Fornleifafrćđi snýst ekki um uppgröft, heldur uppgötvun

Uppgötvun

Ţessi fleygu orđ, sem ég tek heils hugar undir, las ég á vegg í sýningarrými á Sjóminjasafni Reykjavíkur úti á Grandagarđi í Reykjavík fyrr í sumar (2019). Ég var ţar á ferđ međ syni mínum og góđvini nćrri ćttaróđali fjölskyldunnar, eyjunni sem Grandinn tengdi viđ borg syndanna. Ég gerđi mér far um ađ heimsćkja sýningu frá 2018 á Sjóminjasafni Reykjavíkur úti á Granda áđur en hún lokar.

Ţađ fyrsta sem mađur sér ţegar mađur kom inn í sýningarsalinn, ţar sem áđur var saltađur fiskur (eđa voru ţađ ţorskhausar) mátti lesa ţessi orđ á veggnum:

Fornleifafrćđi snýst ekki um uppgröft, heldur uppgötvun

Ţetta er frekar ýkt ţýđing yfir á íslensku á orđum bandaríska fornleifafrćđingsins David Hurst Thomas (f. 1945): "Archaeology is not what you find, it´s what you find out" , Einnig var  búiđ ađ klína upphaflegu heilrćđunum upp á vegg í annars smekklegri sýningu.

En efnistök sýningarinnar voru á engan hátt smekkleg miđađ viđ ţau heilrćđi sem ég las á veggnum. Sýningin fjallađi fyrst og fremst uppgröft, neđansjávaruppgröft, ţví flest af ţví sem telst til uppgötvana á sýningunni hefur áđur veriđ gert skil. En höfundur sýningarinnar virtist hafa gleymt ađ nefna ţá sem uppgötvađ hafa hlutina á undan honum og ritađ um uppgötvanir sínar og alţjóđleg tímarit.

Ţetta er sýning um nýlegar rannsóknir á flaki hollenska fluyt-skipsins de Melckmeyt, sem á sýningunni er ranglega kallađ Melckmeyt. Skipiđ hét de Melckmeyt, ţ.e. Mjaltastúlkan, en ekki Melckmeyt, eđa Mjaltastúlka. Ef greinir er til í tungumálum, er um ađ gera ađ lćra ađ nota hann. Hann skiptir töluverđu máli. Mig grunar hins vegar ađ hinn írskfćddi doktorsnemi í fornleifafrćđi viđ HÍ, Kevin Martin, sem fékk leyfi til ađ kafa niđur á flak de Melckmeyt skorti mjög eiginleikann til ađ uppgötva hlutina sjálfur, en sé ríkulega búinn ţví siđleysi ađ nota vinnu annarra líkt og hún vćri vinna hans sjálfs. Tökum nokkur dćmi.

Vinnu annarra og niđurstöđum stoliđ

Viđ inngang sýningarinnar er minnst á köfun og rannsókn Bjarna F. Einarssonar á flaki de Melckmeyt áriđ 1992. Bjarna tókst ekki ađ halda rannsóknum sínum áfram, og ekki veit ég til ţess ađ hann hafi reynt ţađ. Hins vegar er ekki minnst einu orđi á rannsóknir mínar og hollenska fornleifafrćđingsins Ninu Linde Jaspers á fajansa og leirkerum sem fundust í flakinu af de Melckmeyt áriđ 1992.

Til fjölda ára reyndi ég ađ ná mér í styrk til ađ vinna úr leirkerum úr flakinu. Ég skráđi brotin og fór međ sýnishorn til Hollands.

Hollenskur sérfrćđingur, sem var haldinn ţeim leiđa og stórkallalega eiginleika ađ slá hlutum út, án ţess ađ rannsaka ţá, hélt ţví fram viđ mig áriđ 1995, ađ ákveđin gerđ hvíts fajansa sem fannst í flaki de Melckmeyt vćri ítalskur. Ég stóđ ţví lengi í ţeirri trú ţví ég treysti manninum. Mig langađi einnig ađ halda áfram rannsóknum mínum. En rćkilega var komiđ í veg fyrir ţađ af Margréti Hallgrímsdóttur ţjóđminjaverđi.

