Vísi-Gísli var aldregi á námslánum

Samuel_van_Hoogstraten_-_Zelfportret

Á 17 öld var uppi Gísli Magnússon (1621-1696) einnig kallađur Vísi-Gísli. Ég get ţví miđur ekki sýnt ykkur mynd af honum, og ekki er ţetta hann hér fyrir ofan*. Tel ég ţó ađ hann hafi ekki veriđ ósvipađur gáfnaljósinu Mr. Bean - og byggi ég ţađ útliti dóttur hans á málverki sem varđveist hefur, sjá neđar.

Gáfuheitiđ fékk hann ekki ađ ósekju, ţví hann hóf nám í Skálholtsskóla er hann var ađeins ellefu ára gamall. Ţar lćrđi hann í ţrjú ár og ţrjú ár til viđbótar í Hólaskóla. Síđan hélt Vísi-Gísli til Hafnar áriđ 1639 og stundađi ţar nám til margra ára. Hann las sömuleiđis viđ hinn virta háskóla í Leiden í Hollandi, ţar sem hann hefur mögulega setiđ fyrirlestra Rene Descartes. Vel getur hugsast ađ hann hafi fengiđ ađ drekka kaffi međ Descartes á kennarastofunni í Leiden. Enn síđar, og fram til ársins 1646 sótti Gísli nám á Englandi. 

Leiden_1610

Bókasafn háskólans í Leiden áriđ 1610. Bćkurnar voru festar í keđjur. Takiđ eftir rykhlífunum yfir hnattlíkönunum.

Gísli nam fyrst og fremst náttúrufrćđi, einkum grasafrćđi, lćknisfrćđi og efnafrćđi, en einnig lagđi hann stund á tungumálanám, heimspeki  og stjórnmálafrćđi. Ekkert er vitađ til ţess ađ ţessi sprenglćrđi gćđingur hafi dispúterađ í neinu en hann fékk ţó heiđursnafniđ Vísi-Gísli ţegar hann sneri alfariđ aftur til Íslands, ţar sem lítiđ liggur eftir hann af andans verkum. Andans striti ţurfti hann ekki ađ hafa áhyggjur af ţví hann fékk sýslumannstign í Múlaţingi og síđar í Rangárţingi.

Gísli er ţó talinn hafa stundađ einhver vísindastörf og međal annars gert tilraunir međ kornrćkt ađ Hlíđarenda í Fljótshlíđ ţar sem hann bjó. Sömuleiđis telja menn nćsta víst ađ hann hafi reynt kartöflurćkt. Í bréfi sem hann sendir til sonar síns Björns, sem var viđ nám í Kaupmannahöfn, biđur Gísli Björn um ađ senda sér kartöflur til útsćđis.  Nćsta öruggt er ađ hann  hafi sáđ út kúmeni carum carvi. Ţegar ég var barn sýndi fađir minn, sem var áhugagrasafrćđingur, mér kúmenplöntur ađ Hlíđarenda. Telja sumir menn ađ Skúli Magnússon fógeti hafi um 1760 sáđ kúmeni í Viđey, sem hann hafi sótt ađ Hlíđarenda. Enginn heimild er fyrir ţví, en kúmeniđ vex víst enn í Viđey.

Ţađ var ekki hlaupiđ ađ ţví fyrir Íslendinga ađ sćkja nám erlendis á 17, öldinni, nema ađ ţeir vćru af afskaplega ríkum ćttum. Gísli var af einn af ţeim ríkustu, sonur Magnúsar Björnssonar lögmanns, sem stóđ fyrir fyrstu galdrabrennunni á Íslandi. Ţađ er ţví engin furđa ađ hann hafi getađ setiđ fyrirlestra viđ marga virta háskóla og jafnvel hlustađ á René Descartes.

ole_worm_storViđ vitum nokkuđ um hagi Gísla vegna ţess ađ hann átti í bréfasambandi viđ hinn mikla danska frćđaţul, lćkninn og safnarann Ole Worm (1588-1654). Bréfasafn Ole Worm er vel varđveitt og hefur veriđ gefiđ út. Ole Worm leitađi til Íslendinga vegna áhuga síns á fornum bókmenntum og rúnum. Hann fann ţađ fljótlega út ađ ´ćislenskir kennimenn voru fúsari til ađ senda honum upplýsingar ef hann spyrđi ţá um heilsufariđ. Ţar sem flestir andans menn á íslandi voru hrjáđir af gigt, skyrbjúg, holdsveiki og öđru óáráni, sendi Worm ţeim pillur og medicin. Ţađ ţótti mönnum gott og ţótti vćnt ađ fá línu frá Worm.

Ole hafđi mikiđ álit á Gísla og bréf Gísla sem innihalda annađ en frćđilegar vangaveltur hafa veriđ gefin út í bréfabók Worms, ţó međ smáu letri.  Lítum hér á hluta af bréfi Vísa Gísla til Ole Worms. dags.   12.9. 1648:

Denne Seddel leveres Eder af Křbmanden Peder Hansen og kommer ikke andre for řje. Den 15. Juli blev jeg Sysselmand over Mulasysla. Den 16. Juli havde jeg Fćstensřl med Drude Thorleifsdottir til Hlidarendi. Jeg skal give 100 Slettedaler til Holar Skole, fordi vi er beslćgtede i tredie Led. Vi skal ikke holde Bryllupsmaaltid fřr Juli nćste Aar. Tak for Eders Lykřnskning. Jeg řnsker Hr. Doktors Hjćlp til Opnaaelse af Skridu Kloster i Mulasysla som Forlening. Men lad ikke Jens Sřrensen vide noget herom. Prćsten Hr. Thord Sigfusson, som har vćret min Faders Prćst her ved Reikahlid Kirke blev i Vinter afsat, fordi han var faldet i Skřrlevnet med en Kvinde, dog fřr Ankomsten af det Kongebrev, som fastsatte Afskedigelse for denne Forseelse. Jeg sřger om hans Genindsćttelse.
Han skikker sig iřvrigt vel og har vćret min Faders Tjener. Biskop Thorlak
Skulason sřger paa hans Vegne hos Hertug Frederik (d.v.s. Kong Frederik III).

Fyrir fornleifafrćđinga og ţeim sem una antíkinni meir en ađrir er kannski ţađ merkilegasta sem viđ vitum um Vísa-Gísla, ađ hann lofađi ađ senda Ole Worm íslenska skyldi forna og sverđ eins og hann ritađi honum einnig í bréfi sínu dagsettu 12. september 1648:

Fra min Arvegaard Mřđruvellir sender jeg nogle gamle norske og islandske Skjolde til Eders Museum. Paa Grund Gaard har jeg ogsaa nogle Svćrd, men dem skal jeg have gennem Slćgtninge, der har Gaarden. Christen Olufsen vil bringe Eder en Sřlvstob som vejer 10 Rigsdaler

museum_wormianum_stor

Tom Krus

Ekki er međ góđu móti hćgt ađ sjá sverđ eđa skildi á ţessari koparstungu af hluta af safni Worms, sem birtist verkinu  Museum Wormianum sem út kom áriđ 1655, ári eftir ađ Worm andađist. Kannski hefur Gísli gleymt loforđi sínu. En á hillunni rétt til hćgri ofan viđ gínuna í grćnlensku klćđunum er silfurkanna eđa krús međ síđmiđaldalagi. Gćti ţetta veriđ 'Sřlvstob' sú sem vegur 10 Ríkidali sem Vísi-Gísli nefni í bréfi sínu til Worms frá 1648. Fyrir um 7 árum síđan léku safnamenn sér ađ ţví ađ gera eftirlíkingu af safni Worms á Naturhistorisk Museum.

cfb98fb9-1504-4b11-8b2d-416f5a7817af-1024x768

Eins og sjá má var Gísli stór í sniđum, ţótt ađ hann vćri skyldleikarćktađur ćttarlaukur valdastéttar sem ekki vílađi fyrir sér ađ kála mönnum á báli til ađ fá meiri völd. Takiđ eftir ţví hvernig hann reddađi kvonfangi sínu viđ Ţrúđi Ţorleifsdóttur sýslumanns ađ Hlíđarenda, ţótt ţau vćru náskyld, ellegar ţví sem hann lofađi um byggingu spítala. Lítiđ hefur breyst. Eins og svo oft áđur og síđar lofuđu ćttarlaukar meiru en ţeir gátu haldiđ. Tangur af ţessu sést enn í fari íslenskra stjórnmálamanna af fínum ćttum, sem hegđa sér ţar eftir og ekki ósvipađ og Gísli. Stundum er ekki nóg ađ fjarlćgja ćttarnafniđ. Kenndirnar eru ţarna enn í blóđinu. Fátt er einnig um gráđur hjá laukum nútímans ţó menn séu vel sigldir - eđa auđur ţeirra. En ţeir tala allir fjálglega um spítala.

422973

Ţórđur Ţorláksson og Guđríđur Gísla. Hanga ţau nú á Ţjóđminjasafninu eins og illa gerđir hlutir og ţađ á tveimur málverkum. Ţađ er Kristur sem er ađ berrassast ţarna á bak viđ ţau. Eins og sjá má á myndinni er safniđ búiđ ađ klína nafni sínu á ljósmyndina, en viđ eigum ţetta nú öll. Ţóra Kristjánsdóttir ritađ um ţessa og hina myndina af hjónunum í frábćrri bók sinni Mynd á Ţili (2005) sem er sem biblía fyrir ţá sem hafa áhuga á Íslenskri listasögu. Hún telur ađ mynd sem gefin var Ţjóđminjasafninu áriđ 1993 sé eftir séra Hjalta Ţorsteinsson í Vatnsdal.

Vísi-Gísli flutti gamall í Skálholt og bjó síđan hjá dóttur sinni Guđríđi sem var vitaskuld ekki gift neinu slori, heldur sjálfum Ţórđi Ţorlákssyni biskup. Hann var engu síđri lćrdómsmađur en Vísi-Gísli og kvćntist hann vel, enda vildu maddömur á Íslandi helst giftast ţeim fáu náfrćndum sínum sem voru séní - en ekki hálfgerđir afglapar eins og hinir. 

Ţórđur, tengdasonur Gísla, nam viđ Kaupmannahafnarháskóla, og síđar eftir ađ hafa veriđ skólameistari í Hólaskóla hélt hann til Rostock og Wittenberg, heimsótti París og tók Belgíu og Holland á heimleiđinni. Hann samdi Íslandslýsingu (Dissertatio chorographico-historica de Islandia) sem fyrst var prentuđ í Wittemberg  áriđ 1666 (lesiđ hana hér á latínu er ţiđ nenniđ hér) og  teiknađi landakort af Íslandi og Grćnland. Hann fékk prentverk flutt til Skálholts og lét penta fyrstu útgáfuna af Landnámu áriđ 1688 (lesiđ hana hér). Eins og góđum tengdasyni sćmir hafđi hann sömu áhugamál og Vísi-Gísli. Ţeir voru vitaskuld ekki í golfi eins og laukar nútímans. Ţórđur gerđi í stađinn tilraunir međ kornrćkt í Skálholti og ţar vex líka kúmen, hvort sem ţađ er honum ađ ţakka eđur ei.

Vísi-Gísli andađist úr steinsótt, sem vćntanlega er hćgt ađ sjúkdómsgreina sem  ţvagrásarstíflu eđa krabbamein í blöđruhálskirtli. Ţetta var örugglega merkur karl.

* Myndin efst er af samtímamanni Vísa-Gísla. Hann hét Samuel van Hoogstraten og var listmálari, listfrćđingur og nemandi Rembrandts frá Rín. Málverkiđ er sjálfsmynd Samuels. Ţannig litu víst ungir gáfumenn út um ţađ leyti sem Vísi-Gísli var í Hollandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband