Draumaráđningar í íslenskri minjavernd

Völuspa

Ritstjórn Fornleifs, alveg eins og hún lagđi sig í sófann, horfđi á ţáttinn Fyrir alla muni í Sjónvarpinu 31. janúar 2021 og hélt sig vera ađ dreyma (sjáiđ ţáttinn í heild sinni hér međan ađ ţađ er hćgt).

Ţátturinn fjallađi um silfur Egils Skallagrímssonar og leitina ađ ţví međal annars eftir draumsýn konu í Mosfellsbć. En í rauninni sýndi ţátturinn best getuleysi Minjastofnunar og hybris sumra fornleifafrćđinga sem vita minna en ţeir halda sjálfir ađ ţeir geri.

Ég rauk strax til eftir ađ hafa séđ ţáttinn í sjónvarpinu og fann hér áhugaverđa klausu úr einni af dagsskýrslum Minjaverndar Ríkisins 2019, ţví ég taldi mig áđur hafa lesiđ um slíkar draumarannsóknir:

Berdreymin stúlka í Hafnarfirđi hafđi samband viđ Minjavernd Ríkisins og sagđist vita, hvar Gunnar hafđi hoppađ upp á nef sér í öllum herklćđum sínum. Stína sagđi OK og vá! viđ fórum austur og grófum prufuholu (1x1 metra). Kiddi hoppađi ofan í holuna, en sá svo sem ekkert nema gjóskulag afar ógreinilegt, en ţegar ég kom upp úr holunni dró sól fyrir ský og Stína sá ađ tvö fótarför voru í botni holunnar sem var svona 1.20 metrar ađ dýpt og mjókkađ neđst. Viđ fundum ţarna greinileg fótspor  manns sem hafđi tvístigiđ og jafnvel valhoppađ. Hann var á einhverskona fornskóm međ mynstri austrćnu, stćrđ 41. Nćsta dag, er viđ komu aftur í Hlíđina, hafđi rignt um nóttina svo sporin sáust ekki lengur. Viđ flettum upp í Kuml og Haugfé en fundum ekkert um fótspor; Kiddi taldi sig hafa séđ áletrun á fótsporinu, NOKI eđa eitthvađ sem gćti líkst ţví".

Til ađ eyđa öllum misskilningi, ţá er fćrslan hér ađ ofan skoplýsing - en ţetta gćti vitaskuld vel hafa átt sér stađ, ţví Minjastofnun Íslands, undir stjórn Kristínar Sigurđardóttur, rýkur út og grefur holur á kostnađ skattborgaranna ef kerlingu í Mosfellsbć dreymir silfur. Ţađ er nú fest á filmu og vćri viđ hćfi ađ stofnunin sendi ritstjórn Fornleifs skýrsluna yfir draumarannsóknina, ţví Egill er forfađir okkar allra.

Ég held ađ ţađ sé ekki ađeins okkur sem leikur forvitni á ţví hvernig draumafornleifafrćđi íslensk fer nákvćmlega fram.

Er ekkert stofnanaeftirlit á Íslandi hlýtur ađ vera spurningin sem vaknar?

Stofnun sem veitir ţáttargerđarmönnum, sem eru ađ búa til alţýđlegan skemmtiţátt, leyfi til ađ leita ađ silfursjóđum međ málmleitartćki, fer ekki ađ lögum. Ţađ er svo ekki í fyrsta sinn ađ lög eru brotin af Minjastofnun Íslands. Stjórnsýslan í minjamálum er orđin einhvers konar geđţóttafyrirgreiđsla eins og svo margt annađ í íslensku ţjóđfélagi: Lög eru sett á Íslandi til ađ brjóta ţau eđa beygja ađ vild.

Nú eru íslenskir fornleifafrćđingar farnir ađ trúa, en augsjáanlega mest á sjálfa sig.

Vala Garđarsdóttir fornleifafrćđingur (á efstu mynd efst međ Ray-Ban sólgleraugu), sem hinn sćmilega vantrúađi ţáttastjórnendi (Viktoría Hermanns) tók viđtal viđ til ađ nálgast einhverja sérfrćđiţekkingu, trúir ađ eigin sögn Egils-sögu sem áreiđanlegri heimild. Viđ ţví er lítiđ ađ gera, ţegar ađ fyrir löngu síđan er komiđ í tísku međal margra fornleifafrćđinga á Íslandi ađ trúa ruglinu í sjálfum sér t.d. eskimóakonum á spítala á Íslandi og Allah-perlum í stórstöđvum austur á landi svo eitthvađ sé nefnt.

Blind trú á rugliđ í sjálfum manni og ástundun frćđakukls eru víst orđin grundvallaréttindi á okkar tímum. Vísindi og frćđi, ţar sem tilgátur krefjast sönnunar, áđur en menn fara ađ tala um "kenningar sínar" međ stađhćfingum og án ţekkingar á ţví sem áđur hefur veriđ rannsakađ, hafa fćrst í vöxt á Íslandi. Og ţađ ekki ađeins í fornleifafrćđi. Hvađa vísindi fćr t.d. íslenska lćkna til ađ setja órannsakađa plastbarka í helsjúkt fólk í samvinnu viđ einhvers konar pylsugerđarmeistara frá Ítalíu?

Viđ sjáum ţessa miklu trú á "sjálfiđ" er Vala Garđarsdóttir, sem ég hefđi annars ekki trúađ slíkri trú upp á, fćrir eftirfarandi rök fyrir alţjóđ í sjónvarpsţćtti:

"Af hverju ćtti hann [Jón Grunnvíkingur] ađ vita ađ Anslaf [sic] vćri konunganafn Ólafs Kvaran. Ţađ vissi enginn á 18. öldinni."

En hvernig veit Vala Garđarsdóttir ţađ međ vissu ađ enginn á 18. öldinni hefđi ekki sett samasemmerki á milli "Anslafs" og Ólafs Kvaran? Ađ heyra svona stađhćfingu er eins og römm klípa í gamlan frćđilegan afturenda minn, svo óţćgileg ađ stađhćfingunni verđur ţegar ađ andmćla - Ţví ekki er nóg međ ađ einhverjir á 18. öld hafi vitađ hver ANLAV var. Ađrir vissu ţađ líka á ţeirri 17. Svo situr íslenskur fornleifafrćđingur fyrir utan Ţjóđminjasafniđ í sjónvarpsţćtti og sýnir alţjóđ ađ hann veit ekkert.

Hitt er svo annađ mál ađ ţađ voru Erlendur eđa Jón sem tengja ANLAV-myntir viđ frásöguna í Eglu á silfurkistum Egils.

Nú er svo komiđ ađ ţađ liggur viđ ađ mađur nái í góđan miđil til ađ komast í beint samband viđ Jón Ólafsson Grunnvíking. Draugur hans mun víst enn halda sig í námunda viđ Sívalaturn í Kaupmannahöfn. Ég lofa samt engu, en lćt ykkur vita ef ég rekst á Grunnavichensis afturgenginn. Ég mun svo sannarlega reka úr honum garnirnar um ţessa Anslafs-mynt sem Erlendur bróđir hans sá áriđ 1725 og Jón ritađi um áriđ 1753. 

En áđur en ég kemst í beint samband viđ Jón handan viđ móđuna miklu, leyfi ég mér ađ benda á ađ Jón Ólafsson og bróđir hans Erlendur, sem um tíma var međ honum í Kaupmannahöfn, gćtu báđir hafa séđ međ eigin augum, ellegar lesiđ um myntir úr sláttu Ólafs Kvarans međ áletruninni ANLAV. Einkamyntsöfn voru til á 18. öld í Danmörku og enduđu flest ţeirra í Det Kongelige Mřntkabinet sem var stofnađ áriđ 1782.

Kristján Eldjárn, okkar mikli mentor, skrifar einnig eftirminnilega í neđanmálsgrein í doktorsritgerđ sinni í íslenskum frćđum viđ Háskóla Íslands, Kuml og Haugfé, um meintan fund á mynt í Mosfellsdal sem  Erlendur Ólafsson frá Grunnavík var heimildamađur fyrir:

Jóni Ólafssyni eđa heimildamanni hans, sem var Erlendur bróđir hans, gat veriđ kunnugt um frásögn [Thomas] Bartholins [hins yngra] af írskum peningum međ áletruninni ANLAF CVNUNG (Antiqvitatum Danicarum libri tres. Hafnić MDCLXXXIX, P. 464) 1689 annađhvort beint eđa af tilvitnum Páls Vídalíns til hennar (Skýringar yfir fornyrđi lögbókar, Reykjavík 1849, bls. 132); [Fornleifur skýring: Páll Vídalín (1667-1727) var höfundur] Ég ţakka Jakob Benediktssyni fyrir ađ hafa bent mér á ţessi rit.

Í stađ ţess ađ trúa Egils-sögu, leyfi ég mér ađ benda auđtrúa  íslenskum fornleifafrćđingum, sem í stundarćđi í sjónvarpsţćtti telja sig hafa höndlađ sannleikann, ađ lesa Kuml og Haugfé (sem á margan hátt stendur fyrir sínu).

Screenshot_2021-02-01 Thomas Bartholin, Antiquitatum Danicarum de Causis Contemptć a Danis Adhuc Gentilibus Mortis Libri Tr[...]

Hér er ljósmynd af bls. 464 í 2. bók Antiqvitatum eftir Thomas Bartholin hinn yngri (ţess er átti Möđruvallabókarhandrit um tíma og gaf Árna Magnússyni ţađ). Á ţessari blađsíđu greinir frá mynt međ áletruninni ANLAF CVNVNC. Ţetta er auđvitađ allt á latínu og kemur ţví ekki ađ miklum notum á međal íslenskra fornleifafrćđinga, sem fćstir hafa lćrt latínu sér til gagns. Svo engum vafa sé undirorpiđ og fólk haldi ekki ađ kerlingarbćkur á 21.öld séu trúanlegri en Páll Vídalín á 18. öld eru hér opna úr bók sem hann ritađi handrit ađ, en ţađ var ekki gefiđ út fyrr en 1849. Stćkkiđ međ ţví ađ láta músina snerta myndina og lesiđ um vitneskju Vídalíns, á 18. öld, neđst á bls. 132 og efst á 133.

Screenshot_2021-02-02 Skýríngar yfir fornyrđi lögbókar ţeirrar Páll Vídalín, 1667-1727 Free Download, Borrow, and Streaming[...]

Ţar sem mér heyrđist á ţćttinum Fyrir alla muni, ađ ekki vćru menn alveg međ ţađ á hreinu hver ANLAF, eđa Anslafr eins og Jón Grunnvíkingur kallar nafniđ á mynt sem fundist mun hafa áriđ 1725 og hann skrifar um áriđ 1753 vćri, ţá er hér smávegis fróđleikur: Anlaf var einnig ţekktur sem Amlaíb mac Sitric og var uppi á um 927 – 980. Hann var ađ hluta til af norskum ćttum og hét upp á norrćnu Óláfr Sigtryggsson (hinn rauđi), en hann var einnig ţekktur á gelísku sem Amlaíb Cuarán, eđa Óláfr Kvaran. Hann var konungur á Norđimbrulandi og í Dyflinni, ţótt Egils saga telji hann konung Skota.

Ţví verđu einnig fyrir alla muni ađ bćta viđ ađ annar konungar en Ólafur Kvaran notuđu fornensku myndina af nafninu Ólafur, ANLAF, á myntum sínum, t.d. sá konungur sem á norrćnu kallast Óláfr Guđrřđsson, og sem einnig hefur veriđ kallađur Olav Gudfrithson af enskum - og upp á írsku Amlaíb mac Gofraid. Hann var hertogi/konungur í Dyflinni 924-939.

Myntin sem Jón Grunnvíkingur segir bróđur sinn hafa séđ áriđ 1825 og sem hann skrifar um eftir minni áriđ 1853 gćti einnig hafa tilheyrt allt öđrum ANLAF (Anslafri) en Ólafi Kvaran hinum rauđa. 

Anlaf

Anlaf 2aaaa

Úr sláttu Ólafs Kvarans (sem líka var ANLAF) og hér fyrir neđan slátta Ólafs Guđröđarsonar.

Anlaf Guđrod

Fróđum mönnum í Kaupmannahöfn á 18. öld, t.d. Jóni Grunnvíkingi og Páli Vídalín uppi á Íslandi, treysti ég vel til ţess ađ hafa gert sér fulla grein fyrir ţví ađ mynt sem ber áletrunina ANLAF CVNVNG, sem Jón gćti vel hafa lesiđ um hjá Thomas Bartholin jr. eđa jafnvel sjálfur séđ, vćri úr sláttu Ólafs konungs Kvarans.

Bartholin hafđi á 17. öldinni ţegar tengt nafniđ ANLAF Dyflinnarkonungum eins og ţiđ og Vala Garđarsdóttir getiđ lesiđ hér ađ ofan. Ef menn hafa getađ greint Dyflinnarkonunginn ANLAF á 17. öld hefur Jón, sem umleikis hafđi handritaarf Íslendinga, vitađ ađ ţar var ađeins um tvo konunga ađ rćđa.

Vala Garđarstóttir gerir ađ mínu mati lítiđ úr vitneskju fyrri tíma manna, og ţađ vegna eiginvankunnáttu - en hún trúir greinilega frekar ruglinu í sjálfri sér? Ţess konar trú er orđin reginvandamál í íslenskri fornleifafrćđi.

Ég er ađ verđa of seinn í andaglas

Ći krakkar, nú er klukkan ađ verđa margt. Ég ţarfa ađ fara ađ  hlaupa. Mér var nefnilega bođiđ ásamt ţremur gömlum kollegum í mat og andaglas til ađ finna eitthvađ annađ gamalt og sem glittir í, t.d. hiđ heilaga Gral, sem einnig hefur veriđ leitađ ađ á Íslandi, en án árangurs.

Mig langar í glasinu í kvöld ađ spyrja Njál á Bergţórshvoli um nokkur smáatriđi í Njáls Sögu um hann og Gunnar. Ég mun lesa í bolla vina minna ađ íslenskum siđ og segi sömuleiđis frá ţví víđar ađ íslensk minjayfirvöld geri berdreymnum stúlkum létt fyrir ađ fá leyfi til ađ leita ađ óáföllnu silfri sem ţćr fá pata af í heiftarlegum svefnleikjum sínum međ stórum Víkingum ađ handan.

Á međan eiga ekta fornleifafrćđingar međ próf upp á skeiđ, sköfu og skóflu í mestu erfiđleikum međ ađ fá leyfi til ađ stinga niđur reku. Látiđ ykkur dreyma elskurnar mínar. Sweet dreams!

Og hér eru ađ lokum áhugaverđar upplýsingar um draumaráđningar skyldi íslenska fornleifafrćđinga fara ađ dreyma óáfallna silfursjóđi. Muniđ svo gamalt húsráđ Framsóknarflokksins og áfallna ćttingja Framsóknarmanna í öđrum flokkum: Ef falliđ er á silfriđ, er ţađ ekki íslenskt. Íhaldiđ ćtti heldur ekkert ađ segja neitt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Mér varđ hugsađ til ţín ţegar ég sat undir ţessum "skemmtiţćtti" ruv, Vilhjálmur. Vissi ađ sú útsending myndi leiđa til enn einnar fróđlegrar greinar frá ţér. Ţađ stóđst.

Takk, nú sem fyrr.

Gunnar Heiđarsson, 3.2.2021 kl. 00:00

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Bestu Ţakkir, Gunnar,

ţađ koma ađ ţví ađ menn fćru ađ bíđa í eftirvćntingu efir eitruđum langlokum Fornleifs. Ţá er takmarkinu náđ, og kannski best ađ fara ađ hćtta ţessu. En ţá missir mađur reyndar af auglýsingatekjunum.

Nćsta skref er kannski ađ komast á samning hjá ţáttagerđarfyrirtćki, fá hvítan jeppa undir rassinn, fallega fylgdarkonu (bílstjóra) og láta taka mynd af okkur úr dóna - og bíđa svo eftir ţví ađ Fornleifur valti yfir mig.

Reyndar verđur ţađ ađ segjast, ađ ţegar efniđ er fengiđ í "skemmtiţćtti" (sem fer batnandi, ţó hann sé jafnleiđinlegur), í bland viđ grillumakerí einstakra kollega Fornleifs, ţá getur mađur bara ekki hćtt. Ţađ er alltaf eitthvađ bitastćtt fyrir súra karlpunga eins og Fornleif í slíkri eđalblöndu.

Virđingarfyllst,

Sendisveinn ritstjórans. Ritsjórinn er í golfi og nennti ekki ađ svar ţessu.

FORNLEIFUR, 3.2.2021 kl. 09:52

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Má ég heldur biđja um endursýningu á munum og minjum frá í den. Svolítiđ ţurrari og í sauđalitunum, en fróđlegri og lausir viđ hyberbólur og sensasjón.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.2.2021 kl. 06:34

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég segi ţađ međ ţér, Jón Steinar. Viđ heimtum Muni og Minjar eins og Karíus og Baktus! En gaman hefđi nú annars veriđ ađ sjá Eldjárn ađ verki ađ ofan úr drónarellu.

FORNLEIFUR, 4.2.2021 kl. 09:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband