7) Bútar fyrir Halldór og Hannes III, annar hluti - Ţeir sem dćmdu Laxness úr leik í Bandaríkjunum

 ERZXNGwWoAEHdck

Hér verđur í fyrsta sinn á Íslandi svipt hulunni af ţví hvernig Bandaríkjamarkađur slátrađi gullkálfi Íslands, Nóbelsskáldinu Halldóri Laxness.

Ef menn halda enn ađ brögđ hafi veriđ í tafli og ađ Íhaldiđ, og sér í lagi heildsalar, hafi haft beina línu til FBI og CIA, vona ég ađ ţessir bútur geri fólki ljóst ađ ţeir ţankar eru ímyndun ein og yfirskin.

Eins og fyrr segir, lét Alfred A. Knopf sérfrótt fólk lesa bćkur sem hann fékk á ýmsum tungumálum frá höfundum, umbođsmönnum eđa útgefendum í löndum utan Bandaríkjanna.

Bćkur Laxness sem Knopf fékk í hendur höfđu áđur komiđ út á ţýsku, dönsku og sćnsku. Knopf fann sér bókmenntasinnađ eđa bókmenntalćrt fólk, sem gat lesiđ ţessi tungumál. Ţeim var ćtlađ ađ skrifa stutta greinagerđ og fylla út hjálagt eyđublađ, sem síđar var skilađ á skrifstofu Knopfs í New York.

Knopf-hjónin tóku ţetta fólk alvarlega, enda var hann í bókaframleiđslu, sem varđ ađ skila arđi. Ţó Laxness vćri gefinn út í DDR í 70.000 eintökum, ţá voru bćkurnar ţar prentađar á verri pappír en klósettpappírinn var í Bandaríkjunum. Pappírinn í DDR gulnađi á nokkrum mánuđum og eftir nokkur ár voru bćkurnar farnar ađ leysast upp á köntum .. og ţćr voru morknađur um 1960.

Íslenska viđhafnarútgáfan, sem viđ fengum á 7. áratugnum, međ gullpjátri og kili úr leđri á ómerkilegustu bćkur, var alíslenskt fyrirbćri. Bandarískar bćkur fjölluđu um sölu, fyrir útgefandann. Áhugasamur bókmenntaráđunautur í Greifswald eđa Berlín réđi engu um söluna, fyrr en hann hafđi sent röksemdir sínar í ţríriti til skrifstofu sem stjórnađi ţví sem Austur-Ţjóđverjar lásu í frítíma sínum. Menn ţurftu rautt ljós á allt austan Tjalds. Ţannig var ţví ekki háttađ í Bandaríkjunum, ţó svo ađ sumir Íslendingar í endalausu hatri sínu á Könum, komist ekki yfir ađ ţađ er munur á frelsi og ánauđ.

Í ţessum bút/kafla fríbókar Fornleifs um Laxness má lesa dóma Ameríku á Laxness frá 1945 fram til 1958; Í síđari kafla má lesa meira um seinni hafnanir sem hann fékk:

001_Knop_9781101875735_art_r1-797x1024

Skrípamynd af Alfred Knopf 1948 í The New Yorker Magazine. Laxness sést ekki í bókahillunni, ţó vel sé ađ gáđ.

1945: Sjálfstćtt fólk

Hér getiđ ţiđ lesiđ dóm tveggja ritrýna Knopfs á Sjálfstćđu Fólki (Independent People), einu bókinni sem Alfred A. Knopf gaf út eftir Laxness. Ritrýnarnir voru ţau May Davies Martinet, sem sjálf var rithöfundur, og B. Smith (Bernhard Smith), sem var yfirlýstur Marxisti og af gyđingaćttum. Lesiđ ritdóminn sjálf. Lestur er sögu ríkari. 

En til ađ hjálpa ţeim sem ekki geta lesiđ á gagnrýninn hátt, eđa ţeim sem ađeins spá í bolla, ber ađ nefna ađ May Davies Martenet var hrifin af bókinni, ţó hún spáđi henni ekki mikilli sölu í BNA:

The first portions of it are related, both in mood and style, to the Laxdale and other Great sagas. If publication should be undertaken I recommen that a little further work done here and there on the translation; also that certain referencers to old Norse customs and to Icelandic literature be explained or clarified so that a general public who is not familiar with this background may not be "put off".

Bernard Smith var ađ mestu sammála en bćtti viđ:

B. Smith text

Samt sem áđur tók Knopf sjans á Laxness, og međ örlítilli ađstođ frá fyrirtćkinu Book of the Month "bústađi" hann söluna örlítiđ, eins og ţađ heitir.

En Adam var ekki lengi í Paradís. Heppni Laxness virtist hafa snúist eftir 1945.

1946: Salka Valka

Salka Valka var send (Roy) Wilson nokkrum Follet til ađ ritrýna. Follett var ţekktur frćđimađur og rithöfundur, en hugsanlega enn ţekktari fyrir ađ vera fađir Barböru Follett, ungs rithöfundar og undrabarns, sem ekki var ósvipuđ Veru Illugadóttur í útliti. En Barbara ţessi hvarf á dularfullan hátt áriđ 1939, ađeins 25 ára gömul.

Wilson Follet hafnađi bókinni međ ţessum orđum:

Photos of Barbara - Farksolia Follett á unga aldri

The story has terrific power in many scenes and episodes, but as far as I am concerned it does not compose into anything but a mighty chaos of effects. We should probably have published it had it come our way before Independent People: after I.P., it seems crude, inchoate, and experimental. The tranlation is better than average but no masterpiece. I think you will have to seek advice. I am afraid I am just congenitally repelled by imaginative literature that (like this and Feike Feikema) is all power and no balance.  WF 6/19/46

Hér er hćgt ađ lesa allan ritdóminn, og Alfred A. Knopf gaf ekki út bókina.

1947: Hafnađ er Heimsljósi, Fegurđ Himinsins og Höll Sumarlandsins

Áriđ 1947 bárust Knopf danskar útgáfur á nokkrum bókum Laxness um Ólaf Kárason. Ţađ sem ritrýnirinn H. Weinstock (Herbert Weinstock 1905-1971), sem fyrst og fremst var tónlistarritstjóri hjá Knopf, var beđinn um ađ lesa Verdens Lys (1937), Himlens Skřnhed (1941) og Sommerlandets Slot (1938), allar gefnar út af forlaginu S. Hasselbalch í Kaupmannahöfn. Weinstock fékk einnig senda enska ţýđingu á fyrstu 6 köflum Hallar Sumarlandsins. 

Herbert_Weinstock_by_Lotte_JacobiEkki veit ég, hvort illa lá á Weinstock, eđa ađ hann var á einhverjum andlegum túr, en persónulega er ég mjög hrifinn af Ljósi Heimsins, og skil alls ekki ritdóm hans. Hvar Weinstock lćrđi dönsku hef ég ekki hugmynd um.

Í fljótu bragđi sýnist ţađ einnig undarlegt ađ biđja tónlistarýni, tónskáld og höfund bóka um frćg tónsáld ađ lesa verk Laxness- En hinum samkynhneigđa Weinstock var margt til lista lagt og hann talinn ágćtur höfundur bóka um frćg tónskáld. Samkvćmt Gróu á Wikivaka var Weinstock among the very few relatively uncloseted gay men in New York publishing in the 1940s. Ţađ var samt ekki ástćđan fyrir dómi hans yfir verkum Laxness.

Gyđingar og samkynhneigđir voru heldur ekki valdir ađ falli Laxness í BNA.

Ţiđ getiđ lesiđ dóm Weinstocks í heild sinni hér. Herbert Weinstock skrifađi m.a. stutt og laggott:

I cannot resist adding that I think we ought not to waste time over this.

H.W.

1948: Íslandsklukkunni hafnađ og einnig áriđ 1951

Í lok árs 1948 barst Alfred A. Knopf eintak af Íslandsklukkunni frá umbođsmanni Laxness á Manhattan. Heiđurinn ađ lesa sćnska ţýđingu á bókinni fékk rithöfundur, Eugene Gay-Tifft, sem skrifađi greinagóđa 12 blađsíđna úttekt á verkinu, sem hann taldi ađ ćtti ađ kalla The Stolen Bell á ensku (sjá ritdóminn í heild sinni hér).

Eugene Gay-Tifft var beggja blands í ritdómi sínum, enda ţótti honum trílógían ekki eins merkilegt verk og Salka Valka eđa Sjálfstćtt fólk. Gay Tifft komst međal ađ ţessari niđurstöđu á ţar til gerđu eyđublađi sem fylgdi umsögn hans viđ spurningunni: G. Is this a book you would yourself want to buy, own and read, if you saw it announced by anothter publisher?  Say very briefly why. Gay-Tifft svarađi:

Yes, indeed! I have read Laxness´ "Salka Valka" and "Independent People", was greatly impressed by these and would want to possess a further item by this author.

Gay Tefft G

En hvađ varđar vinsćldir bókarinnar var hann í vafa. Viđ liđ D. eyđublađinu var hann spurđur hve mörg eintök hann teldi ađ bókin myndi seljast í, Hann svarađi:

This woud depend largely upon the Promotion. Certainy it is not a work which the American public would instantly go for. But neither is it one the book clubs would refuse to concider.

Gay Tefft sala

Svo mörg voru ţau orđ, og FBI og Bjarni Ben höfđu engin áhrif ţar heldur.

Robert Pick 1899-1878Áriđ 1951 barst Alfred A. Knopf ţýsk ţýđing á Íslandsklukkunni, sem mađur ađ nafni R. Pick las (dr. Robert Pick f. 1898 í Vín; Kom sem flóttamađur til BNA áriđ 1940; d í New York 1978; myndin hér til vinstri er af honum á gamals aldri). Hann var greinilega ekki ađ tvínóna viđ hlutina og var í litlum vafa (sjá hér). Pick ritađi:

The admittedly short look I took into the German translation of Islands Klocka (see Mr. Eugene Gay-Tifft´s report 12/16/48) doesn´t tempt me to advise you to re-open this case.

1955: Gerplu hafnađ

Áriđ 1955, snemma árs, barst sćnsk ţýđing Gerplu frá Allen & Unwin, útgefanda Laxness á Englandi. Unwin, hinn mikli vinur Laxness, var í vafa um hvort hann gćti gefiđ út bókina án hjálpar bandaríska markađsins. 

lamm_alfhild_1926_largeLestur bókarinnar kom í hlut Mrs. Alfhild Huebsch (1887-1982), sem fćddist inn í auđuga fjölskyldu í Stokkhólmi. Hún var eiginkona ţekkts forleggjara í Bandaríkjunum, Benjamin W. Huebsch.

Frú Alfhild hafnađi bókinni, en hafđi ţó á ţeimi dómi sínum ýmsa varnagla:

I recommend rejection of the book, but I do so with hesitation and reluctance, for it is a work of many merits. It will no doubt be a good, if not a best seller in the Scandinavian countries, but its appeal to the American public is likely to be limited. Laxness is of cause [sic] a great writer; some other books of his may be a better gamble.

Huebch text

Hér má lesa dóm Alfhild Huebsch i heild sinni.

1957: Ungfrúin og Góđa húsiđ - hafnađ

AhmanSvíi, Sven Ĺhman ađ nafni, sem var međlimur vel ţekktrar fjölskyldu í Gautaborg í Svíţjóđ (móđirin hét Cohen ađ eftirnafni), var fenginn til ađ ritrýna Ungfrúna í sćnskri ţýđingu, Den Goda Fröken och Huset. Forlagiđ, sem gaf út bókina í Svíţjóđ, Raben & Sjögren, sendi bókina til Alfred A. Knopfs.

 

 

Ĺhman ritar m.a.:

Ahlman text

Ĺhman hafnađi ţví ekki bókinni, en ţađ gerđi annar mikilvćgur starfsmađur Alfred A. Knopfs, nánar tiltekiđ sá sem setur bókstafina sína undir, BWK, Ţađ var hún Blanche Wolf Knopf, eiginkona Alfred A. Knopfs. Hún var á annarri skođun en fagurkerarnir í ţađ siptiđ. Ekki var álitiđ eins mikiđ á Nóbelsverđlaununum í bókmenntum ţá og ţađ var eftir ađ verđa síđar.

Annađ verđur víst ekki ályktađ. Sjá dóm Ĺhmans hér.

1958: Gerplu hafnađ á nýjan leik

Snemma árs 1958 barst Alfred A. Knopf eintak af Happy Warriers (Gerplu) í útgáfu Methuen & Co í Lundúnum. Ásamt bókinni sendi útgáfufyrirtćkiđ greinargerđ upp á sex blađsíđur um ţýđingu bókarinnar. Methuen vildi freista ţess ađ auka sölu bókarinnar međ ţví ađ setja hana á markađ í Bandaríkjunum í samvinnu međ viđ Alfred A. Knopf.

HR, sem ég ţekki engin deili á, was not impressed. Hann komst ađ ţessari niđurstöđu:

It is evident to me that this would be the wrong book to bring Laxness before the American public again.

Lesiđ ritdóminn í heild sinni hér.

Screenshot 2021-07-08 at 06-01-42 Mrs Knopf, Invisible TastemakerŢannig var ţađ nú. Í ţessum skjölum sem birtast í ţessum kafla, og sem í dag eru varđveitt á Harry Ransom Center viđ Háskólann í Houston Texas, í sjalasafni Alfred A. Knopfs Inc., frá ţeim tíma sem skipti máli (ţví eldra skjalasafn fyrirtćkisins er varđveitt í New York) er ekkert sem bendir til ţess ađ frćgđ og frami Laxness hafi veriđ stöđvađur af rýtingum pólitískra andstćđinga Laxness á Íslandi, ellegar af FBI og J. Edgar Hoover.

Ţađ síđastnefnda eru hugarórar Íslendinga sem hafa fariđ á flug líkt og fólk sem sem telur ađ fallegustu konurnar og sterkustu mennirnir komi frá Íslandi. Fyrsta atriđiđ er einhverju leyti rétt, en íslenskir karlar hafa engan styrk, ţví í ţá vantar blendingsţróttinn.

Nóbelinn hafđi heldur enginn áhrif á afhrođ ţađ sem Laxness varđ fyrir í BNA, líkt og Laxness stakk síđar upp á í glettni (sjá hér) viđ bođflennur í lífi hans.

Hjónin Alfred og Blanche Knopf ráku viđskipti. Gott viđskiptavit ţeirra krafđist af ţeim ađ ţau yrđu ađ fá arđ af viđskiptum sínum. Alfred hafđi í raun lítiđ vit á bókmenntum, en ţađ hafđi Blance og einnig mikiđ viđskiptavit. Alfred lét oft ţau orđ falla ađ Blanche vćri sál fyrirtćkisins (the soul of the firm)(Sjá hér). Hjónin voru einnig prívat í einhvers konar samkeppni eđa viđskiptasamsambandi sem ekki rúmađi mikla ást ađ ţví er virđist á lýsingum á löngu sambandi ţeirra. Lífstíllinn var einnig flottur á ţeim hjónum og ţađ kostađi sinn skilding.

Laxness didn´t make´m money, tel ég ađ sé ágćt lokaorđ fyrir Laxness-ćvintýriđ í Bandaríkjunum. Nóbelsverđlaun skiptu engu máli í Bandaríkjunum fyrr en löngu síđar, ţegar ţađ seldi ađ klína ţeirri upplýsingur á rykbindiđ.

Ef eitthvađ varđ Laxness "ađ falli" í Bandaríkjunum, ţá var ţađ beinhörđ stefna hjónanna Alfreds og Blanche Knopf í viđskiptum. Bókaútgáfa í BNA er og var 90% beinhörđ viđskipti međ stóru Vaffi og ađeins 10% hugsjónastefna, eđa jafnvel enn minna.ct-prj-blanche-knopf-lady-with-the-borzoi-20160405

ŤHvađ međ eina Laxness, Blanche mín?ť - ŤHćttu ţessu rugli og láttu ekki eins og fífl, Alfredť

deeping

Laxness komst aldrei á risaskilti Knopfs.

Beitti J. Edgar Hoover sér persónulega?

Nú, ef J. Edgar Hoover beitti sér persónulega í skattamáli Laxness, líkt og Halldór Guđmundsson hélt fram viđ mig í tölvupósti ţann 25. nóvember 2020,:

"Hoover beitti sér persónulega í málinu, ţađ sýna gögn sem ég fékk eftir útgáfu bókarinnar."

ţá hafđi ţađ engin áhrif á höfnun á bókum Laxness hjá forlaginu Alfred A. Knopf. Skattamál á Íslandi hafđi ekkert ađ gera međ áhuga forlagsins á Laxness.

Halldór Guđmundsson greindi frá ţví í grein í fyrra, ađ Alfred Knopf hafi gefiđ ţá skýringu ađ hann hefđi ekki haft lesendur á erlend tungumál til ađ ritrýna höfund eins og Laxness.  Gott vćri ađ fá ţá skýringu Knopfs hjá Halldóri, í ljósi ţess ađ ţađ sem kemur fram í skjalasafni fyrirtćkis sem varđveist hefur,  bendir til alls annars. Alfred A. Knopf lét marga lesa bćkur Laxness og jafnvel fleiri en einn lesa sömu bókina.

Ţađ vćri áhugavert ađ sjá ţau gögn sem Halldór Guđmundsson hefur.

Heimildir

M.a.

Harry Ransom Center, The University of Texas at Austin: Alfred A. Knopf, Inc.; Records 1873-1996 (bulk 1945-1980), Subseries E. Rejection Sheets: 1948-59; Box 1130 / Rejections.

 

 


Bloggfćrslur 9. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband