen í Kaupmannahöfn og sendi honum nokkur sýni af undarlegu efni, sem hann hafđi grafiđ upp á Bergţórshvoli áriđ 1883 (sjá grein Sigurđar Vigfússonar). Ţetta voru hnullungar af hvítu efni, frauđkenndu, sem Sigurđur og ađrir töldu geta veriđ leifar af skyri Bergţóru. Vilhjálmur Ludvig Finsen (1823-1892) leitađi til nokkurra manna til ađ fá gerđa efnagreiningu vísuđu allir á  Vilhelm Storch, sem rannsakađi efniđ mjög nákvćmlega og skrifađi afar lćrđa grein sem nú er hćgt ađ lesa í fyrsta sinn í pdf-sniđi hér. Greinin birtist einnig í íslenskri ţýđingu í Árbók Fornleifafélagsins áriđ 1887, sjá hér.

Storch Vilhelm Storch (1837-1918)

Til ađ gera langt má stutt, ţá var Storch mjög nákvćmur og varfćrinn mađur, sem velti öllum hlutum fyrir sér. Hann gaf engin ákveđin svör um hvort sýni 1 (sjá mynd) vćri af skyri, en hin sýnin 2-4 taldi hann nćr örugglega vera af osti. Storch fékk Vilhelm Finsen til ađ senda sér skyr frá Íslandi til ađ geta gert samanburđ í efnagreiningunni. Storch gat međ vissu sagt ađ leifar mjólkurleifanna frá Bergţórshvoli hefđu veriđ í tengslum viđ tré sem hafđi brunniđ, enda fann Sigurđur Vigfússon efniđ undir 2 álna lagi af ösku.

Sigurđur Vigfússon

Sigurđur Vigfússon (1828-1892) i kósakkafornmannabúning sínum

Samkvćmt Storch var ţađ líklegast ostur Bergţóru og Njáls frekar en skyr, sem Sigurđur Vigfússon gróf niđur á áriđ 1883. Kannski skildi Storch ţó ekki alveg framleiđslumáta skyrs, en skyr er í raun ferskur súrostur.

Gaman vćri ađ fá gerđa greiningu á efninu aftur, svo og aldursgreiningu. Ţađ eru enn til leifar af ţví á Ţjóđminjasafninu. Fornleifur vill vita hvor slett var skyri eđa hvort ţađ var ostur sem kraumađi undir brenndri ţekju Bergţórshvols. Osturinn/skyriđ gćt vel veriđ úr meintri Njálsbrennu áriđ 1011, ţótt menn hafi lengi taliđ rústirnar ţar sem rannsakađar voru á 5. áratug síđustu aldar vera frá 11. eđa 12. öld. Sjá grein Kristjáns Eldjárns og Gísla Gestssonar. Tvö sýni, eitt af koluđu birki sem kolefnisaldursgreint var í Kaupmannahöfn (K-580) og hitt af koluđu heyi og korni, sem aldursgreint var í Saskachewan (S-66), útiloka ekkert í ţeim efnum, en aldursgreiningarnar voru reyndar gerđar í árdaga geislakolsaldurgreininga. Sjá hér.

K 580

S-66 

Ađrir frćđingar velta svo fyrir sér öđru undarlegu efni og óefniskenndara í Njálu, eins og hvort Njáll hafi veriđ hommi, og er ţađ af hinu besta. En ég tel ţó ađ osturinn á Bergţórshváli hafi frekar lokkađ ađ unga menn eins og Gunnar á Hlíđarenda, en vel girtur Njáll Ţorgeirsson.  

Begga međ bita af Njálu

Er nema von ađ Gunnar á Hlíđarenda hafi veriđ eins og grár köttur á Bergţórshvoli, ţegar nóg var ţar til af ostinum? Hvállinn hefur líkast til veriđ eins konar Dominos Pizza síns tíma.


Ť Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband