Vendi eg mínu kvćđi í kross
19.10.2012 | 18:45
Á eyjunni ríku Borgundarhólmi (Bornholm) í Eystrasalti, sem enn tilheyrir Danmörku, finnast oft merkir fjársjóđir og forngripir. Ekki alls fyrir löngu fannst ţar til dćmis merkur silfursjóđur međ 152 arabískum peningum, svo kölluđum dihrem myntum. Ekki er langt högganna á milli á Borgundarhólmi, ţví 18. september síđastliđinn komst málmleitaráhugamađurinn Kim Lund-Hansen í feitt er hann fann ţennan forláta silfurkross sem myndin hér ađ ofan sýnir.
Kim Lund-Hansen gerđi, eins og vera ber, forngripasafninu á Bornholm viđvart um sjóđinn og krossinn. Krossinn, sem hugsanlega inniheldur helgan dóm (reliquium), fer brátt til Ţjóđminjasafns Dana í Kaupmannahöfn til frekara rannsókna og síđan á vćntanlega Víkingasýningu áriđ 2013 sem fer til nokkurra landa. Hver veit, innan í honum gćti hugsanlega fundist flís úr krossi Krists eđa ţyrnir úr krónu hans?
Undur og stórmerki
Kim Lund-Hansen er annađ hvort mjög heppinn mađur eđa hér er kannski um undur og stórmerki ađ rćđa. Ţví um daginn, ţann 15. október fann hann leifar af nýjum krossi (efri hluta), kross sem einnig hefur geymt helgan dóm. Ţessi kross fannst ađeins 8 metra frá ţeim stađ sem hann fann fyrri krossinn (sjá hér).
Mađur veit ekki alveg hvernig mađur á ađ taka á slíku, nema ađ gleđjast ţví. Líklega hefur plógur dregiđ hluta sama sjóđsins frá upphaflegum greftrunarstađ hans, og nćr öruggt má telja ađ nýfundni krossinn, sem er mjög laskađur, sé einmitt úr sama sjóđi og fannst fyrir um mánuđi síđan. Myndirnar og skreyti á síđari krossi Kims sýnir ađ mínu mati einkenni fyrri hluta 12. aldar og andlitin eru mjög svipuđ andlitum á Flatatungufjölunum, einum merkasta menningararfi Íslendinga.
Kim Lund-Hansen fann sjóđinn međ tćki sínu sem ber tegundarheitiđ Minelab X-TERRA 705. Framleiđendur ţess apparats hafa ţegar auglýst sig á kostnađ ţessa merka fundar á Borgrundarhólmi. Ţađ má undra, ţar sem fundurinn er ekki einu sinni enn kominn á Ţjóđminjasafniđ í Kaupmannahöfn til ítarlegra rannsókna hjá sérfrćđingum ţess. Ţar sem ég er lika bölvađ apparat leyfi ég mér ađ velta fyrir mér krossunum hér, ţó svo ađ fremstu sérfrćđingar Dana sé ekki enn búnir ađ handfjatla ţessa helgu dóma og fella sinn dóm. En ţeir lesa vitaskuld ekki íslensku og vita ekki hverju ţeir missa af ađ lesa ekki Fornleif.
Málmleitartćki eru ,andstćtt ţví sem gerist á Íslandi, leyfđ til fornleifaleitar í Danmörku og ţurfa ekki alltaf ađ vera verkfćri andskotans. Á Íslandi kćmi yfirmađur Fornleifaverndar Ríkisins međ lögguna á eftir hverjum ţeim sem leyđi sér ađ nota slík tćki viđ fjársjóđaleit. Ţau eru einfaldlega bönnuđ til slíks brúks á Íslandi.
Í Danmörku finnast nú orđiđ áhugaverđustu málmgripirnir af fjársjóđaleitarmönnum og áhugamönnum, en ekki af fornleifafrćđingum viđ hefđbundnar rannsóknir. Ef gagnkvćmt traust ríkir á milli málmleitarmanna og safna, nýtur fornleifafrćđin og -varslan góđs af, en fornleifafrćđingar eru eins og kunnugt er ekki í fjársjóđaleit og nota sjaldan slík tćki. Menn sem finna forna málmgripi međ tćkjum sínum fá sćmilega greitt fyrir sinn snúđ og fornir málmar sem finnast í jörđu í Danmörku eru samkvćmt gömlum lögum eign konungs og ríkis, svo kallađ Danefć. Líklega vćri enginn betur settur ef ţessi tćki yrđu bönnuđ í Danmörku, ţví ţar eru rústir og mannvistarleifar oftast nćr svo raskađar eđa hreyfđar vegna akuryrkju og annarra síđari tíma framkvćmda, ađ mestur hluti fundinna gripa er hvort sem er komin úr sínu upphaflega samhengi. Ţannig er ţví ekki fariđ á Íslandi, og ţar eru fornminjar fáar miđađ viđ í Danmörku. Ţess vegna vona ég ađ menn séu ekki ađ fá sér svona tćki á Íslandi.
Ljósm. Rene Laursen, sem og myndin efst.
+ Kross I frá Řstermarie
Krossinn er samkvćmt fyrstu tiltćku heimildum 12,6 sm langur lt og 240 grömm ađ ţyngd. Í námunda viđ hann fundust einnig heillegar leifar af keđjunni sem fylgdi krossinum, brotasilfur, og myntir, í allt um 1 kg silfur, og ţar ađ auki önnur keđja. Myntirnar sem fundust á sama stađ eru frá miđbiki og síđari hluta 12. aldar. Krossinn gćti ţó hćglega veriđ eitthvađ eldri en myntirnar, enda er hann nokkuđ slitinn og myndfletirnir máđir.
Myndmál krossins er mjög einfalt og stíliserađ. Krossinn og skreytiđ á honum er í býsnatískum stíl (eđa undir áhrifum býsantísks stíls) fyrir utan drekann efst og fléttuna neđst. Framhliđ krossins, sem er í tveimur hlutum, sýnir mjög stífan, rómanskan Jesús međ langt lendarklćđi og stórann haus. Á endum armanna eru hringlaga myndfletir. Líklega er ţađ Jóhannes skírari sem er í hringnum á hćgri hönd Jesús og María Mey á vinstri hönd hans. Neđst er Guđs lamb. Erfitt ađ sjá hvađ er í hringfletinum efst, en líklega er ţađ Guđs hönd sem blessar međ tveimur fingrum. Hún er nú orđin nokkuđ máđ.
Bakhliđin á krossinum sýnir líklega Jesús ţar sem hann stendur og blessar ţann sem á horfir og í hringlaga flötum á endum armanna eru mjög stílfćrđir postular eđa guđspjallamenn sem blessa hver á sinn máta. Erfitt er ţó ađ segja neitt um hverjir ţađ eru.
Krossinn hefur líklega geymt, eđa geymir enn, helgan dóm. Ţetta er eiginlega, ef svo má segja, krosslaga dós sem leikur neđst á hjöruliđiđ og lokast efst međ drekanum káta. Ef ekki verđur hćgt ađ opna krossinn má ef til vill sjá helgan dóm" innan í krossinum međ háţróađri röntgentćkni.
Efst er hengi og á ţví leikur mjög haglega gerđur silfurdreki, mikill flćkjufótur, sem mjög greinilega er ekki smíđ ţess sem krossinn gerđi. Drekinn veltur sér í kollhnís, er eins og kúla, og bítur í tvíhöfđa snák ofan á krossinum. Hann er í einhvers konar Úrnesstíl og er mjög líklega norrćn smíđ, međan líklegt má teljast ađ krossinn sjálfur sé gerđur í löndum Austrómversku kirkjunnar. Neđst á krossinn hefur einnig veriđ lóđuđ smá flétta í sama stíl og drekinn ofan á krossinum. Án drekans efst og fléttunnar neđst er krossinn sjálfur 9 sm langur.
Leifar keđju fundust međ krossinum og á endum hennar, ţar sem hún tengdist drekanum efst á krossinum, voru aflangir drekahausar í mjög norrćnum stíl sem meira ćttar til drekans ofan á krossinum en krossins sjálfs. Hugsanlega er krossinn innfluttur en en drekinn, fléttan og keđjan viđbót sem gerđ hefur veriđ í Danmörku.
Drekahaus af keđjunni. Ljósm. Rene Laursen.
++ Kross II frá Řstermarie
Annar krossinn sem Kim Lund-Hansen fann eru aumar leifar kross í rómönskum stíl međ skreyti sem ađ mörgu leyti gćti bent til gotnesks stíls (Jesús er hefur lippast ađeins niđur og fćtur hans eru komnir í gotneska stellingu), og til ţess ađ ţessi kross sé yngri en sá fyrri. Telja menn ađ krossinn hafi eyđilagst og undist svo illa er plógur hefur rifiđ hann úr upphaflegu samhengi sínu. Tvćr keđjur fundust ţar sem fyrri krossinn fannst og hefur önnuđ ţeirra líklega tilheyrt ţessum krossi. Krossinn er međ öđru lagi en sá fyrri, en form hans var einnig mjög algengt á býsantískum brjóstkrossum.
Mikiđ meira er ekki hćgt ađ skrifa um ţennan síđari kross, ţar sem lítiđ hefur veriđ greint frá honum síđan hann fannst fyrir nokkrum dögum síđan og hafa sérfrćđingar í Kaupmannahöfn hvorugan krossinn séđ enn.
Kross II settur saman úr mismundandi ljósmyndum. Ljósm. Bornholm Museum, Rřnne.
Tímasetning og uppruni
Ţví er haldiđ fram í grein um fund Kim Lund-Hansens á heimasíđu ţess fyrirtćkis sem framleiđir málmleitartćki hans, ađ 5 svipađir krossar séu til í heiminum. Sú stađhćfing og grein um fundinn á heimasíđu málmleitartćkjaframleiđandans kom safnverđinum Poul Grinder-Hansen á Ţjóđminjasafni Dana nokkuđ á óvart ţegar ég talađi viđ hann í gćr og á heimasíđu Ţjóđminjasafns Dana er ekkert upplýst um slíkt.
Ljóst er ađ krossarnir virđast vera frá 12 öld. Sá heillegri er líklegast frá fyrri hluta aldarinnar, ţótt myntirnar í silfursjóđnum sem fannst nćrri Řstermarie á Borgundarhólmi séu frá síđari hluta 12. aldar. Síđari krossin bendir frekar til ađ hann sé frá síđari hluta 12. aldar. Í skreytinu gćtir gotneskra áhrifa.
Krossinn sem fyrst fannst er skyldur krossum sem finnast í SV-Evrópu og laskađi krossinn er einnig undir mjög sterkum stíláhrifum ţađan, en ekki verđur lokum fyrir ţađ skotiđ ađ krossarnir gćtu einnig hafa veriđ gerđir á Norđurlöndum eđa t.d. á Borgundarhólmi.
Um leiđ og ég óska Borgundarhólmsbúum til hamingju međ ţennan merka fund, í von um ađ fundurinn verđi varđveittur í framtíđinni á Borgundarhólmi, set ég hér nokkrar myndir af krossum í sama stíl og frá sama tíma og fyrri krossinn sem fannst nýlega nćrri Řstermarie. Neđst er mynd af gullkrossi frá Orř sem er í sama stíl og síđari krossinn sem Kim Lund-Hansen fann.
Sjá hér um annan merkan kross, krossinn frá Fossi í Hrunamannahreppi og hliđstćđu hans frá Huse i Rommedal í Noregi. Ég hef velt ţví fyrir mér hvort krosslaga opiđ í ţeim miđjum hafi upphafleg geymt helga dóma sem haldiđ var međ biki eđa einhverju öđru efni..
1 a+b) Kross sem fannst í Thwaite í Suffolk á Englandi og seldur var til British Museum áriđ 2000. Skandínavísk gerđ međ býsantínskum áhrifum (11. öld).
2) Kross á British Museum (12. öld).
3) Kross fundinn í Beograd. Um hann upplýsir borgarminjassafn Beograds: "This type of reliquary, particularly popular in Russia, was made in the Kiev workshops until the invasion of the Tatars in 1240. Their frequent occurrence in the territory of Belgrade should be probably attributed to the Russians who, led by Prince Rostislav Mihailovich of Chernygorsk, the first governor of Slavonia and Mačva, settled in these territories in the middle of the 13th century". (Síđari hluti 12. aldar eđa byrjun ţeirrar 13.).
4) Kross á Metropolitan Museum of Art New York (1000-1400 e. Kr.).
5) Dagmar krossinn, Ţjóđminjasafn Danmerkur.
6) Kross seldur á uppbođi hjá uppbođshúsinu Christies (12. öld).
7) Kross á Walters Museum í Baltimore (11. öld).
8) Gullkross fundinn á Orř í Danmörku (11. öld).
Meginflokkur: Forngripir | Aukaflokkur: Fornleifafrćđi | Breytt 22.10.2012 kl. 12:38 | Facebook
Athugasemdir
Er ţađ ekki rangt ađ málmleitartćki séu bönnuđ á Íslandi?
Ég spyr nú bara ţví margir ađilar selja ţau. Ţá er orđiđ "málmleitartćki" ekki ađ finna í lagasafni alţingis enda eru ţau mikiđ notuđ til margskonar brúks.
Guđmundur Bjarnason (IP-tala skráđ) 20.10.2012 kl. 06:21
Sćll.
Vantar leiđsögn.
Ég er međ í minni vörslu skrúfblíant snjalllega samsettann auđkenndann Bjarna frá Vogi. Ţetta er smástautur sem útúrdregst heill skriffantur. Er ţetta eitthvađ sem mér ber eđa skal afhenda einhverju safni. Ef svo ţá hverju og hvar.
ţakka ţér fróđleik og í bland góđa kímni.
Kári H. Sveinbjörnsson (IP-tala skráđ) 20.10.2012 kl. 10:56
Sćlir Guđmundur og Kári,
Guđmundur, málmleitartćkin eru bönnuđ viđ leit á fornleifum á Íslandi nema međ sérstöku leyfi Ţjóđminjavarđar smkv. 16 gr. ţjóđminjalaga. Ţau lög eru vonandi međ í Lagasafni Alţingis, ţótt oft séu ţau ţó brotin. Ţeir sem selja slík tćki á Íslandi hafa ađ öllum líkindum fengiđ upplýsingar frá Fornleifavernd Ríkisins og Ţjóđminjasafni.
Kári, greinilega ertu međ merkilegan grip í vörslu ţinni. Ţér ber ekki ađ afhenda blýantinn safni nema ađ ţú sjálfur viljir, en líklega vćri blýantur Bjarna frá Vogi betur geymdur á safni en hjá ţér, ef ţú ert til dćmis ekki afkomandi eđa ćttingi Bjarna frá Vogi. Ţađ sakar aldrei ađ fara međ slíka gripi á safn til ađ fá hlutlaust og óefnahagslegt mat hjá safnverđi sem hefur vit á slíkum hlutum.
FORNLEIFUR, 20.10.2012 kl. 12:07
Alltaf gaman ađ ţessari römmu forneskju ţinni ţó ég hafi ekki hundsvit á henni.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 4.11.2012 kl. 00:30
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.