Flugvélafornleifafrćđi: SÓLFAXI TF-FIP

Icelandair Heathrow 1965
Sólfaxi TF-FIP var frćg flugvél sem ć fćrri muna eftir. Vélin var vitaskuld ein af hinum endingargóđu Douglas Cloudmaster DC-6B vélum. Ţćr voru bćđi sterkar og fagrar á ađ líta, líkt og konur.

Vélin er smíđuđ í júlí 1952 hjá Douglas Aircraft Company í Santa Monica í Kaliforníu. Rađnúmer hennar var 43549.

Á Íslandi var vélin skráđ 3. janúar 1964 sem eign Flugfélags Íslands hf. Flugvélina keypti flugfélagiđ af SAS, en hún hafđi áđur átt heimavöll í Noregi og svarađi nafninu Heming Viking LN-LML .

Heming Viking Skotlandi

Heming Viking á Skotlandi

Áđur en vélin kom til Íslands hafđi SAS selt hana til Taílands. Ţar flaug hún skráđ sem HS-TGB, en SAS keypti hana aftur og var vélin um tíma skráđ sem SE-XBO.

Sólfaxi flaug mikiđ á millilandaleiđum Flugfélags Íslands. En eftir ađ Gullfaxi, Boeing 727, fyrsta ţota Íslendinga kom áriđ 1967, hafđi Sófaxi frekar frá verkefni fyrir Icelandair eftir ţađ. Voriđ 1972 var vélin seld Delta Air Transport í Belgíu. Hún var tekin af skrá á Íslandi 18. apríl 1972. Í Belgíu var vélin ekki notuđ lengi og  seld í september 1972. Hér fyrir neđan er mynd af henni í einhverjum erindagjörđum í Napólí.

Efst er mynd sem nýlega komst í einkaeigu Fornleifs (varist myndaţjófnađ). Myndin var tekin af vélinni á Heathrow-flugvelli áriđ 1965. Hér fyrir neđan er hún komin í búning Delta Air Transport (međ skráningarnúmeriđ OO-RVG). Vélin var stolt Íslands, ţar sem hún stóđ í sólinni á Heathrow. Ţá voru hlutirnir líka betur gerđir. Ég er t.d. fćddur áriđ 1960 og miklu betur byggđur og betri en margar síđari árgerđir. Ég veit ađ ţví er erfitt ađ kyngja, en ţannig eru stađreyndir lífsins.

Douglas DC-6B - Delta Air Transport - in Napoli1972

Sólfaxi varđ ađ Delta Air Transport-vél og sést hér áriđ 1973 á flugvellinum í Napólí.

Áriđ 1974 var vélin hins vegar komin til Bandaríkjanna og var ţá í eigu flutningafyrirtćkisins Zantop International Airlines í Detroit í Bandaríkjunum. Fyrir Zantop flaug vélin međ einkennisstöfunum NR549H.  Síđar keypti CONIFAIR í Kanada vélina og skráningarnúmeriđ varđ nú C-GBYH. Síđast var hún í ţjónustu Northern Air Cargo í Kanada og flaug međ einkennisstafina N6204U.

Sólfaxi í Alaska 2004

Myndin hér fyrir ofan er af vélinni í Alaska áriđ 2004. Vélin virđist hafa veriđ tekin af skrám áriđ 2005. Ţá var ţessi fagra vél orđin líffćragjafi fyrir ađrar Douglas DC-6 B vélar. Leifar hennar ćtti ţví helst ađ vera hćgt ađ leita uppi í Alaska. Reyndar upplýsir ţessi danska vefsíđa, ađ ćtlunin hafi veriđ ađ setja flugvélina í stand áriđ 2011, en Fornleifi hefur ekki tekist ađ finna upplýsingar um ađ ţví verki hafi veriđ lokiđ. Ef ţessi upplýsing er rétt, flýgur Sólfaxi ef til vill enn um loftin blá, 65 árum eftir ađ flugvélin flaug frá Santa Monica í fyrsta skipti.

Ţetta var fögur vél áriđ 1964, ţegar Icelandair keypti gamlar vélar međ eldgamlar innréttingar sem allir gerđu sér ađ góđu. Ţá var heldur ekki til óţakklátur yfirstéttarskríll á Íslandi eins og sá sem nú hefur myndast, sem berst á líkt og pakkiđ tilheyri einhverjum forgömlum erfđaađli. Fyrir nokkrum árum heimtađi nýríkur lögfrćđingur nýja innréttingu í flugvél sem hún flaug međ, ţví hún var međ miđa á Saga-Class. Hún hafđi auđgast á ađ skipta fjármunum Landbankans (almennings í landinu) beint niđur í budduna sína - sjá fćrsluna hér á undan.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Sćll Fornleifur, ţađ er háhugavert ađ ţú skulir birta grein um flug hér á Mbl blogginu. Ég átti einu sinni flugvélina TF-KAP Piper J3 Cub árg 1944. Átti ég vélina 1985-1987 ađ mig minnir. Hún hafđi glugga sem náđu aftur fyrir vćngina sem ekki var á öđrum J3 vélum hér á landi. Eftir óhapp á Selfossflugvelli 16. júlí 2000 var henni breytt í venjulega J3.

Skrokkur ţessara véla var byggđur úr stálrörum og ţví vel mögulegt ađ endurbyggja eftir krass. Ţessi vél hefur nokkrum sinnum lent í alvarlegum flugóhöppum en alltaf veriđ endurbyggđ og blessunarlega hefur enginn slasast. Henni var td. einu sinni flogiđ á hćnsnakofa viđ Óskot rétt hjá Úlfarsfelli. Í jólablađi hins vandađa tímarits Ćskan er sagt frá ţessari vél á bls 82 og 84.

Ćskan, 72. Árgangur 1971, 11.-12. Tölublađ - Timarit.is

Ţađ var einkar ánćgjulegt ađ fljúga Cubinum ţví hún var einskaklega létt og međ mikinn vćngflöt (178.5 ferfet) sem er mikiđ meira en á mörgum nútíma kennsluflugvélum í dag. Hún ţurfti ekki flapsa ţví lendingarhrađinn var lágur. Hún var dúkklćdd, skrokkurinn, hjólastell og stélfletir úr stálrörum, en vélarhlíf, klćđning fremst á bol, vćngrif, fremri vćngbrún og vćngstođir úr áli en vćngbitar og formlistar á bol úr timbri. 

Steindór Sigursteinsson, 20.5.2018 kl. 22:10

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Afsakađu, vćngstođir á J3 Cub voru úr stáli.

Steindór Sigursteinsson, 20.5.2018 kl. 22:48

3 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Ţakka góđan og fróđlegan pistil. Man vel eftir Sólfaxa. Var sem sjö ára gutti viđstaddur ţegar Gullfaxi lenti í Reykjavík og ţótti mikiđ til koma. Hlustađi meira ađ segja á einhverjar rćđur, áđur en viđ strákarnir fengum leiđ á umstanginu og röltum okkur út í Bjössafjöru, međ viđkomu í Draugahúsinu og skreiđarskemmunum.

 Ţetta međ 1960 árganginn fćr ekki nokkur mađur hrakiđ og er ekkert annađ en söguleg stađreynd, sem beinlínis gerir pistilinn, eins og sagt er.

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan, ţar sem sćljón leika viđ hvurn sinn fingur og mörgćsir fljúga um loftin blá.

Halldór Egill Guđnason, 23.5.2018 kl. 03:04

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka fyrir innlitiđ ágćtu menn. Ég missti alveg af ţessu. Steindór, ég hafđi međal annars hliđsjón ađ greininni í Ćskunni. Ţakka ţér fyrir ţessa áhugaverđu flugsögu ţína. Satt segirđu Halldór, 1960 var sólríkt ár og ávextirnir vćnir nánast allt áriđ.

FORNLEIFUR, 25.6.2018 kl. 22:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband