Back to the 70s

8. ES

...og fćrist nú sagan aftur á 20. öld. Nýlega var ég staddur í móđurhúsum á Íslandi. Fór ég ţar ađ skođa gömul myndaalbúm sem móđir mín hefur tekiđ saman ađ mikilli alúđ í gegnum árin og verđur seint ţakkađ nóg fyrir ţađ. Ég skannađi m.a. ţessa mynd, sem sýnir mjög efnilegan bekk í Hlíđaskóla í byrjun 8. áratugarins. Ég held ađ ţetta sé 8. bekkur og kennarinn okkar var engin önnur en Edda Snorradóttir, sem var frábćr kennari á allan hátt, mikill skörungur, drengur góđur sem kunni sitt fag... einnig margfrćg fyrir góđan smekk í leđurbuxum.

VilliRitstjóri Fornleifs er í efstu röđ alveg eins og međlimur í englakór. Ţetta var ađ ţví er ég best man enginn englabekkur. Viđ vorum vođa óţekk og leiđinleg og svo lyktađi stofan af blöndu af táfýlu, 8x4 og svitalyktinni af Gústa - og mjólkinni sem súrnađi í skápnum í nokkra mánuđi ţangađ til enskukennari okkar fann orsök ólyktarinnar af okkur og fékk í kjölfariđ taugaáfall og varđ ađ hćtta. Ég skammast mín mjög fyrir allt sem ţar gerđist, ţótt ég hafi ekki tekiđ ţátt í Mission Sour Milk.

Skömm er frá ţví ađ segja, ađ ég hef ekki séđ nema örfáa úr ţessum fríđa hópi vćnlegra ungmenna í áratugi. Ég veit hvađ varđ um suma en ekki alla, og sumum nöfnum hef ég alveg gleymt. Ég er tengdur tveimur á FB. Tveir, sem mér eru kunnugt um, eru ţví miđur látnir og viđ verđum öll eldri.

Nokkrir urđu handverksmenn t.d. lögfrćđingar og einn tannlćknir. Ţrír lćknar, sem ég veit um, og líklega fleiri ţví ég veit ekki hvađ allar skólasysturnar urđu ţegar ţćr urđu stórar og enn fríđari en ţćr voru á ţessum auma aldri.

Önnur örlög: Ein í bekknum varđ líffrćđingur, einn fornleifafrćđingur og Jón heitinn Egill varđ veđurfrćđiprófessor. Ekki má gleyma flugvélaverkfrćđingnum Jens og heimsmeistaranum Jóni Lofti og sameindagúrúnum Einari Gröndal. Allir góđir ţjóđfélagsţegnar.

Vona ég ađ flestum hafi vegnast vel og er ég búinn ađ melda mig í The Legend Edda Snorradóttir á Facebook. Vonast til ađ sjá fleiri ykkar ţar. Silla Gröndal er ţegar mćtt sé ég! Viđ vorum mjög heppin međ kennara í 8. ES í Hlíđaskóla, og má nefna snillinga eins og Árna Pé, Hrólf Kjartansson og Baldur Sveinsson. Blessuđ sé minning ţeirra heiđursmanna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Dralonpeysurnar nylonskyrturnar ađ gera sig. Líklega eru ţykkbotna blöđruskór og tramparar í röđum frammi á gangi.

Fć kláđa ţegar ég hugsa um öll gerviefnin.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2017 kl. 05:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sit sjálfur ađ viđ ađ gera upp á ţriđja hundrađ mynda í fótósjoppunni. Sumt ríflega hundrađ ára og illa fariđ. Verđugt verkefni ađ skrá ţá sem eru á myndunum, međan einhver er enn á lífi til ađ bera á ţá kennsl. viđ vorum ekki nema fimmtíu ţúsund á ţessum tíma, eđa svo, svo ţađ er ekki úr mörgum ađ velja. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2017 kl. 05:30

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţegar bekkjarmyndin er tekin, voru Íslendingar ekki fleiri en 150-60 ţúsund.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2017 kl. 05:31

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Hver hefur fjölgađ sér svo mikiđ? Voru virkilega ekki fleiri Íslendingar áriđ 1973 en 160.000? Ţetta er líka eftir dralon og nćlon-tímabiliđ. Skyrtan mín var ađ minnsta kosti 100% bómull (ţví ég ţoldi ekki gerviefni) og peysan var úr ull fra Marks & Spencer /SÍS.

FORNLEIFUR, 6.11.2017 kl. 07:21

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

175.000 vorum viđ 1960, samkvćmt mínum upplýsingum. Höfum fjölgađ okkur nćr tvöfalt síđn ţá. Menn liggja ekki kyrrir hér, enda ţörf ađ halda á sér hita. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2017 kl. 11:24

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Upp og niđur, fram og aftur og ýmsar ađrar ćfingar... Viđ erum heimsmeistarar!!

FORNLEIFUR, 6.11.2017 kl. 12:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband