Meistaraskip Marzynskis

Fyrir tveimur árum síđan andađist í Póllandi merkur kvikmyndagerđarmađur, Marian Marzynski (1937-2023). 

Áriđ 1970 kom hann sem flóttamađur til Danmerkur ásamt hundruđum annarra gyđinga sem Gomulka-stjórnin flćmdi úr landi. Ţá fóru pólskir kommar ađ stunda ógeđslegt gyđingahatur og -ofsóknir, fengiđ ađ láni frá Palestínumönnum og nasistum, til ađ beina sjónum Pólverja frá gríđarlegum vandamálum heima fyrir, sem voru ólýsanlega mörg - enda kommúnisminn oftast nćr léleg lausn flestra mannlegra vandamála.

5787077797_cd22083329_o

En eins og sumir íslenskir stjórnmálamenn vita, ţá er gott ađ beina sjónum sínum ađ gyđingum og ađ hata ţá, til ađ leiđa athygli frá nćrtćkari vandamálum heima fyrir. Slík illmennska er í dag stunduđ á fullu af mörgum íslenskum stjórnmálamanninum og reyndar víđar um heim.

Hér fyrir ofan getiđ ţiđ horft á heimildamynd Marzynski um flóttamannaskipiđ, St. Lawrence (II), sem upphaflega var kanadískur fljótabátur og hótelskip sem bar nafniđ SS Tadoussac. Skipiđ fékk nafnbreytinguu í St. Lawrence, ţegar eldra fljótabát međ ţví nafni hjá sama skipafélagi var lagt. St. Lawrence hinn síđari var dreginn frá Montreal yfir Atlantsála áriđ 1965 og átti ađ fara međ hann í brotajárn í Belgíu, en var hann ţá skyndilega seldur ađ mestu óbreyttur til Husum Skibsvćrft í Danmörku áriđ 1966.

Ţegar gyđingar tóku ađ flýja frá Póllandi međ ásökunum á hendur sér um ađ ţeir vćru kapítalistasvín og njósnarar, var pramminn keyptur til Kaupmannahafnar til ađ hýsa gyđingana sem voru flćmdir burtu frá Kommúnista-Póllandi, aumu, kaţólsku landi sem í dag er ađ snúast í fasista-Pólland međ blessun ESB og jafnvel páfans í Róm.

snapshot Jerry Bergman

Vinur minn góđur, Jerzy Bergman, var á međal flóttafólksins, og varđ fyrstur til ađ ţora ađ rćđa viđ Marian bak viđ linsuna. Ég skrifađi, reyndar miklu síđar, um ljósmyndarann Jerzy Bergman, í tímaritiđ Rambam, menningartímarit gyđinga í Danmörku, sem ég ritstýrđi í rúm tvö ár, (sjá grein mína hér eđa hér).

snapshot Janina

Einnig er í ţessum frábćra heimildaţćtti Marian Marzynskis rćtt viđ Janínu Katz, sem ţorđi ađ segja skođanir sína. Var hún ađ ţví virđist minna taugastrekkt en Jerzy Bergman, en ég er ekki viss. Ég kynntist Janinu nokkuđ vel fáeinum árum áđur en hún dó. Janína var ein af ţessum mörgu fluggáfuđu konum sem ekki fékk ađ njóta sín nćgilega, bara vegna ţess ađ hún var kona, og sérstaklega ekki í smámunasálar-Danmörku, ţar sem međalmennska, karlremba og ţjóđremba voru stćrstar allra dyggđa og eru jafnvel enn - en rosalegri kvenrembu hefur veriđ bćtt viđ - ekki ósvipađ ţví sem gerst hefur á Íslandi.

Frá Grikklandi til Dubai ...

Fyrir Íslendinga, sem hafa venjulega meiri áhuga á skipum og arabadrengjum í á úlföldum í eyđimerkursandi en hröktum gyđingum, má hér í lokin nefna ađ hiđ góđa skip St. Lawrence var, eftir ađ lífi ţess sem flóttamannabúđum fyrir um 500 pólska gyđinga lauk, búgsađ til Túnsbergs í Noregi. Ţađan var skipiđ selt til Grikklands, ţar sem ţví var breytt í fljótandi lúxushótel sem dregiđ var gegnum Súesskurđ í águst 1975, og landfest í Dubai. Skipiđ var í nokkur ár hótel, hóruhús, veitingastađur og verslunarmiđstöđ. Áriđ 1981 var skipiđ dregiđ á land og lauk starfsćvinni í sólbađi í heitum eyđimerkursandinum, ţađan sem leifar ţess voru síđar hirtar og siglt međ ţćr í togi til Indlands til brćđslustöđva hinna eilífu fleyja viđ ósa Ganges.

Screenshot 2025-09-21 at 11-43-55 Fřrst jagtede nazisterne dem. Derefter kommunisterne. For 50 ĺr siden flygtede 3.000 polske jřder til Danmark Berlingske

Dönsku löggunni var fyrirskipađ af dönskum stjórnmálamönnum, ađ hafa gott eftirlit međ gyđingunum sem hraktir voru frá Póllandi til Danmerkur og til annarra landa međ ásökunum um glćpi. Margir danskir kommúnistar og sósíalistar svínuđu flóttamennina til. 


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af átta og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband