Krati og gyđingahatari

dagrenning_jonasar_gu_mundssonar_nasistakrata.jpg

Einn argasti gyđingahatari Íslands eftir Síđari Heimsstyrjöld var kratinn, Alţingismađurinn og embćttismađurinn Jónas Guđmundsson.

Jónas gaf út rit sem voru morandi í gyđingahatri í bland viđ pýramídafrćđi Adams Rutherfords og annan okkúltisma.

Á heimasíđu Alţingis er ekki minnst einu orđi á ţessar einkennilegu kenndir Jónasar. Ţađ er einnig tilfelliđ međ alţingismanninn Davíđ Ólafsson í Sjálfstćđisflokknum, sem var nasisti á yngri árum og stundađi nám í Ţýskalandi nasismans.

Skrif Jónasar Guđmundssonar og útgáfa hafa vonandi ekki á sínum talist til góđrar latínu á Íslandi? Margir keyptu ţó tímarit Jónasar, Dagrenning, sem út kom í 12 ár, og bókasöfn höfđu fjölda eintaka af ritum hans til láns.

Furđulegt má virđast í dag ađ samflokksfélagar hans hafi ekki reynt ađ bola honum út úr flokknum međ meiri hörku en raunin var. Harđasta gagnrýnin kom frá Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni blađamanni á Alţýđublađinu (sem skrifađi stundum undir nafninu Hannes á Horninu), en bestu gagnrýnina fékk Jónas Guđmundsson t.d. frá ţingmanni Sjálfstćđisflokksins, Garđari Ţorsteinssyni. Er bók Jónasar, Saga og dulspeki kom út áriđ 1942, skrifađ Garđar í Eimreiđinni:

Ég get ímyndađ mér, ađ ţćr skýringar, sem hér koma fram í forsögu hins germanska og engilsaxneska kynstofns, vćru ekki öllum jafn geđfelldar, og yfirleitt finnst mér ţađ ógeđfelld kenning ađ ćtla einn kynflokk útvalinn af ćđri máttarvöldum - guđs útvalda ţjóđ - en annan leika ţađ hlutverk eitt ađ vera tyftari hinna útvöldu. Mer finnst  ađ í slíku gćti nokkuđ mikils skyldleika viđ ţćr kenninga sem mest hafa veriđ dýrkađar af ţjóđernissinnum Ţýskalands, en fordćmdar af flestum öđrum.

jonas_gu_mundsson_nasisti.jpg

 Jónas Guđmundsson, kratinn sem gaf út andgyđingleg rit eftir Heimstyrjöldina síđari.

Ekki má gleyma falsritinu Samsćrisáćtlunin mikla - Siđareglur Zionsöldunga, sem Jónas gaf út áriđ 1951. Ţetta er falsrit sem nasistar lögđu mikla stund á en sumir höfnuđu ţví ţó sem fölsun, t.d. Oswald Mosley breski fasistaleiđtoginn. En hvađ kom til ađ krati og Alţingismađur var ađ gefa ţetta rit út eftir stríđ á Íslandi?

Formálinn á ţví riti, sem er eftir Jónas, er ćvintýraleg steypa, svo mikiđ bull reyndar ađ mađur efast um geđheilsu mannsins og spyr sjálfan sig hvernig á ţví stóđ ađ Alţýđuflokksmenn fólu honum svo mörg trúnađarstörf.

En á endanum fengu Kratar nóg af ţessum kynlega kvisti. Jónas skrifađi sjálfur um ţađ í Dagrenningu.

"Loks kom ţar ađ einn ţeirra, sem býst viđ ađ "erfa ríkiđ" í Alţýđuflokknum,kom til mín og sagđi mér blátt áfram ađ ef ég hćtti ađ trúa ţessum "firrum" međ Biblíuna og Pýramídann, yrđi ekki hjá ţví komist ađ ég yrđi ađ hćtt öllu starfi í flokknum. Ţađ mundi meira ađ segja erfitt ađ birta greinar eftir mig í Alţýđublađinu, ţví ţađ fengi á sig "óorđ" af mér og ţessum heimskulegum skođunum,..."

Jónas Guđmundsson taldi sig greinilega fórnarlamb skođana sinni og sagđist hafa sagt skiliđ viđ Alţýđuflokkinn áriđ 1942 vegna ţess ađ Kratar hefđu ekki hafnađ samvinnu viđ kommúnista. Óregla međ áfengi var víst einnig til ţess ađ hann hćtti virkni í stjórnmálum, en um 1945 var hann hins vegar eins og ţruma úr heiđskýru lofti orđinn einn fremsti bindindisfrömuđur landsins.

Honum var heldur ekki bolađ meira út úr Alţýđuflokknum en ţađ ađ áriđ 1946  var hann skipađur skrifstofustjóri í félagsmálaráđuneytinu og lengdi ţví embćtti til byrjunar árs 1953. Međan hann er skrifstofustjóri í Félagsmálaráđuneytinu gefur hann einmitt út ritiđ Samsćrisáćtlunin mikla - Siđareglur Zionsöldunga.

Hvađ gerist í kollinum á sumum vinstrimönnum og hvađ gerist stundum í kollinum á sumum Íslendingum? Bara ađ mađur vissi ţađ. Ofstopi og fordómar sumra ţeirra í garđ Ísraelsríkis og gyđinga í dag tel ég persónulega vera framhald af sams konar villuráfi og öfgum og Jónas Guđmundsson var haldinn. Íslenskur ţjóđernisrembingur blandađur viđ sósíalisma er hćttulegur kokkteill.

Í raun taldi hann eins og margur íslenskur stjórnmálamađurinn ađ Íslendingar vćru Guđs útvalda ţjóđ: Í Dagrenning 32 (1951) skrifađi hann t.d.:

Hlutverkiđ sem Íslandi og íslenzku ţjóđinni er alveg sérstaklega ćtlađ, er ţađ, ađ ţjóđin átti sig á ţví fyrst allra ţjóđa, ađ hún sé "hluti af hinum mikla Ísraelslýđ Guđs", og kannist viđ ţađ opinberlega ađ svo sé.

Minnir ţetta ekki óneitanlega á hjaliđ um hlutverk Íslands og Íslendinga á međal ţjóđanna - sem enn heyrist?

 

Hlaut heiđur og trúnađ ţrátt fyrir brenglunina

Hvađa störf fól samfélagiđ svo manni eins og Jónasi Guđmundssyni. Ţađ var ekki svo lítiđ. Međan stórmenntađir gyđingar fengu ekki störf á Íslandi eđa var bolađ úr ţeim var ţessi furđufugl hafinn til skýjanna. Í minningarrćđu Hannibals Valdimarssonar áriđ 1973 segir m.a. svo um Jónas Guđmundsson (1898-1973) (sjá frekar hér):

...Haustiđ 1921 varđ hann kennari viđ barnaskólann á Norđfirđi og gegndi ţví starfi fram á áriđ 1933. Jafnframt var hann kennari viđ unglingaskólann á Norđfirđi 1923–1933. Hann var síđan framkvćmdastjóri Fóđurmjölsverksmiđju Norđfjarđar 1932–1937 og Togarafélags Neskaupstađar 1935–1938. Á árinu 1937 fluttist hann til Reykjavíkur og var framkvćmdastjóri Alţfl. 1938–1939. Eftirlitsmađur sveitarstjórnarmálefna var hann 1939–1953 og skrifstofustjóri í félmrn. 1946–1953. Hann var framkvćmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga 1945–1967 og forstjóri Bjargráđasjóđs Íslands 1952–1967.

Auk ađalstarfa ţeirra, sem hér hafa veriđ rakin, voru Jónasi Guđmundssyni falin fjöldamörg trúnađarstörf á ýmsum sviđum, og verđur nokkurra ţeirra getiđ hér. Hann var oddviti hreppsnefndar Neshrepps í Norđfirđi 1925–1928 og sat í bćjarstjórn Neskaupstađar 1929–1937. Landsk. alţm. var hann á árunum 1934–1937, sat á 4 ţingum alls. Hann átti sćti í Landsbankanefnd frá 1934–1938 og í bankaráđi Landsbankans 1938–1946. Á árunum 1934–1935 átti hann sćti í mţn. um alţýđutryggingar og framfćrslumál, og síđan var hann í mörgum stjórnskipuđum nefndum til ađ rannsaka og undirbúa löggjöf um margvísleg efni á sviđi félagsmála. Hann var í stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiđenda 1939–1943. Formađur Sambands ísl. sveitarfélaga var hann 1945–1967, í stjórn Bjargráđasj. Íslands 1946–1967 og í stjórn Lánasjóđs sveitarfélaga 1966-1970. Fulltrúi ríkisstj. Íslands á ţingum Alţjóđavinnumálastofnunarinnar var hann 1947–1952. Hann var stofnandi áfengisvarnarfélagsins Bláa bandsins 1955 og formađur ţess fram á áriđ 1973. Jafnframt var hann formađur stjórnar Vistheimilisins í Víđinesi 1963–1973.

 

Ţakkir: Magnús A. Sigurđsson sagnfrćđingur og Minjavörđur Vesturlands (viđ Minjastofnun Íslands) ritađi merkilega BA ritgerđ viđ Háskóla Íslands áriđ 1993. Margar upplýsingar hér eru komnar úr ţeirri ritgerđ, sem ég hefđi gefiđ mjög góđa einkunn hefđi ég haft Magnús sem stúdent.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Furđulegt er ađ sjá hvernig hiđ háa Alţingi lýgur og fegrar sögu  starfsmanna sínna, međan ađ ríkisstjórn Íslands tímir ekki ađ bjóđa fyrsta gyđingnum sem fćddist á Íslandi til landsins á 80 ára afmćli hans.

FORNLEIFUR, 8.9.2016 kl. 16:20

2 identicon

Sćll Fornleifur.

Bestu ţökk fyrir einstaklega fróđlega pistla
fyrr og síđar.

Telur ţú Ísraelsmenn Guđs útvöldu ţjóđ?

Eđa er ţetta eitthvađ sem gćti talist úrelt viđhorf
sbr. endurkomu Krists, trú á djöfulinn, helvíti 
og annađ í ţeim dúr?

Húsari. (IP-tala skráđ) 9.9.2016 kl. 10:23

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Húsari, ég hef margoft útskýrt hvernig Guđs útvalda ţjóđ sé fyrst og fremst kristinn misskilningur og oftúlkun sem nasistar hafa unađ sér viđ ađ klćmast á sér og fjandanum til ánćgju. Kristnir menn hafa ekki alltaf veriđ sleipir í hebresku eđa arameísku. Am Nivhar er ţetta kallađ á hebresku og menn geta sjálfir flett ţví upp hvađ ţađ ţýđir. Sjá einnig hér: http://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/Judaism/chosen_people.html

Ísraelsmenn eđa Gyđingar eru vart Guđs útvalda ţjóđ, ef mađur lítur á helförina og andbyr ţann sem ţjóđin verđur fyrir frá gjörvöllum heimi múslíma, sem og mörgum á Vesturlöndum, 70 eftir helförina.

Ţetta er úrelt viđhorf, og ég vona ađ móđgi margan útvalinn, ţegar ég spyr eins og kjáni: Hvenćr kom einhver Kristur til ađ byrja međ og af hverju ţarf hann tvćr atrennur til ađ ljúka ćtlunarverki sínu međan ađ djöfullinn og helvíti eru alltaf á sama stađ og sérstaklega í mönnunum?  Ef Jesús var útvalinn hefđi hann hćglega geta lokiđ ćtlunarverkinu í einni atrennu.

FORNLEIFUR, 9.9.2016 kl. 14:43

4 identicon

Sćll Fornleifur.

Kćrar ţakkir fyrir svariđ!

Ég tek heilshugar undir orđ
ţín um 'kristinn misskilning og oftúlkun'
ţó forsendur okkar séu greinilega ekki ţćr sömu.

Ég held einmitt ađ ţessi 'kristni misskilningur
og oftúlkun' sem ţú orđar svo prýđisvel
hafi orđiđ til stórskađa ţví ţađ er fullkomlega
andstćtt allri kristinni hugsun ađ ein ţjóđ
standi annarri framar.
Hugsađu ţér ađ ţessari kenningu skuli hafa veriđ haldiđ
fram í árţúsund svo heimskuleg og vitlaus sem hún er!

Ţó svo ađ ég kannist viđ ţađ viđhorf sem fram kemur
í síđustu efnisgrein ţá hefđi ţađ ekki veriđ í samrćmi viđ
ritúaliđ ađ flýta ţessu!

Húsari. (IP-tala skráđ) 9.9.2016 kl. 15:27

5 identicon

Sćll Fornleifur.

Biđ ţig margfaldlega afsökunar á framhleypni minni
ađ skrifa fáein orđ af fávísi minni á blogg ţitt.

Ég sá reyndar ađ ţráđurinn var snarlega aftengdur af ţér
eđa bloggmeisturum Morgunblađsins strax korteri eftir ađ
ég hafđi ritađ ţau orđ og ţví hreinasta óhćfa ađ ég skyldi
skrifa í annađ sinni.

Vissi frómt frá sagt ekki ađ blogg snérist um ţađ ađ helst
enginn lćsi ţađ sem skrifađ vćri en nú veit ég ţađ.

Nćst ţegar mér verđur ţađ á ađ ćtla ađ skrifa eitthvert
rugliđ til ţín ţá ćtla ég ađ hafa vit á ţví
ađ skrifa ţađ í sandinn!

Húsari. (IP-tala skráđ) 10.9.2016 kl. 10:23

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég veit ekki hvert ţú ert ađ fara međ ţessari aftengingu sem ţú skrifar um fyrr í dag. Hér hefur enginn veriđ aftengdur eđa vanađur. Hvađ gerđist? Tölvan ţín er kannski ađ niđurlotum komin ađ niđurlotum komin, komin, komin...?

Sem sagt, ég kannast einfaldlega ekkert viđ ţađ sem kemur fram í vangaveltum ţínum. Ţér er alveg óhćtt ađ spyrja, en ég hef ekki alltaf tíma til ađ svara og svara ţví ađeins sem ég ţykist vita eitthvađ um, ţví bloggiđ er ekki atvinna mín. Ef svo vćri vćri ég feitari en Egill Helgason og ríkari en Landsbankinn.

FORNLEIFUR, 10.9.2016 kl. 15:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband