Fréttir úr frambođi

Bók

Nýlega, er Ari Trausti Guđmundsson, hinn landsţekkti jarđfrćđingur og fjölmiđlamađur bođađi forsetaframbođ sitt, greindi ég svolítiđ frá ćttum Ara í Ţýskalandi. Ţótt oft hafi lođađ einhver nasistaára yfir Guđmundi frá Miđdal, föđur Ara, vita kannski fćstir ađ lítiđ fer fyrir ţýskum uppruna Ara. Forfeđur hans í Ţýskalandi voru ađ helmingi, ef ekki ađ meirihluta til, af gyđinglegum uppruna og höfđu síđustu kynslóđirnar veriđ kaupmenn í bćnum Pasewalk í Pommern (Mecklenburg-Vorpommern).

Ég sá, ađ Egon nokkur Krüger, efnafrćđingur og menntaskólakennari í DDR, og síđar áhugasagnfrćđingur í sameinuđu Ţýskalandi, hafđi skrifađ bók um gyđingana í Pasewalk. Ég tók mig til og keypti bókina sem kostađi ađeins 15 evrur. Hún er vel skrifuđ og međ virđingu fyrir efninu.

Í bókinni má lesa um kaupmennina í Sternberg-fjölskyldunni, pólsk-ţýska forfeđur Ara Trausta, m.a. Meyer Sternberg, sem fćddist í Obersitzko í Posen (nú Obrzycko) áriđ 1815, og telst mér ţađ til ađ hann sé langalangafi Ara Trausta. Í Obersitzko voru fangabúđir á síđari heimsstyrjöld, sem heyrđu undir hinar illrćmdu fangabúđir í Stutthof sem margir fangar frá Norđurlöndum lentu í.

Meyer ţessi átti klćđaverslun viđ Am Marktplatz 28 í Pasewalk. Síđar fór Meyer einnig ađ versla međ matvörur. Í auglýsingu áriđ 1868 bíđur hann t.d. léttsaltađa síld af hollenskum siđ Matjes-Hering empfing und empfhielt M. Sternberg. Salt auglýsti hann einnig eftir ađ einokun á salti var aflétt: Salz - Bei Aufhebung des Salzmonopols empfehle ich meinen geehrten Kunden von heute ab stets feinstes trockenes Crystall-Speise-Salz in Säcken von Netto 126  8/30 Pfd. Inhalt, sowie ausgewogen in jeder beliebigen Quantität, M. Sternberg. Allt var hćgt ađ selja, t.d. svínafitu: Frisches ausgebratenes Schweinschmalz offerirt billigst M. Sternberg.

Saga Sternberg fjölskyldunnar í Pasewalk fyllir ađeins 3 blađsíđur af 203 blađsíđum í bók Egon Krügers. Bókina Jüdisches Leben in Pasewalk; Familiengeschichten, Familienschicksale, Stolpersteine, er hćgt ađ kaupa vefsíđu Schibri-Verlag (ISBN 978-3-86863-022-0). Ţetta er hluti af sögu íslensks forsetaframbjóđanda og ekkert ómerkilegri en svo margt annađ sem til bođa stendur.

Hitler var líka í Pasewalk 

Ađ lokum er einnig vert ađ minnast ţess ađ bćrinn Pasewalk var einnig hluti af geđveikislegri sögu Hitlers. Ţangađ var hann fćrđur á sjúkrahús í lok fyrri heimstyrjaldar og var ţví lengi haldiđ fram ađ hann hefđi veriđ ţar vegna blindu sem orsakađist af gaseitrun. Dr. Karl Kroner, lćknir og gyđingur sem allranáđugast komst til Íslands fyrir bláan augnlit arískrar konu sinnar og smekk íslensks sendiráđsritara fyrir bláeygum ţýskum konum, og sem reyndar var líka bláeygur, upplýsti leyniţjónustu Bandaríkjahers um "veikindi" Hitlers í Pasewalk, er Kroner var enn á Íslandi áriđ 1943 (aska hans er reyndar grafin í Fossvogskirkjugarđi).

Karl Kroner Klaus Erlendur Kroner

Karl Kroner í fyrri heimsstyrjöld, ţegar hann hitti Hitler í Pasewalk. Sonur hans Klaus Erlendur (th) lést í Bandaríkjunum áriđ 2010.

Karl Kroner greindi leyniţjónustu Bandaríkjanna frá ţví sanna um „sjúkdóm" og ímyndunarveiki Hitlers, eins og kemur fram í bók taugasérfrćđingsins David Lewis-(Hodgson) um Hitler, sem ber heitiđ The man who invented Hitler (2004), sem og í bókinni Hitler in Pasewalk (2004) eftir Bernhard heitinn Horstmann. Sjá hér.

Hitler1916

Hitler var einnig á spítala áriđ 1916. Hugsiđ ykkur, hvađ hefđi gerst ef hann hefđi veriđ drepinn í stríđinu. Hjalti er annar frá hćgri í efstu röđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband