Fiat Lux - 4. hluti
27.3.2012 | 05:42
Gotneskir ljósahjálmar, eđa öllu heldur ljósahjálmar í gotneskum stíl, eru ekki einvörđungu áhugaverđir gripir fyrir listfrćđinga eđa David Hockney sem getur ekki teiknađ ţá eins vel og van Eyck. Fyrir fornleifafrćđinga eru ţessir gripir mjög mikilvćg heimild. Brot úr hjálmum og ljósahöldum frá 15. öld hafa meira ađ segja fundist í jörđu á Íslandi.
Selárdalshjálmurinn, sem hangir í geymslu á Ţjóđminjasafninu, og var, ţegar ég vissi síđast til, ekki enn búinn ađ fá safnnúmer, er fegurstur ţeirra hjálma sem eru upprunnir úr Niđurlöndum og eru enn til. Hann er "listfrćđilegt viđundur", einstakur forngripur sem fyrir heppni varđveittist á hjara veraldar međan allir ađrir af sömu gerđ hurfu fyrir duttlunga tískustrauma og hirđuleysis.
Ađrir heilir ljósahjálmar međ sex eđa 9 liljum (örmum) hafa varđveist á Ísland. Reyndar hefur tveimur ţeirra veriđ rćnt" af Dönum og eru nú á Ţjóđminjasafninu (Nationalmuseet) í Kaupmannahöfn. Síđast en ekki síst eru á Íslandi til margar ritađar heimildir til um hjálmana og ljósastikur og í bronsi og messing í kirkjum. Máldagar kirkna eru allgóđ heimild um fjölda slíkra hjálma á Íslandi.
Ađrir hjálmar í gotneskum stíl á Íslandi
Hjálmurinn á efstu mynd liggur í geymslu Ţjóđminjasafns Dana. Hann ber safnnúmeriđ NM D 8073. Hann er frá fyrri hluta 15. aldar og er skráđur úr Hvammur kirke á Íslandi, sem er líklega Hvammskirkja í Dölum (Hvammssveit). Danski sjóliđsforinginn Daniel Bruun sem skrifađi mikilvćgar lýsingar um Ísland keypti hjálminn og gaf á danska Ţjóđminjasafniđ.
Ţennan hjálm er einnig ađ finna á Ţjóđminjasafni Dana, hann hefur fengiđ safnnúmeriđ NM D 1025 a og var skráđur inn í safniđ áriđ 1876. Ég man ekki eftir ţví ađ hafa séđ hann í nýlegri miđaldasýningu safnsins. Hann mun hafa komiđ úr kirkju á suđurhluta Íslands. Ţessi glćsilegi hjálmur er frá miđri 15. öld og gćti veriđ ţýskur frekar en niđurlenskur. María stendur efst međ Jesúsbarniđ og geislar af ţeim. Ljóniđ á öđrum ljósahjálmum er reyndar annađ tákn fyrir konunginn Krist sem notađ var á síđmiđöldum og ljóniđ gat líka táknađ kristna trú.
Ţennan Ljónahjálm er ađ finna í Ţjóđminjasafni og er frá Hvammi í Hvammssveit og hefur fengiđ safnnúmeriđ Ţjms. 4528. Ljósahöldin, pípurnar og skálarnar eru um 100 árum yngri en stofninn. Greinilegt er ţví ađ gert hefur veriđ viđ hjálminn á 16. öld.
Ţessi glćsilegi litli ljónahjálmur er einnig vel geymdur á Ţjóđminjasafni Íslands og er verkiđ i honum náskylt verkinu í hjálminum í Selárdal. (Ţjms. Vídalínssafn, V 138). Ekki er vitađ úr hvađa kirkju hann hefur komiđ.
Hjálmar sem illa fór fyrir
Áriđ 1913 var lítill ljónahjálmur í kirkjunni í Skálmarnesmúla í Barđastrandarprófastdćmi samkvćmt kirkjugripaskrá Matthíasar Ţórđarsonar:
Hjálmur lítill úr kopar međ 6 ljósaliljum litlum og ljónsmynd efst; hann er forn eins og staki stjakinn og kertakragarnir mjög líkir, en ljósapípurnar eru gegnskornar.
Ţetta sýnir okkur, ađ gotnesku hjálmarnir voru víđar til á Vestfjörđum en í Selárdal. Hjálmurinn, sem lýst var í Skálmarnesmúlakirkju af Matthíasi er nú, 100 árum síđar, ekki lengur í kirkjunni. Áriđ 1979 sá Ţór Magnússon fyrrv. ţjóđminjavörđur ljósapípur međ krönsum í gotneskum stíl af "ljósahjálmi eđa ljósastjaka" í eigu Hrafnhildar Bergsteinsdóttur (Skúladóttur frá Skáleyjum). Ţađ gćtu eins hafa veriđ ljósapípur af stjaka sem einnig voru i kirkjunni áriđ 1913. Hrafnhildur á enn ţessa ljósaskálar og notar ţá sem kertastjaka. Hrafnhildur greindi mér frá ţví (26.3.2012), ađ um 1930, ţegar foreldrar hennar, Bergsveinn Skúlason og Ingveldur Jóhannesdóttir, hófu búskap í Múla, hafi móđir hennar fundiđ ţessa hluti liggjandi á öskuhaugnum í Múla. Víst má telja, ađ menn hafi kastađ brotnum ljósahjálmi á hauginn, eftir ađ hann hefur eyđilagst í stormi sem braut kirkjuna á 3. tug 20. aldar. [Von er á mynd af gripunum]
Veđur eru sannarlega oft váleg fyrir vestan. Í aftakaveđri ţann 31. janúar 1966 fauk kirkjan á Saurbć á Barđaströnd. Margt merkra gripa var ţar í kirkjunni og bjargađist flest úr brakinu nema koparhjálmur frá 19. öld sem eyđilagđist. Einnig var í kirkjunni fallegur hjálmur frá fyrri hluta 16. aldar, sem Matthías Ţórđarson lýsti í kirkjugripaskrá sinni er hann skrifađi í hana viđ heimsókn sína á Saurbć ţann 28. júlí 1913. Ţegar átti ađ fara ađ endurreisa Reykhólakirkju ţá eldri á Saurbć tók smiđur nokkur sem annađist ţađ verk eldri hjálminn sem var í kirkjunni og fór međ hann til Reykjavíkur. Ţetta var hjálmur međ tvíhöfđa erni efst á stofninum og ljónstrýni neđst (sjá mynd). Hjálmurinn var um tíma talinn glatađur og smiđurinn, sem ekki hafđi sinnt starfi sínu sem skyldi hafđi veriđ sagt upp. Síđar fannst stofn hjálmsins í íbúđ í Reykjavík, ţar sem kirkjusmiđurinn hafđi búiđ um tíma, en á vantađi nú lljur, skálar og pípur og vissi enginn hvar ţćr voru niđur komnar. Fyrir tilstuđlan Harđar Ágústssonar listmálara sem sá um kirkjuflutninginn var gert viđ hjálminn og nýir hlutar steypti í hjálminn sem Ari Ívarsson gekk síđar frá og setti saman.
Ari Ívarsson frćđaţulur á Patreksfirđi segir mér (26.3.2012), ađ hann myndi vel eftir hjálmunum ţegar hann var ađ alast upp. Hann telur ađ hjálmurinn hafi fengiđ ranga gerđ ađ liljum ţegar hann var "endurreistur". Verđur sá sérfrćđingur sem ţetta skrifar ađ lýsa sig samţykkan ţeirri skođun, enda hefur Ari liíklega oft starađ á hjálminn ţegar hann sótti ţarna kirkju sem ungur drengur.
Jarđfundin brot og lausafundir af hjálmum eđa ljósastikum frá 15. öld á Íslandi
Fáein brot úr ljósahjálmum og ljósastikum úr messing, lausafundir og jarđfundnir, eru varđveittir í söfnum. Fyrir utan tvo hluta úr stofni úr hjálmi, sem hugsanlega hefur hangiđ í bćnahúsi í Núpakoti undir Eyjafjöllum, og sem nú er varđveittur af Ţórđi Tómassyni í Skógum, eru nokkrir fundir varđveittir í Ţjóđminjasafni Íslands. Miđađ viđ fjölda nefndra ljósahjálma sem nefndir eru í Íslenzku Fornbréfasafni kemur ţetta ekki á óvart og ekki myndi ţađ furđa mig ef fleiri brot og leifar af messingljósfćrum hafi fundist á Íslandi á síđari árum án ţess ađ ég hafi heyrt af ţví. Mega ţeir sem fundiđ hafa slíkt, fornleifafrćđingar sem og ađrir, gjarna hafa samband viđ Fornleif og gefa honum allar nauđsynlegar upplýsingar.
1) Kertapípa frá Stóruborg undir Eyjafjöllum. Ljósm. Gísli Gestsson 1981. Safnnúmer ekki ţekkt.
2) Jarđfundinn armur úr ljósahjálmi međ gotnesku lagi, mjög litlum. Ţjms. 385
3) Ţjms. 2465. Kertispípa međ tilheyrandi skál af ljósahjálmi frá Breiđabólsstađar kirkju í Fljótshlíđ. Kom á safniđ áriđ 1883.
4) Ţjms. 5420. Ljónsmynd, steypt úr kopar, situr og hefur róuna[sic] upp á bakiđ; holt innan og hefur teinn gengiđ upp í genum ţađ; Ţađ er vafalaust af ljósahjálmi.
5) Ţjms. 6074. Kertiskragi úr koparhjálmi međ gotnesku lagi. ... Fundinn s.á. (1910) í moldarbarđi skamt frá Lágafelli, um 3 fađma í jörđu.
6) Ţjms. 5311. Kringlóttur hlutur úr kopar, steyptur.... Óvíst er af eđa úr hverju ţessi hlutur er, mćtti ćtla ađ hann vćri af kertastjaka eđa kertahjálmi. Páll Jóhannesson í Fornhaga afhenti safninu
7) Fundur 1. (9.7.1981) viđ fornleifarannsókn Ţjóđminjasafns undir stjórn Guđmunds Ólafssonar í Skarđskirkju á Skarđsströnd áriđ 1981. Á Skarđi var rannsökuđ gröf sem hafđi komiđ fram viđ framkvćmdir undir yngstu timburkirkjunni á stađnum. Međal funda var ljósaskál úr gotneskum hjálmi eđa tvíarma ljósastiku. Guđmundi Ólafssyni fornleifafrćđingi á Ţjóđminjasafni Íslands ţakka ég fyrir upplýsingar um fundinn og teikningu.
Heimildir: Mikiđ af ţeirri rannsóknarvinnu sem fór í ţessar blogggreinar um ljósahjálminn frá Selárdal og ađra gotneska ljóshjálma á Íslandi, var unnir fyrir langalöngu. Mikiđ af ţví sem hér stendur birtist upphafleg í heimildarritgerđ í miđaldafornleifafrćđi viđ háskólann í Árósum voriđ 1983. Bar ritgerđin heitiđ Metallysekroner i senmiddelalderen (prřve e). Notast var viđ um 40 greinar og bćkur um efniđ.
Fimmti og síđasti hluti nćst
Meginflokkur: Forngripir | Aukaflokkar: Kirkjugripir, Fornleifar, Menning og listir | Breytt 11.4.2020 kl. 10:30 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.