Stúlkan frá Egtved
13.4.2012 | 18:58
Stundum skilur mađur einfaldlega ekki baun í tilganginum međ sumum rannsóknum á fornleifum. Síđast fékk ég ţá tilfinningu er ég heyrđi í fréttum hér í Danaveldi um verkefni líffrćđings nokkurs viđ Kaupmannahafnarháskóla. Hann DNA-greinir hár úr fólki frá bronsöld, sem fundist hafa í mýrum í Evrópu.
Líffrćđingurinn, Morten Allentoft ađ nafni, safnar nú hárlokkum af mýrarlíkum, ţ.e. fólki sem fórnađ hefur veriđ, eđa grafiđ, í mýrum í Ţýskalandi, Póllandi. Oftast eru bein ţessa einstaklinga alls ekki varđveitt, en húđ og hár eru meira eđa minna varđveitt og sömuleiđis fatnađur. Nú síđast fékk Allentoft lokk úr hári Egtved stúlkunnar, sem fannst í Egtved á Jótlandi áriđ 1921.
Stúlkan frá Egtved er talin einn merkasti fornleifafundur í Danmörku, ţó svo ađ hún hafi ekki veriđ nema um 16-18 ára ađ ţví er fróđustu menn telja. Hún gaf upp öndina, blessunin, um 1357 f.Kr. Ţá var hún sveipuđ kýrfeldi og lögđ í kistu sem var gerđ úr eikarbol.
Tilgangurinn međ DNA-rannsókninni á hárinu á bronsaldarfólki er sagđur vera til ţess ađ sjá, hvort einhver skyldleiki sé međ ţeim sem teknir hafa veriđ af lífi eđa grafnir úti í mýri á bronsöld.
Ţegar ég las um ţetta verkefni Allentofts og heyrđi, var mér spurn: Telur mađurinn virkilega ađ hann gćti séđ náinn skyldleika manna á milli, ţótt ţeir hvíli lúin bein eđa hafi endađ daga sína í mýri einhvers stađar í Evrópu? Ég leitađi ţví betri upplýsinga en fjölmiđlar gáfu. Blađamenn skilja ekki alltaf allt samhengiđ, ţótt ţeir vilji komast á ţing og verđa forsetar.
Kom ţá ýmislegt í ljós, sem skýrđi fyrir mér rannsóknina - og kannski ekki. Kristian Kristiansen, prófessor í fornleifafrćđi viđ háskólann í Göteborg ber ábyrgđ á verkefninu. Hann langar ađ endurrita sögu bronsaldar - ekki meira né minna. Hann telur skođun ţá um bronsaldarsamfélagiđ í Norđur-Evrópu, sem hingađ til hefur veriđ viđ lýđi, úrelda. Kristiansen sćttir sig ekki lengur viđ ţá túlkun kollega sinna, ađ bronsöld í Norđurevrópu hafi veriđ tími lítilla fólksflutninga og ferđalaga. Krisiansen, sem er Dani, telur ţessu öđruvísi fariđ og telur ađ ýmsir fundir á síđustu árum sýni ađ mikil hreyfing hafi veriđ á fólki. Ţetta telur hann m.a. sig sjá í forngripunum.
Hann telur ađ DNA muni gefa svariđ. Ég held ekki. Ég held ađ ţađ sé ţegar hćgt ađ sýna fram á hve lítiđ skylt og blandađ fólk í Danmörku, Svíţjóđ, Pólandi og Ţýskalandi var á bronsöld, međ beinamćlingum einum saman. Mikill stađbundinn munur í er keramík, en glćsigripir, sem gćtu hafa borist um langa vegu sem verslunarvara, ţurfa ekki endilega ađ sýna uppruna ţess fólks sem ţeir finnast hjá. Gripur frá Búlgaríu í Danmörku sýnir ekki endilega ađ einhverjir frá Búlgaríu hafi veriđ í Danmörku.
Kristiansen telur konuna geta hafa veriđ langförula, ţví ađ ţađ er taliđ ađ konur hafi oft veriđ sóttar langt í burtu til ađ giftast, t.d. til ţess ađ styrkja bönd milli stríđandi hópa. Ţví telur Kristiansen ađ DNA úr stúlkunni frá Egtved geti sýnt ađ hún hafi komiđ annars stađar frá á Jótlandi eđa t.d. frá Sjálandi. En á móti má spyrja, var mikill munur á erfđamengi fólks í austur og vestur Danmörku á ţessum tíma? Til ţess ţarf auđvitađ enn frekari DNA rannsóknir, en ţćr hafa ekki fariđ fram. Varđveitt bein eru líka af skornum skammti og beinamćlingar (osteometria) er ţví erfiđ.
Ţví er oft ţannig fariđ, ađ ţótt gripur sem finnst á Norđurlöndunum, sem er greinilega kominn langt ađ, ţá ţýđir ţađ ekki ađ fólkiđ sem átti hann hafi veriđ ađkomufólk úr fjarlćgum löndum.
Nú er bara vonandi, ađ ekki komi í ljós ađ Egtved stúlkan var söngelskur drengur sem hafđi gaman af blómum og ađ setja hár. En ţađ ţćtti ţeim í kynjafrćđinni líklega afar krćsilegt.
Ég er hins vegar viss um, ađ ef ég fengi lokk úr hári konu minnar, og sendi hann til Allentofts, ţá myndi koma í ljós ađ ţćr vćru nátengdar, enda er konan mín komin af svipuđum slóđum og Egtved stúlkan, og hefur sama fólkiđ búiđ ţar lengi og talađ einkennilegt tungumál.
Efst má sjá Flemming Kaul fornleifafrćđing viđ Ţjóđminjasafn Dana (tvífara Kristjáns IV) segja frá stúlkunni frá Egtved á makalausri densku (Danglish).
Meginflokkur: Fornminjar | Aukaflokkar: Fornleifafrćđi, Menning og listir | Breytt 2.10.2018 kl. 05:52 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.