Nú er ţađ aftur svart ... og kannski tími til íhugunar

Negir Ásmundar

Nú eru miklir niđurbrotstímar. Í hinum velstćđari ríkjum jarđar ríkir eins konar aflátsćđi sem kemur niđur á fortíđinni. Allt gamalt sem er taliđ vera af hinu vonda hjá nútímadýrkendum er brotiđ og bramlađ. Yfirvöld ţjónkast viđ óskirnar og fjarlćgja styttur. T.d. í BNA, ţar sem nćr vćri ađ ađstođa sjúkt fólk í faraldrinum í stađ ţess ađ láta styttur angra sig. Bandaríkjamenn styđja greinilega illfygliđ í Hvíta Húsinu á marga vegu.

Ungt fólk, sem fyrst og fremst dýrkar EGO sitt, og heldur sig vera bestu og fremstu verur mannkyns, vill brjóta niđur allt sem minnir á gamlan tíma. Sjálfselskan hjá ţessari illa upp öldu og naflapillandi kynslóđ, leiđir til ţess ađ hún telur ađ hún verđi ađ brjóta niđur styttur og fjarlćgja orđ og jafnvel skođanir sem eru á öndverđur viđ skođanir ţess sjálfs - til ađ bjarga heiminum. Ţegar mikil vandamál hrjá íslenskt ţjóđfélag, líkt og víđa annars stađar, rís ţessi sjálfselska kynslóđ upp í örvinglan ţví hún hefur aldrei ţekkt mótgang eđa erfiđi líkt og fyrri kynslóđir. COVID-19 hefur einnig sett ýmislegt í gang, sem ţó ekki verđur rćtt hér.

Hrćđsla mannsins - og ungviđisins - lýsir sér oft sem öfgar í eina eđa ađra áttina.

Ungur mađur hafđi samband og vill ađ ég noti ekki orđiđ blökkumađur

Ungur Íslendingur hafđi samband viđ mig í síđustu viku og bađ mig um ađ fjarlćgja orđiđ blökkumađur af bloggi mínu. Ég svarađi honum á eftirfarandi eins og sjá mér neđar. Ég skýrđi út fyrir honum ađ hann vćri víst ađ herja á rangan bć ef hann leitađi manna sem nota orđiđ blökkumađur ađ stađaldri.

Eitt áđur en ţíđ fáiđ ađ lesa svar mitt: Veit einhver, hvort "Svertingi" Hafnfirđinga nr. 2 (sem ég nefni í svari mínu) sé enn uppi viđ í skrúđgarđi Hafnarfjarđar? Hann er glögglega dćmi um hafnfirskan rasisma og ćtti ţví, ef hann er til, ađ setja hann á safn sem dćmi um birtingarmynd kynţáttahaturs Hafnfirđinga, sem er er ţó ekkert gífurlegra en gengur og gerist á Íslandi. Svartir verđa örugglega fyrir miklum fordómum á Íslandi, líkt og gyđingar, fólk frá Filippseyjum og Taílandi, og ţegar mađur sér augljóst kynţáttahatur fáeinna Pólverja og Litháa í garđ annarra innflytjenda á Íslandi, og jafnvel Íslendinga sjálfra, er vitaskuld vandamál í landinu litla viđ heimsskautsbaug.

Hér kemur svo svariđ. Nafn mannskins, sem sendi mér línu um orđiđ blökkumađur, hef ég fjarlćgt og ég kalla hann N.N.. Best er ađ undirstrika ađ í ţví felast engin dulin skilabođ sem leyfilegt er ađ misskilja á nokkurn hátt.

Ágćti N.N.,

Ég ţakka áhugaverđan póst, sem ţú sendir mér í síđustu viku (25. júní sl.) Ţađ gleđur mig mikiđ ađ vita af ţví ađ yngra fólk en kjarnalesarinn er ađ stelast inn á hiđ sífellt unglega blogg Fornleif.

Póstur ţinn undrar mig ţó töluvert, ef tekiđ er tillit til ţess ađ orđiđ blökkumađur kemur fyrir fjórum sinnum á bloggum mínum en óbeint (sem skýring og tilvitnun):

Tvisvar er ég međ ţađ, ţegar ég skýri andstöđu manna viđ ýmis orđ sem notuđ eru um svart fólk; einu sinni kemur ţađ fyrir í texta úr dagblađi sem ég vitna í og í fjórđa skiptiđ á spássíu Fornleifs, ţegar veriđ er ađ vitna í grein í eldra bloggi mínu (Hvađ er í ísskápnum;https://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/356276/ ). Í ţeirri grein fjallađi ég m.a. um styttu í Hellisgerđi sem Hafnfirđingar kölluđu "svertingja". Gaflararnir gerđu ţađ enn áriđ 2006, er ný stytta af svörtum manni var sett upp í garđinum (sjá Fjarđarpóstinum 2006 https://timarit.is/page/5812215?iabr=on#page/n7/mode/2up ). Svo mjög söknuđu Gaflararar (Hafnfirđingar) fyrstu "svertingjastyttunnar". Hvort búiđ er ađ rífa niđur hina síđari birtingarmynd hins annálađa rasisma í Hafnarfirđi, veit ég ekki?

En ţú hlýtur ađ sjá, N.N., ađ ţú hefur hoppađ yfir gerđiđ ţar sem ţađ er lćgst, ţegar ţú skrifa mér,  líkt og ég sé helsti notandi orđsins blökkumađur á Íslandi. Skođađu frekar notkun orđsins á rituđum fjölmiđlum á Íslandi eđa. Menn verđa  nefnilega ađ vita, hvert ţeir eiga ađ beina spjótum sínum í baráttu viđ hatriđ og fordómana.

Ert ţú sjálfur svartur Íslendingur (afrískur Íslendingur) ? Afsakađu svo nćrgöngula spurningu.  Ef ţú ert ţađ sannanlega, má vera ađ ég íhugi ađ breyta orđalagi hjá mér nema ţar sem um beina tilvitnun er ađ rćđa (innan gćsalappa eđa í skáskrift). Skilyrđiđ er ađ ţú og ađrir svartir Íslendingar móđgist út af orđinu blökkumađur. En ég verđ ađ fá betri rök frá ţér en ađ tilsvarandi orđ og blökkumađur sé ekki til um hvíta.

Orđiđ hvítingi er vissulega til, en ţađ er ţegar upptekiđ og stundum notađ fyrir albínóa, en í ţví samhengi er orđiđ vissulega dálítiđ hjákátlegt. Ţegar nćpuhvítir og svínabelgsbleikir Íslendingar uppgötvuđu ađ til var fólk međ annan húđlit en ţorri Íslendinga er og var međ, var enn ekki til nein krafa frá  svörtum mönnum um hvernig tala  ćtti um útlit ţeirra, enda svarti mađurinn í 99,9% allra tilfella ţrćll án nokkurra áhrifa í samfélögum ţangađ sem ţeir voru oftast fluttir nauđugir. Sú krafa kom ţó loks frá svörtu fólki, sem náttúrulega leiddist orđin nigger, negro og svo framvegis. Nú ţekki ég ekki neinn íslenskan mann, svartan, sem hefur kvartađ yfir orđinu blökkumađur. Ţađ gćti veriđ ađ ţetta hafi breyst, og ađ einhver svartur Íslendingur hafi gert athugasemd. Ţess vegna hringdi ég í lögregluna á Höfuđborgarsvćđinu í ţegar ég fékk póstinn ţinn. Ţar voru allir uppteknir, en símakonan komst ađ ţví hjá sérfrćđingi ađ ţađ vćri ekki lögbrot sem varđađi t.d. viđ hegningarlög ađ nota orđiđ "blökkumađur", ef ekki vćri fari niđrandi orđum um svarta menn.

Ég hef notađ orđiđ blökkumađur í greinum á bloggum mínum tveimur um svarta menn á Íslandi, eins og ég skýri ofar,  - án ţess ađ notkun ţess sé á neinn hátt niđrandi (ađ mínu mati).

Ég geri mér grein fyrir ţví ađ orđ eins og blakkur minni vitanlega nútímafólk á litaskilgreiningu dýra og ţar gćti hnífurinn stađi í kúnni.  En lýsingarorđiđ blakkur er af gamalli rót og sama orđiđ og black á ensku og af sama meiđi og orđin blćc ("black, dark") í fornensku og sögnin ađ blika á norrćnum málum; sem málsifjalega er skylt blakkaz (brennt) í frum-Germönsku og bhleg- (sem ţýđir ađ brenna, skína, glimta og blika á frum-indóevrópsku; Og af sama meiđi eru sagnorđin flagrare á latínu (ađ brenna, tendra, kynda eld) og "phlegein" (ađ brenna, svíđa) á grísku.

Dags daglega nota ég sjálfur ekki orđiđ svertingi og orđiđ negri nota ég ađeins sjaldan vegna ţess ađ sumt svart fólk, sem notar orđ eins og nigger og nigga um sit sjálft, krefst ţess ađ ađrir geri ţađ ekki.

En ţegar orđ móđga, án ţess ađ ţau varđi viđ hegningarlög ríkja, eigum viđ ţá ekki bara ađ banna orđabćkur eđa brenna ţćr um leiđ og viđ brjótum niđur styttur á sama hátt og međ sama ofsa og liđsmenn ISIS, ţegar ţeir eru ekki ađ útrýma fólki? Ţá ţykir mér baráttan fyrir jafnrétti sökkva í djúpan og dimman hyl.

Ţađ nú líka óumflýjanleg stađreynd ađ orđiđ blökkumađur stendur enn í öllum orđabókum íslenskum og lög "orđalögreglunnar" er, eins og allir vita, orđabókin = https://islex.arnastofnun.is/is/ord/6225/tungumal/DA ...

Eins og ţú kannski veist hefur ekki falliđ dómur yfir mönnum sem nota orđiđ blökkumađur. Ég hef heldur ekki séđ yfirvöld nota ákvćđi í lögum um hatursrćđu gegn ţeim fjölda manna sem á samfélagsmiđlum tjá sig um gyđinga á miđur geđslegan hátt, sér í lagi ţegar stríđ blossa upp fyrir botni Miđjarđarhafs. Mađur einn, Bobby Fischer, sem fékk heldur sérstakt dvalarleyfi og ríkisfang á Íslandi, var heldur aldrei sóttur til saka fyrir svćsiđ gyđingahatur sem hann dreifđi um allan heim međ hjálp japönsku konunnar sem erfđi hans jarđnesku eigur. Bobby var tćknilega séđ gyđingur, en hann afneitađi uppruna sínum og hatađist síđan  sjúklega út í gyđinga. EKKERT yfirvald á Íslandi ađhafđist nokkuđ vegna brota Fischers á hegningarlögum, ţegar hann var orđinn íslenskur ríkisborgari.

Orđiđ blökkumađur lýsir ekki, eitt og sér ef ţađ er notađ hlutlaust (ef ţađ er ţá hćgt), hatri notenda orđsins á fólki međ afrískan uppruna. En nú verđ ég líka ađ minna á ađ ekki er fólk međ afrískan uppruna allt svart. Ég get ekki skýrt fyrir ţér af hverju ég er međ niturbasa (DNA) í erfđamengi mínu sem gerir ađ verkum ađ ţađ eru 5% líkur eru á ţví ađ ég eigi negra ađ forföđur á síđustu 500 árum. Ţessi svarti angi í mér kemur vafalaust úr ćtt föđur míns sem var frá Hollandi. Eins hvítur og ég er, er nćr ótrúlegt ađ ég hafi átt svarta forfeđur. Eitt sinn var ég á ferđ međ pabba á Ítalíu í hópferđ ţar sem flestir voru gyđingar frá Hollandi og tveir frá Súrínam. Ţađ voru tvćr konur frá Súrínam komnar vel yfir sextugt, dökkar á húđ (svo ţćr myndu flokkast sem svartar konur), vel í holdum og međ álíka stífhrokkiđ hár og fađir minn. Ţćr voru reyndar međ skćrblá augu. Ţćr horfđu alltaf svo hugfangnar á pabba, ađ ég unglingurinn var farinn ađ hafa áhyggjur á hrifningunni í bláu augum systranna. Eitt kvöld sátu ţćr viđ sama borđ og viđ og yfir pastinu sögđu ţćr af ţessu glápi sínu. Pabbi var ađ ţeirra sögn "alveg eins og fađir ţeirra" í útliti nema ađ fađir minn var hvítur en fađir ţeirra var svartur mađur, en blandađur.

En öll samúđ mín í garđ svarta mannsins og baráttu hans fćr mig nú ekki til ađ hćtta ađ nota orđiđ blökkumađur í ţví samhengi sem ţađ var notađ á 20. öld, t.d. um blökkumanninn í Hellisgerđi, sem var rasísk stytta sem Hafnfirđingar og ađrir höfđu mikiđ yndi af og grétu sárt ţegar hún hvarf. En ég tek ţó ekki í mál ađ kalla hann "svertingja" líkt og helv. Gaflararnir gerđu svo seint sem áriđ 2006, ţessir bévítis ţorparar.

Fjardarpóstuinn 29.6.2006Mynd ţessi birtist í frétt um "svertingjann í Hellisgerđi", sem birtist í Fjarđarpóstinum 29. júní 2006.

Afsakađur orđabelginginn í mér, en máliđ er vitaskuld viđkvćmt. Of fá orđ geta veriđ hćttuleg ţví viđ lifum á tímum hálfsögulausra endurskođunarsinna, sem virđast ekkert betra hafa viđ tímann ađ gera en ađ bregđa fćti fyrir náungann međ nútíma siđvendni, sem í raun er alveg eins og sama gamla siđvendnin. Ágćtt er ađ benda fólki á ađ tímar eru breyttir og orđ líka, en minni ástćđa er til ađ gera ţađ ađ einhvers konar sporti, líkt og margir gera, en ţar er ég ekki ađ meina ţig.

Međ bestu kveđju,

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

 

ATH. Innan viđ klukkustund frá ţví ađ ég sendi ungamanninum langloku mína, fékk ég stutt en laggott svar, sem gefur okkur hinum svínslituđu mörlöndum vafalaust góđa ástćđu til ađ íhuga mjög vandlega orđaval okkar:

Já ég er svartur/litađur Íslendingur. Já ég móđgast yfir ţessu orđi. Fólk hefur kallađ mig og mömmu mína allt frá afrikunegrum og apa til múlatta og ţeldökkan. Mér svíđur mest undan ţví ađ fjölmiđlum hérna finnst líka í lagi ađ nota niđrandi samheiti yfir litađ fólk. 

Meira lesefni um vandamáliđ / Styttan efst ber heitiđ Negri og er eftir Ásmund Sveinsson. Sjá einnig greinar Fornleifs um sögu svarta mannsins á Ísland, sem og grein á hćgri dálki um hvađ íslensk mannfrćđi hefur veriđ ađ bauka međ sögu svarta mannsins út frá blindri, en jafnframt barnalegri tröllatrú á DNA-rannsóknir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sćmundur G. Halldórsson

Ágćtur pistill. Ţađ sem er sorglegt viđ ţessa umrćđu er ađ hér kemur skýrt í ljós ađ ţađ skiptir litlu máli hvađa orđ er valiđ um viđkvćm málefni; ef menn eru viđkvćmir fyrir málefninu mun koma ađ ţví ađ einhverjum finnist sjálft orđiđ sem vísar til ţess meiđandi. Ekki veit ég betur en ađ hugtök eins og ţeldökkur og blökkumađur hafi einmitt veriđ notuđ af ţeim sem vildu stíga varlega til jarđar í ţessum málum og engan stuđa! Orđiđ negri er auđvitađ ekki lengur nothćft, ţó ađ ţađ hafi ekki veriđ taliđ meiđandi ţegar Ásmundur Sveinsson gerđi sína fallegu styttu af ungum blökkumanni. Sjálfur upplifđi ég aldrei orđ eins og svartur eđa svertingi sem niđrandi í mínum uppvexti. 

Ţađ sem raunverulega skiptir máli er ađ ekki sé gert upp á milli fólks vegna uppruna, litarháttar, trúarbragđ, kynhneigđar eđa ţess háttar. Ađ eltast viđ tittlingaskít eins og orđalag, burtséđ frá raunverulegri afstöđu ţeirra sem nota viđkomandi orđ, er ekki málefninu til framdráttar.

Sćmundur G. Halldórsson , 1.7.2020 kl. 14:42

2 Smámynd: Sćmundur G. Halldórsson

Hér átti ađ standa: trúarbragđa!

Sćmundur G. Halldórsson , 1.7.2020 kl. 14:48

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka ţér Sćmundur fyrir góđa athugasemd (ađ vanda).

Viđ verđum einnig ađ taka tillit til fólks sem gćti liđiđ undir orđum. Ţá er ég ekki ađ tala um helgipostillur í ákveđnum flokki sem móđgast út af hvađa orđi sem er og fyrir hönd annarra um leiđ og ţađ er međ gyđingahatur og telur ađ land forfeđranna ţeirra (Tyrkland) sé ekki öfgaríki sem stjórnađ er af einrćđisherra.

Ţađ er einnig munur á ţví, hvernig mađur notar orđ. Ţau geta skyndilega orđiđ mjög hlađin. T.d. orđin Hommi og Júđi ein og sér, eru fyrir flesta ekkert vandamál. En ţegar mađur talar um "helv. Hommar" og "djöf. júđana" er vandi á höndum. Svertingjar í Hafnafirđi er "Göflurum" greinilega ekkert mál áhyggjumál. Ţeir tala líklega líka um "Tćjur" líkt og fólkiđ á Útvarpi Sögu gerir. Ungu barni ef tekiđ skal hugsanlegt dćmi), sem er eitt af fáum svörtum börnum á Íslandi, gćti orđiđ um og ó ţegar ţađ sér ađ svartir menn eru í hugum hvítra Íslendinga skemmtiefni og ađ eina styttan á Íslandi sem sýnir svartan mann er lítillćkkun.

FORNLEIFUR, 2.7.2020 kl. 06:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband