Hverasođning

Sođiđ lambalćri

Í gömlum, erlendum ferđabókum sem fjalla um Ísland ađ öllu eđa einhverju leyti, hefur mátt finna skemmtilegar myndir af nokkuđ sérstćđri matreiđslu sem menn stunduđu á Íslandi á 17. og 18. öld. 

Áriđ 1720 komu út frásagnir hollenska kapteinsins Gornelis Gijsbertsz. Zorgdragers, ritađar af Abraham Moubach, sem mest fjallađi um hvalveiđar og Grćnlandútgerđ Hollendinga. Zorgdrager kom viđ á Íslandi áriđ 1699 og hitti ţar danskan kaupmann á Goswijk, sem er hollensk hljóđritun á Húsavík. Kaupmađurinn sagđi hollensku ferđalögnunum frá goshver, líklega viđ Námaskarđ. Ţangađ fóru Hollendingarnir. Eins og gengur á ferđalögum urđu ţeir svangir. Bundu ţeir kindalćri í snćri og suđu í hvernum. Í bókinni er koparstunga sem sýnir ţessa matreiđslu Zorgdragers og félaga. Zorgdrager sagđi síđan Abraham Moubach, ađ hann hafi haldiđ til haga vel sođnu stykki af kjötinu og fariđ međ ţađ á nćrliggjandi sveitabć eđa kofa og hafi fengiđ ţar mjólk ađ drekka, en annars hefđi menn hans drukkiđ kćlt vatniđ úr hvernum. Koparstungan í bók Zorgdragers er greinilega ekki gerđ af listamanni sem hafđi veriđ í för međ Zorgdrager.

The Boiling Springs 2

Önnur mynd af svipuđum toga birtist í bresku riti sem fyrst kom út áriđ 1802 í London. Bókin ber heitiđ Geography illustrated on A Popular Plan; for the Use of Schools and Young Persons, sýnir The boiling Springs af GIESAR with a distant View of Mount HEELA. Koparstungan sýnir Íslendinga á eins konar lautarferđ viđ viđ Geysi í Haukadal, og er fólkiđ ađ sjóđa eitthvađ í katli yfir vellandi hver. Einn karlmađur á myndinni heldur á fiski og Geysir og Hekla gjósa sínu fegursta í bakgrunninum. Bókin ţar sem myndin birtist er eftir Sir Richard Phillipseđa séra J. Goldsmith, sem var eitt af fjöllmörgum höfundnöfnum Phillips sem var mjög öflugur í útgáfustarfssemi og stjórnmálum á fyrri hluta 19. aldar.

Ekki er mér kunnugt um hvađan Philips hefur náđ í myndina, eđa hvort hún hafi veriđ teiknuđ sérstaklega  fyrir ţessa landafrćđi hans, en mig grunar ađ hluti af henni hafi veriđ fengin "ađ láni" úr fyrsta bindi bókar síra John TruslerThe Habitable World Descirbed; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &c. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788. Ţar birtist mynd in hér fyrir neđan, og hef ég fjallađ um hana áđur:

Icelanders
Sir_Richard_Phillips
Sir Richard Phillips

Ítarefni:

ZORGDRAGER, CORNELLIS GIJSBERTSZ. 1720: Bloeijende opkomst der aloude en hedendaagsche groenlandsche visschery. War in met eene geoeffende ervaarenheit de geheele omslag deezer visschery beschreeven, en wat daar in dient waargenomen, naaukeurig verhandelt wordt. Uitgebreid met eene korte historische beschryving der Noordere gewesten, woornamentlyk Groenlandt, Yslandt, Spitsbergen, Nova Zembla, Jan Mayen Eilandt, de Straat Davis, en al `t aanmerklykste in de ontdekking deezer landen, en in de visschery voorgevallen. Met byvoeging van de walvischvangst, in haare hoedanigheden, behandelingen, `t scheepsleeven en gedrag beschouwt. Door Abraham Moubach.

Hćgt er ađ lesa bókina hér

Ég sé ađ enn er hćgt er ađ kaupa bókina (ađra útgáfu á hollensku frá 1727) á 30.000 norskar á fornbókasölu í Osló - og ţýska útgáfu frá 1723 á 50.000 danskar krónur ef einhver hefur áhuga.

Hér má lesa um athafnamanninn, Sir Richard Phillips, sem m.a. var Sheriff í London


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband