Fyrstu Ólympíuleikar Íslendinga 1908

IMG_0004 (6) lille til publ

Fyrir nokkrum dögum síđan barst Fornleifssafni áhugaverđur safnauki, sem safnvörđur á ljósmyndadeild safnsins gróf upp djúpt úr iđrum skransölunnar eBay. Ţađ er ţessi skyggnumynd (Laterna Magica skyggna) hér fyrir ofan frá 1909, sem sýnir tvo íslenska glímukappa á erlendri grundu.

Myndin var framleidd af ljósmyndastofu Walter Tyler Ltd. í Lundúnum áriđ 1909, en á árunum 1909-1910 gaf ţetta fyrirtćki út um 60 myndaseríur međ fréttaefni (Tyler´s Topical Slides), međal annars seríu nr. 10. sem ţessi mynd hér ađ ofan hefur tilheyrt. 

Myndir ţessar voru sýndar víđa í samkomuhúsum á Bretlandseyjum, á undan öđru efni, og sú hefđ hélst lengi áfram ţegar kvikmyndirnar tók viđ af skyggnusýningunum. Fréttakvikmyndir voru síđar sýndar á undan bíómyndum. Á Íslandi gátu menn upplifađ slíkar fréttakvikmyndir fram yfir 1970, ţegar Ţýskalandsáhugafélagiđ Germanía (forveri ESB-áhugamanna) sýndi enn áróđurs- og fréttamyndir um Wirtschaftswunder og ađra viđreisn sem var gerđ kleif međ Marshallađstođ. Einnig voru sýndar svipađir stuttir, en gamlir fréttapistlar í Kanasjónvarpinu sem einu sinni sást á miklum menningarheimilum á suđvesturhorninu.

Í skrá fyrir seríu Walter Tylers nr. 10, sem var gefin út 20. mars 1909, og sem fylgdi pökkum sem hver innihélt 20 skyggnumyndir, hefur Mynd 17 hér á ofan boriđ titilinn: Iceland Wrestlers, ready to start. Á skyggnunni sjálfri stendur: Iceland wrestlers showing the only method of gripping allowed.

Svo vill til, ađ mynd ţessi var ekki ţekkt hjá LUCERNA, samtökum stofnanna og háskóla í Evrópu, sem eiga söfn Laterna Magica ljósmynda og hlúa ađ ţeim og efla rannsóknir á ţessum forvera kvikmyndanna. Sjá hér. Fornleifssafn deilir, ţegar ţessi pistill verđur birtur, myndinni međ LUCERNA og mun hún örugglega brátt birtast á vefsíđu ţeirra. 

Myndin er frá Ólympíuleikunum 1908 í Lundúnum

Á "nýjustu" ljósmynd Fornleifssafns úr myndaröđ Walter Tayler má sjá tvo íslenska glímumenn sýna list sínar í almenningsgarđi í Lundúnum áriđ 1908.

Ekki sýndu ţeir glímuna á Stadium sem reist var í Vesturhluta Lundúna, ţar sem nú heitir White City í norđanverđu Hammersmith/Fulham, heldur á grösugum völlum almenningsgarđs ţar rétt hjá sem heitir Sheperd's Bush. Íslenski glímuhópurinn tók ekki formlega ţátt í leikunum sjálfum í keppni, en hafđi veriđ bođiđ ađ sýna glímu og ganga inn á leikvanginn viđ upphaf ţeirra.

1908

Glímukapparnir bjuggu á YMCA (KFUM) hótelinu í London viđ Tottenham Court Road, sem var mjög glćsileg bygging. Hún var síđar rifin (um 1971) og ţá byggđur sá óskapnađur sem nú hýsir YMCA og St Giles Hotel í London, og ţar sem margir Íslendingar hafa gist í hryllingslegum húsakynnum. Íslendingunum ţótti ţađ harla löng og erfiđ ferđ ţeir átta kílómetrar sem ţeir ţurftu ađ fara frá miđborginni út til Hammersmith.

Nćrmynd

Mađurinn sem sést framan í er, Pétur Sigfússon, og sá sem viđ sjáum í hnakkann á er líklegast Sigurjón Pétursson. Ţetta getum viđ sagt međ nokkurri vissu, ţví teknar voru myndir af íslensku glímuköppunum fyrir póstkort (bréfkort) sem prentuđ voru á Englandi áriđ 1908. Eitt slíkt hefur lengi veriđ í eigu Fornleifs.

IMG_20210917_0003 (3)

Íslenski Ólympíuhópurinn fór til Lundúna til ađ sýna glímu undir stjórn glímumeistarans Jóhannesar Jósefssonar (sem síđar var kenndur viđ Hótel Borg). Frá vinstri má skjá Jóhannes Jósefsson (1883-1960)í fornmannabúningi, Hallgrímur Benediktsson (1885-1964), Guđmundur Sigurjónsson (1883-1968), Sigurjón Pétursson (1988-1954), Páll Guttormsson (1889-1948), Jón Pálsson (1887-?; sem sýndi glímu međ Jónannesi í Bandaríkjunum og ílentist ţar um skeiđ, og Pétur Sigfússon (1891-1962). Kort í Fornleifssafni frá 1908. Kortiđ var sent áriđ 1907 til "Ungfreyjunnar Sigríđar Böđvarsdóttur á Seyđisfirđi" (1875-1955) af Frú Maríu Guđbrandsdóttur (1855-1942) á sama stađ, "međ vinsemd og virđingu". Svona kort og menn í nćrfatnađi og í ólum höfđuđu greinilega jafnt til hals sem drósar. Ţetta var Unisex á undan sinni tíđ. Ţess má geta ađ móttakandinn var 33 ára og sendandinn 54 ára. Sem sagt djarfar konur á besta aldri. Ljósm. Fornleifssafn.

Stór-danskur yfirgangur

Íslendingarnir neituđu ađ ganga međ hópi Danmerkur inn á leikvanginn í White City, Hammersmith. Jóhannes Jósefsson vildi ađ Íslendingar gengu undir eigin nafni og fána.

Vinur vinar hans, William Henry Grenfell (1855-1945), síđar first Baron of Desborough, sem var í stjórn bresku Ólympíunefndarinnar, leyfđi íslenska glímuhópnum ađ taka ţátt í göngunni viđ opnunarathöfnina inn á leikvanginn.

Lord_Desborough

William Henry Grenfell

Ađalţjálfari Dananna, Fritz Edvard Hansen (1855-1921), var hins vegar ekki alveg á sömu skođun. Dönum var skipađ ađ hindra inngöngu íslenska hópsins. 50 danskir íţróttamenn mynduđu skjaldborg hvítklćddra ţátttakenda sinna viđ innganginn á White City Stadium og vörnuđu Íslendingunum ađgengiđ. Bolabíturinn Hansen, sem einnig var foringi í danska hernum, fór fremstur í flokki. Hann bannađi Íslendingum ađ ganga inn á leikvanginn, ţar sem ţeir vćru danskir ţegnar og taldi hann ađ ţeir ćttu ţví ađ ganga undir dönskum fána. 

Fritz Edvard Hansen

Fritz Edvard Hansen

Áđur en hitnađi enn frekar í kolunum krafđist Sir William Henry Desborough ađ Danirnir vikju og fyrirskipađi ađ Íslendingarnir gćtu gengiđ inn á völlinn. 

Jóhannes Jósefsson tók ţátt í grísk-rómverskri glímu fyrir Danmörku og lenti í fjórđa sćti í sínum flokki, ţó hann hafi ađeins geta notađ einn handlegg. Hann slasađist í fyrstu glímunni sinni. Sannir Víkingar voru ekkert ađ gefast upp á ţessum tímum. Komst enginn Íslendingur nćr verđlaunapalli á Ólympíuleikum fyrr en Vilhjálmur Einarsson stökk í annađ sćtiđ á leikunnum í Melbourne 48 árum síđar.

Olympics.cartoon

Ţessi stórdanska tálmun viđ innganginn ađ leikunum var ekki eini skandallinn á ţessum 4. Ólympíuleikum. Sćnska og bandaríska fánann vantađi í fánaborg leikanna; mjög svo móđgađir Svíar ákváđu ađ taka ekki ţátt í opnunarathöfn leikanna. En hins vegar voru ţar fánar Kína og Japans ţar dregnir viđ hún ţó ţćr merku ţjóđir tćkju ekki ţátt í leikunum. Finnar ákváđu ađ ganga án fána, ţví ţeir neituđu ađ ganga undir fána Rússa, hvers hćl Finnar voru undir um ţessar mundir. Síđast en ekki síst, Bandaríkjamenn höguđu sér ekki mjög íţróttamannslega á leikunum 1908, eins og teiknarinn reynir ađ sýna á myndinni hér fyrir ofan. Allt var sem sagt í hers höndum hjá Tjallanum á fyrstu Ólympíuleikunum. 

wwwopac.ashx 8

wwwopac.ashx7

Showmanninum Jóhannesi Jósefssyni ţótti gaman ađ fara í fornkappadrag og hnykla vöđvana í ýmsum löndum. Takiđ eftir nafni fyrirtćkis hans.

Međ honum sýndu ađrir Íslendingar m.a. Jón Pálsson, sem einnig sýndi "this most peculiar Sport" á Ólympíuleikunum í London áriđ 1908. Takiđ eftir íslenska fálkamerkinu á ljósbláum grunni á rauđri treyju Jóhannesar. Ţetta var hreinrćktuđ vöđvaţjóđrćkni, sem ţekktist víđa um heim á 20. öld.

Vöđvaţjóđrćkni og "samrćđi gegn náttúrulegu eđli"

Og inn gengu ţeir í hvítu nćrfötunum og skýlunum smáu, allir leđurólađir ađ neđan. Ţađ var vitanlega klćđnađur sem kitlađi ýmsan breskan hal og annan. Jóhannes var klćddur í einhvern fornmannabúning, sem kynntur var til sögunnar sem íslenskur ţjóđbúningur, en allt saman var ţetta hálfgert drag.

Ţegar menn kaupa myndir á glímuköppum á netinu er myndum ţessum lýst sem myndum sem LGBTQIA+ fólk kynni ađ hafa meiri áhuga á en ađrir. Í mínu tilfelli er bara mannlegur áhugi á fyrri tímum sem drífur áhugann á glímu; ekkert sem kitlar fyrir neđan belti.

Gordon

En einn af glímuköppunum á Ólympíuleikunum 1908 var reyndar samkynhneigđur og var pískrađ um ţađ í hornunum á Íslandi. Ţađ var Guđmundur Sigurjónsson fánaberi Íslendinganna á Ólympíuleikunum 1908. Eftirfarandi vísa um Guđmund á Ólympíuleikunum gekk eins og eldur í sinu í Reykjavík, ţangađ sem Guđmundur hafđi flust norđan úr Mývatnssveit til náms. Lítiđ varđ hins vegar úr námi.

Gvendur undan gutta her
gekk og bar sinn klafa,
af ţví hann á eftir sér
enginn vildi hafa.

GayGlimaNokkuđ hefur veriđ ritađ um samkynhneigđ Guđmundar, einna helst af Ţorvaldi Kristinssyni fyrrverandi formanni Samtakanna ´78. Ţessi grein hans gefur ágćtt yfirlit yfir líf Guđmundar, en nokkrar myndanna sem sagđar eru vera af honum í greininni eru ţađ reyndar ekki.

Ţegar Guđmundur Sigurjónsson var í Kanada fram til 1920, kallađi hann sig Gordon, og ţegar hann sneri aftur til Íslands og starfađi viđ verslun tók hann upp ćttarnafniđ Hofdal.

Snemma árs 1924 var hann dćmdur í átta mánađa hegningarhúsavist fyrir kynmök viđ ađra karlmenn. Hann var dćmdur eftir 178. grein hegningarlaganna frá 1869: „Samrćđi gegn náttúrulegu eđli varđar betrunarhúsvinnu.“

Jónannes Jósefsson og flokkur

Sýningahópur Jóhannesar Jósefssonar í Vesturheimi. Hreinrćktađ Viking-drag sem enn virđist örva smekklausa Bandaríkjamenn međ veik germönsk gen.

Lýsing glímukappans Páls Guttormssonar Ţormars í Austra á ferđinni til Lundúna áriđ 1908 (stafsetningin er alfariđ hans)

P. Ţormar lille

Elsta lýsing Íslendings á ólympíuleikum er vafalaust frásögn glímukappans Páls Guttormssonar, sem má sjá hér til vinstri á mynd frá  um aldamótin 1900. Hann kallađi sig síđar Pál G. Ţormar og gerđist mikill athafnamađur og verslunareigandi á Seyđisfirđi og Norđfirđi og var m.a. í stjórn Sparisjóđs Norđfjarđar sem stofnađur var áriđ 1920.

Bréf til Austra.          London 12/7.

  Eg lofađi ţér, Austri sćll, ađ senda ţér einhvern tíma línur frá ferđ okkar Lundúnafara.

  Ţá er fyrst til ađ taka, ađ ferđin hefir gengiđ vel ţađ sem af er. Viđ fórum 7 frá Reykjavík sunnudaginn 28. júní kl. 6 e. h. og fengum bezta veđur út yfir hafiđ svo enginn varđ sjóveikur ţađ sem teljandi var, og ekkert markvert bar til tíđinda. Til Leith komum viđ ađ morgni ţ. 3. júlí en komumst ekki inn í höfnina fyr enn um kl. 4.

  Strax er viđ vorum komnir inn fyltist af blađamönnum í kring um okkur, og komu svo greinar ţeirra um hina íslenzku glímu daginn eptir. Ţegar er viđ gátum losazt frá tollţjónum og prangaradrasli fórum viđ upp í Edinburgh til konu nokkurrar, sem leigđi út herbergi. í Edinburgh dvöldum viđ svo par til á mánudaginn 6. júlí, ađ viđ fórum hingađ til Lundúna međ járnbrautarlest og erum viđ búnir ađ dvelja hér 5 daga.

ExoqRn9WEAMUc0C

  Viđ komum á stöđina í Lundúnum kl. 9. e. h. í svarta myrkri, og fórum strax á ţetta gistihús, sem viđ nú dveljum á; ţađ er eign Kristilegs félags ungra manna, og er mjög skemmtilegt hús međ ljómandi garđi, svo okkur líđur ágćtlega, ţađ eina sem amar ađ, er ađ ţađ er nokkuđ langt til „Stadion" par sem Olympisku leikirnir fara fram og viđ ćfum okkur daglega.

NAEST-045-556-Page-13

  Ţegar viđ komum hingađ fengum viđ ađgöngumiđa ađ Fransk-Ensku-sýningunni, sem viđ notum altaf ţegar viđ viljum fara ţangađ, og er ţađ heldur ekki sparađ, ţví margt má par sjá.

  Viđ glímdum í gćr á Olympisku leikjunum fyrir 20,000 áhorfenda, og „The Sports Suplement of The Weekly Dispatch" segir ţar sem ritađ er um sýningarnar ţennan dag, ađ síđast en en ekki sízt megi minnast á hina eptirtektaverđu íslenzku glímu, sem hafi veriđ sýnd af hinum íslenzka flokki. Annars hefi eg ekki séđ fleiri blöđ ennţá, en ţegar viđ glímdum, safnađist fjöldi blađamanna og myndasmiđa í kringum okkur, og eptir ađ viđ höfđum hćtt glímunni urđum viđ ađ fara aptur upp á pallinn til ađ láta taka myndir af ýmsum glímubrögđum sem svo síđan eiga ađ koma í blöđunum.

„Programiđ" var svo skýrt ađ áreiđanlega allir vissu hvađ fram fór og lítur út fyrir ađ talsverđur áhugi vakni fyrir glímunni, ţví alltaf er veriđađ spyrja okkur hvenćr viđ glímum aptur. í gćr var afar fjölbreytt skemmtun á Olympiu, og óskađi eg opt í huga mér ađ viđ vćrum undir ţađ búnir ađ taka ţátt í hinum ýmsu íţróttum sem par fóru fram, en eg varđ ađeins ađ hugga mig viđ ţađ, ađ viđ mundum síđar verđa fćrir um ađ koma fram á sjónarsviđ kappleikjanna sem ţátttakendur.

  Hiđ helzta í „Programinu" var: leikfimi, sund, hjólreiđar, kapphlaup, kappganga, hnefaleikur o. fl., sem eg sökum tímaskorts tel ekki upp.

  Ţađ sem mest hreyf mig af öllu ţessu var leikfimin; fyrst kom fram flokkur enskra karlmanna sem var auđsjáanlega vel ćfđur, en svo kom kvennflokkur, sem gjörđi mikla lukku, enda hefir ekkert, sem eg hefi enn séđ hér jafnazt á viđ ţann flokk, nema Norđmannaflokkurinn, sem er afar fallegur enda á hann ađ koma fram fyrir enska og gríska konungafólkiđ á morgun kl. 3 e. h. Norđmenn unnu fyrstu verđlaun í leikfimi á síđustu Olympisku leikjunum í Athenu og er búizt viđ ađ ţeir gjöri ţađ enn.

  Í kapphlaupum og göngu er eg nćrri viss um ađ Íslendingar gćtu međ ćfingu tekiđ ţátt.

   Sundiđ er ákaflega gaman ađ horfa á, par sem sundmennirnir stungu sér ofan af margra mannhćđa háum palli og fóru marga hringi í loptinu, en hnefaleikurinn ţótti mér ekkert skemtilegur. enda getur hann varla talizt fögur íţrótt, en ţó klöppuđu áhorfendurnir aldrei meir en ţegar einhver var sleginn flatur til jarđar.

fyrstiformadurstj  Viđ höfum ćft okkur á leiksviđinu, áđur en leikir byrja á daginn, til ţess ađ sem flestir íţróttamenn geti fengiđ ađ kynnast glímunni, enda er hér saman kominn fjöldi ţjóđa, og er ekki minnst í variđ ađ sjá séríţróttir ţeirra.

  Ef ćtti ađ skrifa nákvćmlega um leiki ţessa ţá mundi ţađ taka lengri tíma en eg hefi í aflögum, svo eg lćt hér stađar numiđ og verđ ađ biđja alla lesendur ađ fyrirgefa hve lítiđ og ónákvćmt er skýrt hér frá hverri einstakri íţrótt, enda er minnst búiđ af ţví sem fram á ađ fara á Olympisku leikjunum.

Međ kćrri kveđju. P. G.

Síđari endurminningar Péturs Sigfússonar

Screenshot 2021-09-18 at 16-31-20 Vísir - Jólablađ - Megintexti (24 12 1954) - Tímarit isHér og hér má einnig lesa áhugaverđa lýsingu Péturs Sigfússonar um "upplefelsi" hans á Lundúna-Ólympíuleikunum 1908 í jólablađi Vísis áriđ 1954. Pétur var yngstur ţeirra glímukappanna, ađeins 17 vetra. Hann glímdi síđar viđ viđskipti og var kaupfélagsstjóri á Borđeyri fram undir síđara stríđ. Hann var glímumađurinn sem lesendur mínir sjá framan í á safnauka Fornleifssafn. Bók hans Enginn rćđur sínum nćturstađ, ţar sem einnig greinir frá Ólympíuleikunum 1908, kom út fyrri jólin 1962 ađ Pétri nýlátnum.

 

Viđbót 7.4. 2022: Ţess má svo til viđbótar geta, ađ nú hefur veriđ greint frá myndinni á LUCERNA en hún var ekki ţekkt áđur nema af lista sem fylgdi myndum Walter Tyler frá Ólympíuleikunum 1908.


Ť Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla ť

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurđsson

Skemmtilegur pistill.

Ţađ má kannski segja sem svo ađ Páll Guttormsson Ţormar, hafi auk ţessa ađ glíma á fyrstu ólumpíuleikum íslendinga, veriđ fyrsti íslenski íţróttafréttamađurinn sem reyndi fyrir sér í beinni útsendingu.

Magnús Sigurđsson, 19.9.2021 kl. 09:09

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Svo til beinni, beint austur; og hann sló viđ Sigga Sig., Jóni Ásgeirssyni, Hemma Gunn og Bjarna Fel. Svo átti hann ađdáendur fyrir austan eins og glímukortasendingar kvenna sýna. Kortiđ var forveri leikaranna sem börn og unglingar skiptust á ţegar viđ vorum ađ alast vel upp.

FORNLEIFUR, 20.9.2021 kl. 04:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband