Grísland hiđ góđa

L'Europe_en_1876

Ísland er dauđur grís međ garnirnar úti, ađ minnsta kosti samkvćmt frönskum teiknara, sem teiknađi ástand Evrópu á "leiđrétt Evrópukort" áriđ 1876: L´EUROPE EN  1876, A LA PORTÉE DES GRANS ESPRITS, sem var gefiđ út hjá forlagi S. HEYMANN, á Rue du Croissant 15 í París. Teiknararnir voru Yves & Barret Sc. S. Heymann gaf út fjölda ádeilu og spaugblađa, ţar á međal La Nouvelle Lune.

d_bloggi_svinlandhi_go_a

Ísland varđ, sem sagt, ađ dauđu svíni í augum franska listamannsins, og er lýst á ţennan hátt: ISLANDE: Ni situation, ni habitants, sem útleggst getur: Ísland: Hvorki ástand, né íbúar.

Danmörk er teiknađ eins og froskur á hausnum og skrifađ stendur: Ţađ er mjög slćmt ástand í Danmörku. Íbúarnir hafa ţó ekki lélega siđi. Um Grikkland skrifar gárunginn franski: Grikkland er án ástands. Íbúarnir eru fátćkir, en grískir. Ekki eru Ítalir heldur hátt skrifađir: Ástand Ítalíu er eins og stígvéls, sem bíđur eftir ţví fyrir utan hótelherbergi ađ ţjónn pússi ţađ. Íbúarnir eru annađhvort lassarónar eđa ábótar. ... Mannasiđir og venjur:. Eftir ađ hafa étiđ fylli sína af makkaróní, hafa Ítalir fyrir siđ á fara í gervi stígamanna til ađ eiga erindi viđ ferđamenn.

Frakkar eru, og hafa alltaf veriđ bestir, og ekki ţorđi gárungurinn annađ en ađ lýsa ţjóđ sinni öđruvísi en svona: Ţađ sem einkennir Frakkland er,  Regla - Vinnusemi - Frelsi.   Oui-oui!

Kort ţetta, einblöđungur, sem er prentađ á ţunnan dagblađapappír, átti Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur einu sinni. En ţegar skjalasafn hans var skráđ á Ţjóđminjasafninu fyrir um ţađ bil 15 árum var ákveđiđ ađ farga ýmsu úr ţví, sem ekki ţótti ástćđa til ađ geyma á Ţjóđminjasafninu. Matthías safnađi öllu, t.d. öllum ađgöngumiđunum sínum í Tívolí til fjölda ára. Ţeir var einnig međal ţess sem ţjóđminjavörđur ákvađ ađ farga í byrjun 10. áratugar síđustu aldar. Matthías fékk líka mikiđ af rituđu máli frá háttsettum nasistum í Ţýskalandi. Svo mikiđ var af ţannig bleđlum í ţví sem Ţjóđminjasafniđ henti út á tveimur pöllum, ađ vart verđur í framtíđinni hćgt ađ sjá ađ Matthías hafi veriđ hallur undir hakakrossinn.

Ţegar söfnunargleđi Matthíasar var kastađ á haugana var ég kominn međ annan fótinn inn á Ţjóđminjasafniđ, og fékk leyfi ţjóđminjavarđar í snarheitum ađ tína smárćđi úr ţví "rusli", sem hent var úr geymslum Matthíasar Ţórđarsonar, áđur en ţví var hent inn í sendibíl. Međal ţess sem ég tók var dýrakortiđ (samanbrotiđ) á milli auglýsingaplakata úr Tívolí frá aldamótunum 1900. Kannski ćtti ég ađ segja "dýra kortiđ".

Ef til vill hefđi veriđ réttara, hefđi textinn á kortinu viđ Ísland veriđ: Hvorki ástand, íbúar, né menning.

Vive l´Islande

Fćrsla ţessi birtist áđur hér


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband