Pottţéttur biskup

  Kúpa Páls 

Nú, á hinum síđustu og verstu tímum, ţegar enginn verđur óbarinn biskup, er gott ađ vita til ţess ađ betra var kannski hćgt ađ reiđa sig á menn í ţeirri stétt hér fyrr á öldum en nú er.

Hér verđur sagt örlítiđ frá rannsóknum á Páli Skálholtsbiskupi Jónssyni, sem ekki hefur veriđ miđlađ sem skyldi til almennings. 

Páll var laukur góđrar ćttar, sonur Jóns Loftssonar í Odda, reyndar á laun, og var Sćmundur á selnum ţví langafi Páls. Ekki var blóđiđ síđra í móđurćttinni, ţví móđir Páls  biskups var Ragnheiđur systir Ţorláks helga, en Páll biskup gekk vasklega í ađ helga móđurbróđur sinn. Páll ólst upp í Odda međ engum öđrum en Snorra (Sturlusyni). Ţađ vćri hćgt ađ skrifa sunnlenskan knallróman um ţá félaga, ef einhver hefur ekki ţegar gert ţađ.

Páll menntađist í Lincoln á Bretlandseyjum. Í Lincoln fékk Páll, međal margs annar, líklega hugmynd um steinţró ţá sem hann var lagđur til hinstu hvílu í, ţví ţar um slóđir voru steinkistur algengar. Leifar Páls fundust í haglega höggvinni ţró úr íslensku móbergi áriđ 1954 viđ fornleifarannsókn í Skálholti.

Ţótt Páll vćri vel ađ sér í góđum siđum, fylgdi hann samt venju flestra kollega sinna á Íslandi um fornificationem in oficiae og fékk sér konu, ţví Páfinn og Erkibiskup voru svo langt í burtu, ađ Páli datt líklegast ekki í huga ađ hold ţeirra vćri líka veikt. Kona Páls, Herdís, drukknađi í Ţjórsá áriđ 1207ásamt dóttur ţeirra hjóna. Međal barna ţeirra Páls og Herdísar var einnig Loftur Biskupsson, sem oft kemur viđ sögu í Sturlungu vegna deilna og fríđleika. Fríđleikann átti hann kannski ekki langt ađ sćkja, ţví Jóni heitnum Steffensen, beinasérfrćđingi, ţótti kúpa föđur hans harla kvenlegan, ţótt eyrun sćtu vćntanlega lágt á honum. Jón skrifar:

Páls hauskúpa er međ nokkru minni nefbreidd og meiri neflengd en međaltal íslensku hauskúpanna, en óvenjulegur er ţessi munur ekki. Andlitiđ er stórt miđađ viđheilabúiđ. Ţađ er međallangleitt og međ međalháar augnatóftir, en nokkurt ósamrćmi er á ţeim ţví ađ sú vinstri er talsvert styttri en sú hćgri. Nefiđ er langt miđađ viđ breidd. Kjálkarnir eru sterklegir međ nokkurn kjálkagarđ eđa torus, tennur talsvert slitnar, en fallegar, án skemmda. Engan endajaxlanna hefur Páll tekiđ, en ţađ er algengt á íslenskum hauskúpunum til forna. Yfirleitt er andlitiđ vel mótađ og fínlegt, svo ađ trúlegt er ađ Páll hafi veriđ fríđur sýnum, ef til vill međ dálítiđ kvenlegt útlit, en í öllu íslendingslegt andlitsfall. 

KISTA SH

G4L61OS4

     Jökull Jakobsson, uppgraftarsveinn í Skálholti, bograr hér yfir kistu Páls biskups áriđ 1954.

Aldursgreining á Páli 

Fyrir nokkrum árum síđan var beinflís úr Páli send međ flugvél til Árósa í Danmörku í tösku Árnýjar konu Össurar Skarphéđinssonar, svo viđ nefnum höfđingja og dýrlinga nútímans. Viđ háskólann í Árósum, sem er minn gamli skóli, og bestur háskóla á Norđurlöndum skv. úttektum, var Páll aldursgreindur á AMS-geislakolsaldursgreiningarstofunni sem ţar er starfrćkt.

Páll fćddist áriđ 1155 og andađist i 1211. Kolefnisalaldursgreiningin á Páli gaf mćliniđurstöđuna 918 +/- 28 C14 ár fyrir 1950, sem umreiknuđ eftir breytileika 14C gegnum tímann gefur  aldursgreininguna 1031-1176 e. Kr. Cal. viđ 2 stađalfrávik (2σ/95% líkindi). En ţá niđurstöđu verđur ađ leiđrétta vegna innihalds gamals kolefnis 13C sem safnast t.d. í beinum manna sem borđa mikinn fisk, ţannig ađ aldursgreining verđur eldri en hún á ađ vera. Páll hefur borđađ nokkuđ mikinn fisk og hefur 17% matar hans samanstađiđ af sjávarfangi.

Greining á Páli Jónssyni
Línurit ţetta er úr grein Árnýjar Sveinbjörnsdóttur og annarra (2000)

Umreiknuđ/leiđrétt aldursgreining beinflísarinnar úr Páli biskup međ tilliti til 13C innihalds beinanna er 1165-1220 viđ tvö stađalfrávik. Ţađ er ekki fjarri ćvitíma Páls 1155-1211. Ekki gćti ţađ veriđ öllu betra međ nokkurri aldursgreiningu og leikur ţví vart nokkur vafi á ţví, ađ ţađ er Páll biskup sem lá í kistu sinni.

Aldursgreiningar á beinagreindum úr kirkjugarđinum ađ Skeljastöđum í Ţjórsárdal, sem nokkrar hafa veriđ greindar áđur fyrir ritstjóra Fornleifs (og birtar í grein sem ekki er nefnd í grein Árnýjar Sveinbjörnsdóttur et. al.) voru einnig gerđar í tengslum viđ rannsóknina sem Páll biskup komst međ í. Aldursgreiningar ţeirra beina sýna, eins og ég hafđi haldiđ fram síđan 1983, viđ miklar mótbárur kollega og sér í lagi jarđfrćđinga, ađ byggđ í Ţjórsárdal lagđist ekki af fyrr en á 13. öld. og á sumum bćjum ekki fyrr en um 1300.

Ítarefni:

Jón Steffensen 1988: í "Líkamsleifar Skálholt 1954-1953". Í Kristján Eldjárn, Christie Hĺkon, Steffensen, Jón (Ritstjóri Hörđur Ágústsson), Skálholt Fornleifarannsókn 1954-1958 , bls. 159 ff. [Ţjóđminjasafn/Lögberg].

Sveinbjörnsdóttir, Árný E, Heinemeier, Jan et al. 2008 "Dietary Reconstruction and Resorvoir Correction of 14C Dates on Bones from Pagan and Early Christian Graves in Iceland". RADIOCARBON, Vol 52, Nr 2-3, 2010.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1990: "Kolefnisaldursgreiningar og íslensk fornleifafrćđi". Árbók hins Íslenzka Fornleifafélags 1990, bls. 35-70, sjá hér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2007. Fyrri bloggfćrsla.

Kolbeinn Ţorleifsson 1982: "Lincoln og Ísland á 12. öld". Lesbók Morgunblađsins,  28.8.1982. 28. tölublađ. Sjá hér.

Bagall Páls

Haus af bagli Páls biskups sem fannst í steinţró hans áriđ 1954.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Ţví ekki ađ láta gera andlitsmynd af Palla eftir hauskúpunni? Slíkt er nú hćgt ađ gera tiltölulega auđveldlega međ ađstođ tölvu, ef marka má Discovery- stöđvarnar. Annars er ţetta fróđlegt. 

Vilhjálmur Eyţórsson, 13.10.2011 kl. 17:50

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég reyndi ađ fá ţađ gert á Ţjóđminjasafninu áriđ 1996 fyrir komandi sýningu safnsins, og teiknađi tillögu ađ ţví sem ég lagđi í umslag í ţáverandi öryggisgeymslu safnsins, svo menn gćtu boriđ ţađ saman hvernig hann yrđi eftir "endurgerđ" sérfrćđings. Ég lagđi ţetta í geymsluna međ samstarfsmanni mínu, Ţóru Kristjánsdóttur, sem hafđi mikinn áhuga á ţessum hugmyndum mínum.

En nú tek ég ţig á orđinu nafni og hrindi á nćstu dögum í framkvćmd samkeppni um hiđ sanna höfuđ Páls biskups.

FORNLEIFUR, 13.10.2011 kl. 20:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband