Kynusli forðum

urn cambridge.org id binary 20210720144631713-0539 S1461957121000309 S1461957121000309_fig3

Í útlegð sinni hefur Fornleifur einatt og yfirleitt heilmiklar áhyggjur af íslensku þjóðinni, sér í lagi þjóðarlíkamanum í heild sinni, bæði því sem gerist efst á milli eyrnanna - en ekki síður því sem gerjast undir beltisstað, og þar er langmestur hamagangurinn að því er virðist.

Orðið "kynusli" er einkar leiðinleg orðskrípi sem ég heyrði fyrst fyrir rúmum mánuði síðan, og las það á vef RÚV, (sjá hér).

Alveg sér og persónuleg þykir mér þetta mjög óheppilegt orð og minna nokkuð á rasískt orðaval. Mér skildist á frétt RÚV, að þeir sem eru kynsegin og intersex séu haldnir kynusla. Allur þessi usli rúmast aftur á móti í hinu nýja stafrói fjölbreytileikans: LGBTQIA+ . Ég viðurkenni fúslega, að ég á afar erfitt með að læra það stafró, en passa þó vandlega orðaval mitt varðandi fólk haldið svokölluðum "kynusla" - um leið og ég slæ í það orð stóran og mikinn 12 tommu varnagla. Ég held að orðið sé afar ósmekklegt.

Þegar forstokkaðir fornleifafræðingar eru komnir út úrskápnum sem laghentir bókmenntafræðingar, og leiða sannleikann í ljós um lygaheilkenni Halldórs Kiljan Laxness, meðan að bókmenntamenn þegja þunnu hljóði, er ef til vill ekki furðulegt að bókmenntafræðingar séu farnir að túlka fornleifafræði og jafnvel DNA-rannsóknir.

Bókmenntafræðingum er nefnilega margt til lista lagt, og ekki síst Ármanni Jakobssyni, sem er furðanlega klár til að vera úr röðum bókmenntafræðinga - klár eins og systir hans - sama hvað kveifarlegir kratar grenja og sósíalistaflokksmenn væla og vola. Það var Ármann sem RÚV tók tali og sem tjáði sig m.a. um kynuslann.

En þegar fornleifafræðingurinn notar ósköp einfaldar heimildir er hann raðgreinir Laxness, virðist enn hægt að digta aðeins upp við DNA-rannsóknir á manni sem greftraður var í Finnlandi á 12. öld. Raðgreining á mjög illa varveittum leifum beina hans, sem fundust árið 1969 í Suontaka Vesitorninmäki, Hattula héraði, sýna að hann var hugsanlega með með svokallað Klinefelter syndrome. Klinefelter-heilkenni eru menn með, þegar að þeir hafa einn auka X-litning í persónulegu genamengi sínu og eru XXY-menn.  Harry hét hann Klinefelter (1912-1990) sem skilgreindi þessi heilkenni í mönnum og þökk sé honum fyrir það. Menn geta lesið grein um raðgreininguna á European Journal of Archaeology

Þegar "karlmaður", sem fær slíkar erfðir, vex úr grasi, fær hann oftast einkenni sem gerir hann eilítið hávaxnari en kynbræður hans í sömu ætt, en kveifarlegri á annan hátt: Tippið er afar lítið og vesælt, honum vex ekki grön og sumir drengir með þessi heilkenni eru kynsegin og intersex eins og það heitir í dag. Að fornu voru menn "ragir". Ekki veit ég hvort gamalt orð fyrir raga einstaklinga sé til á finnsku, en hér má finna ýmis orð um raga og arga menn í 1000 vatna landinu, sem ég tel þó vart að hafi verið notuð um einstaklinginn sem fannst í gröfinni í Suontaka Vesitorninmäki árið 1969. Sum þessara orða eru nokkuð svæsin en notast þó af samkynhneigðum sjálfum við ýmis tækifæri; Þó líklegast ekki Ruskean Reiän Ritari. Ég ætla ekki að upplýsa hvað þau ósköp þýða. Menn verða að finna sér orðabók sjálfir - Fjölmör börn lesa nefnilega Fornleif og líka einstaka móðgunargjarnt fólk undir fimmtugsaldri. Þessi mynd er fyrir það:

Screenshot 2021-09-25 at 20-06-59 5 Very Weird Themes in Medieval Manuscripts

Orðið Kirkasvärinen (Bjartur, litríkur) var líka til um hýra hali í Finnlandi forðum. Það þykir mér fallegt orð og tel næsta líklegt að það sé frá tímum Kalevala.

Þessi kyngreining á erfðaefni og kynusla mannsins í Suontaka Vesitorninmäki er svo komin út í heimsfréttirnar í ýmsum myndum og oftast tekst blaðamönnum að nauðga vísindunum og niðurstöðunum, því eins og kunngut er hafa margir blaðamenn örugglega einhverja skekkju á einum eða fleiri litningum sinna.

Vinsamlegast takið eftir því, að ég segi ekki að hinn forni Finni hafi verið þjáður af Klinefelter, því ég tel ekki að hann hafi verið haldinn usla, þó hann gæti kannski ekki eignast börn vegna veikleika kynsins. Það geri ég þó alls ekki vegna þess að ég er pólitískt kórréttur og áhugasamur um stafróf og regnboga hinsegins fólks sem verður æ flóknara í framburði fyrir karlpunga eins og mig. En maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og verður að sætta sig við að heimurinn breytist.

Ég geri mér hins vegar grein fyrir því, eftir að hafa fylgst með raðgreiningum og útreikningum erfðafræðinga sem vinna með A-DNA (Ancient DNA) að þegar brotakenndar DNA-leifar sem unnar eru úr beinum er "amplifisérað" þá geta gerst furðulegustu hlutir - m.a. oftúlkanir.

Það er því miður orðið vel þekkt að DNA-sérfræðingum þykir mun skemmtilegra að halda fram mögulegum villum en að draga rangar eða hugsanlegar niðurstöður til baka.

Kynsegin-maður á Íslandi: Á Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal

gay-vikingÞað skyldi þó aldrei vera, að það hafi fyrrum verið margir einstaklingar með Klinefelter heilkenna á Íslandi?

Jú alveg örugglega; Ekki að spyrja að því: Iceland has it all - and volcanoes too. Klinefelter-heilkennin fundust vitaskuld fyrst í fornum Íslendingi, og áður en Finnar fóru í vímu út af sínu eintaki. Hugsið ykkur landkynninguna ef okkar Klinefelter karl hefði komist fyrstur í fréttirna.

S.S. Ebeneserdóttir hjá Íslenskri Erfðagreiningu(ÍE) og aðrir samstarfsmenn hennar á Íslandi og erlendis birtu árið 2018 í grein í ritinu SCIENCE, sem ber heitið ´Ancient genomes from Iceland reveal the making of a human population´ (sjá hér) niðurstöður raðgreininga á erfðaefni úr 27 beinagrindum fornum á Íslandi. Og viti menn, það fannst auðvitað XXY-kynseginn einstaklingur, og var sú "uppötvun" gerð áður en "Riddarinn" finnski var raðgreindur.

Þetta er sagt um íslenska kynseginn kumlbúann:

«To our knowledge, this is the firs report of an individual with Klinefelter syndrome or any kind of aneuploidy based on aDNA... ».

 Haugbúinn sem greindur var sem kynseginn maður með Klinefelter heilkenni, var grafinn upp af Kristjáni Eldjárn í kumli árið 1954 að Ytra-Garðshorni norður í Svarfaðardal. Kumlbúinn fékk greiningarheitið YGS-BT í rannsókn S.S. Ebenesardóttur og alls aðstoðarfólks hennar.

Alvarleg kynvilla í beinagreiningu

Hildur Gestsdóttir mannabeinafræðingur hjá einkafyrirtækinu Fornleifastofnun Íslands, hafði í grein í Árbók Fornleifafélagsins 2000 dæmt einstaklinginn í kumli í á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi sem "gelding" í grein í Árbók Fornleifafélagsins árið 2000, án hjálpar DNA (Sjá hér). Hildur nefndi einnig þann möguleika að að kumlbúinn hafið verið haldinn Klinefelter-heilkenni. En þess ber þó að geta að Klinefelter-einstaklingar voru ekki geldir eins og Hildur heldur fram. Þeir eru oftast alveg eða nær alveg ófrjóir. Á því tvennu er mikill munur og vona ég að Hildur þekki nú orðið muninn á því tvennu. Vísindamenn geta þó verið andlega geldir, en það er annað vandamál.

Adolf Friðriksson bætti síðan um betur í endurútgáfu á Kuml og Haugfé Kristjáns Eldjárns, og gerir geldinginn með Klinefelter í Öndverðarnesi að "vönuðum" einstaklingi. Vönun er aðeins skurður á sáðstreng og annað en gelding, þar sem meira rýkur af. Það var eins gott að Dolfi og Hilda fóru ekki læknisfræðina.

Rannsókn S.S. Ebeneserdóttur et al. (sjá hér) sýndi hins vegar, ef tölfræði rannsóknarinnar er yfirleitt marktæk, engin merki um Klinefelter-heilkenni í einstaklingnum í kumlinu á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi (DKS-A1) sem Hildur hafði talið að gæti hugsanlega hafa verið kynseginn einstaklingur eða geldingur, og sem Adolf Friðriksson kallar vanaðan.

Þannig lauk þeirri kynlegu æfingu. Mannskepnan hefur því sem betur fer ekki breyst svo mikið síðan á 10. öld.

Erfðamengjaheimurinn er hverfull, en lítið fer fyrir leiðréttingum þegar í ljós kemur að menn hafa vaðið í villu.

Auðvitað hljóta einhverjir Íslendingar að hafa verið með Klinfelter-heilkenni frá upphafi - þó það nú væri. En hvernig slíkum mönnum var tekið í samfélögum fyrri alda er svo annað mál. Á Íslandi voru þeir að minnsta kosti ekki heygðir eins og furstinn í Finnlandi með því haugfé sem nútímafólk tengir kvenmönnum.

Ekkert erfðagóss í gröfinni var frá mömmu eða ömmu kynsegins landnámsmannsins að Ytra Garðshorni sem greindist með Klinefelter i sparnaðarraðgreiningu ÍE; Var það vegna þess að samfélagið sætti sig ekki við "ergi"? Voru Landnámsmenn á sömu línu og einhver Guðmundur Ólafsson sem uppi var á 17.öld og skrifaði: Ragur er sá sem wid rassen glýmer. Fékk hinsegin fólk frið á landnámsöld eða voru þá alveg sömu ofsóknir í gangi og þegar meira og minna kynruglaðir munkar/nunnur í klaustrum skrifuðu um brókar-Auði (í Laxdælu) og annað fólk sem ekki var alveg eins og "við hin" þessi stöðluðu sem göngum í siðlegum og sæmandi fötum.

Allir sem hafa lesið Njáls sögu og Laxdælu vita, hvers kyns var og hve mikill kynuslinn var forðum - að minnsta kosti í klaustrunum þar sem bókmenntirnar voru ritaðar með hönd á pung. Brókar-Auður var til þá sem nú. Taðskegglingar Njálu og hoppandi Gunnar eru það sem gerir þjóðfélagið litríkt.

Miðausturlandaguðfræði kirkjunnar reyndi hins vegar að fela kjötið, sem var veikt, og lystina, og skilgreindu allt sem synd sem útilokaði vist í Himnaríki eftir böl jarðvistarinnar. Bönn skapa hins vegar löngun.

Bókmenntafræðingar og sagnfræðingar (t.d. Gunnar heitinn Karlsson), sem kynið kitlar, gleyma svo algjörlega grundvallar vinnureglum sínum þegar kemur að lýsingu ástarlífs og hvers kyns er, því þeir tala þá um hvernig slíkt hafi verið á söguöld, þó svo að Íslendingasögurnar séu ritaðar á kristnum miðöldum af mönnum sem hugsanlega hafa litið kynferði öðrum augum en t.d. landnámsmenn og þar að auki öðruvísi en samtímamenn þeirra. 

801ace7da1a6a3c9796ba21226d4d028

Vitnisburður Hómilíubókar

Í Hómilíubók (eða Íslenskri hómilíubók) sem er safn af fornum stólræðum, bænum og lífsreglum, sem jafnframt elsta bók íslensk sem þekkt er (frá ca. 1200 e.Kr.), þó hún sé aðeins til í afriti sem varðveitt er í Stokkhólmi í handriti frá 17. öld (og nefni organsöng). Svíar keyptu handritið fyrir slikk. Bókin hefur auk ræðna að geyma fræðslugreinar og bænir. Hómilíubók er talin rituð um aldamótin 1200 (fyrir utan organsönginn) og margir telja hana meðal þjóðargersema íslenskrar tungu.  Enginn veit hins vegar hver skráði Hómilíubókina eða hvar hún var niðurkomin á landinu í fjórar aldir áður en Svíar kræktu í hana.  Í henni má lesa um ýmsar syndir undir beltistað:

   "Öll kristnispell, þau er bannsakar eru, og allir lagalestir, þeir er sakaraðili á vígt um, svo ið sama þær inar leiðilegu launþurfasyndir, er sumir menn gera, þeir er eigi þyrma körlum heldur en konum eða misþyrma kykvendum ferfættum, þessir hlutir allir lykja himinríki, þeim er eigi vill af láta né upp bera fyr kennimenn."

EmoO_gdXEAM-E-C

Enn fremur er tekið ótvírætt til orða utan ramma þess sem kirkjunni var þóknanlegur í þessum boðskap:

"Aldregi má," kveður bókin, "karlmaður konu saurga." Það er svo að skilja, að kona verður því aðeins af karlmanns sauri saurug, ef hennar vilji er til. En ef viljinn er til og þá, þá er þó þess synd, er hana elskar, þótt hann vinni eigi sjálfur hana, sem Páll mælti: "Slíkir hlutir," kvað hann, "skilja mann frá himinríki, eigi aðeins þá menn, er gera þá, heldur bæði og hina, er samþykkir eru við slíka atferð."

Hér var ekki verið að tala um coprofílíu, held ég (sláið því upp svo börnin skaðist ekki), en eftirfarandi spakmæli í Hómilíunni eiga jafnvel við í hinum sauruga og vesæla nútíma þar margar óhreinar sálir búa í heilbrigðum líkama. Um það segir:

  En það er eigi fjallamannvit, að maðurinn viti það, hvað hann er eða hverjar greinir hans vesningar eru. Líkami heitir einn, inn óæðsti hlutur mannsins og inn ysti. En sá heitir önd, er bæði er innri og æðri. En sá heitir andi, er miklu er æðstur og göfgastur og innstur.

Kynuslinn Klinefelter-heilkenni, sem höfundur siðvendninnar í Hómilíubókinni þekkti ekki, hefur væntanlega fylgt manninum lengi. Víst má telja að margir þeirra sem haldnir hafa verið þessum usla hafi verið illa séðir, t.d. þegar mannskepnan fór að trúa því að andinn væri æðri líkamanum. Nauðgandi prestar og biskupar á okkar eigin tímum hafa líklega aldrei lesið heillaráð Hómilíubókar, þótt synd annarra hafi verið þeim afar hugleikin í pontu.

Screenshot 2021-09-25 at 20-05-32 Oddities in Medieval Manuscript Illustrations

Tré forboðinna ávaxta óx aldrei á hjara veraldar. Konur mega líka láta sig dreyma. Þetta tré verður ekki einu sinni ræktað í gróðurhúsi ímyndunarveikinnar á Íslandi, og ekki eru þetta bjúgaldin í Eden.

Leitað var að kynsegin-hrossum

Í nýlegri rannsókn á kyni fornra hrossa á Íslandi var leitað að XXY-hrossum, það er að segja í leggjum og tönnum hrossa frá Landnámsöld. Aðstendendur rannsóknarinnar leituðu vitaskuld líka að Klinefelter-hrossum og Abby Normal hrossum.

Þegar stagað hafði var í holur niðurstaðnanna í spálíkani, sem útbúið hefur veri til Forn-DNAstags, kom í ljós að ekkert fornhrossanna sem greint var var XXY-hestur. Það eru mér og mörgum öðrum mikil vonbrigði.

Screenshot 2021-09-11 at 11-40-06 Super Gay Horse

Frændur vorir Svíar hafa aldrei borið skinbragð á öl eður mjöð. Hægt er að hella á þá hrossakeytu og gera þá glaða. Super Gay Horse er bjórr sænskur. Hvort hann hentar fólki með kynusla skál ósagt látið.

Ég er þó alveg viss um að glysgjörn XXY hross hafi verið mörg á Ísland, sem skýrir brokk og tölt, og að það hafi verið kynvilltir jálkar úr Skagafirði sem héldu að þeir væru trippi sem KEA seldi hér um árið sem saxbauta á dós í stað beljubuffs.

Getur skapast "XXY kynusli", þegar brotakennt fornerfðaefni er útreiknað með spálíkani?

Í samdrætti um greinina um íslensku hrossin, sem birtist í Journal of Arcaeological Science, (Sjá einnig hér) kemur strax fram að leitað var eftir sparnaði við DNA rannsóknir á fornum beinum: This costeffective method provides statistical confidence to allow for sexing of highly fragmented archaeological specimens with low endogenous DNA content; Slíkur sparnaður er ekki alltaf heilladrjúgur. 

En DNA-menn viðurkenna sjaldan gangrýni. Erfðaefni er líka orðið æðri öðrum máttarvöldum og heimstrúarbrögðunum. Menn trúa á DNA eins og guð úr vél.

Væri ekki annars unaðslegt ef hann Hýr frá Ytra-Garðshorni, þessi forðum svo jarpvindótti og skjótti hestur hefði verið Equus caballus domesticus sexualis? Það myndi svo sannarlega hafa fullnægt kenjum þeirra sem eru á kafi í klofinu á sér og öðrum og hinni afar þreytandi og afdönkuðu kynjafræði sem enn grasserar á Íslandi vegn vanmáttar í fræðunum.

Gárungar í þéttbýli raðgreina einnig á fullu og telja nú nær öruggt, að gunnfáni Miðfokksins minnist einmitt Hýrs, gredduhestins utan gátta, og sem aldrei stóð nema að lestrarhesturinn nærsýni athugaði málið sérstaklega. Fornleifur gæti japlað á hráu nautahakki, þjóðlegu og jafnvel úr útlöndum, upp á að það sé rétt greining hjá sér.

logo

Skrifað á nærbuxunum síðla í september 2021.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rakst á merkilega kyngreiningu sem troðið hefur verið inn í Íslendingabók af einhverjum kloflofanda.

Kyn og beyging orðsins er jafn óljós og það sem það ku eiga að lýsa.

"Kár" er það og mun eiga við um tvíkynja eða kynlausa manneskju (kannski kleinfelder, sem mér finnst einhvernvegin vera kvennlegri manneskjur en hitt, auðþekkjanlegar af sérkennilega breiðum hálsi þó.

Ekki getur það átt við trans, eða annarskonar viljandi metamorfósu, hvað þá aðrir stafir í geyókey stafrófinu sem mér virðist snúast meir um rekkjusmekk en lífræði.

Hvernig íslendingabók veit um svona intím hluti er mer að öllu hulið.

Kannast hlustendur við orðið Kár?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2021 kl. 08:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já og takk fyrir súkkulaðiplakatið sem nú prýðir vegg hjá mér í nettum ramma. Takk sömuleiðis fyrir enn eina snilldar greinina, eða greininguna.

Það klúkkaði í mér við lesturinn. Gerði snjóugan morgun notalegri.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2021 kl. 09:09

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Habbðu þökk fyrir greinina.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2021 kl. 13:49

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Þakkir fyrir innlitið. Hef ekki hugmynd um Kár.

FORNLEIFUR, 28.9.2021 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband