Svetlana Steponaviciene - In memoriam

Látin er í Litháen Svetlana Steponaviciene

f. 22.8.1936 - d. 27.6.2019

d8ec55954bc25ca6fd8cce7420e044b32cdb9905_article_scale

Áriđ 2001 kom ég í fyrsta skipti til Lithaugagalands. Mér bauđst ţá ađ fara sem eins konar erindreki danska ríkisins til landsins. Ég var starfsmađur Dansk Center for Holocaust og Folkedrabsstudier. Ég var viđstaddur minningaathafnir um hin stórfelldur fjöldamorđ sem fóru fram á gyđingum í Litháen. Ljót er sú saga ađ margir Litháar tóku viljugir ţátt í ţeim morđum; Enn ljótari er sá veruleiki ađ margir Litháar hylla enn ţann dag í dag menn sem tóku ţátt í morđunum á međbrćđrum sínum á einn og annan hátt. En ţrátt fyrir drungalega minningu sá ég ađ Litháar eru afar vinaleg og gestrisin ţjóđ. Litháar eru miklu suđrćnni og fjölbreyttari hópur en ég hafđi búist viđ í baltnesku landi í fyrirframgefnum fordómum mínum um land og ţjóđ.

Velickaite3

Nokkrir ţáttakenda í Benedictsen-ráđstefnu í Kaunas áriđ 2012, sem Svetlana stóđ fyrir ásamt öđrum. Svetlana er međ slćđu um hálsinn fyrir miđju.

Litháíska ţjóđin er í raun furđu vellukkuđ blanda af ótrúlega mörgum ţjóđum og ţjóđarbrotum. Saga landsins er líka flókin og saga og örlög ţjóđarinnar á 20. öld ekki síđur. Sjálf var Svetlana Rússi (fćdd Svetlana Nedeliajeva), en örlögin báru hana á öldum sínum til Lithaugalands, ţar sem hún giftist Albertas heitnum Steponavicius, sem var ađ hluta til af pólskum ćttum. Albertas var prófessor í enskum málvísindum í Vilnius, en eftir ađ hann fór á eftirlaun, kenndi hann einnig viđ háskólann í Bialystok í Póllandi. Svetlana missti eiginmann sinn í fyrra.

Allt hefur sína sögu og fjölda tenginga viđ svo margt í landinu sem Svetlana var virđulegur og frábćr fulltrúi fyrir.Svetlana 2008 Frederiksberg2

Svetlana á Friđriksbergi áriđ 2008 á ţjóđhátíđardegi Litháa.

Nokkrum árum eftir fyrstu heimsókn mína til lands Svetlönu bárust mér til eyrna ţau tíđindi, ađ haldin yrđi ráđstefna til minningar um Aage Meyer Benedictsen, Dana af íslenskum ćttum sem gat sér góđan orđstír í Litháen fyrir ást sína á landinu og baráttu fyrir frelsi Litháens og réttindum annarra ţjóđa og minnihluta, t.d. Armena og gyđinga.

Fyrir ţeirri ráđstefnu stóđ Svetlana Steponaviciene. Ráđstefnan var haldin í Háskólanum í Vilnius og ég var einn margra sem hélt ţar erindi og fjallađi minn fyrirlestur um ćttir Aage Meyer Benedictsen, hina íslensku, ţá dönsku og gyđinglegan frćndgarđ hans.

Á ráđstefnuna kom fólk frá fjölda landa og haldin voru mörg góđ erindi um Aage Meyer Benedictsen og störf hans. Fyrir öllu stóđ Svetlana, međ miklum dugnađi, eins og blíđur hershöfđingi. Hún sinnti öllum gestum jafnt og gestrisnin var ólýsanleg. Einlćgnina og ást hennar á Norđurlandamenningu og íslenskum frćđum sáum viđ sem komum frá Norđurlöndunum jafnt á ráđstefnunni sem og heima í litlu íbúđinni hennar og Albertas, fullri af bókum, en einnig á ţeim ferđum sem ţátttakendum var bođiđ í međan á heimssókninni í Litháen stóđ. 

Margir stóđu í ţakkarskuld viđ Svetlönu, og henni er hćgt ađ ţakka, ađ ég fékk mjög jákvćđa skođun á Litháum ţrátt fyrir ýmsa fegurđarbletti á sögu ţeirra á síđustu öld.

Velkomst Vilnius 2012

Frá einni af Benedictsen ráđstefnunum. Ţannig voru ţátttakendur bođnir velkomnir áriđ 2012 í sögufrćgu húsi í Vilnius, áđur en haldiđ var til Kaunas ţar sem ráđstefnan var haldin. Ófá slík borđ hafa beđiđ gesta Svetlönu og samstarfskvenna hennar í áhugamannhópnum um Aage Meyer Benedictsen.

Síđan ţá hef ég heimsótt Litháen tvisvar, m.a. til ađ taka ţátt í annarri ráđstefnu um Aage Meyer Benedictsen viđ háskólann í Kaunas voriđ 2015. Svetlana heimsótti mig einnig tvisvar í Danmörku.

Ţví betur sem ég kynntist Svetlönu, sá ég hve mikiđ var spunniđ í hana sem manneskju og hvađ mikiđ starf hennar einkenndist af ađ rćkta sanna vináttu viđ alla sem hún bauđ velkomna til Litháen. Hún vonađist alltaf til ađ sjá mig og Irene konu mína saman í Litháen. En úr ţví varđ ţví miđur aldrei. En viđ komum einn daginn og setjumst viđ gröf hennar í ţakklćti.

Ísland átti stóran stađ í hjarta Svetlönu. Hún hóf sinn frćđimannsferil á ţví ađ ţýđa íslenskar bókmenntir yfir á rússnesku, og síđar á litháísku, og hver önnur en hún ţýddi Eglu, Egilio saga, yfir á litháísku áriđ 1975. Bókin kom aftur ú í endurbćttri útgáfu áriđ 2012.

Svetlana átti marga trygga vini á Íslandi. Sumum hafđi hún kynnst ţegar á yngri árum í námi sínu viđ Lomonosov ríkisháskólann í Moskvu, eđa viđ norrćnudeild háskólans í Leningrad (Sánkti Pétursborg í dag). Međal vina hennar voru einnig margir ţeirra sem unnu ritstörfum Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og sem unnu viđ ţýđingar á honum yfir á móđurmál sitt.

Nú vona ég ađ hćgt verđi sem fyrst ađ halda minningarráđstefnu um Svetlönu, t.d. međ hjálp íslenskra yfirvalda. Ţađ verđur ađ gefa út ţann fróđleik sem safnast hefur saman af ráđstefnum ţeim sem haldnar hafa veriđ Aage Meyer Benedictsen til heiđurs og gera hinum góđa tengiliđ, Svetlönu Steponaviciene, verđugan eftirmála fyrir starf hennar og áhuga á öllu ţví sem íslenskt er.

Kurt SvetlanaKurt Daell (eigandi Daells vöruhúsakeđjunnar í Danmörku) Svetlana og Eli Jakobsen fyrrverandi skólameistari frá Videbćk á Vesturjótlandi. Ljósmynd V.Ö.Vilhjálmsson 2006.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband