Selt út úr bókasafni Jóns Helgasonar prófessors
1.12.2012 | 19:38
Uppbođshúsiđ Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn hefur oft á bođstólum vörur sem tengjast Íslandi á einn og annan hátt. Fyrirtćkiđ hefur sömuleiđis oft reynt ađ selja fölsuđ íslensk málverk og jafnvel fyrir íslenska stjórnmálamenn og ađra krimma, en hefur ekki orđiđ kápan úr ţví klćđinu eftir ađ Ólafur forvörđur fór á stjá. Oft seljast ţarna dýrgripir sem íslensk söfn missa af vegna áhugaleysis eđa fjárleysis, eins og t.d. gerđist fyrr á árinu, er forláta vasi međ einstökum Íslandsmyndum var bođinn upp. Fornleifur skrifađi um ţađ, bókstaflega međ grátstafina í kverkunum. Síđan ţá hefur vasinn örugglega brotnađ.
Í mörg ár hef ég veriđ í miklum vafa um kunnáttu og menntun sumra ţeirra sérfrćđinga" sem vinna hjá Bruun Rasmussen, og nýlega upplifđi ég nokkuđ, sem renndi stođum undir ţann grun minn. Ég fór á Bókamessuna (Bogforum), sem í fyrsta skipti var haldin í Bella Centret á Ámakri í stađ Forum. Ţar var Uppbođsfyrirtćkiđ Bruun Rasmussen međ bás og kynnti ţar vćntanlegt uppbođ á fágćtum ritum, handritum og bókum, uppbođ númer 1248, sem er hćgt var ađ taka ţátt í á netinu ţann 27. nóvember sl. Ţarna var t.d. hćgt ađ sjá hluta af safni bóka Hans Christians Andersens um 60 bćkur og annađ sem verđsett var á 400.000-500.000 danskar krónur, sem og handrit frá frá Grćnlandi skrifađ og teiknađ af Niels Egede, syni hins ţekkta trúbođa Hans Egede, sem fjallar um dvöl hans í Egedesminde (Aasiaat) viđ Diskóflóa, verđ 100.000 kr.
Landnámabók 1688 og ţrjú önnur rit
Ég rak hins vegar strax augun í Landnámuútgáfuna frá 1688, Sagan Landnáma um fyrstu bygging Islands af Norđmönnum, sem gefin var út í Skálholti af Ţórđi Ţorlákssyni biskupi og prentuđ af Hendrick Kruse. Bókin er bundin í leđurband međ ţremur öđrum verkum úr Skálholti frá árinu 1688 og áćtlađ verđ ţeirra var 100.000 kr. Hinar bćkurnar sem bundnar voru í sama band og Landnáma: Christendoms Saga hliođande um ţađ hvornenn Christen Tru kom fyrst a Island at forlage ţess háloflega herra Ólafs Tryggvasonar Noregs Kongs; Scheda Ara prests froda um Island og Gronlandia eđur Grćnlands saga Úr Islendskum Sagna Bookum og annalum samantekin og a latinskt maal skrifuđ. Áćtlađ verđ 100.000 danskar krónur.
Ég spurđi konu sem ţarna stóđ, sem kynnti sig sem M.A., sem er titill sem ekki er ekki einu sinni veittur í Danmörku nema ađ mađur kaupi sér hann á CBS (Copenhagen Business School og slíkum tívolískólum) og sá ég strax ađ hún hafđi lítiđ sem ekkert vit á bókfrćđi fyrri alda.
Ég tjáđi henni furđu mína á ţví, af hverju bćkurnar vćru kynntar sem Skalhollte books. Ţá tjáđi hún mér ađ "Skalhollte" vćri biskupsstóll á Íslandi. Ţar sem hún var M.A. og ég var Ph.D. fór ég ţá ađ reyna ađ skýra út fyrir henni ađ Skálhollte vćri bara stađsetningarţágufallsmynd af nafni Skálholts. Ég held ađ hún hafi ekki fattađ neitt, enda bara ráđin til ađ selja og vera sćt og látast vita eitthvađ sem hún hafđi ekki hundsvit á.
Ingólfur Arnarsson. Í uppbođsskrá á ensku er hann kallađur riddari (knight).
Úr bókasafni Jóns Helgasonar prófessors
Ţađ vekur vitanlega athygli ađ bćkurnar eru úr bókasafni Jóns Helgasonar prófessors og forstöđumanns Árnastofnunar, Arnamagnćanske Samling í Kaupmannahöfn frá 1927 til 1966, sem ég hitti einu sinni međ föđur mínum á Řster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn á 8. áratug síđustu aldar.
Ekki veit ég hvort Agnethe Loth, síđari kona Jóns eđa börn hans 3, hafi erft ţessa innbundnu Skálholtsútgáfur, en nú er líklegast ţröngt í búi hjá ţeim sem erfđi ţetta, og ţannig fara gersemar sem ţessar í sölu. Ég tek eftir ţví ađ bćkurnar eru vel forvarđar. Ţađ hefur líklega veriđ gert á Árnastofnun í Kaupmannahöfn. Kannski fylgja kvittanir fyrir ţví međ kaupunum. Ólíklegt ţykir mér ţó ađ einhver af afkomendum Jóns á Íslandi séu ađ selja Skalhollte books". Ţađ vćri nú ţađ minnsta ađ geta gert grein rétt frá ţví sem selt er. Ţví finnst mér líklegast ađ ţetta sé ađ koma úr einhverju búi hér í Danmörku. En hvađ á mađur ađ gera viđ skruddur ţegar nýjar kynslóđir hafa ekkert vit á ţeim, erfingjarnir eru fyllibyttur eđa hagfrćđingar eđa einhverjar blćkur, sem ţurfa ađ kaupa íbúđ eđa bíl, eđa lifa af í atvinnuleysi "ESB-paradísarinnar", kannski hámenntađ fólk.
Eiginlega finnst manni ađ svona perlur eigi ađ varđveita á Íslandi.
Í fyrra var hlaupiđ til og reynt ađ stoppa vafasaman brotasilfurkaupmann frá Bretlandseyjum sem keypti víravirki frá ţví um 1950 og annan menningararf sem Íslendingar vilja koma frá sér til ađ hafa ráđ á IPad og öđrum nútímalystisemdum. En hver hleypur til ţegar "erfingjar" Jóns Helgasonar selja dýrgripi sína í Kaupmannahöfn? Hvar er fornminjalöggan ţá?
Ég myndi ađ minnsta kosti hafa keypt Skálholtsprentin hefđi ég átt "moneypening", en ég er auđvitađ ekki eđlilegur ţar sem ég gef lítiđ fyrir yfirborđsmennsku, skrum og gírugheit nútímans. Ţess vegna var ţessi fćrsla skrifuđ á Brother ritvél frá 1948. Jón Helgason heitinn hefđi örugglega ekki gefiđ hátt fyrir íslenskuna, en ég vona hins vegar ađ hann snúi sér ekki önugur í gröfinni, nú ţegar Skálholtsbók hans hefur veriđ seld af menningarhörmöngurum í Kaupmannahöfn fyrir slikk (2.306.000 ISK).
Einhver hefur vćntanlega orđiđ glađur yfir ţví ađ nćla í ţessar fjórar bćkur í afburđargóđu bandi frá 17. öld. Ţetta er ágćt jólagjöf. Vćntanlega var ţađ ríkur ţýskur bókasafnari sem á hillur sem hann er enn ađ fylla, eđa kínverskur fagurkeri og mannvinur sem vill kaupa upp menningu og lendur annarra ţjóđa. Ég hćtti vangaveltum, annars verđur mér flökurt.
Meginflokkur: Bćkur | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt 14.1.2018 kl. 07:41 | Facebook
Athugasemdir
Ţar sem í grein ţinni er vísađ til ţriggja barna Jóns Helgasonar er rétt ađ ţađ komi hér fram í athugasemdum ađ ţau eru öll látin og létust tvö ţeirra fyrr á árinu. Ţau voru hins vegar fyrir margt löngu gerđ arflaus af Agnethe Loth sem giftist Jóni öldruđum.
Agnethe mun hafa orđiđ fyrir trúarlegri opinberun skömmu fyrir andlát sitt fyrir um tveimur áratugum og ánafnađ eigur sínar (og dánarbú Jóns Helgasonar) jesúítasöfnuđi í Danmörku. Líklegt er ađ forsvarmenn ţess safnađar hafi tekiđ ađ sér ađ reyna ađ fá sem mest fé fyrir ţessar eigur.
Nú er ţađ svo ađ heimili Jóns Helgasonar og Ţórunnar Björnsdóttur ađ Kćstrupsvegi 33 var ekki ríkmannlegt af innanstokksmunum. Ţar var hins vegar safn bóka og annarra muna sem áttu sér merka sögu. Heimiliđ ađ Kćstrupsvegi á sinn sess í Íslandssögunni, enda var ţađ eitt helsta athvarf Íslendinga í Kaupmannahöfn drjúgan hluta 20. aldar. Ţađ var hins vegar brotiđ í eindir af dönskum jesúítum og er greinilega veriđ ađ koma brotum ţess enn í verđ.
Jón Helgason keypti bćkur á erlendri grund til ađ bjarga ţeim og leit aldrei á ţćr sem sína prívat eign heldur hluta af íslenskum menningararfi sem ekki ćtti ađ höndla međ.
Munir frá heimilinu hafa öđru hverju sprottiđ upp hér á Íslandi , ţar á međal málverk, gestabćkur og bréfsneplar, m.a. hjá fornbókasölum.
Ţađ vekur ţó vissulega hugrenningar ađ ţessar merku bćkur skuli komnar á uppbođ nánast um leiđ og börn Jóns Helgasonar kveđja ţennan heim. Ţađ vćri svo sem ekki í fyrsta sinn sem merkar bćkur vćru hrifsađar úr höndum Íslendinga.
Ólöf Nordal (IP-tala skráđ) 3.12.2012 kl. 11:09
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.