Fjárbændur beita á þjóðlendur í Þjórsárdal

Draumsýn græðginnar úr lofti

Þótt öll merki séu á lofti um að vindurinn sé að mestu farinn úr ferðaiðnaðarloftbelgnum sem sveimaði til skamms tíma yfir Íslandi, eru greinilega til Íslendingar sem eru vissir um að allt sem þeir taka sér fyrir hendur verði að skíragulli.

Nú vilja menn byggja fleiri "Kurstelle", sem þeir kalla Fjallaböð. Þar verður hægt að bræða gull og eðalsteina úr mergfitu milljónamæringa þar sem þeir liggja í heitu pottunum og ímynda sér að þeir séu í einhverjum fjöllum, þar sem þeir sitja í nuddpotti í aðeins 200 m. hæð yfir sjávarmáli.

Jafnvel þó að þýsku tannlæknarnir séu að mestu hættir að koma til Íslands, enda búnir að fá nóg af klondike-stemningunni á Íslandi, er enn verið að þjónka undir rassinn á indverskum auðmönnum. Indverjarnir höfuðríku eyða illa fengnu ránsfé sínu í íslenskar lystisemdir sem einhverjir græðgispekúlantar á Íslandi framreiða.

Ekki fara fallegar sögur af Indverjunum, sem munu vera langtum heimtufrekari en þýsku tannlæknarnir. Nýríkir Rússar eru víst eins og dýrlingar í samanburði við indverska mógúla og gandreiðarmenn, sem fara með fólk í íslenskum ferðaiðnaði líkt og það væri óæðri verur sem deyja úr hor í ræsum Mombæ. Hætt er við því að indverski aðallinn gefi brátt Ísland upp á bátinn, ef ekki verður innifalið í verðinu að hann megi fá að sparka í hið íslenska neðanmálslið líkt og venjan er að gera við alþýðinu heima í Dehli.

Ný hefur hluti sjálftökuaðals Íslands, það sem kemur næst illgjörnum Indverjum á Íslandi, komist í feitt, til að ávaxta fé sitt. Áform eru nú um sannkallað alþýðuhótel í Þjórsárdal, svokölluð Fjallaböð sem stendur til að byggja fremst við Reykholt í Þjórsárdal. Þar dreymir menn um hótelbyggð sem grafin verður inn í Reykholtið, sem er örfoka hraun og vikurfell að frátöldum fornum rústum, sem vera kynni að þyrfti að rannsaka áður en framkvæmdir geti hafist.

Sveitarfélagið, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, sem býður sjálftökufólkinu hluta af þjóðlendu Íslendinga, er stórhrifið, því menn eru greinilega búnir að fá nóg af venjulegum ferðamönnum. Þeir eru ekki lengur velkomnir í Þjórsárdal.

Skeggjaða konan og vandláta Dísa eru á bak við ævintýrið

Einn af forkólfum hóteldraumsins í Þjórsárdal er Magnús Orri Schram. Einhver ykkar munið líklega drenginn sem taldi fólki hér um árið trú um að hann væri Krati.  Hann er víst enn á bitlingum úr pólitíkinni og gengur undir viðurnefninu skeggjaða konan. Magnús er stjórnarmaður í UN Women, sem er vel af sér vikið í ljósi þess að hann er karl. (Takk ISG). Konan hans er heldur ekkert slor frekar en Schramið. Hún heitir Herdís Hallmarsdóttir og er lögmaður og hundaræktunarkona. Hún mjólkaði vel í skjólur sínar auðfengnum milljónum er hún var slitastjóri Landsbankans. Hún sleit og tætti vel í sig.

Slíkt fólk berst á í stað þess að sýna auðmýkt yfir léttunnum auði sínum. Magnús Orri var best klæddi kratinn á Íslandi frá upphafi og  Slitin-Dísa gerði gröfur um að flugvélar sem flaug í væru gallalausar. Viðskipablaðið  meira að segja kváði við alþýðlegheitunum í konu þessari, því þegar árið 2012 var hún farin að haga sér eins og indversku gestirnir í hellaunum sem grafa á inn í vikursallann í Reykholti:  "Við innritun spurði hún afgreiðslukonuna með hvaða vél hún færi. Hvort það væri ekki örugglega búið að taka hana í gegn að innan. Hún nennti nefnilega ekki að sitja í gamla settinu. Þetta er kona sem er vandlát á flugvélar." Sjá hér . Viðskiptablaðið gaf henni nafnið Herdís hin vandláta.

Nú ætla þessi gervilegu hjón, gervikratinn og sú vandláta, að byggja sér hótel í Þjórsárdal, þar sem á að þjóna þeim er enn skyldu hafa áhuga á gullgrafaraæðinu í gráðugum Íslendingum.

Þetta verður að teljast töluverð áhætta. En skeggjaða konan er með MBA og sú vel slitna er júristi, svo einhver plön hafa þau gert í nýju eldhúsinnréttingunni í nýja húsinu við Elliðavatn, sem sett var í um daginn, því það kom fitublettur á upphaflegu innréttinguna.

Hvernig það hefur gengið fyrir sig að fá leyfi til þess þrýsta fjögurra milljarða króna ferðamannadæmi inn í þjóðlendur Íslendinga, verður maður nú að spyrja yfirvöld. Þjóðin á þetta svæði og allur arður af því á að renna til hennar. Samkvæmt lögum um þjóðlendur ætti það í eðlilegu þjóðfélagi að vera töluvert ferli áður en veitt er leyfi til reksturs og rasks í þjóðlendu, en svo virðist sem Bjarni Ben hafi reddað öllum leyfum og undantekningum.

Nú er Ísland, líkt og flestir vita, kannski ekki alveg eðlilegt þjóðfélag. Súperkapítalistar kalla sig krata og fólk sem heimtar nýjar innréttingar í flugvélarnar eru vitaskuld flokksmenn í Viðreisnarsvínaríinu. Frétt Viðskiptablaðsins er því miður ekki nægilega upplýsandi um hvernig menn fara að því fá leyfi til að byggja hótel í þjóðlendum eins og ekkert sé.

Hvað finnst ykkur, lesendur góðir?  Verður Forsætisráðherra ekki að útskýra málið og einnig heimamenn, sveitaaðallinn í Þjórsárdal, sem ekki vill lengur venjulega ferðamenn í dalinn, og allra síst Íslendinga með nestismal sinn. Slíkur skríll skal nú gerður útlægur úr dalnum. 

Mig langar að lokum að benda glerinnflytjendum á, að þeir geta komist í feitt í Þjórsárdal ef ævintýri skeggjuðu konunnar og vandlátu Dísu verður að veruleika. Eftir 1-2 ár verða allir gluggar á neðanjarðarvirkinu, sem menn dreymir um að byggja í Þjórsárdal, mattir af Hekluvikri sem lemur á gluggum í sunnan- og vestanáttum. Allt er úthugsað.


mbl.is Fjallaböð í Þjórsárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Gáróttur kleppari sendi mér þetta allt niðursoðið í bundnu máli:

Ort var:

Bú er betra,

þótt lítið sé.

Halur er heima hver.

Þótt tvær geitur eigi

og taugreftan sal,

það er þó betra en bæn.

Ort yrði:

Slitabú er betra,

þótt lítið sé.

Taðskegglingur tórir hver.

Þótt þjóðlendu eigi

og þúst í vikurhlíð.

Það er þó betra en blús.

FORNLEIFUR, 17.5.2018 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband