Afar sérstakur saksóknari
29.9.2014 | 14:42
Ég ritađi hér um daginn um nýja málverkafölsunarmáliđ, ţar sem tvö málverk eftir Svavar Guđnason voru tekin í hald lögreglunnar í Kaupmannahöfn sama dag og bjóđa átti upp málverkin hjá uppbođsfyrirtćkinu Bruun Rasmussen.
Ţađ sem Bruun Rasmussen var ekki tjáđ nákvćmlega hvađan ákćran kćmi, samkvćmt upplýsingum Niels Raben yfirmanni uppbođa nútímalistar, og eigandi eins málverksins K.O. hefur heldur ekki fengiđ upplýsingar um hver hafi sett fram ákćruna, hafđi ég samband viđ Ríkislögregluna á Íslandi. Ţar sagđi mér lögfrćđingur, ađ Embćtti sérstaks saksóknar ađ Skúlagötu 17 í Reykjavík vćri ţađ embćtti sem sći um ţetta mál og hefđi sett fram kćruna sem leiddi til ţess ađ lögreglan í Kaupmannahöfn lagđi hald á tvö málverk.
Er ég hafđi samband viđ Sérstakan saksóknara í dag var mér tjáđ ađ Ólafur Ţór sérstakur saksóknari sći um ţetta fölsunarmál ásamt embćttismanni hjá embćttinu sem heitir Sveinn. Ţeir voru fara á fund og gátu ţví ekki svarađ erindi mínu, sem ég býst viđ ađ ţeir svari skriflega og hafa ţeir fengiđ erindiđ.
Spurning mín til embćttisins er einfaldlega sú: Hvernig ákćra frá forverđi viđ Listasafn Íslands, sem séđ hefur málverk á netinu og slćr ţví fyrirvaralaust út ađ ţađ sé falsađ, verđi mál sem sérstakur saksóknari og Lista Sveinn starfsmađur hans taka ađ sér ađ kćra í og krefja lögregluyfirvöld í Danmörku gegnum NORPOL ađ gera upptćk. Ég fć alls ekki séđ af lögum nr. 135/2008, ađ ţađ sé í verkahring Sérstaks saksóknara ađ rannsaka meintar málverkafalsanir. Sjá hér.
Hvađ kalla menn rannsókn ?
Samkvćmt nýjum lögum (2014) um ráđstafanir gegn málverkafölsunum hefur Alţingi ályktađ ađ fela "mennta- og menningarmálaráđherra ađ setja á laggirnar starfshóp skipađan fulltrúum Listasafns Íslands, Myndstefs, Bandalags íslenskra listamanna, Sambands íslenskra myndlistarmanna, embćttis sérstaks saksóknara, sem fer međ efnahagsbrot, og mennta- og menningarmálaráđuneytis sem geri tillögur ađ ráđstöfunum gegn málverkafölsunum og skilgreiningu á ábyrgđ hins opinbera í lögum gagnvart varđveislu ţessa hluta menningararfsins. Ţá fái hiđ opinbera frumkvćđisskyldu til ađ rannsaka og eftir atvikum kćra málverkafalsanir."
Ţess ber ađ geta ađ slíkur starfshópur hefur ekki komiđ saman. Hins vegar hljóp embćtti Saksóknara til nú eins og ađ verk látins íslensks listamanns vćru í verđflokknum Picasso plus, og sala á meintri fölsun á verki hans (sem dćmt var falsađ eftir ađ Ólafur Ingi Jónsson forvörđur sá ţađ á netinu/ţađ var ranbsókn) vćri brot sem setti efnahag Íslands í vanda. Ţađ er eins dćmalaust vitlaust og ţegar Bretar settu Íslendinga á hryđjuverkalistann. Vita menn hvađ áćtlađ verđ var á málverkinu á uppbođi Bruun Rasmussen sem K.O. á Jótlandi setti á uppbođ? Ţađ eru skitnar 5350 (40.000 DKK/825.000 ISK) Er ekki mikilvćgara fyrir sérstakan saksóknara ađ setja bankafalsarana og bankaellurnar undir lás og slá?
Hvađ haldiđ ţiđ lesendur góđir? Er rétt ađ nota embćtti sérstaks saksóknara til ađ eltast viđ hugsanlega fölsun í Danmörku, ţegar embćttinu ber fyrst og fremst ađ lögsćkja menn sem settu Ísland á hausinn? Verk í eigu manns á Jótlandi, sem erfđi verkiđ eftir foreldra sína sem voru ţekktir listaverkasafnarar, sem keyptu málverkiđ áriđ 1994, getur vart hafa sett Ísland á hausinn áriđ 2008. En hvađ veit ég?
Hvenćr endar hin sér íslenska vitleysa? Vonandi verđur sérstakur saksóknari eins duglegur viđ ađ lögsćkja bankabófana og hann hefur veriđ í ţessu nýupptekna fölsunarmáli. Fyrir nokkrum árum síđan var málverkafölsunarmáliđ taliđ eitt mesta og dýrasta mál landsins. Nú eru slík mál bara peanuts bćđi hvađ varđar stćrđ og kostnađ.
Meginflokkur: Málverk | Aukaflokkar: Málverk, myndir, listaverk, "Menningararfurinn", Menning og listir | Breytt 3.10.2014 kl. 07:08 | Facebook
Athugasemdir
Vilhjálmur: Ţú ert međ krćkju inn á gamla útgáfu laga nr. 135/2008. Lögunum var breytt áriđ 2011 og embćtti sérstaks saksóknara hefur nú einnig ţađ hlutverk ađ rannsaka, og saksćkja eftir atvikum, mál sem varđa " ... önnur alvarleg, óvenjuleg eđa skipulögđ fjármunabrot sem tengjast atvinnurekstri eđa verslun og viđskiptum."
Undir ţessa skilgreiningur falla málverkafölsunarmál.
Sjá nánar á ţessari vefslóđ: http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008135.html.
Veturliđi Ţór Stefánsson (IP-tala skráđ) 29.9.2014 kl. 20:23
Veturliđi. Krćkja ţessi er á vefsíđu sérstaks saksóknara. Mér er vel kunnugt um ađ lagabreytinguna áriđ 2011. Ţađ eru ekki sönnuđ nein brot, Veturliđi. Ef ţú hefđir haft fyrir ţví ađ lesa ţađ sem ég skrifađi í dag og um daginn um máliđ, ţá sérđu ađ sama hvernig mađur lítur á máliđ, ţá er ekki um ađ rćđa önnun alvarleg, óvenjuleg eđa skipulögđ fjármunabrot sem tengjast atvinnurekstri eđa verslun og viđskiptum." Eitt af málverkunum tveimur tilheyrir 54 ára manni á Jótlandi, K.O., sem erfđi málverkiđ eftir foreldra sína, sem voru ţekktir málverkasafnarar. Heldur ţú VIRKILEGA, Veturliđi Stefánsson (Starfsmađur Sendiráđs Íslands í Kaupmannahöfn), ađ sala hans á verkinu sé skipulagt fjármálabrot, eđa ađ ţađ hafi veriđ liđur í hruninu á Íslandi 2008? Ef svo er, lifđu ţá heill í firru ţinni. Var sendiráđiđ viđriđiđ ţessa vitleysu?
FORNLEIFUR, 29.9.2014 kl. 20:56
Af gefnu tilefni hef ég spurt Veturliđa Ţór, sem er sendiráđsfulltrúi Íslands í Kaupmannahöfn um ađild sendiráđsins ađ malinu:
"Sćll Veturliđi,
Ég hef svarađ ţér á eftirfarandi hátt á bloggi mínu: Veturliđi. Krćkja ţessi er á vefsíđu sérstaks saksóknara. Mér er vel kunnugt um ađ lagabreytinguna áriđ 2011. Ţađ eru ekki sönnuđ nein brot, Veturliđi. Ef ţú hefđir haft fyrir ţví ađ lesa ţađ sem ég skrifađi í dag og um daginn um máliđ, ţá sérđu ađ sama hvernig mađur lítur á máliđ, ţá er ekki um ađ rćđa önnun alvarleg, óvenjuleg eđa skipulögđ fjármunabrot sem tengjast atvinnurekstri eđa verslun og viđskiptum." Eitt af málverkunum tveimur tilheyrir 54 ára manni á Jótlandi, K.O., sem erfđi málverkiđ eftir foreldra sína, sem voru ţekktir málverkasafnarar. Heldur ţú VIRKILEGA, Veturliđi Stefánsson (Starfsmađur Sendiráđs Íslands í Kaupmannahöfn), ađ sala hans á verkinu sé skipulagt fjármálabrot, eđa ađ ţađ hafi veriđ liđur í hruninu á Íslandi 2008? Ef svo er, lifđu ţá heill í firru ţinni. Var sendiráđiđ viđriđiđ ţessa vitleysu?
Mig langar ađ spyrja, hvort Sendiráđ Íslands hafi veriđ Embćtti sérstaks saksóknara innan handar viđ lögregluađgerđ ţá sem framin var (í lögleysu ađ mínu mati) hjá fyrirtćkinu Bruun Rasmussen í Bredgade 24.9.sl., ţar sem lagt var hald á eign K. Olesens án nokkurra sannana fyrir ţví ađ hald vćri lagt á falsađan grip?
Virđingarfyllst,
Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson"
FORNLEIFUR, 29.9.2014 kl. 21:07
Embćtti sérstaks saksóknara stađfesti móttöku erindis míns í ţessu máli í gćr. Ţví hef ég nú svarađ:
Ágćti saksóknari Ólafur Ţór Hauksson,
Í framhaldi af erindi mínu hef ég lýst skođun minni á störfum embćttis sérstaks saksóknara : http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1454209/
Leiđréttiđ mig, hafi ég röngu ađ standa. Af hverju sćtti embćttiđ sig viđ "rannsókn", ţar sem kćrandi vissi ekki einu sinni hver eigandi verkanna var og hafđi enga rannsókn gert á verkunum í Kaupmannahöfn? Ţekkir embćtti yđar menntun mannsins sem setti fram ákćruna, og voru einhverjar haldbćrar sannanir í ákćru hans, eđa stjórnast embćtti sérstaks saksóknara af óundirbyggđum tilgátum.
virđingarfyllst,
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
FORNLEIFUR, 30.9.2014 kl. 05:41
Ég hef fengiđ svar frá sérstökum saksóknara:
Ágćti Vilhjálmur,
Umrćdd kćra barst embćttinu og var framsend alţjóđadeild ríkislögreglustjórans til međferđar.
Kćran var send ţađan dönskum lögregluyfirvöldum til ţóknanlegrar međferđar í framhaldinu.
Rannsókn málsins er ţví í höndum danskra yfirvalda sem stendur og er ţví rétt af ţinni hálfu ađ beina fyrirspurnum ţínum vegna málsins til hennar.
Međ kveđju,
Sérstakur saksóknari
Special prosecutor
Ólafur Ţ. Hauksson
Sérstakur saksóknari
Special Prosecutor
Sími / Tel: +354 444 0150
Netfang / e-mail: olafur.hauksson@sersak.is
FORNLEIFUR, 2.10.2014 kl. 05:11
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.