Fjölskyldur í felum

Ruben og Felix

Fćstir Íslendinga vita, hvađ ţađ er ađ vera í felum undan samtökum sem vilja myrđa mann.

Fornleifur sér allt í sögulegu samhengi, einnig mál Kehdr fjölskyldunnar sem er komin af menningarţjóđ sem byggđi pýramída, um ţađ leyti sem erfđaefniđ í Íslendingum var enn á flakki hér og ţar um Evrasíu og forfeđurnir ađ brjóta bein til mergjar í hellisskútum í Svartaskógi eđa á enn myrkari stöđum.

Ţegar Íslendingar vísuđu Rottberger fjölskyldunni úr landi áriđ 1937 var ástćđan sú ađ fjölskyldan voru gyđingar. Sumum Íslendingum, jafnvel vel stćđum, stóđ stuggur af ţessum fátćku gyđingahjónum og börnum ţeirra. Ţeir töldu hjónin vera  hćttulega samkeppnisađila. En gyđingahatriđ var líka til á Íslandi og ţví miđur faldi enginn Rottberger fjölskylduna. Lesiđ um sögu gyđingahatursins á Íslandi hér í bókinni Antisemitism in the North. (hér er beinn tengill í greinina/Sćnska rannsóknarráđiđ gerđi ykkur mögulegt ađ lesa)Kempner.lille

Vísađ úr landi: Robert Kempner (1914-1975). Myndin er úr bók minni Medaljens Bagside (2005). Efst má sjá Felix Rottberger, fyrsta gyđingur sem fćddist á Íslandi, ţar sem hann bregđur á leik viđ son minn Ruben á heimili okkar.

Felix Rottberger, sem ţiđ sjáiđ á efstu myndinni, í eitt ţeirra skipta sem hann hefur heimsótt mig, var fyrsti gyđingurinn sem fćddist á Íslandi - í landi sem í dag fer á hausinn ef ekki koma nógu margir útlendingar til landsins. Ekki var hćgt ađ umskera drenginn, ţví enginn kunni ţađ á Íslandi. Lćknar viđ Landspítalan voru meira uppteknir viđ ađ ađ koma lćkni af gyđingaćttum úr landi.

Íslendingar vísuđu einnig Robert Kempner úr landi. Hann naut heldur ekki náungakćrleika Íslendinga, sem hann leitađi ásjár hjá. Enginn ţeirra gyđinga sem vísađ var úr landi á Íslandi var öfgamađur, sem hafđi fengiđ ţá flugu í hausinn ađ ţeir hefđu heilagan rétt frá Guđi almáttugum til ađ útrýma nágrannaţjóđ sinni.

Öfgamennirnir voru nefnilega Íslendingar og margir ţeirra kölluđu sig Framsóknarmenn.

Örlögin, tilviljanir og gott fólk leiddi svo sem betur fer til ţess ađ ţessir einstaklingar voru ekki sendir af Dönum til Ţýskalands, ţó svo ađ til vćru Danir sem höfđu sama hugsunarhátt og og margir íslenskir stjórnmálamenn sem hrćddust efnahagsleg örlög ţjóđarinnar. En á Íslandi hrćddust menn einnig örlög íslenska "kynstofnsins", og meint hreinleika hans, vegna örfárra fjölskyldna sem flýđu ógnarveldi nasismans.

62214(1)

Hér er mynd af ungum hollenskum gyđingi á leiđ í felur. Hann var svo óheppinn ađ vera stöđvađur af Ţjóđverjum á Damrak í Amsterdam, en svo heppinn ađ vera ljós yfirlitum, međ fölsuđ skilríki og vera falinn af ţremur fjölskyldum á Fríslandi fram í stríđslok. Bara eitt dćmi um ađ náungakćrleikurinn er mikilvćgasta veganesti mannsins.

Enn er til fólk á Íslandi sem vafalaust, sumt hvert, saknar "hreinleika nasismans" og enn annađ segist vera svo kristiđ ađ ţađ vilji ekki heiđingja í kringum sig.

Lítiđ fer ţó fyrir náungakćrleikanum hjá hinum sannkristnu sem vilja losna viđ egypsku fjölskylduna Khedr sem fyrst. 

Nú reynir á gamla góđa náungakćrleikann

Hjón međ ţrjú börn eru í felum undan íslenskum yfirvöldum, sem vilja senda ţau til Egyptalands.

Ţó svo ađ fjölskyldufađirinn tilheyri ógnarsamtökum, sem hvatt hafa til morđa á sama fólkinu og Íslendingar vildu losa sig viđ á 40. áratug 20. aldar, er um ađ gera ađ sýna sama góđviljann og t.d. marghrjáđir Palestínumenn verđa ađnjótandi á Íslandi, einir ţjóđa. En ţó ađ nú séu til alţjóđasáttmálar sem eru hagstćđir ţeim sem vilja:

A) halda Íslandi hreinu

B) koma í veg fyrir efnahagshrun vegna flóttafólks

C) fylgja lögum ţó líf geti veriđ í hćttu

ţá er eru til lög sem eru ofar ţessum ţremur tálmum í vegi einhvers hluta íslensku ţjóđarinnar. Ţađ er hinn mannlegi ţáttur; kćrleikurinn viđ ţá sem minna mega sín og eiga um sárt ađ binda. Mađur sparkar ekki í ţá sem liggja.

Sumt af ţví fólki sem vinnur fyrir Kehdr hjónin frá Egyptalandi, án vafa af manngćsku einni saman, hefur faliđ fjölskylduna undan lögum og hinu gamla óţoli viđ útlendinga á Íslandi. Sumt af ţessu velviljađa fólki tel ég ađ geti einnig bćtt sjálf sig. Ţađ fer fremst í flokki kona sem fyrir áratug síđan líkti Ísraelsmönnum (gyđingum) viđ SS-sveitir Ţjóđverja. Hún er nú ađ hjálpa manni sem er á flótta vegna ţess ađ hann vill drepa fólk á sama hátt og SS útrýmdi fólki. Sama kona hélt ţví fram ađ ţađ vćri lýđrćđi á Tyrklandi.

Ég vona, vegna ţess ađ ég var nýlega kallađur "blettur á sögu Skandinavíu" af einhverjum frumstćđum, dönskum nasista, sem gerđi athugasemd viđ stutta grein mína frá hjartanu um hinn mikla forhúđaróróa sem nú geisar í Danmörku (sjá hér), ađ Khedr fjölskyldunni verđi veitt hćli á Íslandi. Annađ vćri slys og álitshnekkir fyrir Íslendinga.

Til eru Íslendingar sem eru miklu verr ferjandi en ţessi egypska fjölskylda og viđ sitjum uppi međ fangelsin full af ţeim og jafnvel nokkra á hinum háa Alţingi. Ísland fer ekki á hausinn út af 5 manna fjölskyldu.

Ţađ er miklu líklegra ađ alíslenskur bankastjóri grandi ţjóđinni en egypsk fjölskylda.

Viđ getum í ofanálag vonađ ađ fjölskyldufađirinn verđi viđ ţađ ađ fá landvist ađ betri manni sem ekki hyggur á útrýmingar á nágrannaţjóđ Egyptalands.

Ég hvet lögreglumenn á Íslandi ađ neita ađ ađstođa viđ brottvísun fimm manna fjölskyldu frá Íslandi sem ekkert hefur gert af sér sem varđar viđ íslensk lög. Ég biđ presta, imama og rabbínan góđa, sem landiđ getur nú státađ af, ađ taka höndum saman og krefjast griđa fyrir Kehdr fjölskylduna.

Ég biđ heiđvirtan forsćtisráđherra landsins ađ stöđva brottvísunina -  ja, annars kýs ég helv... Samfylkinguna í nćstu kosningum og viđ vitum hvađ slíkt óđagot getur haft í för međ sér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörđur Ţormar

Ahmad Mansour er frá litlu arabísku ţorpi nál Tel Aviv. Hann lćrđi sálfrćđi í háskóla í Tel Aviv, en fluttist  svo til Ţýskalands.                 Tacheles: Ahmad Mansour über Integration, falsche Toleranz und Panikmache               

Hörđur Ţormar, 23.9.2020 kl. 23:45

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af níu og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband