Lesiđ ţiđ hollensku?

vind.jpg

Ţá er hér smá lesning handa ykkur. Grein mín De man achter de Melckmeyt (Mađurinn á bak viđ Mjaltastúlkuna) um Jonas Trellund, danska kaupmanninn sem gerđi út Mjaltastúlkuna, de Melckmeyt, sem fórst viđ Flatey áriđ 1659 og merkar niđurstöđur rannsókna á flaki de Melckmeyt kom um daginn út í hinu vandađa tímariti VIND (úttalast find) í Hollandi. Fyrr hafđi greinin birst í danska tímaritinu SKALK, sem er líklegast auđveldari til skilnings.

Ég hef um árabil reynt ađ finna fjármagn til rannsókna minna á leirtaui (fajansa) sem fannst í flaki de Melckmeyt, en ţađ hefur enn ekki tekist. Nú síđast sótti ég um rannsóknarstöđu á Ţjóđminjasafni til ţess verkefnis og annars, en stađan var veitt starfsmanni safnsins til ađ ljúka rannsóknum annars starfsmanns safnsins en löngu látins.

Ég skrifađi einnig nýlega lítilrćđi um mikilvćgi fundanna í de Melckmeyt međ hollenska fornleifafrćđingnum Ninu Jaspers í stóra og ţunga sýningarskrá upp á 400 síđur, sem gefin var út í tengslum viđ sýningu sem er nýlokiđ á Gemeentemuseum í den Haag í Hollandi (sjá hér).

Ţess ber ađ geta, ţví ekki skrifađi ég um ţađ á hollensku, ađ ţegar fyrsti diskurinn úr de Melckmeyt kom á Ţjóđminjasafniđ var Guđmundur Magnússon, ţáverandi settur ţjóđminjavörđur, nćrri ţví búinn ađ lýsa ţví yfir í fjölmiđlum ađ hann vćri frá 19. öld. Íslenskur fornleifafrćđingur búsettur á Englandi og fornleifafrćđingur safnsins, sem á ţeim árum kallađi sig á "Rigsarkeolog" á Norđurlöndunum (ţó hann vćri ekki međ fullgilda menntun í fornleifafrćđi),  reyndu ađ telja Guđmundi Magnússyni trú um ţessa skođun sína og vanţekkingu. Ég kom fyrir tilviljun á safniđ er ţetta gerđist og bar Guđmundur aldur disksins undir mig og sagđi ég honum ađra sögu. Hann varđ forviđa á ţessum mun á skođun sérfrćđinganna og bađ mig ađ sannfćra sig. Ég náđi ţá í nokkrar bćkur á bókasafni Ţjóđminjasafnsins og bjargađi ţjóđminjaverđi frá ađ láta starfsmenn safnsins gera sig ađ fífli.

man_achter_de_melckmeyt.jpg

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband