SJÓN innleiddi pönkiđ í Sovétríkjunum
19.10.2022 | 09:30
Skáldiđ Sjón, sem forđum var ţekkt sem Sigurjón Birgir eđa bara Grjóni kynnti pönkiđ í Sovétríkjunum sumariđ 1977. Ţví heldur skáldiđ sjálft fram í viđtali viđ Ríkissannleiksveituna RÚV í tilefni af sextugsafmćli sínu (lesiđ og hlustiđ hér). Ţar sem pönkiđ eru formlega orđnar fornleifar lćtur Fornleifur ţessa sögu til sín taka. Rannsóknarvinnan bendir til ţess ađ Sjón sé einnig orđin gamlingi.
Um leiđ og ég óska SJÓN - formerly known as Grjóni - innilega til hamingju međ ađ vera orđiđ hálfgert gamalmenni og ţví tćkan á til yfirkeyrslu á Fornleifi, leyfi ég mér ađ segja meiningu mína um gloppótt minni hans. Mig grunar ađ Sjón sé kominn međ forstig karlrembings, sem er allra fyrsta stig Alzheimers. Ég get einfaldlega ekki fengiđ tímavélar Fornleifs til ađ stemma viđ yfirlýsingar Grjóna um ađ hann hafi innleitt pönkiđ í Sovétríkjunnum sálugu.
En - ef svo er sem SJÓN segir og rétt ţykir, virđist fullvíst ađ SJÓN beri geysimikla ábyrgđ á stríđinu í Ukraínu, Glasnost og jafnvel ýmsu öđrum heimsviđburđum.
Nú skilur mađur ađeins betur af hverju menn trampa á Guđbergi Bergssyni eins og rusli á nírćđisafmćli hans, en lofa ţess í stađ SJÓN upp til skýjanna. Menn ţola ekki sannleikann á Íslandi.
Í tilefni af sextugs afmćli Grjóna, er RÚV međ viđtal viđ hann - eđa hann viđ RÚV. Í viđtali ţessu notar Sjón sömu stílbrögđ og Laxness gerđi um sextugt. SJÓN setur sjálfan sig í innstu hringiđu sögunnar líkt og Laxness gerđi - en um sjálfssviđssetningu Laxness má lesa í bók Fornleifs Laxness Leiđréttur, sem enn á ný er metsölubók fyrir jólin, enda ókeypis. Kaupiđ hana ókeypis hér.
SJÓN segir RÚV frá ţví (hlustiđ hér) ađ hann hafi áriđ 1977, er hann var tćpra 15. vetra, keypt heila glás af pönkplötum í Kaupmannahöfn og fariđ međ ţćr á ungliđaráđstefnu á Krímskaga.
Ég tel mig vita, eftir ađ hafa samband viđ vin minn í Rússlandi, V.P. ađ nafni, ađ ţetta hafi veriđ samkoman á Artek, um síđari hlutann í júlí 1977. Á samkomunni á ARTEK, voru saman komin ungmenni frá 103 ţjóđlöndum og slagorđ hátíđarinnar ţetta ár var May the Sun be Forever Látum nú SJÓN og RÚV gera sögu ríkari:
Ţegar Sjón var 16 ára [Viđbót Fornleifs: Sjón var ađeins 14 ára - starfsfólk RÚV kann ekki ađ reikna] var pönkbylgjan í algleymingi. Áriđ 1977 [Innskot Fornleifs og KGB: í lok júlí] fór hann til Sovétríkjanna međ sex öđrum íslenskum krökkum á Alţjóđamót ćskunnar á Krímskaga. Í ţessari ferđ flugum viđ í gegnum Kaupmannahöfn og ţar komst ég í plötubúđir og ég fór međ úttrođna ferđatösku af pönki til Sovétríkjanna. Eitt kvöldiđ bađ starfsmađur sumarbúđanna eftir ađ fá plöturnar lánađar. Ég ţorđi ekki ađ láta ţćr frá mér af ţví ađ ég hélt ađ ţau ćtluđu kannski ađ taka ţćr og eyđileggja ţćr. Svo ég náđi í ferđatöskuna og fór međ honum ofan í kjallara og ţar sat mađur [Viđbót Fornleifs: Ţađ var fyrrnefndur V.P.] tilbúinn, tveir, ţrír, međ stórt spólutćki og svo tóku ţeir upp allar plöturnar. Ţađ má leiđa líkur ađ ţví ađ eitthvađ af ţessum plötum hafi fariđ í dreifingu í Sovétríkjunum og fengurinn frá Kaupmannahöfn ruddi ţví pönkinu rúms ţar í landi.
Íslendingar rottuđu sig vitaskuld saman viđ Palestínumenn á ARTEK-ungliđaráđstefnunni á Krím og rćddu um ađ ryđja gyđingum í sjó fram. Ţađ var vel ađ merkja, ţegar ekki var veriđ ađ afrita pönkiđ í kjallara hótelsins sem Pönkpíónerinn Grjóni hafđi keypt ferđatöskufylli af í Kóngsins Kaupmannahöfn. Kannski hlustuđu hryđjuverkamenn framtíđarinnar á pönkiđ hans Grjóna. Ég leyfi mér ađ efast um ţađ. Myndin er úr skjalasafni Mossad.
Já, nú vitum viđ ađ SJÓN, háaldrađur, telur sig hafa fćrt fulla tösku pönks til Sovétríkjanna áriđ 1977, og ţađ löngu áđur en KGB frétti af komu tónlistastefnunnar áriđ 1978 (sjá hér ţar sem saga pönksins í Sovétríkjunum er rakin, en hvergi er ţó minnst aumingja Grjóna). Samkvćmt SJÓN er ţađ sjónminninu ađ ţakka ađ viđ fengum Glasnost - og enn fremur honum ađ ţakka, ađ viđ höfum Putín í dag.
Svetlana Nektarína var, og er enn, njósnari. Hún kom upp um pönkplötur Grjóna, svo hann var fćrđur niđur í kjallara hótelsins af Valdimar túlki og öđrum fauta. Hér sést Svetlana Nektarína segja indverskum stúlkum frá yfirpönkaranum Lenín. Hćgt er ađ sjá kvikmynd frá ARTEK 1977 á Krím hér.
Öllu erfiđara er aftur á móti ađ skýra, hvernig tćplega 15 ára stráklingur ofan af Íslandi hafđi ráđ á ţví ađ trođfylla ferđatösku međ pönkviníl, í landi (Danmörku) ţar sem pönkiđ fékk ekki almennilega fótfestu fyrr en síđla sumars 1977 er Johnny Rotten kom til Köben (ítarefni má finna hér). Plötur voru fjári dýrar á ţessum tíma og ekki var börnum úr auđmannastétt bođiđ á ungliđaţingin á ARTEK á Krím.
Afkomendur drekaflugunnar sem settist á rasskinn Grjóna (hlustiđ á RÚV - SJÓN er sögu ríkari), eftir ađ hann hafđi synt nakinn í á á Spáni, hafa reyndar stađfest ađ hafa sest á afturendann á Sjón, ţví hvítara rassgat höfđu ţćr vissulega aldrei litiđ viđ bakka árinnar. Ţćr suđa enn um hvíta rassinn frá Ísalandi. Ţví miđur hefur ekki enn tekist ađ ná í miđil til ađ mana upp anda Madame Elisu Breton, sem rak SJÓN í bađ, en viđ látum erfđasögur drekaflugnanna á Spáni nćgja. Ađrar sögur eru ekki nema svipur hjá SJÓN.
Hér má sjá frćndur vora Dani viđra ţjóđfána sinn á ARTEK sumariđ 1977.
Athugasemdir
Sćll Vilhjálmur, ţađ má auđvitađ hafa gaman af hlutunum og ekki sárnar mér skens ţitt.
Nú er ţađ bara svo ađ hljómplötuverslanir Kaupmannahafnar voru fullar ag pönkplötum sumariđ 1977 og sennilega var ţađ vegna komu Sex Pistils til ađ spila í Daddy's Dance Hall á ţeim tíma sem viđ vorum ţar á ferđ. Ég keypti t.d. Pretty Vacant smáskífuna međ ţeirri hljómsveit, tvćr fyrstu plötur The Stooges, tvćr tilrauna tónlistarplötur međ Brian Eno, stóra plötu međ The Stranglers og eitthvađ fleira. Fyrir ţessu hafđi ég safnađ međ ţví ađ vinna garđyrkjustörf á Landspítalalóđinni og átti meira ađ segja afgang til ţess ađ fá mér břf og řl í Tívolí um kvöldiđ. Ţađ var söguleg stund í lífi mínu ađ vera afgreiddur međ áfengi í fyrsts sinn enda bara 14 ára. Ég á enn kvittunina fyrir ţesdum veitingum ef ţú skyldir vilja sjá hana. Valdimar túlkur var ekki viđstaddur upptökustundirnar í kjallaranum. Ţađ eru svo ánćgjulegar fréttir fyrir mig ađ KGB hafi ekki uppgötvađ pönkiđ fyrr en 1978, ţví ţá hafa huldumennirnir sem tóku upp plöturnar mínar haft ár til ţess ađ fjölfalda ţćr og koma í dreifingu. Takk fyrir ađ skjóta sagnfrćđilegum stođum undir ţessa litlu frásögu mína.
Ţar sem ţú vilt hafa allt satt og rétt ţá vil ég leiđrétta ţađ ađ sumariđ 1983 heimsótti Elisu Breton í Frakklandi en ekki á Spáni og drekaflugan settist á föla öxlina á mér en á ţann líkamshluta minn sem ţér virđist hugleiknari. En ţegar ţarna hefur veriđ komiđ sögu í útvarpshlustun ţinni hefur ţú sennilega veriđ farinn ađ gúgla ákaflega og byrjađur ađ missa ţráđinn í viđtalinu.
Mér er ljúft og skylt ađ leiđrétta ţig hér, ţví ţađ hlýtur ađ vera einmanalegt á stundum ađ vera alltaf í hlutverki ţess sem leiđréttir ađra.
Bestu kveđjur,
Sjón
Sjón (IP-tala skráđ) 31.10.2022 kl. 02:59
Ágćti Sigurjón, Brian Eno er ekki Pönk. Tónlist hans var kölluđ AMBIENT. Annars veit ég ađeins hver smekkur Dana var og hvađ ţeir keyptu, ţví ritađ hefur veriđ um ţađ og ţćttir gerđir í dönsku útvarpi og sjónvarpi. Pönksenan, sem var mjög takmörkuđ og skammlíf í Danmörku vaknađi ekki til lífsins fyrr en eftir tónleika Sex Pistols. Ungir Danir voru svo mikiđ í Gnags, Kim Larsen, Bifros, Michael Falk, Sanne Salomonsen og etc , ađ frekar lítiđ pláss var fyrir pönkiđ.
Ţađ fluttist einn Roxy Music og glimmer pönk-Dani inn til kćrustunnar sinnar á garđinum ţar sem ég bjó búiđ. Fyrir var kćrasti annarrar stúlku, og var hann tvífari STINGs. Sá sem var í pönkinu var fínn náungi (og Stingur líka), sem síđar varđ bókavörđur. Viđ bjuggum eitt sinn til Whisky-súpu saman í jólateiti fyrir ţá sem ekki fóru heim um Jólin. Skötuhjú sem bjuggu í paríbúđ undir herbergishćđinni, Ţjóđverji, Micha, og dönsk kćrasta hans, Helle, hlustuđu mikiđ á ţýskt pönk (ca. 1980-82). Ţau létust síđar bćđi úr eiturlyfjaneyslu í Berlín. Nina Hagen og Rolf komu ekki í útförina.
Fyrst ţú átt kvittun fyrir töskufylli af pönki, sem ţú mátt setja hér inn viđ tćkifćri, ţá slepp ég viđ ađ hafa samband viđ Vladimir P. sem er mjög hátt settur í Moskvu. Sagt er ađ hann hafi haft lúmskt gaman af ţýsku Pönki úr villta vestrinu og líka Ninu Hagen, ţegar hann var ađ taka upp hljómlist og annađ í Stelle sínu í DDR. Pönkiđ lifđi lengi í Rússlandi og tengdist frekar bullum en ţađ gerđi á Vesturlöndum, ţar sem pönkarar voru eitthvađ međ í BZ, ef ţeim var ekki illt vegna nálanna, međ ofnćmi vegna eitrađs háralits eđa sveppasýkingu í neđra vegna ţröngra buxna. Áriđ 2012 bađ Putin vćgđar fyrir pönkara sem brotiđ höfđu og bramlađ á almannafćri. Taliđ er ađ margir Rúskípönkarar hafi dáđst af nasisma og ţví mikiđ fyrir ađ flúra svastikur á líkamann. Rússar misskilja oft ýmislegt líkt og Úkraínumenn.
Hvađ ţú borđađir í Tíolí er underordnet. Ţangađ til kvittunin fyrir plötunum, sem ekki voru seldar í DK, kemur: Lengi lifi Pönkiđ og Sjón! Kannski er til stall fyrir styttu af ţér í Gorkí-garđi, nú ţegar veriđ er ađ rífa ađrar, brjóta og bramla. Ég hringi í Vladimir ađalpönkarann í Moskvuborg.
Bestu kveđjur.
FORNLEIFUR, 31.10.2022 kl. 09:08
Sćll á ný,
ţú ert kostulegur ađ ţykjast vita hvađ var til í plötubúđum í Kaupmannahöfn sumariđ 1977 og hvađ ekki. Auđvitađ voru ţćr ađ selja pönkplötur í hasarnum í kringum komu Sex Pistols, fyrr mćtti nú vera, enda voru ţćr gefnar út af öllum helstu plötuframleiđendum Bretlands og ekki ţađ svakalega öndergránd sem ţú heldur.
Ţađ er ekki nóg ađ lesa greinar um danska pönkiđ löngu síđar, ég var ţarna í eigin persónu ađ fylla ferđatöskuna en ţú sjálfsagt á Íslandi, moldugur upp fyrir haus í einhverjum haugnum.
Brian Eno var mikill gúru hjá okkur ungpönkurunm og viđ hlustuđum á hann međfram pönkinu. Ţađ getur ţú ekki vitađ ţví ţú ert af annarri kynslóđ.
Vonandi fćrđ ţú líka styttu af ţér viđ hćfi, sennilega verđur ţađ styttan af manninum sem alltaf vildi hafa rétt fyrir sér. Sem er auđvitađ göfugt lífsverkefni ef út í ţađ er fariđ.
Bestu kveđjur,
S.
Sjón (IP-tala skráđ) 8.11.2022 kl. 02:27
Og svo ţví sé haldiđ til haga ţá hef ég gegnum tíđina haft gaman af mörgu sem ţú skrifar hér. Og gagn. Ekki síst í ţeim skáldsögum sem ég hef skrifađ og snerta á sögu nasista á Íslandi. Ţú átt ţakkir skildar fyrir ađ róta ţví up. Bestu kveđjur.
Sigurjon B Sigurđsson (IP-tala skráđ) 8.11.2022 kl. 02:33
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.