Tilgátuhús með þakpappa

Rugl
 

Við höfum fengið að vita að „Þorláksbúð", sú sem verið er að reisa ofan á friðlýstum fornleifum í Skálholti, sé tilgátuhús, það er að segja tilgáta um hvernig hús var reist og leit út fyrr á öldum.

Myndin hér að ofan er sögð sýna smíði „tilgátuhússins" á lokasprettinum. Þakið, sem er verið að ganga frá, á þó ekkert skylt við þök á húsum á fyrri öldum á Íslandi. Ég er hræddur um að íslenskum smiðum fyrir 500 árum hefði þótt fínt að komast í þakpappa og annað gott frá byggingavörumarkaði.

Þorláksbúð Gunnars Bjarnasonar er alls ekki tilgátuhús. Gunnar Bjarnason, og aðrir sem hafa staðið að þessum skrípaleik, hafa reist sér ærið lélegan minnisvarða í Skálholti. Þeir hafa leikið á allt það fólk sem trúir því að þetta sé tilgáta.

Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Fornleifaverndar Ríkisins, sem upphaflega leyfði byggingu tilgátuhússins ofan á friðlýstum fornleifum, boðar nú til fundar þann 6. janúar 2012:

Fornleifavernd ríkisins boðar hér með til fundar föstudaginn  6. janúar 2012, kl. 13.00 og verður umræðuefnið endurgerð, viðhald og varðveisla  fornleifa. Frummælandi verður Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins. Þeir sem hafa áhuga á að sækja fundinn eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna sig á netfangið

fornleifavernd@fornleifavernd.is

Stefnt er að því að halda fundinn hér í kjallaranum að Suðurgötu 39 í Reykjavík. Reynist þátttakan fjölmennari en fundarherbergið í kjallarnum [sic] ræður við, munum við flytja okkur um set og tilkynna nýjan fundarstað með góðum fyrirvara.

Ég hvet menn til að fjölmenna á fundinn, og mótmæla ákvörðun um að leyfa svokallaða endurgerð á húsi frá miðöldum, sem búin er til úr efniviði frá BYKO, þakpappa og steinull, og að byggingin hafi verið reist ofan á friðlýstum fornleifum.

Rugl 3

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér sýnist líka að byggingastaðlarnir hafi ekkert breyst í 500 ár eða hvað? Dyrnar í standard tveggja metra hæð og líklegast 80-90cm breidd og lofthæðin að sjálfsögðu 250cm.

Skítt með það að menn noti einhver modern efni (sem þó er skrítið ef um tilgátuhús er að ræða) en að hlutföllin séu samkvæmt alþjóðlegum byggingarstöðlum er út í hött, enda er húsið afkáralega hátt.

Ef menn eru með tilgátu um lag hússins og gerð, þá þætti mér gaman að vita á hvaða upplýsingum sú tilgáta er gerð. Það er nefnilega stór munur á tilgátu eða theoríu og fantasíu.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2011 kl. 11:17

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er bara frámunalega dýr leikmynd. Ég hef verið með í að byggja fjölda svona húsa, sem hafa síðan verið rifin. Rannsóknarvinnan að baki þeim er líkast til merkilegri og dýpri en að þessari skemmu.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2011 kl. 11:25

3 identicon

Í bezta falli broslegt.

GB (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 11:28

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér er einnig fyrirmunað að skilja nauðsyn þess að byggja þetta hrófatildur ofan á fornminjar og algerlega út úr fasa við allt umhverfið? Á það að gefa þessu eitthver sögulegt gildi og yfirbragð?

Hefði ekki verið hægt að byggja þetta hvar sem var?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2011 kl. 12:30

5 identicon

Hvað sem segja má um Þorláksbúð og efnisnotkun þá vil ég benda fólki á að skoða Meyjahofið sem Jón Ólafsson byggði nálægt veitingastaðnum Kaffi Langbrók í Fljótshlíð sem þau hjónin á Kirkjulæk byggðu. Meyjahofið er byggt úr náttúrulegu efni úr nágrenninu. Sperrur úr sverum trjám og þakið klætt með hellum að hluta og skógarefni að hluta og veggir hlaðnir úr grjóti. Jón reisti húsið í virðingu við konur og var orðinn veikur og rétt náði að klára húsið áður en hann lést.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 12:45

6 Smámynd: K.H.S.

Hvað er að því að setja þakpappa á hús sem á að vera vatsheltt og kemur til með að hýsa starfsemi. Viljiði hafa starfsfólkið rennblautt og helst miglað .Árni ó Árni einu sinni enn.

K.H.S., 11.12.2011 kl. 13:59

7 Smámynd: K.H.S.

Snjóhýsin til sýnis um viða veröld til upplýsingar um lifnaðarhætti Inúita eru flest úr akryl eða bara plasti enda bráðnuðu þau fljótt ef fylgt yrði upphaflrgri uppskrift

K.H.S., 11.12.2011 kl. 14:31

8 identicon

Það er mjög skrýtið að gera minnisvarða um eitthvað sem ekki var!

Hringur (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 15:05

9 Smámynd: FORNLEIFUR

Þið þekkið Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal. Í veggjum hans er steinsteypa og í þakinu er 3mm plastdúkur. Það er ekki tilgátuhús, heldur hugarfóstur og fantasía.

Þjóðveldisbærinn hefur kostað miklu meira í viðhaldi en í byggingu á sínum tíma.

Á Íslandi hefur enginn lagt í að gera tilgátuhús almennilega, því menn vilja ekki sætta sig við að forfeðurnir húktu flestir í blautum og saggafullum húsakynnum. Það er auðvitað ekkert að skamma sín fyrir. Þjóðin lifði af og "against all the odds". Því fylgir, að valist hefur "erfðamengi  "þjóðflokks" nútíma Íslendinga, sem er þrjóskari en fjandinn og oft svo fullviss í vitleysunni og þrjóskunni í sjálfum sér, að hún ein nægir til að lifa af.

FORNLEIFUR, 11.12.2011 kl. 16:29

10 identicon

Hvernig væri að byggja fleiri leikmuni? Það er engin ástæða til að láta staðar numið nú. Hvað um bóndabæ og fjárhús frá sama tíma og nýja húsið?

hrafnafloki (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 19:57

11 Smámynd: Einar Guðjónsson

Held að það hljóti að vera rangt hjá þér að vindpappinn og efnið komi úr BYKO. Held að í þetta sinn hljóti Árni að hafa farið í Húsasmiðjuna.

Einar Guðjónsson, 11.12.2011 kl. 21:30

12 identicon

Asskoti er hann nýtinn hann Árni. Ég sem hélt að hann hefði skilað tjarnardúknum um árið.

Jóhann (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 21:39

13 identicon

Væri ekki upplagt að hafa fundinn bara í BYKO úr því að BAUHAUS verður sennilega ekki búið að opna?

Þór Örn Víkingsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband