Stiklur úr sögu fornleifafrćđinnar á Íslandi - 2. hluti

grafiđ á Stöng 1939

Í fyrstu stiklu Fornleifs ţann 29. september sl. var fariđ inn á ráđningar fornleifafrćđinga. Kom ţá í ljós ađ stöđuveitingar í íslenskri fornleifafrćđi voru og eru enn vandasamar, og fćrslan fór líka fyrir brjóstiđ á sumum eins og sannleikurinn gerir oft.

Ţađ er ekkert launungamál, ađ síđan ađ kennsla í fornleifafrćđi hófst viđ Háskóla Íslands hefur fjölgađ mjög í stétt fornleifafrćđinga á Íslandi. Verkefnum hefur ađ sama skapi fćkkađ eftir efnahagshruniđ og nú er ekki lengur hćgt ađ fá vinnu sem fornleifafrćđingur ef mađur er ekki međ próf í greininni, og ef hún er annars vegar í bođi, nema ef einhver vill verđa prófessor í greininni, ţá er valinn sagnfrćđingur. Hér um áriđ var sumum mönnum ţó stćtt á ađ kalla sig fornleifafrćđing, ţó ţeir vćru ţađ ekki, ţangađ til ađ í ljós kom ađ ţeir höfđu ekki skrifađ lokaritgerđ í greininni (sjá hér og sér í lagi hér). Hvađ yrđi gert viđ mann sem kallađi sig lćkni án ţess ađ hafa til ţess skilríki, menntun og ţjálfun?

Stétt fornleifafrćđinga er ekki lengur eins fámenn og ţegar hin merka kona dr. Ólafía Einarsdóttir, sem var fyrsti fullmenntađi íslenski fornleifafrćđingurinn, sótti um vinnu á Ţjóđminjasafni Íslands. Ţar sat Ţjóđminjavörđur, Kristján Eldjárn, sem strangt tiltekiđ var ekki fornleifafrćđingur og sá til ţess ađ hún yrđi ekki ađ innanstokksmun á safninu eins og sumir á ţeirri stofnun, sem reyndar höfđu engar forsendur til ađ starfa ţar.   

Sjálfur Kristján Eldjárn ţurfti nú líka ađ hafa fyrir ţví ađ fá sér vinnu í greininni í upphafi, eins og bréfiđ hér ađ neđan frá 1939 ber vott um, (hćgt er ađ lesa ţađ í heild međ ţví ađ klikka nokkru sinnum á myndina eđa ađ lesa bréf Kristjáns til Matthíasar Ţórđarsonar ţjóđminjavarđar hér). Fór svo ađ Eldjárn vann međ danska arkitektinum og fornleifafrćđingnum Aage Roussell í Ţjórsárdal 1939 og gróf m.a. upp rústirnar á Stöng í Ţjórsárdal, og sést hann hér á myndinni efst viđ ţá iđju (myndin er í eigu ritstjóra Fornleifs). 

Eldjárn til MŢ

Ţetta minnir mig nú á fyrstu vandrćđi mín viđ ađ fá vinnu viđ fornleifauppgröft. Fađir minn hitti Kristján Eldjárn fyrrverandi forseta ađ tilviljum voriđ 1981 í banka í Reykjavík. Eldjárn vissi gegnum föđur minn, sem ég hafđi ekki hugmynd um ađ vćri málkunnugur forsetanum, ađ ég var farinn ađ nema hin merku frćđi, og spurđi Eldjárn hvort ég vćri kominn međ sumarvinnu viđ fornleifarannsóknir. Mér hafđi ţá nýlega veriđ hafnađ um starf sem ég sótti um viđ fornleifarannsóknirnar á Stóruborg undir Eyjafjöllum. Er Eldjárn heyrđi ţađ, gerđi hann sér lítiđ fyrir og hringdi í Mjöll Snćsdóttur, sem í stađ ţess ađ ráđa menntaskólakrakka og vini, réđ mig fyrir orđ Eldjárns. Mjöll hafđi áđur ráđiđ nema í greininni, en ţeir höfđu af einhverjum ástćđum haft skamma viđdvöl á bćjarhólnum. Ég vann hjá Mjöll í tvö löng sumur, og Stóraborg var merkileg fornleifanáma.

Ég frétti síđar af ţessari "fyrirgreiđslu" frá stjórnanda rannsóknarinnar, sem ekki gat neitađ Kristjáni Eldjárn um greiđa. Ţannig var ţađ nú ađ ţessi sauđalegi piltur á myndinni hér ađ neđan komst í sína fyrstu fornleifarannsókn á Íslandi međ hjálp Kristjáns Eldjárns, sem vćntanlega hefur minnst sinna eigin vandrćđa viđ vinnuleit sumrin 1939 og 1940. Ekki ónýt vinnumiđlun ţađ. Kristján bauđ mér svo í mjög löng morgunkaffi á tveimur sunnudagsmorgnum ţađ sumar og aftur voriđ 1982. Um haustiđ ţađ ár var sá merki mađur allur.

Vilhjalmur 1981
Ritstjóri Fornleifs haustiđ 1981

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband