Hvað er Palestína og Palestínuþjóð?

Nú er aftur stríð í Miðausturlöndum. Gyðingar þurfa enn að berjast fyrir tilvist sinni og ríki sínu við þjóð sem fyrst varð til á 20. öld. Íslenskir stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna Hamas eru mjög öfgafullir og afneita sögulegum staðreyndum, fornleifafræði og öllum eðlilegum rökum um tilvist Gyðinga. Þeir hafa látið hildarleikinn á Sýrlandi sem vind um eyrun þjóta, en skrifa ekki dögum saman á fjasbækur sínar um tilfinningar sínar þar að lútandi, þó svo að 170.000 Sýrlendingar hefi fallið í valinn. Það fólk virðist ekki hafa sömu áhrif á þessa friðarpostula.

Stuðningsmenn Hamas, t.d. fyrrverandi sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands, keppast við að bera brigður á sögu og tilvist gyðinga. Haldið er fram að gyðingar sé einvörðungu trúarhópur að saga þeirra sé fölsun og þar fram eftir götunum. Ekki er nóg með að Hamas hafi dráp á gyðingum og útrýmingu Ísraelsríkis á stefnuskrá sinni, stuðningsmenn "baráttu" þeirra útrýma gyðingum í huganum og í áróðrinum og líkja Ísraelsríki við frændur Íslendinga, þýsku böðlana sem Hitler stýrði, og aröbum á Gaza við gyðinga í gettóum þeim sem nasistar settu gyðinga í. En hverju má búast við af fólki sem styður rétt þjóðar, sem aldrei hefur verið til, til að eiga sér þjóðríki á svæði þar sem margir forfeður þeirra hafa aldrei búið á? Rökin verða mjög veik og klén - og mestur hluti þeirra er gyðingahatur, antisemítismi, eða jaðrar við það. Líkt og stuðningsmenn Hamas á sófanum á Íslandi afneita staðreyndum og stunda vísvitandi helfararmeðferð á sögu gyðinga, afneita hinir guðlegu stríðmenn Hamas sögulegum staðreyndum og eyðileggja jafnvel fornminjar á Gaza til að eyða staðreyndum um tilvist gyðinga á Gaza (sjá hér). "Þjóðminjasafn" Gaza er nú í einkaeigu. Eigandi Al Mathaf lúxushótelsins á norðurhluta Gaza, auðmaðurinn Jawdat Al-Khoudary, er með safnið á hóteli sínu og á vefsíðu hótelsins er saga svæðisins sögð með allmörgum rangfærslum til að gera sem minnst úr tilvist gyðinga á Gaza fyrr á öldum (sjá hér).

Í þessar stuttu heimildarmynd hér að ofan, sem er sagnfræðilega rétt, en ekki einhver neyðarlegur áróðurssöngur eins og málflutningur menningarvitanna með sérleyfi á sannleikann, er hægt að rifja upp staðreyndirnar. Þjóð sem er til, og hefur verið það lengi, þarf að berjast fyrir tilvist sinni við nýtilorðna "þjóð" sem m.a. er stýrt af hryðjuverkasamtökum, sem voru búin til til að herja á gyðinga þegar þeir sneru aftur til þess lands sem þeir settu mest mark á í tímans rás, land það sem þeir þráðu að snúa aftur til eftir að þeir voru gerðir þaðan brottrækir. 

Palestína og þjóð Palestínumanna er fyrst og fremst hugarfóstur, sem hefur þróast í eitt alvarlegasta vandamál heimsins, aðallega sökum mismunandi gerða gyðingahaturs, fávisku og hópæsingar.

Nú gerðist Fornleifur kannski frekar harðorður fyrir margan auðtrúa mörlandann en sannleikurinn getur oft verið ein og löðrungur fyrir aðra. 

Vonum að þessu stríði ljúki sem fyrst. Þótt börnin á Gaza læri að þau eigi að drepa gyðinga, er dauði þeirra ekki gyðingum neitt fagnaðarefni. Gyðingar hafa misst nógu mörg börn sín gegnum aldirnar, fyrir höndum ýmissa illmenna annarra þjóða, og ekki síst sökum Kristninnar og Íslam, sem eru frekar ófriðlegar og ófullkomnar eftirgerðir af Gyðingdómi.

gaza_ruins.jpg
Árið 1917 var Gazaborg rjúkandi rústir eftir stríð Breta og Tyrkja, þar sem Tyrkir unnu mikinn sigur. Í Gazaborg bjuggu gyðingar allt fram til 1945. Engir voru þar skráðir sem "Palestínumenn". Filistear bjuggu þarna í öndverðu, en það er ekki sama fólkið og Palestínumenn, þótt þau rök sjáist öðru hverju. Samson inn Sterki braut líka niður hlið Gaza, en það er önnur saga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Höfundur skrifar:

"Palestína og þjóð Palestínumanna er fyrst og fremst hugarfóstur."

"Filistear bjuggu þarna í öndverðu, en það er ekki sama fólkið og Palestínumenn, þótt þau rök sjáist öðru hverju."

Ég held að höfundur þurfi að ákveða sig, hvort vill hann halda því fram að Palestínumenn séu til eða ekki.

Gyðingar skrifa:

"We seek the return of all Palestinian refugees to their rightful land.

We seek to live in the land of Palestine as anti Zionist Jews. To reside as loyal and peaceful Palestinian citizens, in peace and harmony with our Muslim Brethren. Just as our ancestors lived in Palestine for centuries before the usurpations of this tragic century."

http://www.nkusa.org/aboutus/palestine/support.cfm

Hörður Þórðarson, 5.8.2014 kl. 20:19

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég óska ekki eftir því að gyðingahatarar heimsæki þetta blogg, Hörður, aðeins sómakærir fyrrv. Norðmenn, sem kunna að skammast sín.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.8.2014 kl. 22:05

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð grein að mestu, dr. Vilhjálmur, og þarfar ábendingarnar.

Palestínumenn voru ekki orðnir þjóð um 1900 (hafa viðurkennt það sjálfir).

En hvað áttu við með þessu feitletraða hér: "Gyðingar hafa misst nógu mörg börn sín gegnum aldirnar, fyrir höndum ýmissa illmenna annarra þjóða, og ekki síst sökum Kristninnar og Íslam ..."

Hvaða börn (og hvenær) misstu Gyðingar "sökum kristninnar"? Kristni hefur aldrei boðað, að drepa beri Gyðinga.

Svo kallarðu kristni og islam "frekar ófriðlegar og ófullkomnar eftirgerðir af Gyðingdómi," en kenning Krists er ekki ófriðleg, heldur friðsamleg. Sælir eru friðflytjendur, segir hann. Ennfremur sagði hann við lærisveininn sem í Getsemane-garði hjó af eyra þjóns æðsta prestsins: "Slíðra þú sverð þitt, því að allir þeir, sem grípa til sverðs, munu farast fyrir sverði." (Mt. 26.52).

Hins vegar kenndi Múhameð sínum mönnum að boða islam með sverðinu.

Svo er kristindómurinn fullkomnun þess sem gott var og satt í Gyðingdómi.

Jón Valur Jensson, 5.8.2014 kl. 22:10

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Jón Valur,

Skoðaðu þessar hjálplegu greinar:

http://www.ushmm.org/m/pdfs/20070119-persecution.pdf

http://en.wikipedia.org/wiki/Rhineland_massacres

Á tímum krossferðanna voru reyndar til biskupar sem reyndu að vernda gyðinga og tala þeirra máli, eins og til eru fáeinir, vonandi fleiri, múslímar í dag sem ekki sjá hár snert á höfði gyðinga.

Ég held að það góða muni síðar meir sigra í Íslam og að Tamimi segi ekki það í mosku sinni, sem hann hefur nýverið skrifað á facebooksíðum annarra. 

Gyðingar áttu, meðan þeir voru þjóð í sínu eigin landi, við ofurefli að stríða. En Palestínuarabar snúa þeirri sögu mentuglega við og halda m.a. fram að gyðingar hafi ráðist á Rómverja, m.a. á Gaza. Við sjáum einnig þetta ofurefli nú, þegar allar þjóðr umhverfis ríkið snúast gegn því með trúarlegu hatri, sem einnig kemur frá hinum kristna heimi, oftast frá trúlausu fólki, en því miður einnig frá einstaka kirkjudeildum sem hafa fallið fyrir áróðri Palestínuaraba. 

Þegar ég dæmi um "þróunarstig" Íslam og Kristindóm, mæli ég það m.a. út frá þeim stóra hópi gyðinga og annarra sem fallið hafa fyrir stríðsmönnum og hatrömmum klerkum sem fylgdu þessum trúarbrögðum á einn eða annan hátt. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.8.2014 kl. 23:00

5 Smámynd: Steingrímur Ingi Stefánsson

Það er sorglegt að þröngsýnir rasistar og fordómafræðingar eins og þú Fornleifur séu til en jafnframt gleðileg ef ég les rétt úr að þú ert flúinn land..

Steingrímur Ingi Stefánsson, 6.8.2014 kl. 00:32

6 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Fornleifur, hverrar þjóðar ert þú?

Brynjólfur Þorvarðsson, 6.8.2014 kl. 07:16

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Steingrímur, já á Íslandi er ekki verandi fyrir kynhreinum kúrekum og fjósakörlum eins og þér og Brynjólfur, Fornleifur er vitaskyld fyrst og fremst heimsmaður, Kosmópólít, en einnig fornmaður af mjög blönduðu kyni og tilheyrir fornþjóðum. Forfeður hans og mæður voru flæmd úr Noregi og sumir áa hans frá Júdeu, þegar Rómverjar tóku upp á þeim andskota að kalla það svæði gríska heitinu Palestínu, þó það hafi upphaflega verið það nafn sem forfeður Árna Kanéláss Johnsenopolis gáfu Gaza í brekkusöng við Akropolis. Svona dagsdaglega, t.d. þegar Fornleifur neyðist til að fljúga með flugvél, þykist hann vera Íslendingur og er með litla bláa bók, sem sannar það.

FORNLEIFUR, 6.8.2014 kl. 07:47

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón Valur, Hannes vinur okkar Hólmsteinn telur þó Íslam ívið herskárri en Kristni. Ég hel að ég sé sammála honum um það. PEACE!

http://www.utvarpsaga.is/frettir/994-%E2%80%9Eislam-er-%C3%AD-e%C3%B0li-s%C3%ADnu-hersk%C3%A1rri-tr%C3%BAarbr%C3%B6g%C3%B0-en-kristni%E2%80%9C.html#.U-HYXGPqqM1

FORNLEIFUR, 6.8.2014 kl. 07:50

9 identicon

Það skýtur svolítið skökku við, þegar gyðingar labba um, og básúna og réttlæta morð á börnum, í hundraða tali, konum og gamalmennum.  Þessi sjálfskipuðu "fórnarlömb", ættu líka að skammast sín að tala um Ísland.  Sem aldrei hefur gert þeim neitt, nema í þeirra eigin hugarfóstri.  Íslendingar, og Skandinavíu búar yfirleitt ... eru blandaðir, en upphaflega frá Asíu, sem múmíur í XinJiang héraði bera vittni um. Urugar, sem núverandi búar vilja bera sig við, fluttu þangað árið 700 eftir krist.  En skandinavíu búar bjuggu þar 2000 fyrir krist.

Og hvað varðar Hitler og hans fríða föruneyti, fornleifur, þá eru gyðingar sjálfir skildari þessu viðrini en við hér á Norðurlöndum.  DNA prófanir á ættingjum hans sína það og sanna, svo ekki verði um vilst.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 10:02

10 Smámynd: FORNLEIFUR

Heil Hitler Hansen

FORNLEIFUR, 6.8.2014 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband