Grafin upp pest og pípa

smell.jpg

Konu einni á Blönduósi varđ um og ó ađ heyra ađ fornleifafrćđingar vćru nú ađ grafa sig niđur í Svartadauđa á Ţingeyrum.  Hún las ţađ í Morgunblađinu (sjá hér og sér í lagi hér á Fornleifi í gćr. En síđar á gćrdeginum var RÚViđ komiđ međ fleiri fréttir af leit fornleifafrćđinganna ađ Svartadauđa (hér).

Svartidauđi átti samkvćmt Mogga ađ vera nánast undir nćstu hellu, og stutt var niđur á munka sem liđiđ höfđu hrćđilegan dauđdaga í Svartadauđa. En ţegar RÚV bar ađ garđi efldist yfirlýsingargleđin og fornleifafrćđingarnir komust í myndamöguleika og fundu viđ tćkifćriđ krítarpípuhaus frá 17. öld og munduđu honum í myndavélarnar.

Ţingeyrapípan
Vandast nú málin. Munkarnir á Ţingeyrum dóu Drottni sínum eđa einhverju öđru áriđ 1402 í Svartadauđa, en veriđ var ađ reykja rétt yfir hausamótunum á ţeim.

Íslendingar hafa ávallt veriđ framarlega á merinni, fremstir á međal ţjóđa, međ hlutverk fyrir mannkyniđ o.s.f. ....  Má búast viđ ţví ađ íslensk ruglufornleifafrćđi fari brátt ađ dylgja ađ ţví ađ Íslendingar hafi endurfundiđ Ameríku og hafi stađiđ í tóbaksflutningum og pípugerđ stuttu eftir 1402?

Ef mannkynssagan skal breytast, er auđvitađ ţjóđţrifaráđ ađ gera ţađ í Húnavatnssýslu, en hafa ber í huga ađ fornleifafrćđingurinn sem grefur nú upp Svartadauđa anno 1402 og pípu frá 17. öld í sömu andránni á langan feril ađ baki í ćvintýralegum tilgátum sem ekki stóđust. Hún hefur "fundiđ" fullt af sénsasjónum, t.d. eskimóa, fílamann og ýmsa furđugripi sem gleymdust ţó fljótlega eftir ađ ţeim var hampađ.

Konan á Blönduósi sem hrćđist enduruppvakningu Svartadauđa getur andađ rólega. En ţeir sem trúa á heppnina, á allt sé ţegar ţrennt er og snúa tarot kortum á morgnanna til ađ stýra degi sínum og gjörđum, segja vitaskuld ađ nú hljóti fornleifaspáin loks ađ rćtast og ađ útrýming íslensku ţjóđarinnar sé nćsta yfirvofandi. Valiđ er ykkar. 

Ég spái ţví hins vegar ađ stutt sé niđur á pípukarla og kerlingar sem drukku of mikiđ tóbak á 17. öld. Lengra er niđur á munkana og svartadauđa ţeirra. Grafa dýpra!

joos_van_craesbeeck.jpg

Viđ bíđum međ eftirvćntingu


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband