Hnífur Gilsbakkaprests

307465205_10160173133158571_3721968807851551274_n

Hinn ágæti Íslandsvenur, bandaríski fornleifafræðingurinn dr. Kevin Smith, heldur úti FB-inni North Atlantic Archaeology. Það er einkar gott framtak hjá dr. Kevin sem hjálpar nefnilega þeim sem ekki nenna að eyða tíma sínum í að leita að nýjustu fréttum.

Nú má vart finnast títuprjónn við fornleifarannsókn, að ekki sé stórfrétt um það í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Kevin vinsar þó aðeins "háu ljósin" sem ritað er um á ensku, en menn geta líka sjálfir sett inn fréttir á FB-ina North Atlantic Archaeology, ef þeim er mikið mál á því. Stór hluti íslenskra fornleifafræðinga fylgist með á FB Kevin Smiths, en einnig enn meiri fjöldi leikra sem lærðra sem hafa áhuga á fornleifafræði í löndum við Norðuratlantshaf.

Nú fyrir helgina var Smith á faraldsfæti á leið til Noregs. Hann sett frétt um forláta hnífsskaft sem fundist hefur í Osló, sem er frá seinni hluta miðalda og hugsanlega er skaftið úr fílabeini. Fornleifafræðingurinn sem stjórnar rannsókninni Osló (sem ættaður eru úr Niðurlöndum) bendir á, að forláta hnífssköft úr fílabeini hafi veri framleidd í Amsterdam og leggur til, þó án mjög haldbærra raka að skaftið í Osló sé þaðan. Hvort skaftið er örugglega úr fílstönn hefur þó ekki verið rannsakað.Screenshot 2022-09-21 at 09-23-01 A Knife handle of Dutch style of the 17 th century at Loches (Indre-et-Loire)

Í góðum umræðum,sem oft skapast neðanmáls á FB-North Atlantic Archaeology, lækar fólk annað hvort eða skrifar bara "wow" og einstaka maður lætur ljós sitt skína, sýndi Kevin Smith forláta hnífskaft smellt, vafalaust hollenskt frá 17. öld sem hann og aðstoðarfólk hans fundu við fornleifarannsóknir á Gilsbakka á Hvítársíðu í Borgarfirði fyrir u.þ.b. 14 árum síðan (sjá mynd efst).

Ég kannaðist við skyldan grip sem fundist hefur í Frakklandi og fann fljótt skýrslu um hann sem ég hafði hlaðið niður á gamalt fornleifadrif Fornleifs.

Screenshot 2022-09-21 at 09-20-46 A Knife handle of Dutch style of the 17 th century at Loches (Indre-et-Loire)

Fyrir utan sekkjapíparann efst, ef lítill munur á hnífsskaftinu frá Gilsbakka og því sem fannst í Loches.

Skaft úr aski Síra Gunnars Pálssonar?

Greinilegt er að mjög miklar líkur er a því að Gilsbakkamenn hafi étið vel á 17. öld. Mig grunar hver það var. Dr. Kevin Smith reyndist einnig hafa haft augastað á sama einstaklingi. Á Gilsbakka bjó m.a. og þjónaði síra Gunnar Pálsson (1587-1661) sem var í sinni samtíð lýst sem miklu heljarmenni. Svo mikið "hreystimenni", (en það kallaði maður feita menn á þeim tíma): Hann var svo líkamsþungur að trauðlega báru hann sterkustu hestar. Er ekki ósköp líklegt að slíkur jálkur hafi átt forláta hollenskan hníf og jafnvel gaffal, svo hann gat skorið svera sneið af soðnum sauð á sunnudegi eftir messu.

Hver segir svo að fjasbókin sé til alls ónýt?

fat-pastors

Pater fra Loches, og vel í holdum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Ritstjóri Fornleifs fór bókstaflega undir hnífa fremst á slöngum í gær. Það gerðist á einkaspítala í fyrrv. byggingum Danmarks Radio, þar sem var hreinsað vel og fallega eftir lélegan frágang eftir fyrri innferðir almenningsspítala í minn auma kropp, sem er illa leikinn af vellifnaði og miklu ástarlífi.

Ritstjóranum datt í hug við enduruppvakninguna, að hann gæti verið afkomandi nautnaseggsins Gunnars Pálssonar. Hann fór á Íslendingabók, og viti menn, Sírann á Gilsbakka er forfaðir ritstjórans í 10 lið. Sonur Gunnars og barnabarn voru einnig prestar. Það skýrir margt, en þó helgislepjan sé löngu horfin, hefur offitan loðað dálítið við í þessari ætt, þegar menn höfðu á annað borð ráð á því að éta vel.

Afa Vilhelm hefði nú þótt þetta heldur merkar fréttir, og tengdasyni hans Willem einnig, en á meðal hans forfeðra í báðar ættir voru einnig eins konar prestar, en þeir voru óttaleg smælki. Hér er mynd af afa Villa (Vilhelm) að skoða fornleifar í Aþenu árið 1966, en enn neðar bílæti af Willem (sá stígvélaði með hæsta hattinn) í landi hnífsins ofangreinda. Faðir hans átti um tíma verkstæði í sömu götu og þar sem glerlistamenn og smeltimeistarar störfuðu á 17. og 18. öld. Eitt slíkt verkstæði hefur verið rannsakað af fornleifastofnun Amsterdamborgar. Sjá grein um FENEYJASKÁL hér á hægri dálki Fornleifs til að fræðast frekar.afi_i_athenu_1966.jpg

WILLEM FLOKKUR A færdigreduceret mindre skærpet

FORNLEIFUR, 22.9.2022 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband