Sagnfrćđileg perla komin úr skel fyrir Vestan

Erlendur Landshornalydur

Ritdómur:

Vestur á Súđavík býr tiltölulega ungur mađur sem lengi hefur helgađ sig sögu útlendinga og ţeirra sem ekki voru velkomnir á Íslandi. Ţetta er Snorri G. Bergsson sagnfrćđingur. Bók hans Erlendur Landshornalýđur? er nýkomin í bókaverslanir og kjörbúđir. Međ ţessu góđa og breiđa verki hefur Snorri gefiđ íslensku ţjóđinni perlu og nýtt grundvallarverk, sem ćtti ađ vera skyldulesning í menntaskólum.

Íslendingar eru ađ mínu viti enn upp til hópa útlendingahatarar eđa haldnir óţoli eđa öfund gagnvart útlendu fólki, jafnvel ţeir sem bjóđa til landsins ferđamönnum í ţúsunda tali. Útlistingar og yfirlit yfir skođanir Íslendinga á útlendingum á 18. og 19. öld er ţví kćrkominn fengur til ađ skilja ţessa bölvuđu áráttu margra á Íslandi, ađ kenna útlendingum um allt illt og líta á tilflutt fólk sem 2. flokks fólk.

Ég er enn ađ lesa bók Snorra, og mjög margt nýtt sem kemur á óvart og annađ vissi ég, enda vitnar Snorri óspart í mig og mín frćđi. Nú er gott ađ fá ţessa sögu í bók. Viđ erum mörg sem lengi höfum beđiđ eftir ţessum opus Snorra um gyđinga og útlendinga. Viđ vitum ađ hann hefur unniđ ađ ţessu lengi og ţađ ber bókin vott um. Hún er vel skrifuđ, yfirveguđ og lćsileg.

Fyrir utan ţađ sem ljóst var, ađ Hermann Jónasson vćri andstyggilegur gyđingahatari og ađ slíkar kenndir hafi fylgt flokknum hans lengi, tel ég nú víst ađ Snorri hafi séđ ljósiđ og viti nú ađ slíkar kenndir voru einnig ađ finna međal annarra flokka, t.d. međal sjálfstćđismanna og krata. Snorri gefur dćmi um útlendingahatur Vilmundar Jónssonar landlćknis. Ţađ kemur mér ekki á óvart. Ég á afrit af skjali sem ég rakst á hér í Kaupmannahöfn, frá Vilmundi, ţar sem hann skrifar til danskra yfirvalda um hćtturnar sem stafa af ţví ef kaţólskir menn, erlendir, fái ađ reisa spítala á Íslandi.

Ţar sem bók Snorra nćr ţví miđur ađeins til 1940, fá lesendur ekki upplýsingar um gyđingahatur sem gerjađi á Íslandi eftir síđara stríđ og sem framleitt var og dreift af flokksbundnum krata og ţingmanni um tíma, Jónasi Guđmundssyni (sjá t.d. hér).

Annađ markvert í bókinni, og ţar er margt, er ađ Snorri gefur sterklega í skyn ađ höfuđskáld ţjóđarinnar og nóbelsverđlaunahafi, Halldór Laxness hafa veriđ gyđingahatari og hefur fundiđ texta ţar sem hann talar af óvirđingu um fórnarlömb nasista og jafnađi gyđingaofsóknum viđ hundahatur.  Af hverju voru Hannes (sem ég finn ţví miđur ekki í nafnaskrá bókar Snorra) og Halldór ekki međ ţađ í bókum sínum? Halldór skrifađi í Parísarbréfi sínu í Ţjóđviljanum áriđ, ţ. 31. október 1948:

Morđíngi Evrópu dró ţessa umkomulausu flóttamenn sína hér uppi voriđ 1940 [viđ hernám Frakklands]. Ég atti nokkra kunningja í hópi ţeirra. Ţeir voru pólskir. Mér er sagt ađ ţeir hafi veriđ drepnir. Ţeir hafa sjálfsagt veriđ fluttir austur til fángabúđanna í Ásvits (Oswiekim, Auschwitz) ţar sem Hitler lét myrđa fimm milljónir kommúnista og grunađra kommúnista á árunum 1940-1945, jú og auđvitađ „gyđínga“.

Ég tel ađ greining Snorra á ţessum ósóma í Laxness sé fullkomlega hárrétt. Ég er ţakklátur Snorra fyrir ađ hafa ţorađ ađ minnast á ţetta, en ég tel ađ afgreiđsla Laxness á veru sinni í Berlín 1936 hafi einnig sýnt hugarfar hans í garđ gyđinga, fólks sem hann kynntist ekki neitt. Ég skrifađi um ţćr, m.a. hér og fékk Hannes Hólmsteinn ţađ m.a. ađ láni í ađra bók sína um Laxness. 

output_Bnlww8

Ţessa myndin af Laxness (án mottu og kollu) er ađ finna í bók Snorra. Eftir ađ hafa lesiđ kaflann um skođanir hans á gyđingum gat ég ekki stađist mátiđ og brugđiđ á leik. Svipur er óneitanlega međ ţeim arísku frćndum, Hjalta litla og Dóra. Enda var Laxi velkominn til Berlínar áriđ 1936.


Nú er spurningin til allra ţeirra sem ţekkja og unna Laxness, og sumir meira en ađrir. Hverjir voru ţessi pólsku vinir hans? Hann átti líka ađ eigin sögn gyđingavini sem sköffuđu honum miđa á nasísku ólympíuleikana í Berlín? Er ekki kominn tími til ţess ađ gera sér grein fyrir ţví, ađ ţó Laxness hafi veriđ mikiđ skáld og hafi fengiđ merk verđlaun, ađ hann líka á stundum ţađ sem siđmenntađar angló-saxískar ţjóđir kalla "full of shit" - en fyrst og fremst var hann afsprengi ţjóđfélags ţar sem hrćđslan viđ útlendinga var gífurleg. Slíkt gerist oft í fámennum ţjóđfélögum og á einangruđum eyjum.

Mig langar ađ setja spurningarmerki viđ eina greiningu Snorra á Vilhjálmi Finsen ritstjóra Morgunblađsins. Í frásögn sinni af Ţjóđverjanum Obenhaupt sem Finsen taldi vera gyđing en var ţađ ekki (sjá hér), ályktar Snorri ađ Vilhjálmur hafi lítiđ ţótt til gyđinga koma. Ţađ held ég ađ sé röng greining, ţví er Ţjóđverjar höfđu hrakiđ Finsen, sem starfađi í danska sendiráđinu í Osló, til Stokkhólms áriđ 1940, var hann beđinn um ađ hjálpa gyđingum í Noregi vegna góđra tengsla viđ stjórnmálamenn og áhrifafólk í Noregi. Eftir stríđ hlaut hann bćđi heiđurspening sćnska Rauđa Krossins og Sct. Ólafsorđuna  fyrir framgang sinn viđ ađ hjálpa flóttamönnum frá Noregi í Svíţjóđ. Margir ţeirra voru einmitt gyđingar.

Fjöldi gyđinga sótti um landvist á Íslandi en var hafnađ skriflega

Snorri Bergsson birtir í bók sinni margar góđar upplýsingar úr íslenskum skjalasöfnum um gyđinga sem reynda ađ komast til Ísland međ ţví ađ hafa samband bréfleiđis viđ íslensk yfirvöld. Fćst ţessa fólk komst til Íslands. En einstaklingarnir voru miklu fleiri eins og kemur fram á bls. 187 og 252, ţví enn meiri fjöldi skrifađi til Sendiráđs Dana í Berlín og rćđismanna. Dönsk yfirvöld höfđu samband viđ sendiráđiđ í Kaupmannahöfn sem varđ ađ vísa öllum beiđnum frá gyđingum frá vegna stefnu Hermanns Jónassonar og félaga á Íslandi. Menn reyndu alla möguleika. Flestir ţeir sem skrifuđu og leituđu ásjár íslenska yfirvalda enduđu líf sitt í útrýmingarbúđum nasista.

Í ţessu samhengi ber ađ hafa í huga, ađ ţađ virđist ekki hafa hjálpađ mönnum á Íslandi ađ afneita trú sínum eđa uppruna. Ţegar Edelstein hjónin komu til Íslands voru ţau búin ađ taka kaţólska trú. Charlotte Edelstein bar t.d. kross á passamynd sinni. Ţau lentu í mikilli baráttu viđ öfl Hermanns Jónassonar. Fjölskylda Róberts Abrahams (Ottóssonar) hafđi tekiđ kristna trú ţegar á 19. öld og lagđi hann mikiđ kapp á ađ koma dönskum yfirvöldum í skilning um ţađ áđur en hann fékk vinnu á Íslandi. Allt kom fyrir ekkert, hann fékk ekki ađ dvelja í Danmörku til frambúđar, ţví yfirvöld í Danmörku og á Íslandi fylgdu og virtu Nürnberg-lög nasista. Hann var ávallt stimplađur sem gyđingur á Íslandi. Trúskipti gyđinga í gettóum sem nasistar lokuđu ţá í hjálpuđu einnig afar fáum. Gyđingahatriđ hafđi fengiđ "líffrćđilegan" vinkil ţar sem trúin skipti engu heldur "blóđiđ".

Bókin Erlendur Landshornalýđur? ćtti eins og áđur segir ađ vera skyldulesning í lćrđum skólum. Hún gćti jafnvel orđiđ gagnlegt lyf gegn útlendingahatri sem enn geisar á Íslandi. Bókin vćri einnig holl lesning ţeim sem telja sig forsvarsmenn flóttamanna á Íslandi í dag, sem einn daginn vađa í tárum yfir međferđ ţeirra, en eru í óhemju fávisku sinni međ sótsvart gyđingahatur daginn eftir. Gyđingar eru sem betur fer ekki ađalefni bókar Snorra og ţví engin ástćđa til ađ skýra Súđavík núverandi bústađ Snorra á Júđavík. Argh, ţessi var lélegur.

Eitt ađ lokum sem betur hefđi mátt fara, en sem ekki getur skrifast á höfundinn. Pappírinn sem bókin er prentađur á er algjör sparnađarpappír og er ţađ leitt. Svo eru 14 síđur aftast í bókinni sem eru alveg tómar og óskrifađar. Grunar mig ađ ţar hafi Snorri laumađ inn stefnuskrá  Samfylkingarinnar eđa "samfóista" sem er helsta "aversjón" Snorra svona dags daglega ţarna fyrir vestan ţar sem hann býr undir öllum snjónum. 

En fariđ nú ađ kaupa jólagjafirnar og muniđ ađ taka Erlendan Landshornalýđ međ. Bókin er t.d. tilvalin handa fúlum frćndum eđa frćnkum sem hafa útlendinga á hornum sér. Ekkert spurningamerki.

Erlendur Landshornalýđur? Flóttamenn og framandi útlendingar á Íslandi, 1853-1940. Almenna Bókafélagiđ 2017, ISBN 978-9935-486-28-8

Bókin fćr 6 grafskeiđar og hér er ekki hćgt ađ fá fleiri:

6_grafskei_ar_1180436_1260958


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilhjálmur, líttu í Alţýđubókina, greinina BĆKUR: 5. kafla. Ţar ryđur H.K.Laxness úr sér svćsnu Gyđingahatri. Hann er ţá farinn ađ hafana kristindóminum, og rćđst á hann einmitt fyrir gyđinglegar rćtur hans.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráđ) 24.11.2017 kl. 22:03

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţakka ţér Ingibjörg fyrir ábendinguna. Ég á ekki Alţýđubókina en panta hana frá bókasafni til ađ geta lesiđ ţetta nánar.  Mig langar í ţessu samhengi ađ taka fram ađ ég tel ekki Laxness vera meiri gyđingahatara en meirihluta manna í Evrópu á ţessum tíma. En hann skipađi sér ţví miđur ekki í flokk međ ţeim andans mönnum sem harđast réđust gegn Hitler eđa tóku hanskann upp fyrir gyđingum. Ţess vegna er ţađ víst örugglega sögufölsun ţegar mađur í nýlegri alţjóđlegri kvikmynd sér ungan Laxness (í túlkun Benedikts Erlingssonar) á PEN ráđstefnunni í Buenos Aires standa upp fyrstan til stuđnings fórnalömbum nasismans og fasismans. Um ţessa kvikmynd skrifađi ég nýlega: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2203127/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.11.2017 kl. 15:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband