Íslandskvikmynd Evu Braun og ađrar minna ţekktar Íslandskvikmyndir úr ferđum KdF

 

Forđum er Eva Braun og Hitler sátu í byrginu í Berlín, horfđu ţau kannski á síđustu dögum sínum á minningar úr ferđ Evu til draumalandsins Íslands. Hvađ gera samlynd hjón ţegar ţau eiga ekki sjónvarp og stunda ekkert kynlíf? Adolf og Eva horfđu á kvikmyndir Evu langt undir strćtum Berlínar. Ţau Eva og Adolf náđu ađ vera hjón í tćpar 40 klukkustundir í apríl 1945. Um leiđ og ţau átu Sauerkraut (pizzur voru ekki til og Adolf var vitaskuld grćnmetisćta) dáđust ţau af Gullfossi og Geysi og miklum fjölda langferđabíla á Ísland.

Íslandsferđ Evu í júlí 1939 međ ţýska farţegaskipinu Milwaukee ţekkja Íslendingar orđiđ harla vel síđan ađ Hörđur Geirsson á Akureyri greindi fyrst frá henni á 10. áratug síđustu aldar.

Eva Braun sigldi međ skipinu Milwaukee og ferđin var skipulögđ af "menningar"- samtökum nasista sem kölluđ voru Kraft durch Freude, og var skammstafađ KdF.

Kvikmynd Evu má sjá hér fyrir ofan (íslenskt efni hefst 3 mín. og 14 sek. inn í myndina).

Til eru tvö önnur kvikmyndabrot frá Íslandi, sem tekin voru í ferđum KdF. Ég hef hvorki heyrt um ţau eđa séđ ţau áđur, ţó vera kunni ađ ţau séu vel ţekkt á Íslandi. En ég lćt ţau samt flakka hér. Myndbrotunum hefur veriđ safnađ af AKH (Agentur Karl Höffkes) í bćnum Gescher í Ţýskalandi og má sjá á vefsíđu fyrirtćkisins.

Hér er fyrst samansafn myndbrota. Fremst er brot sem sagt er vera frá sumrinu 1936. Ţađ er tekiđ á siglingu Milwaukees međ félaga nasistahreyfingarinnar KdF. Ef litmyndin á eftir Íslandsmyndinni er frá sama ári og Íslandsferđin fremst á syrpunni, hefur AKH orđiđ á í messunni, ţví hún sýnir Heimssýninguna í New York sumariđ 1939. Ţađ útilokar ţó ekki ađ myndbrotiđ frá Íslandi sé frá 1936.

Eftirfarandi kvikmyndabrot er hins vegar ekki dagsett, en er líklega hvorki úr ferđinni sem Eva Braun fór sumariđ 1939, né ţeirri ferđ áriđ 1936 sem kvikmyndin hér ađ ofan var tekin í. Brotiđ frá Íslandi hefst 3,36 mínútur inn í myndasyrpuna. Síđar í syrpunni eru myndir frá Ísafirđi, ađ ţví er ég best fć séđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband