Gyđingarnir í Glückstadt og Íslandsverslunin

imgp6687_b.jpg

Í októbermánuđi síđastliđnum (2014) fór ég í stutta reisu suđur til Ţýskalands. Ţađ land er vissulega ekki í uppáhaldi hjá mér til ferđalaga, fyrir utan ađ ég dvelst oft međ ánćgju í Berlín međ konu minni og börnum. En í október var ég í rannsóknarferđ sem lengi hafđi veriđ í bígerđ. Á heimleiđinni ađ loknu ađalverkefninu ók ég til bćjarins Glückstadt á Holtsetalandi til ađ sjá ţá gömlu dönsku borg, sem alls ekki ćtti ađ vera í eigu Ţjóđverja - ađ mínu mati. Glückstadt er ekki ýkja gömul borg. Hún var stofnuđ á valdatíma Kristjáns 4. Danakonungs. Áriđ 2017 verđur ţví haldiđ upp á 400 ára afmćli borgarinnar.

imgp6769_b.jpg

Ég kom m.a. viđ í bćnum Glückstadt til ađ skođa söguslóđir Hallgríms Péturssonar, sem vann ţar í smiđju er Brynjólfur biskup kom viđ forđum og heyrđi Hallgrím ragna vinnuveitanda sínum. Hugsanlega var vinnuveitandinn Det Islandske Kompagni, en útibú ţess var stofnađ i Glückstadt áriđ 1619. Hallgrímur gćti ţó einnig hafa unniđ hjá einhverjum hinna gyđingalegu ţegna í bćnum. Hjá mönnum sem einnig tóku ţátt í Íslandsversluninni. Bara ef mađur vissi, hver var atvinnuveitandi blótsama sálmskáldsins.

giesshaus_gluckstadt.jpg

Gießhaus í Glückstadt forđum og nú.

imgp6714.jpg

Brynjólfur biskup kom eins og kunnugt er Hallgrími Péturssyni til náms viđ Frúarskóla í Kaupmannahöfn, náms sem hann aldrei lauk, eins og siđur margra Íslendinga var vegna fátćktar og stundum óreglu. Hálf menntun var ávallt vćnlegri til embćtta og metorđa á Íslandi eins og allir vita, og er enn.

imgp6672_b_guckstadt_2014.jpg

Ég kom einnig viđ í Glückstadt til ađ skođa bćinn sem Kristján IV Danakonungur stofnađi áriđ 1617. Hann bauđ gyđingum fríhöfn ţar í von um ađ ţađ myndi verđa viđskiptalífinu til gangs og efnahag Danmerkur til framdráttar.

Mađur, líklega gyđingur, málađur á verkstćđi Rembrandts líklega af nemanda hans Govćrt Flinck

Í Glückstadt bjuggu í fyrstu fjölmargir gyđingar af portúgölskum, frönskum ítölskum ćttum, sem komu frá Hollandi, Hamborg og Selé í Marokkó, en upprunalega frá Portúgal eftir ađ gyđingar voru hraktir ţađan á 15. og 16. öld. Leiđir ţeirra lágu eftir ţađ um Norđur-Afríku, S-Frakklands eđa t.d. til Livorno (Leghorn) á Ítalíu, Jafnvel til Tyrklands, Palestínu og allt austur til Indlands. Ţeir og afkomendur ţeirra tilheyrđu ţjóđinni sem Hallgrímur, í anda samtíma síns, hatađist svo mikiđ út í í höfuđverki sínu, Passíusálmunum. Sálmum, sem enn eru í miklum metum hjá Íslendingum, jafnvel hjá trúlausum ţingmönnum lengst til vinstri, sem ţykir heiđur af ţví ađ fá ađ standa viđ grátur í kirkju og ţylja sálma Hallgríms sem eru uppfullir af fordómum 17. aldar. Ţessi vinstri menn í trúarfári 17. aldar bera líklega viđ tjáningarfrelsinu til varnar ţessu undarlegu óeđli sínu, sem ég leyfi mér nú einfaldlega ađ kalla gyđingahatur til vinstri.

rembrandtwoburn.jpg

Sérfrćđingar í Hallgrími Péturssyni viđ heimalningaakademíu Íslands (HÍ) hafa löngum ruglađ Glückstadt viđ Glücksburg-kastala, sem er allt annar stađur á hinu gamla Suđur-Jótlandi (Slésvík). Hefur Glückstadt ţannig veriđ kölluđu Lukkuborg í ritum ţessara "sérfrćđinga". Mér ţótti ţví orđiđ tímabćrt ađ heimsćkja hinn rétta bć, ţar sem Hallgrímur ól manninn og bölvađi mönnum í sand og ösku.

Efri myndin af gyđingunum frá Hollandi er eftir  nemanda Rembrandts, Govaert Flinck, en gamli rabbíinn sem hangir á herrasetri á Englandi fékk Rambrandtsfullgyldingu áriđ 2012.

imgp6655_1253033.jpg

AQUI REPOVZA
O EXELENTISSIMO VARAO
DOVTOR DANIEL NACHIMIAS
CVIA BENDITTA ALMA GOZA
DIANTE SEV CRIADOR
O FRVTO DE SVAS OBRAS
FALESEV EM SEST FEIRA
5 DE ROSHEDES ADAR
ANNO 5419

GRAFSTEINN DOKTORs DANIEL NACHMIAS
SEM DÓ FÖSTUDAGINN 5. ROSHODES ADAR ÁRIĐ 5419
(28. FEBRÚAR 1659)

imgp6650_b.jpg

Ég heiđrađi minningu gyđinga Glückstadts međ ţví ađ heimsćkja grafreit ţeirra í bćnum. sem fyrir tilviljanir og hreina heppni voru ekki eyđilagđir í síđari heimsstyrjöld.

Ţví miđur vantar mig enn heimildir um veru Hallgríms í Glückstadt. Til málamynda heimsótti ég ţađ hús sem hýsti hina konunglegu smiđju, sem reist var eftir ađ Hallgrímur var farinn frá Glückstadt. Hún hefur vćntanlega, ađ sögn fróđra manna, ekki stađiđ fjarri ţeim stađ ţar er eldri smiđjan hafđi veriđ. Bölvađi ég og ragnađi Hallgrími Péturssyni til heiđurs og ţók mynd af húsinu sem hefur veri afmyndađ af einhverjum lélegum arkitekt á 20. öld.

privilegia_1633b.jpg

Prentsmiđja var strax stofnuđ í Glückstadt, og ţetta leyfisbréf gyđinga í bćnum var prentađ í henni. Prentsmiđja er enn á sama stađ í bćnum og heimsótti ég hana og segi kannski frá henni bráđlega.

Eftir ađ gyđingum hafđi veriđ bođiđ ađ setjast ađ í Glückstadt var útibú af Det Islandske Handelskompagni einnig stofnsett í bćnum. Ţađ var félag einokunarkaupmanna á Íslandi, sem upphaflega hafđi ađeins stundađ útgerđ frá Kaupmannahöfn og í Helsingjaeyri (Helsingřr). Á fyrri hluti 17. aldar naut íslenska verslunarfélagiđ m.a. góđs af skipakosti ađfluttra gyđinga í Glückstadt til Íslandssiglinga. Međan Kristján IV mátti ekki vera ađ ţví ađ sinna ţegnum sínum á Íslandi sáu gyđingar Glückstadts Íslenska Verslunarfélaginu fyrir skipum til ţess ađ Íslenska ţjóđin gćti fengiđ nauđsynjar. Íslandskompaníiđ hefur veriđ ásakađ fyrir margt illt, en á stundum var ţetta einokunarfyrirtćki hins vegar ţess valdandi ađ hćgt var ađ halda lífi í Íslendingum og tryggja nauđsynlegar vörusendingar til landsins. Ástćđan til ţess ađ Brynjólfur biskup kom viđ í Glückstadt var vitanlega ađeins vegna ţess ađ vorskipin sigldu til bćjar í danska konungsríkinu, ţar sem mest gróska var í Íslandsversluninni. Ćtli Hallgrímur hafi ekki einnig starfađ ţar í bć vegna Íslandsverslunarinnar?

Myndirnar af legsteinum í grafreit gyđinga í Glückstadt tók höfundur.

Steinninn efst sýnir skjöld á legstein Moses de Joshua Henriques sem andađist áriđ 1716. Myndin sýnir, hvar Móses laust stafnum og fram spratt lind úr kletti*: steinninn hér fyrir neđan er steinn konu hans sem hét Hava, ţ.e. Eva, Henríques. Hún andađist áriđ 1694. Myndmáliđ vísar einnig greinilega til fornafns hennar.

Í garđinum voru einnig steinar einstaklinga af ćttinni Coronel, sem tengist inn í ćttir forfeđra minna í Hollandi.

imgp6690_b.jpg

*Allur söfnuđur Ísraelsmanna tók sig nú upp frá Sín-eyđimörk, og fóru ţeir í áföngum ađ bođi Drottins og settu herbúđir sínar í Refídím. En ţar var ekkert vatn handa fólkinu ađ drekka. Ţá ţráttađi fólkiđ viđ Móse og sagđi: "Gef oss vatn ađ drekka!" En Móse sagđi viđ ţá: "Hví ţráttiđ ţér viđ mig? Hví freistiđ ţér Drottins?" Og fólkiđ ţyrsti ţar eftir vatni, og fólkiđ möglađi gegn Móse og sagđi: "Hví fórstu međ oss frá Egyptalandi til ţess ađ láta oss og börn vor og fénađ deyja af ţorsta?" Ţá hrópađi Móse til Drottins og sagđi: "Hvađ skal ég gjöra viđ ţetta fólk? Ţađ vantar lítiđ á ađ ţeir grýti mig." En Drottinn sagđi viđ Móse: "Gakk ţú fram fyrir fólkiđ og tak međ ţér nokkra af öldungum Ísraels, og tak í hönd ţér staf ţinn, er ţú laust međ ána, og gakk svo af stađ. Sjá, ég mun standa frammi fyrir ţér ţar á klettinum á Hóreb, en ţú skalt ljósta á klettinn, og mun ţá vatn spretta af honum, svo ađ fólkiđ megi drekka." Og Móse gjörđi svo í augsýn öldunga Ísraels. Og hann kallađi ţennan stađ Massa og Meríba sökum ţráttanar Ísraelsmanna, og fyrir ţví ađ ţeir höfđu freistađ Drottins og sagt: "Hvort mun Drottinn vera međal vor eđur ekki?"


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband