9. getraun Fornleifs

Getraun 9

Ha krakkar, nú er vor í lofti, eins og Vigdís forseti sagði oft, og því tilvalið að hafa getraun:

Hvað er það sem sést á myndinni?

Hve gamalt er það?

Hvaðan er það ættað?

Hvar er það nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekki getur það verið svo gamalt með alla þessa exotísku ávexti, perur, plómur og apríkósur.

Líklega er þetta í Kaupinhavn þar sem ég sé að sonur þinn speglast þarna í glerinu. Get mér til að það sé ættað frá íslandi og sé einhverskonar viðhafnarklæði, jafnvel kirkjulegt af hégómanum að dæma.

Eigum við að segja lok nítjándu aldar. Gæti þó verið Hollenskt af gulu rósinni að dæma eða allavega undir áhrifum þaðan.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2013 kl. 18:04

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Getspakur ertu Jón. Sonur minn speglaðist í þessu 9 ára og er hann í jakka frá 69 gráðum. Það er eini vefnaðurinn og þjóðlegri getur hann ekki verið. Þetta er í Kóngsins Kaupmannahöfn. Íslenzkur er gripurinn ekki og öldin er alröng. Hollendingar áttu líka svona ...

FORNLEIFUR, 26.10.2013 kl. 18:14

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jæja...einhverstaðar verður að byrja....

Þetta er þá sennilega öskjulok kringlott eða sporöskjulaga af myndbyggingunni að dæma. Norskir máluðu svona krúsidúllur á tré. Rússar raunar líka, sem og hollendingar, enda hefur þetta verið ofsa heitt á sínum tima. Alþýðulist er þetta þó allavega. Eigum við að segja lok átjándu. Norskt.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2013 kl. 18:26

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Njét og Nejda, ekki lok og lagið er rangt og efnið sömuleiðis. Vissulega var þetta heitt á sínum tíma en hann er líka rangur hjá þér. En þetta var líka dýrt...á þeim tíma sem það var gert, og ekki síður í dag.

FORNLEIFUR, 26.10.2013 kl. 18:29

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Nú ætla ég að borða flanið og tek pásu.

FORNLEIFUR, 26.10.2013 kl. 18:30

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þá segi ég lika pass í bili. Þetta er þó líklega skál eða fat úr leir eða postulíni,jafnvel metal. Danskt. 20. Öldin öndverð.

Norska rósamálningin er ekki svona raffíneruð. Hún var heit í lok 19. Einu dýru gripirnir sem mér dettur í hug á þessu tímabili eru eggin hans Fabergé, en þetta er tæplega eitt af þeim, né stæling.

Erfitt að átta sig á því hvort þetta er kúpt eða íhvolft en einhverskonar bjögun er þarna sem gefur það til kynna, nema að það sé myndavélin sem skrumskælir. Munstrið hefur miðju og umgjörð sem leiddi mig í að sjá þetta sem einhverskonar hringlaga hlut.

Er bara að hugsa upphátt og reyna að rekja eitthvað nánar útúr þér. ;)

Ekki laust við að maður sjái páfugla þarna líka, svo kannski er þetta eitthvað konunglegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2013 kl. 18:57

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta kallar maður að skjóta á hluti með haglabyssu. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2013 kl. 18:58

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Þetta er marflatt, ekki danskt og ekki 20. öldin. En þó þú sjáir hlutina hringlaga, þá eru þarna páfagaukar í aldingarði. En Fabergé var ekki fæddur þegar þetta varð til.

FORNLEIFUR, 26.10.2013 kl. 19:29

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski eru klókari tilvísanir þarna. Kannski er strákurinn hint? Er þetta hluti af málverki eftir Rubens frá byrjun sautjándu aldar. Ca. 1630. Pæling....

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2013 kl. 20:31

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þá er þetta belgískt frá byrjun 17. Aldar.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2013 kl. 20:37

11 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég hef ekkert átt við myndina. Sonur minn horfði niður á þetta verk og speglaðist í því. Þetta er hvorki Rubens, Rúbens né belgískt, en þú ert kominn nær í tímanum.

Þú getur sofið á þessu!

FORNLEIFUR, 26.10.2013 kl. 21:42

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

En hvað ef maður getur ekki sofið fyrir þessu?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2013 kl. 23:29

13 Smámynd: FORNLEIFUR

Nú er komið í óefni. Til er maður á Íslandi sefur ekki út af fornleifum. Bara ef það væri þjóðminjavörður. En þeir sem valta yfir fornminjar og náttúruna sofa greinilega vært.

FORNLEIFUR, 27.10.2013 kl. 04:41

14 Smámynd: FORNLEIFUR

Það er ennþá verið að framleiða gripi eins og þennan sem myndin er af, m.a. á Indlandi, en í byrjun 18 aldar var svona gripur konungagjöf og kostaði um 24000 ríkisdali. Nú vona ég að þú sofir eins og steinn, Jón.

FORNLEIFUR, 27.10.2013 kl. 04:45

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

(Brot-fanlaus) blævængur.

Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2013 kl. 01:19

16 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei, Helga, þetta er úr harðara efni og miklu stærra en blævængur

FORNLEIFUR, 28.10.2013 kl. 07:51

17 identicon

Það væri betai ef myndin væri stærri. Er þetta ekki ættað úr steinaríkinu? Intarsia úr steini. Kannski á Rosenborg. Hluti af borði sem við sjáum.

Gísli Fridrik Gislason (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 19:36

18 Smámynd: FORNLEIFUR

Gísli, þú hittir naglann á höfuðið. Þetta er pietra dura borð í Rosenborgarhöll  í Kaupmannahöfn, og kannski væri best fyrst þú varst svona klár, að þú fengir að gefa okkur dagsetninguna og hvaða konungur átti þetta og hvar borðið var búið til. 

Gísli Friðrik Gíslason, sem ég veit engin deili á, og biðst afsökunar á því, leysti þessa gátu þrátt fyrir litla mynd. Ég mun á næstu dögum sýna ykkur stærri mynd af borðinu.

Þakka Jóni Steinari , sem ég vona að hafi getað sofið þrátt fyrir heilabrotin, og Helgu fyrir þátttökuna. 

FORNLEIFUR, 28.10.2013 kl. 23:31

19 identicon

Eins og þú veist þá erum við að tala um Kristján 4 (1588-1648). Borðið er frá Flórens. Á ég að senda þér myndgátu við tækifæri?

kv.

Gisli Friðrik Gislason (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 16:04

20 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei, Gísli, ekki er Það Kristján 4. enda margt fleira í Rósenborgarhöll en frá hans tíma. Friðrik 3 átti þetta borð, sem þó hefur verið gert í Fierenze, þar sem helstu verkstæðin voru.

Það var flott hjá þér að uppgötva þetta. Þetta var nokkuð erfið getraun.

Sendu mér endilega myndagetraun, sem ég mætti kannski birta, og þá gætir þú stjórnað leiknum.

FORNLEIFUR, 30.10.2013 kl. 06:50

21 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Flott er það.

Ragnhildur Kolka, 30.10.2013 kl. 12:52

22 identicon

Ertu nú viss meistari? Þeir selja minjagripi á ísskápinn á Rosenborg og þar er borðið kennt við C.4.

http://dkks.dk/magneter/

Gisli Fridrik Gislason (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 06:02

23 Smámynd: FORNLEIFUR

Friðrik 3.

Meistarinn er aldrei viss, og þetta var góð spurning. Við nánari athugun kemur í ljós að listfræðingar vilja hafa þetta borð Kristjáns 4. og telja fótinn með fangamarki Friðriks sonar hans vera seinni viðbót. Ég fæ þó hvergi séð, að fyrir því sé nokkur fótur. Mótívið er mjög líkt því sem maður sér á öðrum borðum frá Fierenze um miðja 17. öldina, en talið er þetta borð hafi verið í Friðriksborgarhöll, en þaðan kom það fyrst á 19. öld til Rósenborgar. En í þeim heimildum sem ég hef fyrir framan mig er ekki með vissu hægt að segja að þetta borð hafi verið keypt af Kristjáni 4. og engar heimildir eru til um eldra borð undir þessari steinplötu.

FORNLEIFUR, 31.10.2013 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband