Afar líkleg strýtulausn

strytukarl.jpg

Mér bárust þessar línur frá Birni Hólmgeirssyni fyrrverandi starfsmanni Orkuveitu Húsavíkur:

Sæll Fornleifur.

Sendi þér mínar hugmyndir um karlinn í strýtunni. Ekki þekki ég manninn, en mér finns ég kannast við umhverfið. Þessar myndir eru trúlega teknar 5-6km í vest-suð vestur af Laxamýri í Aðaldalshrauni. Á mynd nr. 2 blasir við fjallgarður sem ég tel að séu Kinnarfjöll. Bogamyndaða fjallið á bak við borgina er fjallið með 3 nöfnin. Galti, Bakrangi og Ógöngufjall. Skessuskál til vinstri við manninn og Nípá fellur þar niður gilið. Til hægri á myndinni sést Skálahnjúkur gnæfa yfir fjallsbrúnina. Á 3 myndinni er horft til baka í austur og önnur hraunborg notuð. Heiðin á bak við er Hvammsheiði sem endar í Heiðarenda á bak við borgina. Undir heiðinni glittir í Laxá, þar sem hún rennur til sjávar skammt norðan við Laxamýri.

Hugleiðingar Björns Hólmgeirssonar, Hóli á Tjörnesi.

Með kveðju að norðan.

Mér þykir tillaga Björns Hólmgeirssonar mjög líkleg eftir að hafa litið á Örnefnakort Landmælinga og önnur kort. Sjálfur hef ég ekki komið þarna í áraraðir og aldrei gengið um hraunið. Maður á það eftir.

Líklegast gildir sú regla enn, sem manni voru innprentaðar í prófum í gamla daga, að vera ekki að breyta neinu og stroka út á síðustu stundu. Myndin í York frá 1893 var fljótlega útbúin eftir leiðangur Tempest Andersons til Íslands. Þetta var mynd í röð skuggamynda og þeim fylgdi fyrirlestur, sem Anderson hélt vítt og breitt á Bretlandseyjum. Bókin sem nefnd var í síðustu færslu var hins vegar fyrst birt árið 1903 og á 10 árum hefur eitthvað getað skolast til hjá höfundi eða útgefanda.

Þangað til aðrar betri tillögur berast, heldur Fornleifur sig við upphaflega skýringu á staðsetningu strýtunnar (nærri Laxamýri) og nú hina nákvæmari skýringu Björns Hólmgeirssonar. Færi ég Birni mínar bestu þakkir fyrir upplýsingarnar. Það er ávallt gaman að sjá að margir lesa Fornleif og hugleiða málin með honum þegar hann veður í villu.

Sjá fyrri færslur um ljósmyndirnar hér og hér.

karl_i_strytu_4.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband