Hart í ári

LÍN

Nú er greinilega hart í ári hjá íslenskum fornleifafrćđingum. Atvinnuleysi er reyndar ástand sem er ţekkt mjög víđa í ţessu fagi, sem eitt sinn ól af sér forseta lýđveldis (sem tćknilega séđ var ekki fullmenntađur fornleifafrćđingur).

Ég sá í morgun, ađ fornleifafrćđingur međ doktorspróf sótti um framkvćmdastjórastöđu Lánasjóđs Íslenskra Námsmanna (LÍN).

Ég verđ sannast sagna ađ viđurkenna, ađ ég íhugađi einnig ađ sćkja um ţessa stöđu, ţar sem ég hef nú í heilt ár engar tekjur haft og fć engar bćtur vegna atvinnuleysis. Ég hugsađi mig um eina kvöldstund og minntist ţeirra kvala sem ég og ađrir hafa ţurft ađ ţola af höndum LÍN. Ţar sem ég hef ţar ađ auki lítiđ vit á fjármálastjórn, sem ég geri ráđ fyrir ađ framkvćmdastjóri LÍN verđi ađ hafa á ţessum síđustu og verstu tímum, ţá komst ég ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţessi stađa vćri líklega ekki neitt fyrir mig, ţar sem ég get ekki einu sinni greitt af námslánum mínum. Ég fć nefnilega engar ívilnanir og skuldaaffellingu eins og ţeir sem voru á feitum kúlulánum.

Ég óska Margréti Hermanns-Auđardóttur góđs gengis og vona ađ hún hreppi stöđuna hjá LÍN. Hún hefur lengi veriđ útilokuđ úr sinni starfsgrein og veriđ fórnarlamb ills umtals og lítilmótlegs áróđurs. Hún er atvinnulaus, međan ađ fólk sem ekki eru fornleifafrćđingar, sem og ađrir sem ekki kunna ađ vitna rétt í texta, eru ađ kenna fornleifafrćđinemum á fullum námslánum í HÍ - svo ţeir geti fyllt rađir atvinnuleysingjanna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband