Ferđasögur fyrirmenna
7.4.2014 | 14:32
Heyrt hefi ég, ađ veriđ sé ađ skrifa sögu konungsheimsóknanna á Íslandi. Ţađ er afar merkileg saga og verđur gaman ađ sjá hvernig ţađ verk verđur leyst.
Saga íslenskra ráherra- og forsetaferđa gćti einnig orđiđ hin skemmtilegasta lesning. Áhugi manna á tímabundnu hvarfi núverandi forsćtisráđherra sýnir mikinn áhuga á slíku efni. Eitt sinn fóru íslenskir forsetar ekki eins víđa og ferđalangarnir Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa gert. Flugferđir voru dýrar og forseti eins og Kristján Eldjárn var aldrei eins mikiđ partýljón og eftirmenn hans.
Ţegar Bjarni Benediktsson var utanríkisráđherra komst hann oft ađeins í opinberar utanlandsferđir vegna ţess ađ velunnari Íslendinga, C.A.C. Brun ráđuneytisstjóri í Danska utanríkisráđuneytinu og fyrrum sendiráđsritari í Reykjavík, sá til ţess ađ hann gleymdist ekki. Ţetta gerđist til dćmis áriđ 1948 í janúar á ráđstefnu norrćnna utanríkisráđherra. Brun reit: "Vi tog imod paa Bristol. Dagen igennem ordinćrt nordisk Udenrigsministermřde, Island inkluderet. Bjarni Benediktsson spiller, imidlertid som sćdvanlig, en aldeles ynkelig Rolle..." . C.A.C. Brun bjóst viđ meiru af embćttismönnum unga lýđveldisins, sem hann hafđi stutt manna mest í fćđingarhríđunum. En ţar er saga sem nú er veriđ ađ vinna í.
Sveinn Björnsson í Kaupmannahöfn 1947
Sveinn Björnsson forseti átti í stökustu erfiđleikum međ sjálfan sig ţegar Kristján síđasti konungur Íslendinga (1918-47) andađist voriđ 1947 og honum var bođiđ í útförina. Sveinn hafđi m.a. áhyggjur á viđhorfum Dana til sín vegna sonarins, sem var svćsinn nasisti og SS-liđi í Danmörku á stríđsárunum. Sveinn hafđi ţví samband viđ gamlan vin sinn, C.A.C. Brun. Brun sagđi honum ađ koma og sá persónulega til ţess ađ dagblöđ eins og Information héldu sig á mottunni og vćru ekki međ neitt skítkast á međan Sveinn var í Danmörku.
Síđdegis ţann 28. apríl 1947 ók Brun út á flugvöll međ J.R. Dahl, sem var hásettur í danska hernum og átti ađ fylgja Sveini Björnssyni viđ hvert fótmál. Dahl ţessi var hins vegar ekki eins háttsettur og generalmajorinn sem fylgja átti Hákoni Noregskonungi. Einhverjar rökrćđur höfđu spunnist í utanríkisráđuneyti Dana um hvort hćgt vćri ađ senda lágsettan mann eins og J.R. Dahl til móts viđ Svein. Brun lýsti svo ţví sem gerđist á flugvellinum, hér í ţýđingu minni:
"Á flugvellinum var okkur vísađ inn á skrifstofu flugvallastjórans, ţar sem Prins Knud var ţegar mćttur. Ţarna var krćsilegt rćkjusmurbrauđsborđ međ bjór og snaps, sem Prinsinn var ţegar búinn ađ gera sig ríkulega heimakominn í. Hann hagađi sér eins og trúđur. Friđrik Konungur vildi gjarnan hafa tekiđ á móti forsetanum, en ţar sem ekki hafđi veriđ gefinn upp nákvćmur lendingartíma um hádegi, hafđi hann sent erfđaprinsinn í sínu umbođi.
Mér kveiđ örlítiđ fyrir ţví, hvernig ţađ myndi fara og .... Ţegar prinsinn segir viđ mig:
Heyrđu, hvađ vill ţessi forseti eiginlega hingađ niđur?"
Ég: Já ţađ er eđlilegt ađ hann mćti"
Pr: "Núú, eftir allt sem hefur gerst!"
Ég: Hvađ er hans konunglega hátign ađ gefa í skyn?"
Pr: "Ţér vitiđ alveg eins vel og ég. Hann fór bara til Íslands bara til ađ rćna krónunni af Pabba!"
Ég: "Ég held, ađ yđar konunglega hátign hafi fengiđ rangar upplýsingar. Sv. Bj. gerđi alveg öfugt allt til ađ seinka málinu og setti alla sína pólitísku framtíđ og politískan orđstír undir (o.s.fr.)".
Pr: "Já, en ţađ var akkúrat ţađ, sem Ţér áttuđ ađ segja mađur! Ţess vegna gaf ég boltann upp. Ég hef heyrt eitthvađ um ţađ, en ađrir segja ađ ţađ sé rangt. En ég hef alltaf veriđ á ţeirri skođun ađ honum líkađi viđ pabba minn og vildi halda í Konungsdćmiđ. Segđu bróđur mínum ţetta, heyriđ Ţér, ţađ er mjög mikilvćgt, hann hefur gott ađ ţví ađ heyra ţađ"!. "
Ţá vitum viđ ţađ.
Knútur prins (f. 27.7. 1900 - d. 14.6. 1976) var reyndar hiđ mesta flón, og vegna gáfnabrests var rétturinn til ađ erfa krúnuna eftir eldri bróđur hans, Friđrik 10., tekinn af honum og gefinn Margréti Ţórhildi áriđ 1953. Orđatiltćkiđ "En gang til for Prins Knud" er enn notađ ţegar einhver "fattar" ekki hlutina nógu fljótt.
Ţessi barnsungi matrós skemmti sér konunglega međ Knúti. Takiđ eftir háđskunni í svip ţess litla.
Hvađ varđar Knút er grein Glücksborgarćttarinnar út frá honum dálítiđ veik ađ líkamlegu og andlegu atgervi og var greinilega lengi hornkerling í höllum Margrétar Danadrottningar. Frćnka Margrétar, Elisabeth prinsessa, dóttir Knúts, heldur nú orđiđ jólin ein og yfirgefin međ eldabusku sinni og sagđi frá ţví í Sřndagsavisen áriđ 2005.
Ţađ sem Knútur prins sagđi viđ Brun yfir smurbrauđinu á flugvellinum í Kastrup endurspeglađi viđhorf bróđur hans, Friđriks 9, sem var óţreyttur ađ segja C.A.C. Brun neikvćđa skođun sína á fyrsta íslenska forsetanum, en Friđrik rómađi hins vegar jafnan ađra Íslendinga.
Sveinn Björnsson kom til Kaupmannahafnar og tók ţátt í útför Kristjáns 10. á tilheyrilegan hátt og enginn angrađi hann opinberlega.
Á myndinni efst eru nokkrar söguhetjanna saman komnar á Íţróttavellinum í Reykjavík (Melavellinum) ţann 18. júní 1936. Knútur prins (1), Kristján 10. (2), C.A.C. Brun sendiráđsritari (3), Hermann Jónasson (4) og óţekk(t)ur drengur (5). Ef einhver ţekki drenginn ţćtti mér vćnt um ađ fá upplýsingar.
Meginflokkur: Ferđalög | Aukaflokkar: Gamlar myndir og fróđleikur, Menning og listir | Breytt 8.4.2014 kl. 12:16 | Facebook
Athugasemdir
Ađ minni hyggju og Mala er allt kóngafólk flón og fávitar!
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 7.4.2014 kl. 19:29
Kađa neikvćđni er ţetta í ţér Sigurđur Ţór? Margrethe Alexandrine Thorhildur Ingrid, kölluđ Magga Tóta, er nú fornleifafrćđingur! Ekki eru ţeir flón og fávitar? Er ţađ nokkuđ?
FORNLEIFUR, 8.4.2014 kl. 08:44
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.