Snćlduvitleysa í Lćkjargötu
12.6.2015 | 08:03
Um leiđ og ég óska fornleifafrćđingum sem standa ađ uppgreftri undir bílastćđi Íslandsbanka viđ Lćkjargötu til hamingju međ ađ finna rústir frá elstu byggđ á Íslandi, verđ ég ađ undrast kreddufestuna í ţeirri kennslu sem ţeir hafa greinilega hlotiđ í námi sínu í "fornleifafrćđi" viđ HÍ. Ég veit ekki hvađan ţeir hefđu annars átt ađ fá ţá hugmynd ađ hćgt sé ađ aldursgreina međ klébergssnćldusnúđum. En einhvers stađar hafa ţeir lćrt ţađ rugl.
Grafiđ fyrir Hótel Snćldu undir bílastćđi Íslandsbanka.
Snćldusnúđur úr klébergi
Í frétt RÚV var ţví haldiđ fram, ađ sögn fornleifarfrćđinema sem rannsakar grunninn viđ Lćkjargötu, ađ fundist hefđi snćldusnúđur úr klébergi og ađ ţá "hafi ekki veriđ ađ finna hér á landi eftir 1150."
En líklega hefđi mátt skýra ţetta ađeins betur. Enn fremur má vera ljóst ađ mikil fćrni starfsmanna fréttastofu RÚV er svo til engin, líkt og ţekkt er orđiđ. Fornleifafrćđingurinn sem ber ábyrgđ á rannsókninni hefur vćntanlega taliđ ađ snćldusnúđar úr klébergi (tálgusteini, steatíti) hafi ekki veriđ notađir á Íslandi eftir 1150. En ţađ er líka dómadagsrugl og ekki hćgt ađ kenna RÚV um ţá skyssu.
Í rannsóknum á Viđeyjarklaustur sem ekki var stofnađ fyrr en 1225 (eđa 1226) hafa fundist snćldusnúđar úr klébergi.
Menn endurnotuđu tálgusteinsker sem höfđu brotnađ til ađ búa til gripi eins og snćldusnúđa. Á Stöng í Ţjórsárdal hafa fundist ađ minnsta kosti 3 snćldusnúđar úr klébergi í yngstu íveruhúsunum ţar, sem voru í notkun fram undir 1230. Ţó svo ađ ţví sé haldiđ fram í Sarpi ađ bćrinn Stöng í Ţjórsárdal hafi fariđ í eyđi áriđ 1104 (sjá hér), verđur ađ upplýsast ungum fornleifafrćđingum til ađhalds, ađ Sarpur er stútfullur af vitleysum, rangfćrslum og rugli, sem ekki er leiđrétt ţó svo ađ sendar séu upplýsingar til ađstandenda ţessa gagnabanka. Sarp er ekki hćgt ađ nota til rannsókna eđa rökstuđnings. Vinnsla hans er algjörlega metnađarlaust framtak ţar sem menn vinna ekki heimavinnuna sína.
Ţađ er heldur ekki nóg ađ opna Kuml og Haugfé doktorsritgerđ Kristjáns Eldjárns viđ Íslenskudeild HÍ. Margt hefur gerst síđan hann skrifađi sitt annars merka rit. En ţađ er og verđur ađeins barn síns tíma. Kafli hans um kléberg á Íslandi er úreldur.
Klébergsgrýtur frá Noregi, Grćnlandi og Hjaltlandseyjum var ađ mestu hćtt ađ flytja út ţegar leirker til suđu og eldunar ruddu sér til rúms. Leirker voru ekki framleidd á Íslandi og komu ekki til landsins í miklum mćli. Er ţví líklegt ađ menn hafi notast lengur viđ norskan tálgustein á Íslandi. Ţađ er ţví af og frá ađ hćgt sé ađ slá ţví föstu ađ tálgusteinssnćldusnúđar og ađrir endurunnir gripir úr tálgusteini hafi ekki veriđ notađir á Íslandi eftir 1150.
Međ ţessu ćtla ég ekki ađ útiloka ađ byggđ viđ Lćkjargötu séu frá allra elstu tíđ. En landnámslag í torfi er engin sönnun annars en ađ hús hafi veriđ byggđ ţarna á X öldum eftir ađ lagiđ féll. En tálgusteinn var enn notađur í t.d. Viđeyjarklaustri eftir 1225. Ţađ gćti hann einnig hafa veriđ í nágrenni klaustursins.
Viđbótarupplýsingar frá Bergen (komu eftir ađ greinin hafđi veriđ birt):
Frá Gitte Hansen lektor í fornleifafrćđi viđ háskólann í Bergen fékk ég í dag, 12.6.2015 eftirfarandi skilabođ, sem ćttu ađ taka af allan vafa um ađ aldursgreining íslenskra fornleifafrćđinga á snćldusnúđum úr klébergi er út í hött:
"Hej Vilhjalmur
Dine spinnehjul ligner spinnehjul som vi har mange af i vestnorske kontekster . I Bergen ligger de i kontekster datert til 11-1300-tallet. Det vedlagte foto er fra 1100-talskontekster (Hansen, G 2005: Bergen c 800-c 1170 The Emergence of a town. Oplysninger om sender dateringer, altsĺ til 1300-tallet kan du ta som en pers com Gitte, eller med en referanse til Bergsvik, K. A. and Hansen, G. 2015. Medieval rockshelters in Western Norway - activities, function and social identities. I (eds) Baug, I. Larsen, J. and Mygland, S.S. Northern Europe in the Middle Ages; artefacts, landscapes and society. UBAS 8."
Norskir snćldusnúđar frá Bergen. Í Noregi finnast snúđar eins og ţessir í aldursgreindum samhengjum sem benda til ţess ađ ţeir séu notađir fram til 1300.
Summa summarum: Betri kennsla óskast hiđ fyrsta í fornleifafrćđi í HÍ. Ţađ bođađi aldrei gott ţegar kreddufastur sagnfrćđingur var gerđur ađ prófessor í fornleifafrćđi og vel menntuđum fornleifafrćđingum haldiđ utandyra vegna landlćgrar klíku og skyldleikarćktar innan HÍ. HÍ virkar ţví miđur meira og meira á mig sem einhvers konar menntaskóli.
Heimildir um tálgusteinsiđnađ í Noregi, Hjaltlandseyjum og á Grćnlandi:
Buttler, Simon 1989. Steatite in Medieval Shetland: An archaeological Perspective. Hikiuin 15 (redigeret af Karen Marie Bojsen Christensen og Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson), 183-92.
Storemyr, Per & Tom Heldal 2002. Soapstone production through Norwegian history: Geology, properties, quarrying, and use. Asmosia 5: Interdisciplinary Studies on Ancient Stone, In J. J. Herrmann, Jr. N. Herz & R. Newman (eds), Archaethype Publications Ltd. London, 359-69.
Vćntanlegt er í byrjun nćsta árs stórmerkilegt greinasafn um kléberg eftir 22 höfunda, sem góđ vinkona mín Gitte Hansen og fyrrv. skólasystir ritstýrir ásamt Per Storemyr. Ţađ er ađ mínu mati bók sem allir sem vinna viđ fornleifafrćđi á norđurslóđum verđa ađ eiga:
In Prep: Hansen, Gitte. & P. Storemyr (eds): Soapstone in the North. University of Bergens Archaeologial Series UBAS vol 9. University of Bergen.
4000 ára gamall snćldusnúđur úr klébergi frá Krít. Góđar tálgusteinsnámur er ađ finna á Suđur-Krít, í fjallabelti milli Myrtos og Arvi. Ţćr skođađi ég áriđ 1986. Skreytiđ á snúđnum varđ síđar vinsćlasta skreytiđ á íslenskum gripum fyrr á öldum. Íslensk menning er greinilega ekkert síđri en sú mínóíska. The Metropolitan Museum of Art.
Meginflokkur: Fornleifar | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt 21.7.2023 kl. 07:44 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.