Ástandsnjósnir

bretinn.jpg

Ég hlakka til ađ lesa grein prófessors Ţórs Whiteheads í Sögu um persónunjósnir Jóhönnu Knudsens hjúkrunarkonu og fyrstu lögreglukonunnar á Íslandi, sem gerđ var ađ yfirmanni ungmennaeftirlits lögreglunnar áriđ 1941, eđa ţangađ til hún var sett af áriđ 1944.

Ţór Whitehead hefur greinilega beđiđ eftir ţessu rannsóknarefni, sem var lokađ efni í 50 ár eftir ađ ţađ var afhent Ţjóđskjalasafninu áriđ 1961. Ég sé Ţór fyrir mér eins og ólman, breskan latínuskólanema (ţó svo ađ hann hafi nú gengiđ í Verslunarskólann og lćrt höfuđbćkur í stađ latínu), sem kemst í fullar útgáfur af gömlu meisturunum, ţar sem klámfengiđ efni hefur ekki veriđ sleppt úr eđa klippt út úr bókunum.

Ađ umfang njósna ţessarar gammeljómfrúar Knudsen hafi veriđ svo mikiđ, og ađ 1000 konur hafi veriđ undir smásjá hennar, kemur hins vegar á óvart, ţó svo ađ ţóttinn og öfgarnar hafi veriđ miklar t.d. í grein hennar gegn Arnfinni Jónssyni kennara og međlimi í barnaverndarnefnd. Hann skrifađi um ađferđir Knudsens (Sjá hér og eitt svara hans hér).

Vitaskuld var "ástand" á kvenfólkinu, ađ ţví leyti ađ ţađ hafđi allt í einu einn vordag í maí 1940 úr grösugri garđi ađ gresja en áđur. Ţćr hittu fyrir menn sem voru ef til vill meiri sjentilmenni en íslenskir karlar. Karlar eru ţađ oft ţegar ţeir eru ekki heima hjá sér. Kaninn var enn glćsilegri en Tjallinn og ţá fauk í flest skjól fyrir marga íslenska karla í kvennaleit, ţegar glćsikonur bćjarins völdu hermenn fram yfir ţá. Vonlausir gaurar, eins og ţeir heita í dag, gerđu einnig sínar athuganir, sem Knudsen hefur líklega ţótt krćsilegar, og einn ţeirra, sem kallađi sig S.S., birti ţćr í lágkúrulegum bćklingi. S. S. ţessi hét í raun Steindór Sigurđsson (1901-1949) Sjá hér.

setuli_i_og_kvenfolki_ljosm_vilhjalmur_rn_vilhjalmsson.jpg

 

Hermann Jónasson, ekkert er nýtt undir sólinni

Auđvitađ var Hermann Jónasson međ fingurinn í ţessu eins og öđru. Ţó vona ég ađ Ţór Whitehead sé ekki enn ađ velta fyrir sér hverjir hafi veriđ meiri nasistar, Sjálfstćđismenn (sem hann tilheyrir) eđa Framsóknarmenn? Bćđi Framsóknarmenn og Sjálfstćđismenn voru hallir undir Hitler!

Hverju mátti búast viđ af manni (Hermanni), sem kom ţví til leiđar ađ landflótta gyđingar vćru sendir úr landi, og sem einnig setti hindranir í veg fyrir ţá eina, međan ađrir hópar sem tilheyrđu hinum "aríska" stofni var hleypt inn í landiđ. Ekki breyttust hlutirnir eftir stríđ. Ţýskar vinnupíur, sumar hverjar dćtur dćmdra stríđsmanna Hitlers, voru fluttar inn í stórum stíl og gerđust myndarhúsfreyjur á hrakbýlum landsins og eignuđu börn og buru međ sveitadurgum sem engin heilvita íslensk kona leit viđ. En ţađ féll hins vegar fyrir fyrir brjóstiđ á sumum Íslendingum, ađ svartir menn ţjónuđu á herstöđvum Bandaríkjamanna á Íslandi. Í dag eru menn međ fáeina múslíma og annađ "dekkra" fólk á milli tannanna á sér og halda mćtti af máli sumra, ađ til landsins vćri mćttur heill her.

f7a08fae13ce7071.jpg
18bba6b35caa3be4_1226763.jpg
Ekki létu herir bandamanna sér alveg á sama um hvađ sumum Íslendingum ţótti um samlíf íslenskra kvenna og dátanna.  Skautakvikmyndin Iceland vakti gagnrýni í BNA sem og međal Íslendinga, jafnvel ţó ţeir hefđu ekki séđ myndina. Menn í Bandaríkjunum töldu ađ "ástandiđ" sem sýnt var í myndinni gćti orđiđ til ađ skapa BNA óvildarmenn. Sjá hér. Ţessar myndir hér ađ ofan eru hins vegar ekta myndir af svellinu á Íslandi.

Ţegar ég les um ofsa fyrstu lögreglukonu Íslands, er mér hugsađ til danskrar lögreglukonu sem starfađi á skrifstofu dönsku lögreglunnar í síđara stríđi. Ţegar danskur verkamađur í Berlín bjargađi gyđingnum Bröndlu Wassermann og ţremur börnum hennar til Kaupmannahafnar, var tekin sú ákvörđun ađ senda hana og börnin úr landi međ fyrstu lest. Til ađ fylgja ţeim til Ţýskalands var fengin lögreglukonan sem vann á skrifstofunni. Ég fékk áhuga á ţví ađ vita hvađ kona ţetta var, og kom ţá í ljós ađ ţetta hún var međlimur í nasistaflokki Dana. Hún tók ekki ađ sér flutninginn til Ţýskalands af "kvenlegri miskunnsemi" heldur vegna fordóma sinna, og hefur líklega taliđ sig vinna góđverk. Mánuđi eftir ađ Brandla og börnunum hennar hafđi veriđ vísađ úr landi í Danmörku, höfđu börnin veriđ myrt í gasklefum Auschwitz og Brandla var myrt ţann 15. desember 1942, ţegar SS-lćknir sprautađi fenóli beint í hjarta hennar eftir ađ brotist hafđi út taugaveiki í skála ţeim sem hún var í. Lesiđ um ţetta í góđri bók sem hćgt er ađ fá lánađa á bestu bókasöfnum landsins.

Ástandiđ var nauđsynlegt !

Svonefnd ástandsskýrsla sem gerđ var 1941, byggđ á gögnum Jóhönnu Knudsens, upplýsir ađ lögreglan sé međ á skrá 20% ţeirra kvenna sem séu í ástandinu, eđa um 500 konur. Miđađ viđ fjölda kvenna 12 til 61 ára í Reykjavík ţýddi ţađ, ađ 2.500 konur vćru í ástandinu. Ţetta er vitaskuld út í hött. Líklega hafa allar konur sem ţvođu fyrir Breta, t.d. hún amma mín á Hringbrautinni, komist á lista Knudsens yfir léttúđugar konur. Amma mín ţénađi einhverja smáaura fyrir ţessa vinnu. Langamma mín, heiđvirđ stýrimannsfrú og peysufatakona, komin vel yfir 61 árs aldur, hafđi einnig samband viđ Bretann, ţegar hún var stundum međ í sumarbústađ dóttur sinnar og tengdasonar í Mosfellssveitinni. Ađ sögn móđur minnar, sem er fćdd áriđ 1929, elskađi amma hennar ađ tala viđ Tjallann, ţó hún kynni ekki stakt orđ í ensku. Fingramál gekk ágćtlega og hermennirnir voru hrifnir af henni, ţví stundum fćrđi hún ţeim kaffi. Mesta mildi má ţykja ađ hún langamma mín hefđi ekki veriđ skotin ţegar hún ţeyttist yfir holt og hćđir til ađ hitta vini sína í breska hernum, en ţarna nćrri sumarbústađnum stunduđu Bretar skotćfingar.

g_min_1226767.jpg

Háttalag langömmu minnar hefđi ekki falliđ frú Knudsen í geđ, en Guđrún var bara gestrisin kona úr Kjósinni sem kunni sig í umgengni viđ erlent fólk.

Ćtli Jóhanna Knudsen og ýmsar ađrar konum hefđu ekki lagst undir fyrsta ţýska nasistann, hefđu ţeir komiđ hér í stađ Breta og Ameríkana? Hver veit? Ţađ er eđli flestra kvenna ađ "falla" fyrir mönnum og konur eru jafnan nýjungagjarnari en karlar. Hefur ţađ ekki bjargađ ţjóđinni frá afdalamennsku ţökk sé góđum leik íslenskra kvenna, og komiđ í veg fyrir meiri skyldleikarćkt en ţá sem er stađreynd á Íslandi ?

Í Danmörku fúlsuđu mjög margar konur ekkert viđ Günther og Siegfried, en mjög margir Danir fćddir á tímabilinu 1941-45 vita alls ekki enn ađ ţeir eru međ erfđamengi "herraţjóđarinnar" í ćđum sér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ţetta ÁSTAND :::: kvenna  o0g umrćđan um ţađ lysir mestu minnimáttarkend og vesćlmennsku sveitamanna á Islandi sem ţeir ćttu ađ reyna ađ hćtta ađ rćđa.

 Ţetta svipar mjög til einelti sem notađ hefur veriđ í ómunatíđ af kjaftakellingum !

Erla Magna Alexandersdóttir, 27.1.2014 kl. 19:33

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sammála ţér Erla. Íslendingar eru heimsmeistarar í einelti.

FORNLEIFUR, 28.1.2014 kl. 07:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband