Laxerolían á Dauđahafsrúllunum

 BSBA360402003L

Mađur er nefndur Kaare Lund Rasmussen. Hann er prófessor í eđlisfrćđi viđ Syddansk Universitet í Óđinsvéum, en var áđur m.a. forstöđumađur C-14 aldursgreiningarstofunnar á Ţjóđminjasafni Dana, sem ţví miđur hefur veriđ lögđ niđur. Kaare er einn af mörgum náttúruvísindamönnum sem ég hef kynnst sem hefur brennandi áhuga á laun fornleifafrćđilegra vandamála. Ég leyfi mér ađ segja ađ hann sé einn sá fremsti í ţeirri röđ raunvísindamanna sem hafa áhuga á sögunni. Hann tekur á vandamálunum eins og sannur fornleifafrćđingur. Kaare er líka einn af ţessum mönnum sem tekist hefur ađ velja sér skemmtilegustu verkefnin, eđa ţau hafa valist af honum. Hann hefur aldursgreint sýni frá Ţjórsárdal fyrir ritstjóra Fornleifs.

Eitt merkilegasta verkefniđ sem sem Kaare Lund Rasmussen hefur tekiđ ađ sér er ađ mínu mati aldursgreiningavandamáliđ varđandi Dauđahafsrúllurnar svonefndu frá Qumran í eyđimörk Júdeu. Rúllurnar fundust í krukkum í hellum á árunum 1947-56. Fimm ţeirra fundu bedúínar og 6 uppgötvuđu fornleifafrćđingar síđan. Í rúllunum eru ađ um 800 mismunandi skjöl eđa bćkur, misstjórar og af mismunandi gerđ. Textarnir eru mestmegnis á hebresku, en einnig eru skjöl á arameísku og grísk, mest textar úr ţví sem kristnir kalla Gamla testamentiđ en einnig nokkur fjöldi brota veraldlegra. Rúllurnar fundust ađ ţví ađ er taliđ er í 11 mismunandi hellum. Ţau eru nú til sýnis í Jerúsalem (nokkur brot eru varđveitt í Amman). Hćgt er ađ lesa sum handritanna hér.

Brot af Dauđahafsrúllunum

 

Sum handritanna frá Qumran eru mjög brotakennd.

Er fyrst var fariđ ađ aldursgreina rúllurnar međ AMS-geislakolsađferđinni, sem leyfir miklu minni sýnastćrđ en viđ venjubundnar geislakolsaldursgreiningar, komu ţćr aldursgreiningar á óvart. Ţćr sýndu miklu yngri aldur en ţann sem guđfrćđingar, sérfrćđingar í málvísinum og fornleifafrćđingar höfđu ćtlađ. En mest var líklega örvćntingin međal kristinna frćđimanna, sem eins og flestir vćntust aldurs frá ţví 300 f. Kr. fram á 1. öld  e. Kr.  En fyrstu C-14 aldursgreiningarnar sýndu miklu yngri aldursgreiningar, ţ.e.a.s. frá 3 öld e. Kr., og ţar sem Jesús var hvergi nefndur í rúllunum var komiđ babb í bátinn. Gat ţetta veriđ fornleifafrćđileg/raunvísindaleg sönnun ţess ađ Jesús hafi aldrei veriđ til? Trúleysingjar voru farnir ađ gleđjast.

Kaare Lund Rasmussen og samstarfsmađur hans heyrđu um vandamáliđ varađand misrćmiđ á milli aldurs geislakolsgreininganna og aldursgreininga annarra vísindamanna. Kaare eygđi lausn á á mótsögninni á milli vćnts aldurs og geislakolsaldursgreininganna. Ţegar hann fór ađ kanna sögu rannsókna á rúllunum, kom í ljós ađ á 6. áratug 20. aldar höfđu menn notađ laxerolíu (ameríska olíu, olíu úr plöntunni Ricinus communi), til ađ hreinsa handritin og til ađ gera bókstafina á ţeim skýrari viđ lestur á bókfellinu og papýrusinum. Olían sogađist inn í ţessar lífrćnu leifar. Ţetta gerđist ţegar rúllurnar voru varđveittar á Rockefeller safninu í Austur-Jerúsalem.

Kaare Lund Rasmussen benti á, og sannađi síđar, viđ nokkrar mótbárur ísraelsk fornleifafrćđings sem ekki kunni ađ reikna, ađ laxerolían mengađi sýnin ţannig ađ aldurgreiningarnar sýndu miklu yngri aldur en ţau ćtt ú í raun og veru ađ gera. Ef laxerolían yngir handritin er ekkert mark takandi á geilskolsaldursgreiningum á leifum Dauđahafsrúllanna.

Nú hefur Rasmussen og samverkamenn hans hins vegar ţróađ ađferđ til ađ hreinsa olíuna úr sýnunum áđur en aldursgreining fer fram, en enn bíđa ţeir eftir leyfi frá yfirvöldum í Ísrael til ađ aldursgreina sýni sem má hreinsa og aldurgreina. Auđveldara er líklega ađ fá 1000 hryđjuverkamenn úr haldi í Ísrael en ađ fá sýni til aldursgreiningar á ţjóđararfi gyđinga.

Hellar í Qumran
Ţađ er ţurrt í Qumran.

Dauđahafsrúllurnar eru ţví enn taldar vera frá frá árunum 250 f. Kr. til 68 e.Kr.,ađ ţví er viđ best vitum, ţótt Jesús sé ţađ hvergi nefndur. Jesús kemur í raun og veru ţessum rúllum ekkert viđ. Katólskir frćđimenn settust á rannsóknir á ţessum rúllum í upphafi og ţótt ţćr vćru komnar undir verndarvćng Ísraels eftir 1967 fengu frćđimenn sem voru gyđingar ekki ađgang ađ gögnunum fyrr en á 8. og 9. áratug 20. aldar. Kristnir frćđimenn vilja sjá einhver tengsl milli hinnar gyđinglegu trúdeildar sem bjó og varđveitti rúllurnar í Qumran og fyrstu kristnu mannanna. Ekkert slíkt kemur fram á rúllunum eđa í öđrum minjum í Qumran. Enginn verđur, eins og kunnugt er, spámađur í sínu eigin landi og sérstaklega ekki sonur einhvers snikkara frá Nasaret. Ef Jesús hefđi veriđ sonur lćknis eđa Nóbelsverđlaunahafa hefđi hann kannski fyrr komist á blöđ sögunnar.  

Ítarefni:

Kaare Lund Rasmussen,  Kaare Lund, van der Plicht, J., Doudna, G., Nielsen, F., Hřjrup, P., Stenby, E.H., Pedersen, C. Th., 2009:  THE EFFECTS OF POSSIBLE CONTAMINATION ON THE RADIOCARBON DATING OF THE DEAD SEA SCROLLS II: EMPIRICAL METHODS TO REMOVE CASTOR OIL AND SUGGESTIONS FOR REDATING, RADIOCARBON, Vol 51, Nr 3, 2009, p 1005–1022.

Rasmussen, Kaare Lund, van der Plicht, J., Cryer F.C.,  Doudna, G., Cross, F.M.,  Strugnell, J. 2001. THE EFFECTS OF POSSIBLE CONTAMINATION ON THE RADIOCARBON DATING OF THE DEAD SEA SCROLLS I: CASTOR OIL . RADIOCARBON, Vol 43, Nr 1, 2001, P 127-132.

Bedúínar sem fundu

Bedúínahirđingjarnir Muhammed edh-Dhib (Úlfurinn) Ahmad el-Hamid, Jum’a Muhammed Khalil og Khalil Musa fundu fyrir tilviljun fyrstu rúllurnar í Qumran áriđ 1947. Myndin efst er af fornleifafrćđingnum G. Lankester Harding og dómíníkanaprestinum Roland de Vaux, stjórnanda École Biblique et Archéologique Française í Jerúsalem, viđ rannsóknir í einum hellanna í Qumran.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Ég er alls enginn sérfrćđingur í ţessu efni, enda trúlaus, ađ heita má, en eftir ţví sem ég hef séđ er fjölmargt í kenningum og hugmyndaheimi Essena sem bendir til ađ Jesús og Jóhannes skírari hafi annađ hvort beinlínis veriđ Essenar eđa a.m.k. orđiđ fyrir miklum áhrifum af ţeim. Dćmi kann ég ţó ekki ađ nefna og nenni ekki ađ leita ađ ţeim.

Vilhjálmur Eyţórsson, 18.10.2011 kl. 22:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband