Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2016
Móbergslöndin Ísland og Ítalía
19.8.2016 | 20:17
Ţótt móberg sé algengasta bergtegund Íslands, og ađ sögn Haraldar Sigurđssonar jarđeđlisfrćđings - hvorki meira né minna en steinn steinanna á grjóthólmanum Íslandi - hefur ţví aldrei veriđ gert jafnt hátt undir höfđi á Íslandi eins og á t.d. Ítalíu. Sumir Ítalir elska móbergiđ sitt ekkert síđur en marmarann, og á ég ekki erfitt međ ađ skilja ţađ.
Móberg eđa tuff (á ítölsku tufo / tofus á latínu) geta veriđ mismunandi bergmyndanir. Íslenska móbergiđ er myndađ rétt undir vatni eđa ís og er svokölluđ Palagónít bergmyndum. Ţađ sem fólk kallar túf (túff) erlendis er hins vegar sjaldnast palagónít líkt og íslenska móbergiđ. Ég ćtla ţó ekki ađ sökkva mér djúpt í gerđarfrćđi mismunandi móbergs, en biđ fólk sjálft um ađ lesa um hinar mismunandi gerđir móbergs í heiminum sem eru gerđ ágćt skil hér.
Móbergiđ á Ítalíu hefur alltaf heillađ mig, síđan ađ ég sá ţađ fyrst í Róm og viđ Sorrentó-flóa á 8. áratug síđustu aldar, og ţótti um margt minna á sumt íslenskt berg. Ţađ hefur á ákveđnum svćđum mikiđ notađ til bygginga, enda sterkara en ţađ íslenska og umbreytt 300 - 600.000 ára berg. Á Ítalíu eru til ađ minnsta kosti átta "tegundir/gerđir" móbergs sem notađ er í byggingar (sjá hér). Ţađ kemur frá mismunandi svćđum og hefur móbergiđ oft mismunandi lit, allt frá gráum og grćnbrúnum yfir í ljósari vikurliti og mórauđa liti. Ţađ gráa inniheldur smćrri korn af öđru efni, en ţađ brúna getur veriđ mjög gróft. Túffiđ hefur veriđ notađ sem byggingarefni síđan á dögum Etrúra (sem sumir kalla Etrúska) á 7. öld f.Kr., og er enn notađ til viđhalds eldri bygginga.
Horft yfir móbergsbćinn Cori úr rúmlega 480 m. hćđ. Cori er eldir en Róm.
Í fjallaţorpinu Cori di Latina í Lazio í Lepini-fjöllum suđaustur af Róm, hefur mikiđ veriđ byggt úr ţessu mjúka og létta efni, sem hćgt er ađ forma auđveldlega og jafnvel saga ţá til. Ţađ finnst í miklum mćli á svćđinu kringum bćinn.
Cori varđ til sem bćr fyrr en Róm og síđar bjó Rómarađallinn hér í fjöllunum á sumrin, til ađ komast burtu frá mývargi og öđru pestarfé sem hrjáđi hann niđur á sléttunum. Ţeir byggđu sumarhús sín úr kalksteini og móbergi en fluttu einnig hingađ hinn fínasta marmara sem ţeir reistu međ hof og virđulegri byggingar. Í Róm er hins vegar einnig hćgt ađ sjá fjölda rústa húsa sem byggđ hafa veriđ úr móbergi, sem er alls stađar ađ finna í sumum hćđum borgarinnar. Góđ dćmi um byggingar í Róm til forna, ţar sem notast var viđ móberg, er hluti af Colosseum og Portúnusarhofi.
Portúnusarhof í Róm
Veggur Serviusar Tulliusar sem byggđur var umhverfis Rómarborg á 4. öld f.Kr. Múrinn var hlađinn úr tilhöggnum móbergsbjörgum. Hér er brot af honum nćrri ađalbrautastöđinni, Termini í Róm.
Palatino-hćđ í Róm er ađ miklum hluta mynduđ úr móbergi og mörg hús í Róm voru hlađin úr móbergi. Oft hafa menn ţó pússađ yfir ţessa steina í veggjum, en dyraumgjörđir međan ađ skreytingar hafa veriđ látnar halda sér. En í hofum og húsum í Pompeii, Herculaneum og t.d. í Cori standa veggir ţađ menn hafa hlađiđ litla ferninga af móbergi í tígulmynstur svo unun er á ađ horfa, t.d í Polux og Castor hofinu í Cori. Í seinni tíma byggingum t.d. frá endurreisnartímanum var hiđ mjúka móberg einnig notađ og stendur sig enn vel. Húsiđ sem ég bý í í Cori hefur kjarna frá miđöldum en ađ hefur veriđ byggt mikiđ viđ húsiđ. Ýmis efniviđur hefur veriđ notađur, en greinilegt er ađ móberg og kalksteinn eru algengasta efniđ. Gatan Via della Repubblica efst í Cori, er lögđ međ basaltsteinferningum og í miđju götunnar er 20 sm. renna úr kalksteinshnullungum.
Miđaldabyggingar hlađnar úr móbergi í Cori í Lazio.
Ţetta röndótta hús er hlađiđ úr Lazio-móbergi og kalksteini hér frá svćđinu umhverfis Cori - og er nú til sölu.
Gömul gluggaumgjörđ innan í enn eldri dyraumjörđ. Efniđ er Lazio móberg.
Á Stóru Borg undir Eyjafjöllum, sem vitaskuld er ekki neitt síđri menningarbćli en Róm, var móberg notađ í hleđslur. Oftast nćr óunniđ, en í einni byggingunni man ég eftir 6 eđa 8 steinum tilhöggnum og strýtumynduđum, sem voru eins konar hornsteinar í byggingunni innanverđri. Ég tók margar myndir af ţessum steinum, sem Mjöll Snćsdóttir hefur fengiđ til úrvinnslu, og get ég ţví ekki sýnt ykkur ţćr. Vitaskuld var húsiđ teiknađ og mćlt eftir öllum kúnstarinnar reglum, en ég hef enn ekki séđ ţessa listavel tilhöggnu steina birta í bók eđa ritlingi og veit ekki hvort ţeim var bjargađ á safniđ í Skógum.
Vart er ţó hćgt ađ byggja hof eđa turna úr íslensku móbergi eins og menn gera á Ítalíu, t.d. eins og turninn (hér yfir) ofar á Via della Repubblica í bćnum Cori. Turninn var var reistur í fornum stíl viđ kirkju sem byggđ var eftir síđara heimsstríđ, í stađ kirkju postulanna Péturs og Páls ofar í bćnum. Kirkjuskip ţeirrar kirkju hrundi ofan á 40 kirkjugesti áriđ 1944 er bandamenn skutu á bćinn í ţeirri trú ađ yfirmenn ţýska hersins feldu sig eđa héldu fund í kirkjunni. Allir kirkjugestir létust nema einn drengur, sem missti annan fótlegginn. En kirkjuturninn og Herkúleshofiđ viđ suđurmúr kirkjunnar stóđst sprengjuna og er turninn einnig ađ einhverjum hluta til byggđur úr móbergi í bland viđ kalkstein, marmara og basalti.
En ef móbergiđ íslenska fćr ađ hvíla sig og umbreytast í 300.000-600.000 ár til viđbótar er kannski hćgt ađ tala um endurreisnarhús úr ţessu ţjóđarbergi okkar, sem mér finnst nú fallegra en margt sem íslenska ţjóđin er annars kennd viđ. Spurningin er bara, hvort Íslendingar hafi ţolinmćđi ađ bíđa svo lengi eđa hvort ćđri máttarvöld haldi Íslendinga út í allan ţann tíma. Varla.
Kjallaragluggi međ umgjörđ úr móbergi á lítilli höll frá 17. öld í neđri hluta Cori. Efsta myndin sýnir hleđslu í hofi Pollux og Castors í Cori. Dyrabúnađur á húsi í efri hluta Cori, sem ađ hluta til er frá miđöldum. Ţađ er í mikilli niđurníđslu en ég gćti vel hugsađ mér ađ festa kaup á ţví hefđi ég til ţess fjármagn (veit ţó ekkert um verđiđ eđa hvort ţađ er til sölu en ekki hefur veriđ búiđ í ţví í um 40 ár) eđa ţolinmćđi gegn skriffinnum Ítalíu. Einhverjir fór í gang međ viđgerđir á einhverju stigi, en gáfust upp. Yfir dyrunum er lágmynd af Maríu og Kristi.
Sums stađar hafa menn nýtt sér allt mögulegt byggingarefni. Allt var endurnýtt.
Fínustu hallir endurreisnartímans voru einnig byggđar úr ţví efni sem fyrir hendi var og skreyttar međ gömlum súlum sem stundum var rćnt úr rómverskum rústum í nágrenninu. Palazzo Riozzi-Fasanella í Cori er frá 16. öld.
Hleđsla úr móbergi frá miđöldum ofan á risavöxnum björgum úr kalksteini/marmara sem eru frá ţví á annari öld fyrir okkar tímatal.
Rómverskur veggur í Cori hlađinn úr móbergi í Opus reticulatum.
Steinar og steinlist | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Villi afi
15.8.2016 | 09:35
Ég átti tvo afa sem báru hver sína gerđina af hinu keisaralega nafni Vilhjálmur, Vilhelm á Íslandi og Willem í Hollandi. Ekki er ţví ađ furđa ađ ég hafi orđiđ ađ heita Vilhjálmur, svona til ađ halda áfram hinni keisaralegu hefđ. Ég kynntist aldrei afa mínum í Hollandi (sjá hér og hér), en Villi afi á Íslandi var minn besti vinur og hjálparhella. Í námi nutu menn oft ađstođar LÍN, en ég hafđi bćđi LÍN og afa og ömmu, Sigríđi Berthu Ţórđardóttur, sem endalaust gáfu mér höfđinglegar gjafir og ađstođuđu mig fjárhagslega og ađra á allan mögulegan hátt af sparnađi sínum frá langri vinnućvi. Villi afi var afar örlátur mađur og nutu margir góđs af ţví.
Ekki var óalgengt fyrr á tímum ađ tveir ungir menn fćru saman til ljósmyndarans og létu eilífa sig eins og ungu mennirnir hér ađ ofan gerđu. Stundum héldust menn í hendur eđa innilega utan um hvern annan. Sá tími var liđinn ţegar ţessi mynd var tekin. Skrítiđ fólk í nútímanum leggur svo eitthvađ annađ í ţađ í dag en menn gerđu ţá. Langt er seilst eins og viđ vitum.
Áriđ 1996 var haldin sýning á ljósmyndum Jón Kaldals í tilefni af aldarafmćli hans. Myndirnar voru sýndar í Nýlistasafninu. Móđur minni og ömmu var sagt ađ ţar héngi mynd af afa mínum, mynd sem ţćr höfđu aldrei séđ. Myndin bar númeriđ 2303.
Sýnir hún tvo unga menn í sínu fínasta pússi međ newsboy - eight piece húfur úr tweed, en slíkar húfur eru oft ranglega greindar sem sixpensarar á Íslandi, en ţađ er allt önnur húfa eins og reyndir húfu- og hattamenn eins og ég vita.
Eftir ađ afi minn lést áriđ 1993, fékk ég ţessa mynd hjá Ívari Brynjólfssyni ljósmyndara og samstarfsmanni á Ţjóđminjasafni Íslands og gaf ömmu minni, sem setti hana í gylltan ramma og settu upp í stofu sinni á Hringbrautinni í Reykjavík. Ég fékk svo myndina eftir lát ömmu minnar, og hangir hún jafnan fyrir framan mig viđ skrifborđiđ mitt, ţví myndin af afa minnir mig á son minn Ruben.
Afi minn, Vilhelm [Árni Ingimar] Kristinsson er sá lágvaxni til hćgri á myndinni. Hinn unga manninn, međ hiđ háađalborna skagfirska andlit, kunni amma mín sćmileg deili á en ég var búinn ađ gleyma nafninu fyrr í ár ţegar mér datt í hug ađ skrifa nokkur orđ um myndina. Hann mun hafa siglt til Ameríku ađ ţví er amma sagđi mér. Hann hafđi viljađ fá afa međ sér til Ameríku og ţeir höfđu veriđ á sjó saman.
Nýlega hafđi ég samband viđ Ingu Láru Baldvinsdóttur deildarstjóra ljósmyndasafns Ţjóđminjasafnsins, til ađ spyrjast fyrir um nafn mannsins međ afa á ljósmynd Kaldals. Nafn hins hávaxnari er ţađ eina sem skráđ er viđ myndina í safni Kaldals. Inga Lára upplýsti nafniđ: Ţorvaldur Ögmundsson.
Ţorvaldur var sonur Ögmundar Sigurđssonar skólameistara í Flensborgarskóla í Hafnarfirđi og var myndin tekin ţar. Ţess vegna spurđu Inga Lára mig fyrr í ár (2016), hvort afi minn hafđi veriđ í Flensborg. Ţar gekk hann aldrei. En félagarnir á myndinni voru komnir langt yfir skólaaldur og stunduđu sjóinn saman. Afi leit alla tíđ mjög unglega út og fór ekki ađ grána á vöngum fyrr en seint á áttrćđisaldri og hann hélt ljósum háralit vel fram á nýrćđisaldur. Réttara sagt, hann afi varđ aldrei almennilega gráhćrđur.
Afi og vinur hans Ţorvaldur voru á togurum fyrir norđan á Siglufirđi og Akureyri, afi mest sem hjálparkokkur eđa kokkur. Ţeir félagar hafa hafa líklega nýtt sér tćkifćriđ og setiđ fyrir ţegar Kaldal var á annađ borđ í Flensborgarskóla ađ taka myndir af nemendum ţar.
Ţorvaldur, sem var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, fluttist til Bandaríkjanna. Afi međ sitt barnaskólapróf stofnađi hins vegar fjölskyldu í Reykjavík. Ţorvaldur hélt sig viđ sjóinn og var sjómađur á togurum frá Boston međ öđrum Íslendingum. Í miklu óveđri ţann 8 febrúar 1933 tók hann út af togaranum Fordham og drukknađi. Greint var frá sorglegum dauđdaga hans í Lögbergi ţ. 3. marz 1933.
Myndir geta sagt margt og gefiđ ástćđur til rannsókna. En ţćr segja alls ekki allt. Ef menn hefđu viljađ vita meira um afa Villa, sem síđar á ćvinni var vatnsvörđur viđ Reykjavíkurhöfn, hefđu ţeir átt ađ mćta í jarđarför afa í Fríkirkjunni. Ţeir hefđu ekki komist inn, ţví ţađ var fullt fram í fordyri. Ţá fyrst áttađi ég mig á ţví hvađ marga vini afi hafđi átt.
Viđ voru afar ólíkir, en ţađ skapađi hina góđu vináttu. Afi hafđi alltaf viljađ ganga menntaveginn, en hafđi ekki ráđ á ţví. Hann lifđi sig ţví inn í velgegni afkomenda sinna á andlegu brautinni. Eftir ađ afi komst á eftirlaun vann hann í yfir áratug hjá RÚV sem sendisveinn, en útvarpiđ notađi gamla, vinalega karla til ţess verks og krakka á sumrin. Ţađ ţótti honum góđ vinna og ég naut einnig góđs af ţví, ţví afi útvegađi mér alltaf sumarvinnu, annađ hvort hjá útvarpinu á Skúlagötu og síđar hjá Reykjavíkurhöfn.
Afi var á yngri árum prýđisgóđur íţróttamađur og hef ég greint frá ţví áđur. Hann var í fimleikahópi ÍR og sýndir Kristjáni X konungi fimi sína, er kóngur kom í heimsókn áriđ 1921. Enn meira er hćgt ađ frćđast um afa minn, ţví hann hefur náđ ţeim heiđri ađ verđa eins konar safngripur á Ţjóđminjasafni Íslands, fyrir utan listagóđa mynd Kaldals. Afi var einn af heimildamönnum ţjóđháttadeildar um líf krakkann í Skuggahverfinu í byrjun 20. aldar. Hér má lesa um ţađ. Lýsingar af sýna hans eđli. Hann var diplómat og talađi sjaldan illa um ađra og krati var hann lengur en flestir á 20. öldinni í Reykjavík. Hálfsystir hans, eldri, í Danmörku, Sigríđur Sigurjónsdóttir Jensen, náđi nú einnig ţví takmarki ađ verđa lengst skráđi félagi i Socialdemokratiet í Danmörku. Vitaskuld ţurfi Íslending til ađ hćkka međalaldur krata í Danmörku all verulega. Tante Sigga varđ 101 árs gömul og ávallt hress alveg fram í dauđann. Ţađ er svo önnur saga.
Hér lýkur ţessum ţćtti af afa mínum međ hiđ keisaralega nafn og sína höfđinglegu lund.
Hreinritađ í Cori, Latina á Ítalíu í ágúst 2016.
Vilhelm Kristinsson í Aţenu áriđ 1966 (sjá hér).
Gamlar myndir og fróđleikur | Breytt 30.4.2020 kl. 13:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Forđum er Eva Braun og Hitler sátu í byrginu í Berlín, horfđu ţau kannski á síđustu dögum sínum á minningar úr ferđ Evu til draumalandsins Íslands. Hvađ gera samlynd hjón ţegar ţau eiga ekki sjónvarp og stunda ekkert kynlíf? Adolf og Eva horfđu á kvikmyndir Evu langt undir strćtum Berlínar. Ţau Eva og Adolf náđu ađ vera hjón í tćpar 40 klukkustundir í apríl 1945. Um leiđ og ţau átu Sauerkraut (pizzur voru ekki til og Adolf var vitaskuld grćnmetisćta) dáđust ţau af Gullfossi og Geysi og miklum fjölda langferđabíla á Ísland.
Íslandsferđ Evu í júlí 1939 međ ţýska farţegaskipinu Milwaukee ţekkja Íslendingar orđiđ harla vel síđan ađ Hörđur Geirsson á Akureyri greindi fyrst frá henni á 10. áratug síđustu aldar.
Eva Braun sigldi međ skipinu Milwaukee og ferđin var skipulögđ af "menningar"- samtökum nasista sem kölluđ voru Kraft durch Freude, og var skammstafađ KdF.
Kvikmynd Evu má sjá hér fyrir ofan (íslenskt efni hefst 3 mín. og 14 sek. inn í myndina).
Til eru tvö önnur kvikmyndabrot frá Íslandi, sem tekin voru í ferđum KdF. Ég hef hvorki heyrt um ţau eđa séđ ţau áđur, ţó vera kunni ađ ţau séu vel ţekkt á Íslandi. En ég lćt ţau samt flakka hér. Myndbrotunum hefur veriđ safnađ af AKH (Agentur Karl Höffkes) í bćnum Gescher í Ţýskalandi og má sjá á vefsíđu fyrirtćkisins.
Hér er fyrst samansafn myndbrota. Fremst er brot sem sagt er vera frá sumrinu 1936. Ţađ er tekiđ á siglingu Milwaukees međ félaga nasistahreyfingarinnar KdF. Ef litmyndin á eftir Íslandsmyndinni er frá sama ári og Íslandsferđin fremst á syrpunni, hefur AKH orđiđ á í messunni, ţví hún sýnir Heimssýninguna í New York sumariđ 1939. Ţađ útilokar ţó ekki ađ myndbrotiđ frá Íslandi sé frá 1936.
Eftirfarandi kvikmyndabrot er hins vegar ekki dagsett, en er líklega hvorki úr ferđinni sem Eva Braun fór sumariđ 1939, né ţeirri ferđ áriđ 1936 sem kvikmyndin hér ađ ofan var tekin í. Brotiđ frá Íslandi hefst 3,36 mínútur inn í myndasyrpuna. Síđar í syrpunni eru myndir frá Ísafirđi, ađ ţví er ég best fć séđ.
Kvikmyndafornleifafrćđi | Breytt 9.8.2016 kl. 08:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)