Dýr er Drottinn
25.4.2014 | 21:05
Nú er frekar ólögulegur, skagfirskur Jesús til fals fyrir 4,6 milljónir króna og hefur Ţjóđminjasafniđ forkaupsrétt. Mér finnst ţessi Kristur nokkuđ dýr miđađ viđ gćđi. En hvađ veit ég?
Safnaramiđstöđin heitir fyrirtćkiđ sem er međ róđuna til sölu fyrir einhverja afkomendur bćndakirkjueigenda sem geymt hafa ţennan kross og ţurfa nú líklega ađ kaupa sér betri bíl eđa búa til sólstofu, frekar en ađ horfa á óvinsćlan mann hanga á veggnum hjá sér.
Rómverkur stíll?
Safnamiđstöđin upplýsir ţetta á smettiskruddu sinni:
"Einstakur róđukross úr Reykjakirkju í Rómverskum stíl.
Hann heldur sér vel ţrátt fyrir ađ vera orđinn nokkurhundruđ ára, róđukrossinn úr Reykjakirkju í Tungusveit. Gripurinn er frá 13.-15. öld, er 80 cm á hćđ og 55 á breidd. Ţessi einstaki gripur er nú til sölu hjá okkur og bíđur nýs eiganda sem tekur ađ sér ţađ verkefni ađ varđveita hann fyrir nćstu kynslóđir."
Ađstandendur Safnaramiđstöđvarinnar vita greinilega ekkert hvađ ţeir eru ađ selja og eru búnir ađ búa til nýjan stíl. Listasagan mun vart ţakka ţeim fyrir ţađ klámhögg. Vitanlega er átt viđ rómanskan stíl, en krossinn er reyndar alls ekki í rómönskum stíl, frekar en "rómantískum". En svona fágćtur stíll gćti hins vegar veriđ ástćđan til ţess ađ menn vilja fá heilar 4,6 milljónir króna fyrir Krist sinn.
Ţađ er gaman ađ skođa. hvernig ţessi róđa hefur ţróast, ţví ađ Jesús úr Tungusveit er frá mismunandi tímum og er mismunandi vel byggđur, sem og í misgóđum holdum.
Samsettur Kristur
Greinilegt er, ađ frá hálsi niđur á tćr er Kristur í gotneskum stíl ţegar sá stíll var ungur. Ţessi hluti Kristmyndarinnar er frá 13. öld og er listilega útskorin. Enn eru báđir fćtur negldir hver fyrir sig líkt og var venjan í rómönskum stíl en ţetta hélst stundum ţegar gotnesk list var ađ ryđja sér til rúms. Engin sveigja er ţó komin í hina mjóu fótleggi Krists, en lendarklćđiđ er fariđ ađ falla samkvćmt hinum nýja stíl. Brjóstkassi Guđssonarins er ber og magur, og ţađ sést sérhvert rifbein og ţjáningin ţar á milli. Ţarna er kominn hin gotneska líkamsbygging hins líđandi Krists.
Svo gerist eitthvađ furđulegt. Handleggirnir á hinum mjóleggjađa og mergsogna Kristi fyrir neđan háls eru eins og handleggir líkamsrćktarmanns og nćrri ţví eins langir og fótleggirnir. Ljóst er ađ ţessu armar eru ekki frá 13. öld, en öllu heldur frá 16. eđa jafnvel 17. öld. Lúkurnar eru lokađar en ţađ sést sjaldan á Kristi á miđaldakrossum. Á 17. öld hefur einhver snikkari líklegast splćst saman handleggjalausum Miđaldakristi og ţessum stćltu, heimasmíđuđu handleggjum sem hann hefur tálgađ til, og ugglaust haft vel vaxinn Skagfirđing sem fyrirmynd og líklegast sjálfan sig.
Miđađ viđ stćrđ höfuđsins á ţessum Skagfirska Kristi ţykir mér líklegt ađ ţađ ţađ sé einnig frá 16. eđa 17. öld. Sjálfur Krossinn er hugsanlega frá sama tíma og Jesúslíkneskiđ fyrir neđan háls, en krossinn er hins vegar of stuttur.
Ég hef litađ krossinn, svo menn geri sér grein fyrir hinum mismunandi hlutum hans.
Fyrst ţegar ég sá ţennan samsetta Krist hugsađi ég, ađ kannski vćru einhver brögđ í tafli. Ţađ er hins vegar erfitt fyrir mig ađ segja til um ţađ án ţess ađ sjá krossinn međ eigin augum. Ég vil ekki gefa 4,6. milljónir til ţess, og ekki fyrir nokkurn kross. Ég set ekki verđ á slík verkfćri, enda bannar siđfrćđi fornleifafrćđingsins mér slíkt.
Gripurinn er ađ mínu mati gott dćmi um nýtni manna fyrr á öldum og fátćkt. Miđaldalíkneski sem hefur veriđ í lamasessi hefur veriđ ađ mínu mati veriđ lagfćrt og notađ áfram í lúterskum siđ. Ţess vegna hefur ţessi róđa menningarsögulegt gildi og ćtti ađ vera á safni.
En dýr ţykir mér ţessi samsetti Jesús. Kannski getur seljandi fengiđ meira í Evrópu, ţar sem menn gefa góđar evrur fyrir allt og selja jafnvel ömmu sína.
Michelangelo á 500 milljónir, íslenskur Sveitakristur á 4,6 millur
Áriđ 2008 keypti ítalska ríkiđ útskorna Kristsmynd eftir Michelangelo fyrir hálfan milljarđ króna. Miđađ viđ ađ listamennirnir á bak viđ Krist frá Reykjum í Tungusveit voru ţrír óţekktir menn, er verđlagiđ á Hverfisgötunni kannski heldur dýrara en í stórborgum Evrópu.
Verđlag á krossum á Íslandi hefur veriđ sett mjög hátt. Lesendur mínir muna kannski eftir "krossinum", eđa réttara sagt ólögulegum sandsteinshnullung sem sendur var á Kristnisýningu í Ţýskalandi, ţótt alls endis vćri óvisst hvort um kross vćri ađ rćđa.
Meginflokkur: Forngripir | Aukaflokkar: Kirkjugripir, Menning og listir | Breytt 3.12.2019 kl. 16:16 | Facebook
Athugasemdir
Sćll. Mér sýnist handleggirnir bera vott um ađ eigandinn hafi mikiđ veriđ í verum og stundađ róđur, hćgri handleggur er mun sverari en sá vinstri og gćti veriđ ađ ţegar haldiđ er um árina hafi hann snúiđ hćgri handlegg upp og setiđ á bakborđa en ţađ áttu menn til ađ gera, eftirvill hefur sá hin sami skoriđ út eftir sínu handleggjum .
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauđa Ljóniđ, 25.4.2014 kl. 22:30
Vel athugađ Sigurjón. Fyrirmyndin var Skagfirđingur sem stundađi róđra, og voru sumir ţeirra vitanlega forfeđur mínir, sjá hér. En líklega hefur Kristur aldrei róiđ fiskikerjum.
FORNLEIFUR, 25.4.2014 kl. 22:39
Frábćr lesning og mjög frćđandi. Ţađ vćri gaman ađ fá ţig í búđina til ađ skođa krossin og frćđast meir um hann.
kćr Kveđja
Siggi
Sigurđur Pálmason (IP-tala skráđ) 25.4.2014 kl. 23:17
Hvađ var ţađ sem fékk ţig til ađ segja: "..og ţurfa nú líklega ađ kaupa sér betri bíl eđa búa til sólstofu,.." frekar en: "..og ţurfa nú líklega ađ bjarga heimilinu undan hamrinum eđa standa straum af krabbameinsmeđferđ einkabarnsins,.." ?
Jós.T. (IP-tala skráđ) 26.4.2014 kl. 02:48
Jú, eđa ţađ Jós. T. Ég biđst forláts ef svo er, og ţá ţýđir víst ekki ađ biđja til Mannssonarins á krossinum lengur.
FORNLEIFUR, 26.4.2014 kl. 06:41
Sćll Siggi, Sigurđur í Safnamiđstöđinni. Ég kćmi ef ég vćri á landinu, en vorskipin eru ţegar sigld frá Höfn. Eigum viđ ekki ađ láta ţessa auglýsingu hjá Fornleifi nćgja, ţó hún sé ekki alveg jákvćđ. Vćntanlega hafa sérfrćđingar ţjóđminjavörslunnar líka haft vit á kostum og göllum róđunnar ţegar ţeir heimsóttu ţig.
Samsettur gripur eins og ţessi róđukross er, eins og ég segi, mjög skemmtilegt dćmi um hvernig Íslendingar gátu nýtt sér hlutina í aldarađir, list sem ţeir eru búnir ađ gleyma, eđa eiginleiki sem ţeir ţyrftu ađ lćra aftur - í hófi vitanlega.
FORNLEIFUR, 26.4.2014 kl. 06:50
Góđan og blessađan. Ţađ hefđi veriđ gaman ađ fá ţig í búđina til ađ skođa hann nánar. Enn svona ţér til skemmtunar ţá er hausinn og búkurinn sama smíđi.
Kćr Kveđja
Siggi
Sigurđur Pálmason (IP-tala skráđ) 26.4.2014 kl. 14:15
Sćll aftur Sigurđur. Ég er ekki kúnni, svo ţú verđur ađ ţrćta viđ ađra en mig. Ef ţađ er svo sem ţú segir, ţá er gripurinn stílfrćđilegt einsdćmi. Gaman vćri ađ sjá röntgenmynd af krossinum, til ađ sjá hvernig viđurinn í búknum er í tengslum viđ viđinn í höfđinu. Ef ţetta er sami trjábolurinn, ţá er höfuđiđ á Jesú óvenjustórt fyrir búkinn, líkt og armarnir eru ţađ.
FORNLEIFUR, 26.4.2014 kl. 14:37
Ég er alls ekki ađ ţrćta viđ ţig. Ég hef áhuga á ţví sem ţú skrifar hér og ég var ađeins ađ benda á ţađ sem ţú getur ekki séđ á ljósmynd. Sem ţú réttilega bendir á sjálfur.
Kćr Kveđja
Siggi
Sigurđur Pálmason (IP-tala skráđ) 26.4.2014 kl. 15:02
Vandamáliđ hér er ađ ţyrnikrónan ryđur sér ekki til rúms í gotíkinni fyrr en fćturnir á Kristi er einnegldur á krossinn og beygja er komin á hnén. Örfá dćmi eru til um Krist međ ţyrnikórónu ţar sem fćturnir eru negldir hver fyrir sig (t.d. í St. Denis dómkirkjunni í Frakklandi). Andlitiđ og hártískan á ţeim Kristi sem ţú ert ađ selja er afar líkur 14. aldar list (ađ mínu mati).
En ef hausinn og búkurinn er úr sömu spýtunni, hangir ekkert á henni. Ţá er vćntanlega um 13. aldar mynd međ haus. En ef höfuđiđ er tappađ á, leyfi ég mér ađ efast um ađ ţađ sé frá sama tíma og búkurinn og fćturnir.
Handleggirnir eru hins vegar alveg örugglega ekki frá sama tíma og búkurinn lappirnar.
FORNLEIFUR, 26.4.2014 kl. 15:28
Takk fyrir ţetta. Ţetta er allt saman mjög athyglisvert og spennandi.
Kćr Kveđja
Siggi
Sigurđur Pálmason (IP-tala skráđ) 26.4.2014 kl. 15:43
Fornleifur sendir reikninginn síđar Siggi... Góđa sölu!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.4.2014 kl. 16:47
Hćgri höndin er virkilega öflug... Ef ég ćtti gripinn myndi ég líklega stinga honum ofan í skúffu og reyna ađ gleima honum.
Hvađ er annars rétt verđ hluta? Einfaldlega sú upphćđ sem einhver er tilbúinn ađ reiđa af hendi fyrir hlutinn. Kannski vill einhver borga 100 milljónir fyrir gripinn, hvađ veit ég. Verđi ţeim ađ góđu sem eru ađ selja ţetta.
Hörđur Ţórđarson, 26.4.2014 kl. 19:29
Sćll Fornleifur.
Bestu ţökk fyrir ţennan fróđlega og skemmtilega texta.
Auglýsingin sjálf minnir mig á svokallađan varphćnutexta
í Guđsgjafaţulu Laxness.
"Hann heldur sér vel ţrátt fyrir ađ vera orđinn nokkurhundruđ ára...".
Er fulldjarft af mér ađ halda ţví fram ađ varla geti um
ţvílíkt undur á ţessum síđustu dögum og ađ ţessi uppfylling
spádómanna um endurkomu Krists hafi fariđ framhjá velflestum
og gangi ţví fetinu framar ađ aldrei hafi veriđ um neina himnaför
ađ rćđa?
Húsari. (IP-tala skráđ) 29.4.2014 kl. 11:55
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.