Mörgum árum síđar uppgötvađi ég ađ ungur fornleifafrćđingur í Hollandi hafđi komist ađ ţví ađ ţessi ákveđna tegund af fajansa vćri frönsk enn ekki ítölsk. Ţessu hef ég gert grein fyrir í nokkrum greinum hér á blogginu Fornleifi en einnig í mest lesna fornleifatímariti Dana, Skalk (sjá hér); sem og í hollenska tímaritinu Vind (sjá hér og hér). Ţar ađ auki skrifađi ég um fajansann í de Melckmeyt ásamt Ninu Linde Jaspers í mikla sýningarskrá, sem jafnframt er mjög gott frćđirit, White Delft; Not just blue, (sjá mynd) sem kom út í tengslum viđ skemmtilega sýningu á hinu heimsfrćga Gemeentemuseum Den Haag í Hollandi áriđ 2014 (sjá hér).

Witte Delft

Ţessu greinir Kevin Martin, sem stendur á bak viđ sýninguna, hvergi frá á sýningunni, en hann hann notar samt óspart upplýsingar og UPPGÖTVANIR okkar Ninu Jaspers. Ţegar hann upplýsir sýningargesti m.a. um franska keramík á sýningunni. Honum ber, líkt og hann nefnir vinnu Bjarna F. Einarssonar 1992-93, ađ nefna ađ uppgötvanir varđandi leirtauiđ sem fannst í de Melckmeyt voru gerđar af Ninu Linde Jaspers og mér. Ađ láđst ađ greina frá ţví er einfaldlega frekar ósiđlegt.

deMelkmeyt shards

Keramík úr flaki de Melckmeyt. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Skipiđ de Melckmeyt tengist ađeins óbeint einokunarverslun á Ísland

Sýningin endurspeglar vinnubrögđ í doktorsverkefni hins írskćttađa Kevin Martins í fornleifafrćđi viđ Háskóla Ísland, sem ber ber titilinn The archaeologogy of the Monopoly in Iceland. Martin er enn ađ vinna ađ ţessu verkefni sínu, ţó hann hafi hafiđ doktorsverkefni sitt áriđ 2015. Tćknilega séđ ćtti ţví ađ vera lokiđ - en svo er víst ekki. En ţessi ađvörunarorđ mín vona ég verđi lesin af yfirbođurum Kevin Martins í Háskóla Íslands.

Eins og titill verkefnis Martins kemur fyrir sjónir, furđar ţađ mig ađ de Melckmeyt sé notuđ sem stefnismynd (gallíonsfígúra) verkefnis Martins viđ HÍ, ţví de Melckmeyt tengist ađeins óbeint einokunarverslun Danakonungs á Íslandi. Ferđir skipsins viđ Ísland en er fyrst og fremst gott dćmi um áhuga Hollendinga á norđurslóđum. Jonas Trellund, Daninn sem stjórnađi útgerđ skipsins til Íslands hafđi kvćnst inn í forríka fjölskyldu, fjölskylduna Pelt, í Amsterdam. Trellund stundađi siglingar og  verslun fyrir tengdaföđur sinn allt frá Miđjarđarhafi og Madeira til Norđur-Evrópu.  Fjölskyldan var međ skip í siglingum, til ađ flytja sykur til sykurhreinsunarverksmiđju sinnar í Amsterdam. Trellund kom ţví til leiđar ađ Pelt-fjölskyldan lánađi Danakonungi skip til hernađar gegn Svíum. Ţakklćtisvottur Danakonungs var ađ veita Trellund tímabundiđ leyfi til verslunar og hvalveiđa viđ Ísland. Sú ákvörđun konungs var hins vegar gerđ í óţökk Íslandskaupmanna í Danmörku, ţ.e. ţeirra sem höfđu konungsleyfin í Kaupmannahöfn, Helsingřr og Glückstadt.

Trellund, sem var í alţjóđlegum siglingum allt frá Madeira til Íslands, var alls ekki hinn dćmigerđi einokunarkaupmađur í Danmörku sem hafđi leyfi til Íslandsverslunar. Trellund var fyrst og fremst hlekkur í kapítalískri verslun hollenskrar ćttar, sem hann kvćntist inn í, en einnig ćvintýramađur. Endalok Trellunds voru einnig mjög ćvintýraleg eins og ég hef skrifađ um (sjá hér).

"Uppgötvun er fornleifafrćđi"

En ef sýning Kevin Martins í Sjóminjasafni Reykjavíkurborgar á ađ sýna ekta fornleifafrćđi á grundvelli uppgötvana, furđar ţađ mig hve mikiđ Kevin Martin hefur leitađ til smiđju annarra sem uppgötvađ hafa hlutina á undan honum. Ţađ gerir hann einnig, mér til mikillar furđu, án ţess ađ vitna í vinnu annarra sem bera heiđurinn og erfiđiđ af uppgötvununum sem hann gerir ađ sínum.

Á sýningunni er ţví haldiđ fram ađ á Ţjóđskjalasafni Hollands hafi áriđ 2017 fundist skjal, sem er gert mjög hátt undir höfđi á sýningunni. Í skjali ţessi, sem Kevin Martin segist hafa "uppgötvađ",  er skýrsla sem var ţinglýst í Amsterdam 20. júlí 1660 sem greinir frá framburđi nokkurra áhafnameđlima de Melckmeyt sem tókst ađ snúa aftur til Hollands.

Heim til Hollands b "Rannsókn áriđ 2017" "uppgötvađi" ţađ sem vitađ hefur veriđ síđan 1935 - á safni ţar sem skjaliđ sem uppgötvađ var 2017 hefur aldrei veriđ til. Ţvílík og önnur eins uppgötvun!

Vitleysa Martins

Á sýningunni í Sjóminjasafni Reykjavíkur er birt mynd af skjali frá 1655 sem kemur de Melckmeyt og vitnaleiđslum í Amsterdam sumariđ 1660 yfir skipverjum sem voru á Íslandi áriđ 1659 einfaldlega ekkert viđ. Hvers konar vinnubrögđ eru ţetta? Hver stendur fyrir ţessu rugli? Hérhér og hér má sjá skjaliđ frá 1660, sem Pieter Buytene útbjó 20.7.1660.

Nú er ţetta skjal frá 1660, sem vitnađ er í á sýningunni ekki nein ný uppgötvun gagnstćtt ţví sem haldiđ er fram í sýningartexta. Marie Simon Thomas vitnađi í ţetta skjal í frábćrri doktorsritgerđ um samskipti Hollendinga og Íslendinga, Onze IJslandsvaarders in de 17de en 18de Eeuw, sem gefin var út í Amsterdam áriđ 1935.

Í skjölum og vangaveltum sem Leó Ingason, fyrrverandi skjalvörđur í Kópavogskaupstađ (sem á ćttir ađ rekja til Hollands eins og sá sem ţetta ritar) sendi mér áriđ 1993, ţegar sem ég hafđi yfirumsjón međ rannsóknum á vegum Ţjóđminjasafns Íslands, er ljóst ađ ţá var íslenskur bćklunarlćknir, dr. Halldór Baldursson, sem var mikill áhugamađur um fallbyssur og flakiđ í Flatey, búinn ađ verđa sér út um ljósrit af skjalinu frá 20. júlí 1660. Ég fékk sömuleiđis ljósrit af skjalinu í Amsterdam áriđ 1995. Bjarni F. Einarsson hafđi einnig ađgang ađ ţessu skjali. Síđar, ţegar veraldarvefurinn kom til hefur skjaliđ, sem Kevin Martins segist hafa "uppgötvađ" áriđ 2017, veriđ ađgengilegt á vefsvćđi Borgarskjalasafns Amsterdam.

En getur Kevin Martin yfirleitt lesiđ skrift einokunartímans? Ţegar hann notar skjal frá 1655 til ađ skreyta texta um skjal frá 1660. Mig grunar ýmislegt um vangetu doktorsnemans.

Ţađ er svo sem ekki nein ný uppgötvun ađ notarus puplicus (lögbókari/vitnaleiđslumađur) í Amsterdam, Pieter van Buytene ađ nafni (en ekki van Buijtene líkt og stendur á sýningunni úti á Granda), tók skýrslu af nokkrum skipsverjum á de Melckmeyt ţann 20. júlí 1660 á Nieuwebrugsteeg í Amsterdam, ţar sem hinn afkastamikli notaríus Pieter Buytene bjó. 

Skjaliđ frá 20. júlí 1660 er heldur ekki varđveitt á Ţjóđskjalasafni Hollendinga líkt og Kevin Martin heldur fram. Ţjóđskjalasafn Hollands er í den Haag, og ţar er skjaliđ ekki varđveitt. Skjaliđ er ađ finna á borgarskjalasafninu í Amsterdam, Stadsarchief Amsterdam, ţar sem ţađ var er ég skođađi ţađ áriđ 1995, reyndar í annarri byggingu en ţađ er varđveitt í nú.

1660 July 20 De Melckmeyt

Úr upphaflega skjalinu frá 20.7. 1660. Ljósmynd Stadsarchief Amsterdam.

Hvernig eru svo léleg vinnubrögđ möguleg? 

Hvernig getur Kevin Martin haldiđ ţví fram, á sýningu sem tengist doktorsverkefni hans í fornleifafrćđi einokunarverslunarinnar, ađ skjal sem hann segist hafa uppgötvađ, ţó margir hafi áđur lýst innihaldi ţess, sé ađ finna á Ţjóđskjalasafni Hollands sem er í den Haag,  ţegar skjaliđ er í raun og veru varđveitt á borgaskjalasafni Amsterdam?

Ţetta ţýđir ađeins eitt: Kevin Martin hefur ekki sjálfur uppgötvađ skjaliđ sem hann nefnir á sýningunni og aldrei veriđ á Ţjóđskjalsafni Hollands í den Haag, ţví skjaliđ er varđveitt í Amsterdam. Upp komst um kauđa.

Til ađ bćta gráu ofan á svart, hvađ varđar "stórar" uppgötvanir sínar í fornleifafrćđi, lćtur Martin fylgja ljósmynd mynd af skjali frá 1655.  Myndin er alls ekki af skjalinu varđandi de Melckmeyt frá 20. júlí 1660, sem Kevin segist hafa uppgötvađ í Hollandi, heldur af alls endis óskyldu skjali varđandi kaupmenn í Amsterdam sem m.a. versluđu í Svíţjóđ. Ţvílík og önnur eins vinnubrögđ hef ég aldrei séđ. Ţau eru til háborinnar skammar.

Kevin Martin getur ađ mínu mati ţví miđur ekki talist fornleifafrćđingur. Nú, ég leyfi mér ađ segja ţetta međ ţví ađ taka mark bođorđum David Hurst Thomas, sjálfofmetins bandarísk fornleifafrćđings,  sem Martin gerir hátt undir höfđi á sýningu í Reykjavík - og ţađ af algjörlega óskiljanlegum ástćđum. David Hurst Thomas kemur fornleifafrćđi á Íslandi ekkert viđ. Bođorđ hans er ţó í sjálfu sér ágćtt, en mađurinn á bak viđ sýninguna í Sjóminjasafni Reykjavíkur hefur ekki fylgt bođorđunum sjálfur, ellegar ekki skiliđ ţau.

Ég á erfitt međ ađ skilja, ađ mađur sem stundar vinnubrögđ af ţessu tagi geti veriđ doktorsnemi viđ HÍ. En ţar á bć virđist ýmislegt hćgt, ađ ţví er mér skilst. En vinnubrögđ eins og ţau sem mađur sér á sýningunni, ađ köfunarvinnu Kevin Martins ólastađri sem ég hef engin tök á ţví ađ gagnrýna, eiga ekki neinn grundvöll í akademískri hefđ. 

Rembrandt-Belsazar b

Sonur Nebúkaddnessars, Belzhassar, gat ekki lesiđ og skiliđ orđin á veggnum. En hann hélt veislu međ ţýfi ţegar orđin birtust honum. Belzhassar vegnađi ekki vel. Málverkiđ er málađ af Rembrandt van Rijn um ţađ bil 25 árum áđur en de Melckmeyt sökk í Flatey. Belhazzar og Rembrandt koma de Melckmeyt svo sem lítiđ viđ, líkt og orđ bandarísk fornleifafrćđings, en orđin á veggnum úti á Granda voru illilega misskilin af Kevin Martin eđa heilrćđinu sem hann lét mála á veggin ekki fylgt af honum sjálfum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband