1. gestapenni Fornleifs

Ragnar_Emma1

Dr. Ragnar Edvardsson, Háskóla Íslands, hefur sent inn athugasemdina hér fyrir neđan. Ţetta er athugasemd Ragnars viđ skýrslu Brynju Bjarkar Birgisdóttur sem ritađ var um hér á Fornleifi í gćr, skýrslu gerđa fyrir fyrrverandi ríkisstjórn og sem RÚV/Kastljós hefur tekiđ einhverju sérstöku en misskildu ástfóstri viđ.

Athugasemd Ragnars hefur veriđ send Menntamálaráđuneyti. Fleiri amast yfir villum í skýrslunni (sjá hér) og keppast nú sumir um ađ sverja af sér ţetta plagg međan ađrir sýna ţá heimsku ađ hylla ţađ, hugsanlega vegna ţess ađ ţeir eru ungir, óreyndir og eygja einhvern möguleika á ađ veđja á ţann hóp manna sem rottar sig saman bak viđ persónuárásir og atvinnuníđ í skýrslu Brynju.

***

                                                                                                                                                                                                                                                                     Hellissandi 26. maí 2013

Mennta- og Menningarmálaráđuneyti

Sölvhólsgötu 4

150 Reykjavík

Athugasemdir viđ skýrslu menntamálaráđuneytis um stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar.

Nýlega birti Menntamálaráđuneytiđ skýrslu um stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar á tímabilinu 1990 - 2010. Skýrslan er ítarleg ţó svo hún fjalli ađeins ađ litlu leiti um skilgreint efni. Stćrstur hluti skýrslunnar fer í neikvćđa umfjöllun um stofnanir, fyrirtćki og einstaklinga sem stunda fornleifarannsóknir á Íslandi. Talsvert vantar ţó á ađ hún gefi rétta og skýra mynd af ţróun og stöđu íslenskra fornleifarannsókna á tímabilinu. Ţađ er sérstaklega eftirtektarvert hve neikvćđ skýrslan er í garđ akademískra rannsókna á sviđi fornleifafrćđi. Í skýrslunni kemur fram augljós vanţekking eđa skilningsleysi á tilgangi vísindalegra rannsókna, ţeirri ţekkingu sem akademískar rannsóknir hafa ţegar skilađ til ţjóđfélagsins á síđustu áratugum og ţeim verđmćtum sem felast í áframhaldandi vísindalegum rannsóknum.

Í skýrslunni er lagt til ađ opinberu fjármagni verđi fyrst og fremst beint til ţjónusturannsókna, björgunarrannsókna og varđveislu fornleifa á vettvangi fremur en nýrra vísindarannsókna.

"Mestu opinberu fjármagni er í dag beint til vísindarannsókna. Beina ţarf fjármagni í auknum mćli til björgunarrannsókna, varđveislu fornleifa á vettvangi og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna fremur en nýrra vísindarannsókna. Hlutfall og umfang vísindarannsókna er mun hćrra á Íslandi en í nágrannalöndunum. Tryggja ţarf ađ ţjónusturannsóknir hafi sem mest vísindalegt gildi og nýtist enn frekar til vísindalegra rannsókna međ ţví ađ gera skýrar kröfur um rannsóknarspurningar og verkefnisáćtlun ásamt auknu eftirliti og eftirfylgni međ framvindu verkefnanna." (Brynja Björk Birgisdóttir 2013, bls. 8).

Hér gćtir skilnings- og ţekkingarleysis á umhverfi íslenskra fornleifarannsókna síđustu árin og ţá sérstaklega á muninum á ţjónusturannsóknum og björgunarannsókn annars vegar og akademískri eđa vísindalegri rannsókn hins vegar.  Ţjónustu- og björgunarannsóknir eru í eđli sínu tilviljunarkenndar og alls endis óvíst hvort eđa hvađa fornminjar komi í ljós eđa hvort hćgt sé ađ nýta ţćr í vísindalegum tilgangi.  Í raun er markmiđ slíkra rannsókna ađ "bjarga" fornminjum og ţví eru rannsóknarmarkmiđin lítil sem engin. Í flestum tilfellum slíkra rannsókna reyna rannsakendur ađ koma upp  rannsóknarspurningu en ţađ er yfirleitt ekki fyrr en ađ rannsókn líkur ađ rannsóknarspurning verđur til. Benda má á ađ flestar niđurstöđur björgunarannsókna liggja ónotađar í gagnasöfnum án nokkurs framlags til ţekkingar á menningararfi eđa sögu Íslendinga. Ţađ er ađ líkindum eingöngu hćgt ađ benda á eina íslenska björgunarrannsókn ţar sem niđurstöđurnar hafa nýst frekar, ţ.e. rannsóknir í miđbć Reykjavíkur.  

Í skýrslunni er ennfremur fullyrt ađ björgunarannsóknir fari fram af frumkvćđi sjálfstćtt starfandi fornleifafrćđinga og fyrirtćkja á samkeppnismarkađi.

"Stćrri björgunarrannsóknir fara í dag helst fram ađ frumkvćđi sjálfstćtt starfandi fornleifafrćđinga og fyrirtćkja á samkeppnismarkađi. Björgunarrannsóknir verđur ađ fjármagna og forgangsrađa af minjayfirvöldum en ekki rannsóknarađilum sem jafnframt hafa af atvinnuhagsmuni af rannsóknunum. " (Brynja Björk Birgisdóttir 2013, bls 7.)

Ţessi fullyrđing er röng. Allar stórar björgunarrannsóknir í Reykjavík, t.d. á Arnarhól, í Kvosinni og á Alţingisreit, voru ađ frumkvćđi borgarminjavarđar eđa Fornleifaverndar ríkisins.  Út á landsbyggđinni eru ţađ í flestum tilfellum ýmis framkvćmdarfyrirtćki, t.d. Vegagerđin, sem á frumkvćđi ađ björgunarannsókn og leita ţá oft til sjálfstćtt starfandi fornleifafrćđinga eđa fyrirtćkja um ráđgjöf en frumkvćđiđ liggur hjá framkvćmdarfyrirtćkjunum sjálfum og endanleg ákvörđun um rannsókn er í höndum Minjastofnunar (áđur Fornleifaverndar).

Kaflinn um stjórnsýslu minjavörslu í nágrannalöndunum er ófullnćgjandi ţar sem ađeins fjallađ um hvernig henni er háttađ á Norđurlöndunum, ţ.e. Noregi, Danmörku og Svíţjóđ og ţví ćtti kaflinn ađ bera yfirskriftina; minjavarsla í Svíţjóđ, Noregi og Danmörku (Brynja Björk Birgisdóttir 2013, bls. 22). Til skamms tíma var minjavarsla á Íslandi miđstýrđ ađ danskri fyrirmynd en horfiđ var frá ţví međ setningu nýrra ţjóđminjalaga viđ upphaf tíunda áratugar síđustu aldar ţar sem slík miđstýring hefti minjavernd og hindrađi eđlilega ţróun í íslenskri fornleifafrćđi. Í ţessum kafla hefđi veriđ nauđsynlegt ađ fjalla a.m.k. um minjavörslu í öđrum Evrópulöndum til ađ fá sem besta yfirsýn yfir hvernig ţessum málum er háttađ.

Ţá er nauđsynlegt ađ endurskođa frá grunni umfjöllun skýrslunnar um erlent samstarf íslenskra fornleifafrćđinga en sú umfjöllun er óeđlilega neikvćđ og langt frá ţví ađ vera fullnćgjandi.

"Í tengslum viđ verkefni Kristnihátíđarsjóđs hafa erlendir nemar t.d. tekiđ ţátt í vettvangsrannsóknum, vettvangsskólum og framkvćmt gripa- og sérfrćđigreiningar og ţannig öđlast innsýn í íslenska fornleifafrćđi. Einnig hafa erlendir sérfrćđingar annast flestallar raunvísindalegar greiningar í tengslum viđ íslenskar fornleifarannsóknir. Ekki er auđséđ hvort samvinna undanfarinna áratuga hafi skilađ aukinni sérfrćđikunnáttu til íslenskra frćđimanna. "(Brynja Björk Birgisdóttir 2013, bls. 44)

Í raun er ađeins fjallađ nákvćmlega um samstarf NABO (North Atlantic Biocultural Organization) viđ Fornleifastofnun Íslands en hvergi er taliđ upp á sama hátt erlent samstarf annarra íslenskra fornleifafrćđinga viđ erlenda frćđimenn. Ţó eru flestar ef ekki allar akademískar rannsóknir á Íslandi í nánu samstarfi viđ erlenda háskóla, frćđimenn og stofnanir, enda er alţjóđlegt samstarf vísindamanna almennt taliđ jákvćtt ef ekki nauđsynlegt.

Á síđustu 20 árum hafa fjölmargar akademískar fornleifafrćđi rannsóknir veriđ framkvćmdar á Íslandi og hafa ţćr allar aukiđ ţekkingu okkar og skilning á fortíđinni. Sömuleiđis hafa ţessar rannsóknir skapađ tengslanet milli íslenskra og erlendra vísindamanna og ţannig sett íslenska fornleifafrćđi í alţjóđlegt samhengi.  Mikilvćgt er ađ benda á ađ allar ţessar vísindalegu rannsóknir hafa haft skýrar rannsóknarspurningar ađ leiđarljósi og veriđ nýttar eftir ađ rannsókn lauk međ kynningu í rćđu og riti en einnig á beinan hagnýtan hátt m.a. í ferđamennsku. Ţannig hafa vísindalegar rannsóknir á minjastöđum aukiđ bćđi menningarlegt gildi svo og almennt nýtingargildi ţeirra.

Ţađ er of langt mál ađ telja upp hér vísindalegt, menningarlegt og hagnýtt gildi ţeirra fjölmörgu akademísku fornleifafrćđirannsókna sem gerđar hafa veriđ á tímabilinu. Rannsóknir Fornleifastofnunar Íslands í Mývatnsveit sem stađiđ hafa nćr óslitiđ frá 1995, hafa aukiđ skilning okkar á búsetu og búsetuţróun á fyrstu áratugum landnáms á svćđinu, efnahag ţess og mikilvćgi Mývatns í afkomu bćnda fyrr á öldum (Gavin Lucas 2010). Rannsóknir á verslunarstađnum á Gásum hafa, m.a. veitt dýpri skilning á  mikilvćgi verslunar á miđöldum m.a. hvernig hún var skipulögđ af íslenskri yfirstétt (Orri Vésteinsson 2011 ). Rannsóknir á Skriđuklaustri  hafa gefiđ einstaka mynd af íslensku klaustri og lífi íbúa ţess á miđöldum (Steinunn Kristjánsdóttir 2012). Rannsóknir Fornleifafrćđistofunnar á suđur og austurlandi hafa sömuleiđis dýpkađ skilning okkar á búsetuţróun frá landnámi fram á 13. öld (Bjarni F. Einarsson 2008). Rannsóknir á minjum eftir hvalveiđimenn frá 17. öld hafa opnađ áđur óţekka sögu íslensk samfélags (Ragnar Edvardsson 2012). Rannsóknir á verminjum frá landnámi og fram á nútíma hafa sýnt fram á mikilvćgi sjávarafurđa frá upphafi landnáms og hlutverki ţeirra í efnahag miđalda (Ragnar Edvardsson 2010, Lilja Björk Pálsdóttir og Óskar Gísli Sveinbjarnarson 2011). Nýlegt dćmi um samţćttingu fornleifa- og líffrćđilegrar ađferđafrćđi á  dýrabeinum úr öskuhaugum frá ţessum verstöđvum hafa gefiđ áđur óađgengilega innsýn í sveiflur í nytjastofnum og vistkerfi sjávar á sögulegum tíma. Ţannig fást ómetanlegar upplýsingar sem nýtast m.a. viđ ađ skilja áhrif loftslagsbreytinga og sjálfbćra auđlindanýtingu (Guđbjörg Ólafsdóttir et al. 2013).

Ţađ er ţví ljóst ađ ávinningur af vísindalegum fornleifafrćđilegum rannsóknum er ótvírćđur og hefur bćđi frćđilegt og hagnýtt gildi.  Í skýrslunni er dregiđ úr gildi vísindalegra rannsókna og akademísks samstarfs og lagt til ađ hlutur ţess í íslenskri fornleifafrćđi verđi skertur. Ţetta lýsir vanţekkingu eđa skilningsleysi á ţessum rannsóknum, ţví gildi sem ţćr hafa og ţeim framtíđarmöguleikum sem í ţeim felast. Stefnumótun byggđ á skýrslunni í núverandi formi er ábyrgđarleysi sem vćri líkleg til ađ brjóta niđur ţau vísindalegu gćđi sem unnist hafa í íslenskri fornleifafrćđi á síđustu áratugum, einangra íslenska fornleifafrćđinga frá alţjóđlegu frćđastarfi, hćgja á nýrri ţekkingarmyndum á menningararfi Íslendinga og kasta á glć ómetanlegum verđmćtum sem felast í fornleifafrćđilegum efniviđ.

 

Virđingafyllst

Dr. Ragnar Edvardsson

Háskóla Íslands

 

Heimildir

Bjarni F. Einarsson (2008) "Blót Houses in Viking Age Farmstead Cult Practices. New findings from South-eastern Iceland." Acta Archaeologica Vol 79, 2008. Denmark 2008.

Brynja Björk Birgisdóttir (2013). Skýrsla um stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar á Íslandi 1990-2010, Skýrslur og álitsgerđir, Menntamálaráđuneyti, Reykjavík.

Gavin Lucas (2009). Hofstađir - Excavation of a Viking Age Feasting Hall in North Eastern Iceland. Fornleifastofnun Íslands Monograph Series I. Reykjavík.

Guđbjörg Ásta Ólafsdóttir, K.M. Westfall, R. Edvardsson, S. Pálsson (In prep.) Historical DNA reveals the demographic history of Atlantic cod (Gadus morhua) in medieval and early modern Iceland.

Lilja Björk Pálsdóttir og Óskar Gísli Sveinbjarnarson (2011). Under the Glacier, 2011 Archaeological Investigations on the Fishing Station at Gufuskálar, Snćfellsnes. FS477-08232, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík.

Orri Vésteinsson (2011). "Kaupskipahöfnin Gásir í Eyjafirđi."  Skírnir, Tímarit hins íslenska bókmenntafélags 2011. Reykjavík.

Ragnar Edvardsson (2012). „Hvalveiđar útlendinga á 17. öld, fornleifarannsóknir á Strákatanga 2005 - 2010", Árbók hins íslenska fornleifafélags 2011, Reykjavík.

Ragnar Edvardsson (2010). The Role of Marine Resources in the Medieval Economy of Vestfirđir, Iceland. PhD Thesis, City University of New York, New York, 2010.

Steinunn Kristjánsdóttir (2012). Sagan af klaustrinu á Skriđu. Sögufélag, Reykjavík.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband