Paris, Paris - J´arrive

IMG_8306 b

Bráđlega dvel ég í París, ţar sem ég hef ekki sett mínar stóru bífur síđan 1971, er ég var ţar á ferđ međ foreldrum mínum, sem tóku međ mig í Evrópureisu.

Reyndar hef ég veriđ annars stađar í Frakklandi, en hrćđslan viđ vankunnáttu mína í frönsku er líklegast meginástćđan fyrir ţví ađ Frakkland hefur orđiđ útundan á Evrópureisum mínum.

Ég á mjög góđar minningar frá ferđinni áriđ 1971, sem ég hef lýst áđur, og ţegar ég var á Íslandi í janúar sl. tók ég mynd af málverki sem ég málađi um 1972/73, eftir minni og svarthvítri Kodak Instamatik ljósmynd úr Parísarferđinni. Ţetta var nú ekki međal minna bestu verka, hálfgerđ kremkaka.

Nú mun ég sjá Sacre Coeur kirkjuna á Montmartre aftur, ţví ég mun búa ca. 100 metra frá kirkjunni. Ég tek ţó hvorki liti né pensla međ og lćt mér nćgja ljósmyndir.

IMG_8293 b

Ţannig var ritstjóri Fornleifs teiknađur af spćnskum listamanni, hálfgerđum nautabana, á Place de Tertre á Montmartre.

Erindi mitt í París er ekki bara frí, gaman og kirkjumyndataka, heldur ţátttaka í ráđstefnu um bréfaskriftir fórnalamba helfararinnar á Memorial de la Shoah. Ég hef lengi veriđ međ í bígerđ bók međ bréfum heillar fjölskyldu sem útrýmt var. Segiđ frá ţví síđar, en sýni ykkur hér eitt bréfa ţeirra af u.ţ.b. 110 sem í bókinni verđa birt og rćdd.10 Oct 1942 b


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

París er falleg borg og ţar er margt ađ sjá. Maturinn, fötin og margt annađ er flott. En einn stórkostlegur gali er á Parísl

Hún er full af Frökkum! Fransmennirnir eru bókstaflega út um allt!

Ţess vegna er ég lítiđ hrifinn af París.

Vilhjálmur Eyţórsson, 18.2.2020 kl. 22:31

2 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Ćtlar Fornleifir ađ liggja á öllu sínu safni merkilegra hluta, einn til loka, eđa deila međ áhugasömum? Međ merkilegri síđum sem mađur heimsćkir og fróđleiknum góđ skil gerđ. Fá ađrir ađ njóta, eđa megum viđ eiga von á fréttum frá París um ađ hérlendur eftirlaunaţegi hafi hnigiđ niđur á götunni í gćr, međ sýningu í vasanum?

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 19.2.2020 kl. 00:29

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Leitt ađ heyra Vilhjálmur Eyţórsson um ţessa hrćđilegu reynslu ţína. Ţetta sama heyrđi ég sagt um Íslendinga nýlega.

Halldór kolefnisaldursgreiningarvélin fyrir sunnan er vćntanlega biluđ. Ţađ er langt í ellilífeyrinn hjá ritstjóra Fornleifs. Fornleifur er hins vegar ađ minnsta kosti 100 ára. Ćtli ég fái lífeyrinn nokkuđ fyrst ţađ er búiđ ađ snuđa mig um ađra slíka  bitlinga. Enn allir geta auđvitađ hnigiđ niđur hvenćr og hvar sem er, og ţá er París líklega ekkert versti stađurinn ef mađur gleymir ekki Evrópusjúkrasamlagskortinu sínu.

FORNLEIFUR, 19.2.2020 kl. 11:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband