Netlusaga

56945.jpg

Mikill áhugamađur um frć, frjókorn, ofnćmi og alls kyns undarleg grös sendi mér upplýsingu um skemmtilega sögu af Dr. Ágústi H. Bjarnasyni grasafrćđingi. Ágúst er mikill áhugamađur um netlur og leitađi fyrir fáeinum árum til Ţjóđminjasafns og skráđi símtal sitt eins og lćrđum mönnum einum er lagiđ:

"Símtal viđ Ţjóđminjasafn:

Fyrir nokkrum árum var eg ađ kynna mér brenninetlu (Urtica dioica L.), útbreiđslu hennar, notkun og náttúru. (Ţví miđur hef eg ekki lokiđ enn viđ ţađ verk; en ţađ er önnur saga.) Međal annars vissi eg um dúka og klćđi, sem voru ofin úr netlu-ţráđum, eins og algengt var annars stađar í Evrópu og er reyndar fariđ ađ tíđka víđa ađ nýju.

Mér datt ţá í hug ađ hringja í Ţjóđminjasafniđ og spyrja, hvort netludúkar hefđu fundizt viđ uppgröft á Íslandi. Kvenmađur svarađi, og eg bar upp erindiđ. „Andartak,“ anzađi hún. Ţá heyrđi eg hana kalla: „Margrét, hafa fundizt netludúkar viđ uppgröft?“ – „Hver er ađ spyrja um ţađ,“ heyrđi eg úr fjarska. „Ţađ er einhver kall,“ svarađi símadaman. Síđan hljómađi hátt eftir örstutta biđ: „Segđu nei.“

Konan sneri sér síđan aftur ađ símtólinu og sagđi viđ mig mjög háttprúđ í tali: „Nei, ţví miđur, ţeir hafa aldrei fundizt, ţví miđur.“ – Og ţar međ ţakkađi eg fyrir og kvaddi."

Já, Ég hef í mörg ár reynt ađ segja Ţjóđminjasafninu ađ símarnir ţar séu mjög nćmir. Ţađ er bókstaflega hćgt ađ hlera ţađ sem fólk segir.

Nú tel ég víst ađ "Magga" sú sem heyrđist í hafi strax litiđ niđur í Sarp sinn, enn svo heitir skráningarkerfi safna á Íslandi - og fullvissađ sig um ađ netludúkar vćru ţar ekki nefndir. En ég myndi nú ekki treysta ţeirri skrá, međan ađ gler er skráđ sem postulín á Ţjóđminjasafninu. Vona ég ţó ađ fornleifafrćđingar á Íslandi finni brátt netludúka handa Ágústi.

Reyndar hafa fundist netlufrć viđ rannsóknir á Bergţórshvoli, en hvar ţau eru niđur komin nú veit ég ekki. Ég reyndi eitt sinn á 9. áratug síđustu aldar ađ hafa upp á ţeim en fann ekkert á Ţjóđminjasafni. Ţar er hins vegar varđveittar leifar af skyri frá Bergţórshvoli. Hér er góđ framsóknargrein um netlur. Sigmundur Davíđ er örugglega mikill áhugamađur um netluplástra.

Brenninetlur er hćgt ađ verka eins og lín (hör) og ég hef séđ netlubuxur. Í Hollandi og á Englandi hef ég fengiđ netluost og oft sötrađ brenninetlusúpu međ káli hér í Danmörku. Ég á ţó ekki netludúk, en er annars mikiđ fyrir brenninetlur, og vona svo ađ Íslendingar fari ekki ađ kasta ţví leiđa sulli roundup, eđa öđru eiturkyns á ţćr, eins og ţeir kasta á allt lífrćnt sem stingur og sćrir hina rósbleiku, silkimjúku ofnćmishúđ Íslendinga. Slíka húđ verđur ađ herđa međ netlum, mýbiti og húđstrýkingum, ţví ekki á ađ nota húđina í leđursófasett, er ţađ nokkuđ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband