Landnám fyrir Landnám í Fćreyjum - enn eina ferđina!

Felt á Sandi

 

Í síđustu viku birti fréttastofa RÚV undarlega frétt af landnámi í Fćreyjum fyrir "hefđbundiđ" og "viđtekiđ" landnám norrćnna manna ţar á 8. eđa 9. öld. Halda mátti ađ útpóstar Rómarríkisins hefđu veriđ Ţórshöfn eftir ađ hafa heyrt ţessa frétt í Ríkisútvarpinu, sem var miđlađ af fornleifafrćđimenntuđum manni, Ţorvaldi Friđrikssyni.

Búast má viđ ađ fréttin úr Fćreyjum valdi fjađrafoki á Íslandi, ţar sem á Íslandi eru margir sem eru fullvissir um ađ landnám norrćnna mann á Íslandi sé eintóm haugalygi. Margir trúa á byggđ "kelta" og papa og ýmislegt annađ, en hafa ţó ekkert fyrir sér í ţví nema óbilandi trú, óljósar lýsingar og vafasamar frásagnir úr ritheimildum, sem ekki varpa ljósi á annađ en ađ menn gćtu hafa veriđ á ferđinni í Fćreyjum, Grćnlandi eđa Íslandi, miklu fyrr en útrás norrćnna manna á 9. öld. Ţetta trúfólk vill ađ fornleifafrćđingar grafi dýpra.

Fréttin um landnám á 4. öld í Fćreyjum er reyndar ekki ný og var ţegar sagt frá ţessum aldursgreiningum á sýnum frá Sandi í Fćreyjum ţann 28. maí sl. í fćreyska Sjónvarpinu, Kringvarpinu. Horfiđ og hlustiđ hér. Frásögnin í fćreyska sjónvarpin er dálítiđ öđruvísi en ţađ sem fréttamađur RÚV greindi okkur frá. Hvernig er hćgt ađ brengla frásögn á ţennan hátt?

Reyndar eru fréttir af snemmbúinni búsetu í Fćreyjum, sem byggja á háum kolefnisaldursgreiningum ekki alveg nýjar af nálinni. Ţessi grein frá 2000 sýnir ađ slíkar aldursgreiningar hafa sést áđur, ţó svo ađ öll sýnin séu ekki tekin úr búsetusamhengi. En hefur ţeim veriđ stungiđ undir stól? Ég hef ađ minnsta kosti ekki séđ neina málefnalega umrćđu um máliđ síđan ţá. Menn vita, ađ hafáhrif (Marine Radiocarbon Reservoir Effects) eru mikiđ í Fćreyjum og ţví ćttu óvćnt háar aldursgreiningar ekki ađ koma mjög á óvart. Menn hafa rćtt kolefnisaldursgreiningar í Fćreyjum í ţessari grein.

Niđurstöđurnar frá Fćreyjum hafa enn ekki veriđ birtar í frćđiriti, og ţegar ég hafđi samband viđ gamlan vin minn Símun V. Arge, fornleifafrćđing í Fćreyjum, sem ég vann fyrir á Sandi í Fćreyjum fyrir nćr 21 ári síđan, ţá kemur ýmislegt í ljós sem hefđi veriđ áhugavert ađ fá ađ vita í fćreyska sjónvarpinu í maí. Símun harmađi einnig viđ mig, ađ RÚV hafi birt fréttina án ţess ađ hafa samband viđ sig. Ţađ lýsir auđvitađ RÚV í hnotskurn. Á RÚV eru mjög oft búnar til fréttir, í stađ ţess ađ segja ţćr, eins og eđlilegast mćtti ţykja.

Símun V. Arge

´

Símun V. Arge fornleifafrćđingur í Fćreyjum

Símun V. Arge skrifađi mér í morgun, ţegar ég innti hann eftir ţví hvort fundist hefđu fornleifar sem hćgt er ađ aldursgreina. Hann segir m.a.: "Nej - der blev ikke fundet genstande eller strukturer med tilknytning til disse tidlige lag. Men de daterede bygkorn, der er forkullede, ligger altsĺ i brćndt třrvemuld, hvilket klart indikerer menneskelig aktivitet pĺ stedet. Som sagt har vi ikke řnsket at gĺ ud med nogle tolkninger - vi břr fordřje dateringerne og tćnke grundigt!

Símun skrifar einnig ađ féttin hafi ekki veriđ birt rétt hjá RÚV, og ţađ hafi heldur ekki veriđ meiningin ađ fréttir af ţessu skyldu vera komnar á kreik, nema hvađ ađ hann hefur gefiđ Kringvarpinu í Fćreyjum upplýsingar.  En fiskisagan flýgur hratt.

Vćntanleg er frćđigrein um rannsóknina, sem gćti skýrt máliđ frekar og mun ég ţá rita meira um ţetta áhugaverđa efni á Fornleif, hiđ nýja fornleifablogg. Ég tel, ađ best sé ađ halda tungunni í munninum og ég leyfi mér í nafni varkárninnar ađ vara viđ of mikilli kćti međal keltómana og papista. Kolefnisaldursgreiningar á korni er miklum vandamálum bundnar, og mig grunar ađ sýnin, sem greind hafa veriđ í Glasgow, geti hafa veriđ menguđ. Eins og Símun Arge segir: vi břr fordřje dateringerne og tćnke grundigt!

Ţar ađ auki verđa menn líklega ađ spyrja sig, hvort ekki séu einhver vandamál varđandi túlkun kolefnisaldursgreininga í Norđuratlantshafi. Á Íslandi erum viđ t.d. ađ fá mjög mismunandi niđurstöđur aldursgreininga úr eina og sama grafreitnum. Á Skeljastöđum í Ţjórsárdal hafa mannabein í kristnum grafreit greinst međ hefđbundnum kolefnisaldursgreininum til ţess tíma sem búist var viđ, ţ.e.a.s. til eftir 1000 e.Kr., en AMS-aldursgreiningar hafa gefiđ aldursgreiningar á beinum einstaklinga úr sama grafreitnum, sem sýna "landnám" fleiri hundruđ árum fyrir 870 e.Kr.

Í Fćreyjum hafa menn vitađ um hinar háu niđurstöđur, sem hafa komiđ úr kolefnisaldursgreiningum á sýnum, og ţví hlýtur ţađ ađ undra, ađ greining sem ţegar var gerđ áriđ 2002 á koluđu byggi Sandi, hafi enn ekki veriđ birt og rćdd. Sýniđ ţá var tekiđ af Ian Simpson viđ háskólann í Stirling og mun hafa sýnt aldursgreiningar frá 4. öld, líkt og sumar af nýjustu aldursgreiningunum frá ţessum stađ. En eru einhver áhrif sem valda "of háum" greiningum í Fćreyjum? Ég held ađ enginn geti útilokađ ţađ á núverandi stigi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband